Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIf) LAUGARDAGUB 22. ÁGÚST 1992 27 Minning Anna S. Guðmunds- dóttir frá Lambanesi Fædd 7. nóvember 1908 Dáin 13. ágúst 1992 Anna móðursystir mín fæddist á morgni þessarar aldar, má segja. Þá var aðeins tekið að rofa til. Framfarir að ryðja sér rúms. Hillti undir frelsi og fullveldi. Enn var þó allt unnið með gömlu handverk- færunum í sveitum þessa lands og lítið um að unglingar nytu fram- haldsnáms. Barnaskólinn látinn nægja, og varla það. Farkennsla algengust í sveitum. Sá sem þetta ritar, og er fæddur á þriðja áratug þessarar aldar, naut aðeins stopull- ar farkennslu. Kona sú, sem ég minnist hér við leiðarlok hennar hér í heimi, sat ekki lengi á skólabekk. Lífið beið hennar strax að lokinni fermingu með skyldum sínum og önn dagsins. Hún fæddist í Skollatungu í Gönguskörðum í Skarðshreppi, ná- lægt Sauðárkróki, hinn 7. nóvember 1908, og var skírð Anna Sigríður af sóknarprestinum, síra Árna Bjömssyni á Sauðárkróki. Voru for- eldrar Önnu hjónin Guðmundur Þorleifsson og Lilja Kristjánsdóttir, sem þá bjuggu búi sínu í Tungu, en höfðu flust þangað fyrir skömmu frá Heiðarseli, nú Dalsá, sem verið hefur í eyði lengst af síðan. Anna var áttunda bamið sem þeim fædd- ist. Síðar fæddust þeim tvö börn. Er nú Sigurlaug húsfreyja í Þor- lákshöfn ein á lífí af þessum mörgu systkinum. Anna ólst upp í Tungu, en fór snemma að vinna utan þess heimilis. Hún var í farskóla í Stað- arhreppnum og var fermd frá Sauð- árkrókskirkju, af síra Hálfdani Guð- jónssyn prófasti i fyllingu tímans. Sá ágæti kennimaður skírði mig, er ég var rétt eins árs gamall. En það er önnur saga. Anna dvaldi um skeið á æsku- heimili mínu sem unglingur, og man ég hvað við systkinin, og raunar öll á bæhum Sneis á Laxárdal, hörmuðum burtför hennar. Ég og systir mín grétum hástöfum, þegar hún fór frá okkur, við vissum ekki hvert, en mun hafa verið norður í Skagafjörð. Anna var alltaf svo létt í lund og lífgaði upp á heimilislífið. Örlög Önnu réðust, er hún hélt norður í Fljót, en þangað höfðu foreldrar hennar flust árið 1927, ásamt Sigurjóni syni sínum. Hún réðist sem kaupakona og ráðskona að Lambanesi 1930. Þau Anna og Gunnlaugur Kristjánsson, ungur bóndasonur á bænum, felldu hugi saman og hófu sambúð það ár. Bjuggu þau þar síðan félagsbúi með Valgarði, bróður Gunnlaugs, þar til Auður Agnes Sigurð- ardóttir - Minning Aðfaranótt föstudagsins 14. ág- úst lést á heimili sínu í Reykjavík Auður Agnes Sigurðardóttir, en Auður var fædd þann 10. mars 1942. Með fáeinum orðum langar mig að minnast Auðar, með hjart- ans þökk fyrir góð kynni og samver- una síðustu árin. Ég kynntist Auði sem eiginkonu Sigga Johnie, en hann hefur verið okkar traustasti heimilisvinur í meira en 30 ár. Ég rifja upp í hug- anum þær góðu stundir sem við áttum saman í Fuglavík, en þar undu þau sér vel Siggi og Auður í barnslegum leik i fijálsri náttúru. Auður var hæglát og sönn í fram- komu, en það var stutt í glettni sem oft brá fyrir í augum hennar. Elsku Siggi minn, það er dýr- mætt að eiga fagrar minningar, þær ylja örugglega, það er auðlegð sem enginn getur tekið frá manni. Hvað er hel? Öllum líkn, sem lifa vel, engill, sem til lífsins leiðir, ljósmóðir, sem hvflu breiðir. Sólarbros, er birta él, heitir hel. Þögla gröf, þiggðu duftið, þína gjöf. Annað er hér ekki’ að trega, andinn fer á munarvega, þekkir ekki þína töf, þögla gröf. Eilíft líf, ver oss huggun, vöm og hlíf, líf í oss, svo ávallt eygjum æðra lífið, þó að deyjum. Hvað er allt, þá endar kíf? Eilíft líf. (Matthías Jochumsson.) Góður Guð bjessi minningu Auð- ar. Við