Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992 Gjaldfallin skuld Nokkur orð um eiturlyf og unga fólkið eftir Baldur Á hátíðlegum stundum er í tísku að tala um skuld okkar íslendinga við landið, þ.e. að klæða það gróðri á ný og skila því sem við í gegnum aldimar höfum tekið frá því. Vissu- lega gott mál. Ég vil hins vegar stinga niður penna til að minnast á aðra skuld — skuldina við æsku þessa lands. Til þessarar skuldar höfum við sem erum af barnsaldri stofnað undanfarin 10—20 ár með lífsgæðakapphlaupi, bruðli og of- sköttun sem leitt hefur af sér meiri vinnu fyrir foreldra og minni tíma fyrir börnin okkar, æskuna sem á að erfa landið eins og við stundum segjum. Meðan foreldrar vinna báð- ir myrkranna á milli til að eignast nýjan bíl, stærra hús eða bara til að standa undir skattabyrði, hefur fjöldi bama gengið meira og minna sjálfala með lykil um hálsinn. Þau skortir ást og aga og dagarnir líða í óöryggi — einsemd í sjoppum og spilasölum eða vafasömum félags- skap af einhverju tagi. Þá birtast sölumenn dauðans, bjóða fyrst vín eða hass og síðan eitthvað sterk- ara. Og margir hafa fallið — allt of margir. Það er löngu tímabært að tala tæpitungulaust um glæpi, sjálfs- morð, vændi og alla þá mannlegu eymd sem tengist eiturlyfjanotkun. * Agústsson ÖIl þessi sár sem sífellt fleiri bera en við þegjum vandlega í hel. Þetta er mál okkar allra, líka okkar sem erum svo lánsöm að eiga heilbrigð börn. Það er ekki langt síðan við íslend- ingar litum á okkur sem eina fjöl- skyldu; mannskaðar á sjó voru harmur þjóðarinnar allrar og ekki mátti brenna svo hlaða hjá einhveij- um bóndanum að fólk alls staðar á landinu léti ekki eitthvað af hendi rakna. Við vorum ein samstillt fjöl- skylda. Þetta þarf að endurvekja og það af krafti. Við eigum að hætta áð ala á sundurlyndi til dæm- is milli Reykvíkinga og landsbyggð- arfólks eða launþega og atvinnurek- enda, því fyrst og fremst erum við íslendingar. Við eigum að taka höndum saman um heilbrigt mann- líf ungra sem aldinna, það hlýtur að vera forgangsverkefni. Vaxandi eiturlyfjanotkun ung- menna er ekki á þeirra ábyrgð. Hún er á ábyrgð þeirra sem geta stöðv- að hana, á ábyrgð okkar sem stund- um lífsgæðakapphlaupið og á ábyrgð þeirra sem við höfum kosið til að stjórna landinu og annast fræðslu og löggæslu. Og hér ekki vegið að einum fremur en öðrum. Á sínum tíma fyrir um það bil 20 árum varaði framsýnn tollvörður við því að ef ekki væri að gert myndu eiturlyf flæða yfir landið. Hann skrifaði blaðagreinar en var ef til vill dálítið sérstæður í mál- flutningi sínum og hafði ekki árang- ur sem erfiði. Fólk hló — eiturlyf á íslandi! En hvað er komið á daginn. Eiturlyfjaneytendum fjölgar stöð- ugt og þeir nota sífellt sterkari og dýrari efni. Þeir leiðast út í glæpi til að mæta fjárþörf sinni. Innbrot- um, ránum og öðrum ofbeldisglæp- um stórfjölgar, jafnvel morð hafa tengst þessum hryllingi — og minnst er á vændi. Harmleikurinn leggst á fleiri og fleiri íjölskyldur. En hvað gerum við í málinu? Jú, sjálfboðaliðar og líknarsamtök reyna að hlúa að þeim sem dýpst eru sokknir en fé til fýrirbyggjandi aðgerða er skorið svo við nögl að til háborinnar skammar er. Skiln- ingsleysið er algert. Líklega er auð- veldara að fá fjárveitingu fyrir jarð- göngum en hassleitarhundi. Verð- mætamat okkar og forgangsröð verkefna er stórbrengluð. Við megum ekki líta svo á að Baldur Ágústsson „En þegar sölumenn dauðans — því það eru þeir — eitra vitandi vits fyrir börnum okkar í hagnaðarskyni þá sleppa þeir með væga dóma, jafnvel sekt sem þeir eiga létt með að greiða því iðju sína stunda þeir áfram með góðum ábata.