Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992 Á puttanum um Króatíu og Bosníu eftirBörk Gunnarsson Félagar mínir kvöddu mig á landamærum Ungverjalands og Króatíu, sögðu það hafa verið gam- an að kynnast mér og óskuðu mér velfarnaðar í næsta lífi. Síðan horfði ég á þá reykspóla í burt og pokinn minn í aftursætinu hjá þeim með flassinu af myndavélinni, öll- um filmunum og 40 dollara vara- sjóði sem ég ætlaði að hafa með til öryggis á ferð minni um Króat- íu. Þetta minni háttar slys sem skildi mig eftir með 35 dollara í vasanum, myndavélina, litla handt- ösku og svefnpoka á landamæra- stöðinni kom ekki að sök. Strax á landamærastöðinni var mér boðið far af vinalegum Króötum á leið heim til sín frá Búdapest. Þegar þeir hentu mér út stoppaði fyrsti bíll fyrir mér og þannig gekk það þar til ég var komin til Zagrebs, höfuðborgar Króatíu, kl. 22.00 á staðartíma. Mér var bent á ódýrt farfuglaheimili skammt frá og ég er á leiðinni þangað þegar ungur maður vindur sér að mér og spyr mig hvort ég sé útlendingur? Eg svara því játandi og innan tíu mín- útna erum við komnir inn á heim- ili hans að drekka rauðvín og þar fæ ég næturgistingu og loks morg- unmat daginn eftir. Hann vill endi- lega bjóða mér gistingu næstu nótt líka, en mér fannst ég ekki geta annað en hafnað boðinu því það var engan veginn í mínu valdi að endurgjalda þessa miklu greiða- semi. Kl. 11.00 tekst mér að troð- ast inn á fréttamannafund hjá Savka, sem var einn af forseta- frambjóðendunum, út á hina stóru og fínu myndavél sem ég var með. Eftir einkaviðtal við framkvæmda- stjóra flokksins fer ég að rölta um borgina og fer inn á aðaltorgið. Mannlífið blómstraði og enn hefur landinu tekist að fela það fyrir mér að það er stríðshijáð og þús- undir flóttamanna víða um landið líða skort. Áður en ég kom til Króatíu hafði ég vissulega samúð með Króötum en mér fannst þeir að vissu marki geta sjálfum sér um kennt því þeir höfnuðu landakr- öfum Serba fyrir frið. Þrátt fyrir að Serbar hefðu hótað þeim stríði. Ég hafði heyrt allar þessar grimmdarsögur af stríðinu en þær snertu mig samt ekki svo mikið, mér fannst ég líta raunsætt á málið. Maður fann lítið til þó mað- ur heyrði frá þeim nákvæmar lýs- ingar hvemig þeir hefðu staðið við Greinarhöfundur hvílist í rústum húsa. Sundurskotinn skóli. hliðina á vinum sínum, horft á þá deyja í nokkurra metra fjarlægð. Sumir sögðust vita af tilfellum þar sem Serbar skáru nefín af fólki, og jafnvel bijóst kvenmanna af, sér til skemmtunar, áður en þeir drápu það. Ekkert af þessu snerti íslending- inn sérstaklega sem hafði séð þetta oft í sjónvarpinu. Það var ekki fyrr en hann fór að skoða dóm- kirkju Zagrebs, sem er stolt Kró- ata sakir fegurðar hennar. Þá fyrst þegar hann sá að ekki mætti hon- um túristahópur sem gekk hratt í gegnum kirkjuna til að komast sem fyrst á McDonalds, heldur mætti honum þögnin. Ein stúlka sat á aftasta bekk með andlit í greipum sér, maður heyrði ekkasogin og sá líkamann - hristast. Skyndilega tengdi maður og var rifín úr kæru- leysislegu túristarölti beint inn í harmleikinn. Það þurfti engan túlk til þess að skýra út hversvegna unga konan með bamið felldi tár, maður vissi nákvæmlega hvers vegna hún grét. Svo óvænt tengdi maður sögumar á bamum, í