Steini, Óli og Danni vottum Sigga og öllum ástvinum dýpstu samúð og biðjum um blessun og styrk þeim til handa. Anna Heiðdal. Ég vildi minnast nokkrum orðum kynna okkar hjóna af Auði, sem andaðist skyndilega 14. þ.m. langt fyrir aldur fram. Er ég var í 50 ára afmæli Auðar 10. mars í vor leyndi sér ekki gleði og hamingja Auðar, er ættingar og vinir sóttu hana heim af þessu tilefni. Hún giftist heimilisvini okkar til fjölda ára, Sig- urði J. Þórðarsyni, og var það til sýnilegrar hamingju í lífi hans. Hjónaband þeirra virtist gera Sig- urð að nýjum og betri manni, þar sem hann gat aftur farið að nota hæfileika sína sem skemmtikraftur, en eins og alþjóð veit er Sigurður frábær söngvari og er framkoma hens í sjónvarpsþættinum „Manstu gamla daga“ þar sem hann ljómaði af lífsgleði lýsandi dæmi. Það er skemmst að minnast nær- veru þeirra hjóna í brúðkaupi dóttur okkar 18. júlí sl. er Sigurður skemmti og Áuður stjórnaði hljóm- flutningi. Það var víðs fjarri að okkur óraði fyrir því að þetta yrði síðasta skiptið sem við sæjum Auði. Við vottum ættingjum og ástvinum Auðar okkar dýpstu samúð. Sæm. Pálsson og fjölskylda. Lífið er óráðið, enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Þegar okkur barst sú harmafregn að Auður Agnes hefði látist 14. ágúst setti okkur hljóð yfir svo snöggum og ótímabærum endi á lífi hennar. Við kynntumst Auði í gegnum félag sem við erum aðilar að. Þar tjáði hún sig af einlægni, hreinskilni og góðum vilja og lét gott af sér leiða. Við kveðjum Auði með þessum fá- tæklegu orðum. Góður Guð blessi minningu hennar og veiti öllum ástvinum hennar styrk í sorg sinni. Guð gefí mér æðruieysi til þess að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til þess að greina þar á milli. Snorri og Sigga. þau seldu og fluttust til Siglufjarð- ar. Keyptu lítið hús við Hvanneyrar- braut 15. Þar fór vel um þau. Því miður fór heilsu Önnu ört hrakandi allra síðustu árin, og Gunnlaugur missti sjónina fyrir níu árum. Nú sér hann á bak ævifélaga sínum um meira en sex áratugi, sem reyndist honum og Lambanesheim- ilinu með ágætum. Ég hefi á öðrum stað skrifað um Lambnesheimilið, sem ég tel að hefi verið einstakt. Þar sat gestrisn- in alltaf í fyrirrúmi alla tíð. Anna átti þar ekki smáan hlut að máli. Segja mátti, að Lambanes væri eins og hótel yfir sumarmánuðina. Ætt- bogi mannsins hennar er stór, og vöndu ættingjarnir og ótal margir aðrir gjarnan komu sínar að Lamba- nesi. Eg man eftir mörgum þeirra, því að ég hélt til á þessum bæ á æskuárum, er ég hóf nám í bama- skóla, svo og er ég stundaði veg- vinnu um tvítugsaldur. Mér er í minni glaðværð þessa heimilis og áhyggjuleysi. Þar var aldrei svo mörgu að sinna, að eigi væri tími til að taka á móti gestum. Bræðum- ir, Valgarð og Gunnlaugur, og hún Anna frænka, skemmtu sér með fólkinu. Auðvitað varð heimili þetta eigi ríkt af veraldarauði við þetta, síður en svo, en allt komst af. Og mikla innstæðu átti Lambanesheim- ilið í hugum gestanna. Anna annað- ist með sóma aldraðan föður bræðr- anna í Lambanesi, hann Kristján Jóhann Jónsson, sem varð 104 ára, fjögurra mánaða og eins dags. Hann kaus líka að una þar til enda- dægurs. Fyrir það var hann henni óendanlega þakklátur. Anna Sigríður var meðalkona á vöxt, ljóshærð og bjartleit. Hún var létt í spori jafnan og glöð í lund. Slíkum verður lífsgangan eigi erfið. Samband hennar við lífsförunaut- inn varð farsælt og langt. Hún kom að Lambanesi Alþingishátíðarárið og kveður nú fólk og Frón undir aldarlokin. Kvödd er hún frá Siglu- fjarðarkirkju og jarðsett þar í bæ. Öll verðum við fyrr eða síðar að