“ eiturlyfjaneysla og allt sem henni fylgir sé eitthvert náttúrulögmál, bara vegna þess að þetta er út- breitt vandamál erlendis. Við ís- lendingar eigum að þora að vera öðruvísi — hafa okkar eigin skoðan- ir og fara okkar eigin leiðir. Við höfum vit og peninga til að ráða við þetta mál og landið okkar, lega þess og smæð þjóðarinnar hjálpar til eða gæti gert það ef ekki skorti áhuga og kjark til að taka á vandan- um. Hér þarf líka að endurskoða refsilöggjöf. Við höfum dæmi um konu sem í örvinglan banar manni sínum eftir að hafa þolað skepnu- skap hans í mörg ár. Hún hlýtur margra ára fangelsi fyrir. Við höf- um dæmi um vini sem sitji að sumbli, verður sundurorða og riffil- skot fellir einn þeirra. Sá sem í gikkinn tekur fær margra ára fang- elsisdóm. En þegar sölumenn dauð- ans — því það eru þeir— eitra vit- andi vits fyrir börnum okkar í hagn- aðarskyni þá sleppa þeir með væga dóma, jafnvel sekt sem þeir eiga létt með að greiða því iðju sína stunda þeir áfram með góðum ábata. Mál er að linni. Mál er að við íslenska fjölskyldan snúum bökum saman og stöðvum ósómann áður en hann eyðileggur fleiri líf því það er það sem framundan er. Þetta er óreiðuskuld sem við höfum stofnað til við æsku þessa lands. Sleppum einum jarðgöngum eða virkjun fyrir ímyndað álver og fjárfestum í lög- gæslu og forvörnum. Sleppum fína bílnum, golfinu, sjónvarpsglápi eða aukavinnu og eyðum tíma með bömunum. Tökum höndum saman og greiðum skuld okkar við æskuna án tafar — þá mun hún hjálpa okk- ur að greiða skuldina við landið. Höfundur er forstjóri öryggisþjónustunnar Vara. Forkastanleg afskiptasemi eftir Gunnlaug Þórðarson Réttur hverrar þjóðar er að fá að nýta auðlindir sínar óáreitt og þeim mun fremur ef auðlindinni er ekki ofboðið. Hvalastofninn við ís- land er hluti af þjóðarauðnum. Sem betur fer hafa íslendingar gætt hófs í hvalveiðum og engar tegundir hvala við strendur landsins eru í útrýmingarhættu af manna völdum. A sama hátt er réttur hverrar þjóðar og hvers manns að fá að varðveita hefðir og venjur, sem tíðk- ast hafa frá fomu fari, t.d. í matar- æði. Þannig er með hval að segja má að súrhvalur sé einn þjóðarrétta íslendinga. Jafnsjálfsagt er að við leggjum okkur hval til munns og t.d. aðrar þjóðir éti snigla, froska eða kalkúna. Refsiverður rógur íslenska þjóðin hefur í vaxandi mæli orðið að þola að útlendir menn vilji ráða því á hveiju íslendingar nærast. Jafnvel erlendir þingmenn em berir að dónalegri afskiptasemi í þeim dúr í garð Islendinga. Ófrægingarherferð sú sem hér er vikið að hófst að fmmkvæði fá- kunnandi Bandaríkjamanna fyrir mörgum árum og hefur borist til annarra landa. Áróðurinn hefur ein- kennst af glórulausum rógburði svo sem alþjóð er kunnugt. Áróður þessi hefur gengið svo langt, að lífsaf- koma fólks á heilum svæðum á norð- urhlutajarðar hefur verið lögð í rúst. Illu heilli em Bandaríkjamenn sem fyrr segir í fararbroddi þessar- ar „hysteríu", sem getur spillt ágæt- um samskiptum þjóðanna. Umhugs- unarefni er þegar jafnvel ríkisstjórn- ir annarra landa telja sig þess um- komnar að hafa vit fyrir öðrum þjóð- um. Nú er það svo, að í 90. gr. refsi- laga okkar segir: „Hver, sem opin- berlega smánar erlenda þjóð eða ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess... skal sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að 6 árum, ef mikl- ar sakir eru.“ Telja má víst að í löggjöf flestra menningarþjóða séu sambærileg ákvæði. Auðvitað eigum við að krefjast þess, að það fólk sem stað- ið hefur fyrir ófrægingarherferð gegn okkur hljóti viðeigandi refs- ingu í heimalandi sínu fyrir fram- ferði sitt. Rödd hrópandans Fyrir um tveimur áratugum hóf undirritaður að sækja heimsmót al- þjóðasamtaka lögfræðinga, sem haldin hafa verið víðs vegar um heiminn, fyrst með hrl. Páli S. Páls- syni, en seinna með hrl. Sigurði Georgssyni. Á fjórðu ráðstefnunni sem ég tók þátt í, og haldin var í Madrid, varð ég gegn sannfæringu minni að halda uppi vömum fyrir ríkisstjórn íslands út af því að ís- land hundsaði alþjóðadómstólinn í landhelgismálinu. Ég reyndi að skýra út þá fáránlegu afstöðu, sem ríkisstjómin hafði tekið. Frá þeim tíma varð mér ljós þýðing þess að fulltrúar íslands sæktu slíkar ráð- stefnur, en ráðstefnuhald sem þetta er einkaframtak lögfræðinga um heim allan. Frá því á ráðstefnu þeirri, er haldin var í Cairó 1983 og seinna í Berlín 1985, í Seoul 1987, í Peking 1990 og loks í Barc- elona 1991, hefur undirritaður not- að hvert tækifæri að taka þátt í umræðum, sem varða samskipti þjóða. Tilgangur minn hefur verið að mótmæla hinum illviljaða óhróðri, sem íslenska þjóðin hefur mátt þola vegna hvalveiða. I seinni tíð hef ég á þessum fundum bent á að eðlilegt er að ríkisstjóm íslands slíti stjómmálasambandi við ríki, sem láta slíka illmælgi viðgangast óátalið. Auðvitað hefur þessi barátta mín mætt misjöfnum viðbrögðum, en vonandi hefur hún verið ómaks- ins verð. Hefjum gagnsókn Hið harða afstaða sem Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, tók á sínum tíma í hvalveiðimálinu hefur verið til fyrirmyndar og sem Gunnlaugur Þórðarson „Allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna er sjálfsagður vettvangur til þess að hefja gagn- sókn í hvalveiðimál- inu.“ betur fer hafa eftirmenn hans í ráð- herrastóli fylgt sömu stefnu af ein- urð. Ekki er síður mikilvægt að embættismenn okkar standi sig vel, svo sem starf Guðmundar Eiríksson- ar þjóðréttarfræðings ber vott um. Forystumenn þjóðarinnar eiga auðvitað að nota hvert tækifæri á alþjóðavettvangi til þess að for- dæma yfirgang annarra þjóða í okk- ar garð vegna hvalveiðanna. Allsheijarþing Sameinuðu þjóð- anna er sjálfsagður vettvangur til þess að hefja gagnsókn í hvalveiði- málinu. Sá bjargræðisvegur ætti ekki að vera neitt feimnismál nema síður sé enda aðeins þáttur í sjálfs- bjargarviðleitni íslensku þjóðarinnar og kröfu hennar til að fá að ráða sér sjálf. Auðvitað á súrsaður hvalur að vera á veisluborðum í öllum opin- berum móttökum. Höfundur er iögmaður. Gefa út myndband um bætta meðferð fiskafla V erðmætaaukning um 1% myndi skila 700 milljóna tekjum MEÐFERÐ afla af íslandsmiðum hefur fleygt töluvert fram, að mati Gísla Jóns Kristjánssonar fiskmatsstjóra, en þó ekki nóg. „Það er kominn timi til átaks í þessum málum og í því skyni má benda á að væri hægt að Brúðubíllinn í Húsdýra- garðinum BRÚÐUBÍLLINN kemur aftur í heimsókn í Húsdýragarðinn nk. sunnudag og endursýnir leikritið „Hvað er í pokahorninu?“. Sýningin hefst kl. 15. Þá verður boðið upp á akstur í lystikerru sem hryssan Dúkka dregur. Um helgina er Húsdýragarðurinn opinn kl. 10-18 og Grasagarðurinn (Fréttatilkynning) auka verðmæti sjávarfangs um 1% með betri fiskmeðferð þýddi það 700 milljóna króna tekju- aukningu á ári. Ég tel allar likur á því að þetta sé hægt. Það þarf aðeins samstöðu manna um átak í þessum málum og í raun höfum við ekki efni á öðru,“ segir Gísli Jón Kristjánsson. Tilefni ummæla fiskmatsstjóra er útgáfa fræðsluefnis á myndbandi um góða fískmeðferð um borð i skipum og bátum. Myndbær hf. hefur framleitt myndbandið í sam- ráði við og með aðstoð Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins. I mynd- bandinu er sérstök áherzla lögð á þá verðmætaaukningu sem felst í góðri meðferð aflans. Farið er yfir helztu atriðí í þessu sambandi og hvers þarf að gæta í meðferð aflans ■um borð. Komið er inn á atriði eins og áhrif veiðiaðferða, losun físks úp veiðarfærum, blóðgun, slægingu, þvott, ísun og geymsluþol. Handrit myndarinnar er gert af Grími Valdimarssyni, forstöðu- manni RF. Hann sagði á blaða- mannafundi er myndbandið var kynnt að nú þegar sókn í fískistofn- ana væri takmörkuð væri ekki sízt mikilvægt að hámarka verðmæti hráefnisins með réttri meðferð þess. Hingað til hefur fræðsla um með- ferð hráefnis og hreinlætismál um borð í bátum og skipum verið tak- mörkuð, en það er von þeirra sem að gerð myndbandsins standa að það muni opna augu sjómanna sem og annarra fyrir mikilvægi góðrar fískmeðferðar og stuðla þannig að aukinni verðmætasköpun. Upptökur á myndum önnuðust Emst Kettler og Steingríinur Karls- son, Einar Guðmundsson og Har- aldur Páll Briem námu hljóð, Ernst Kettler sá um klippingu, þulur er Guðmundur Ingi Kristjánsson og umsjón höfðu Gunnar Bragi Guð- mundsson og Rakel Sveinsdóttir. Myndbandið var að mestu tekið um borð í Bylgju VE og Hegranesi SK. Myndbandið verður selt um borð í skip og báta og dreift innan skóla- kerfisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.