gjalda gjöf lífsins. f huga mínum geymi ég bjarta mynd af henni Önnu frænku, og slíkt munu allir þeir gera, sem af henni höfðu kynni, og þeir voru margir. Veri Ánna mín blessuð og hafí hún þökk fyrir allt. Og Gunnlaugur minn. Guð al- máttugur huggi þig í þínum mikla söknuði eftir ástvininn. Minning hennar lýsir þér á leiðarenda. Auðunn Bragi Sveinsson frá Refsstöðum. Anna Guðmundsdóttir, fyrrum húsmóðir í Lambanesi í Fljótum, andaðist í Siglufjarðarspítala 13. þ.m. Gamall og gróinn vinskapur var með fjölskyldu minn og Lambanes- ELÍAS B. Halldórsson opnaði málverkasýningu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, Iaugardaginn 15. ágúst sl. Á sýningunni eru 46 olíumálverk sem flest öll eru unnin á siðastliðnu ári. Sýningin stendur til 31. ágúst og er opin alla daga nema þriðju- daga frá kl. 12-18. Á fimmtudögum ■ SAMKVÆMT dagatali Kola- portsfólks er sunnudagurinn 23. ágúst fyrsti sunnudagur' á hausti því þá verður Kolaportið aftur opið á sunnudegi eftir hlé yfir hásumarið. Þennan dag verður sérstakur „grænn dagur“. Markaðstorgið verður þá sérstaklega tileinkað öllum jákvæðum þáttum vistfræða og um- hverfismála. „Ætlunin er að líta á björtu hliðamar á málunum, bregða sér á leik með framtíðarsýnir, breytt viðhorf og þá byltingu í lífsviðhorfum sem við erum að ganga í gegnum í náinni framtíð. Allur barlómur verð- fólkinu, frá gamalli tíð, þegar við áttum sumarhús þar rétt við túngarðinn og ég dvaldi þar ein fimm sumur með börnin mín. Oft var glatt á hjalla, ekki síst á kvöld- in, þegar allir settust í eldhúsið hjá Önnu og spjallað var um heima og geima. Og aldrei þraut kaffið á könnunni og þá var Anna glöðust þegar sem flestir gestir voru saman komnir hjá henni. Gestrisnin var í hámarki á þeim bæ og átti Anna svo sannarlega sinn þátt í því. Eftir að annar bróðir- inn, Valgarður, lést skyndilega af slysförum og aldur færðist yfir Önnu og Gunnlaug, brugðu þau búi og fluttu til Siglufjarðar. Alltaf var komið við hjá Önnu og Lauja þegar farið var til Sigluljarðar og alltaf var jafnvel tekið á móti okkur. Að leiðarlokum þakka ég Önnu alla þá vinsemd sem hún sýndi okk- ur og drengjunum mínum þegar þeir voru hjá henni í sumardvöl, slík vinátta er ógleymanleg. Ég og fjölskylda mín sendum Gunnlaugi okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum guð að taka við sál þessaray góðu konu. Ágústa Ragnars. er opið til kl. 21. í Sverrissal sýna færeysku lista- konumar Astrid Andreassen, Guðr- ið Poulsen og Tita Vinter textílverk og keramik. Sýningin stendur til 24. ágúst. í kaffistofu sýna Súsanna Christ- iansen og Einar Már Guðvarðarson skúlptúra unna úr grásteini, sand- steini og marmara. Sýningin stend- ur til 31. ágúst. ur bannaður og lögð áhersla á betra líf og skemmtilegra umhverfi. Stofn- anir, félagasamtök, fyrirtæki og ein- staklingum gefst tækifæri á að kynna í Kolaportinu jákvæð mál á þessu sviði, hvort sem um er að ræða hugmyndir, vörur, þjónustu, upplýsingar eða eitthvað allt annað. „Grænum“ málum má svo skipta í alls konar undirflokka eins og vist- vænar vömr, endumýtingu, mann- rækt, mengunarvamir, orkusparnað, náttúmvemd, landgræðslu og ótal margt fleira.“ (Úr fréttatilkynningu) Hafnarborg Elías B. Halldórsson sýnir olíumálverk GÓMSÆT1R RlTTIR ★ Grillaður svínahryggur m m/bakaðri kartöflu og salati Kr. sa,Q«” ★ Grillað lamba innra læri *7Cf| m/bakaðri kartöflu og salati Kr. /OU." ★ Grillaðar lambakótelettur c|«n m/bakaðri kartöflu og salati Kr. ÖUU.“ ★ pítur með úrvali af fyllingum ★ Hamborgarar ★ Samlokur Opnunartirró

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.