bíln- um og á röltinu við raunveruleik- ann. Síðan bleytti maður fingurgó- mana á leiðinni út og signdi sig með virðingu fyrir augum þess sem horfði á allt ofan af krossinum. Þakkaði um leið fyrir að hafa ekki þurft að gera annað en að hafa fyrir því að fæðast á íslandi til að lifa í friði og velferð með sér og sínum nánustu. Síðan fór ég á kaffihús á miðtorginu og drakk bjór í rólegheitum til að meðtaka og meita allt saman. Við hlið mér settist maður sem lagði hríðskota- byssu sína á borðið og pantaði kaffíbolla. Vissulega hafði mér verið sagt að á hveiju einasta Börkur Gunnarsson „Þeir draga okkur inn á heimili sitt, sem er húsarústir einar. Eldri mennirnir silja að spil- um við borð í horninu og hinir yngri koma og segja okkur hörmung- arsögu sína. Verslunar- skólaþýska mín kom á óvart og ég þýddi fyrir félaga mína það sem múslímarnir sögðu. Mitt í samræðunum við þá byrja sprengingar og fólk kemur flýjandi af götunni inn til okk- ar.“ heimili í Króatíu væru ákveðin heimilistæki sem væru ómissanleg, eins og t.d. ísskápur, hríðskota- byssa, eldavél, plastsprengjur og handsprengjur. En það var samt undarleg upplifun að sjá hermenn út um allt röltandi með vopn sín í hendinni, jafn kæruleysislega og ungmenni sveifla skólatöskum heima á íslandi. Eftir skoðunar- ferðir skráði ég mig inn á ódýrasta farfuglaheimilið sem ég fann um kvöldið og svaf vært. Árla morguns náði ég loks í Ivönu, sem var króatísk stúlka sem ég hafði kynnst á ráðstefnu í Brat- islava. Hún leiddi mig í flótta- mannabúðir sem voru þar nærri, dró mig inn í höfuðstöðvar „Liber- als“ flokksins, þar sem ég var sannfærður um að það eina sem gilti væri að einkavæða allt draslið með svokallaðri „sjokk“ aðferð. Skera á alla styríd til bænda o.s.frv. (þess má geta að Fram- sóknarflokkurinn er í alþjóðasam- tökum „Liberals"!). Og síðan í skoðunarferð um helstu mannvirki borgarinnar sem voru skoðuð að utan, því þau skorti áhuga en mig peninga til að fara inn. Um kvöld- ið lenti ég síðan mitt inni í grimmri fjölskyldudeilu um hvort Paraga væri fasisti. Sá forsetaframbjóð- andi var einna mest ógnvekjandi í mínum augum því hans fylgismenn keyrðu um bæinn og heilsuðu með gömlu nasistakveðjunni. Og flest hans plaköt einkenndust af hern- aðardýrkun. Sem betur fer fékk hann ekki nema 5% atkvæða eins og átti síðar eftir að koma f ljós. Daginn eftir ætlaði ég að koma mér til Vínar, kvaddi og fór á lest- arstöðina. Ég hafði athugað það fyrsta daginn hvað miðinn til Vín- ar kostaði, og hafði sparað mér svo mikla upphæð allan tímann. Þegar á brautarstöðina kom reynd- ust upplýsingarnar rangar og ég hafði engan veginn næga peninga fyrir ferð til Vínar. Þetta var ákveðið áfall og þegar ég er að velta því fyrir mér hvað ég eigi að gera ganga að mér Nýsjálend- ingur, sem hafði verið að beijast með Króötum í Suður-Bosníu- Herzegóvínu, og kanadískur ævin- týramaður, sem ég hafði kynnst á farfuglaheimilinu. Þeir segja við mig: Kemurðu ekki með okkur til Slavonski Brod, við ætlum að sjá brúna áður en hún verður sprengd í loft upp. Og ég í vandræðum mínum slæ bara til. Eyði mestöll- um dínurunum í lestarmiðann þangað og nýja filmu í myndavél- ina. í mér bjó von um að geta náð góðum myndum af stríðsvettvang- inum. Slavonski Brod er borg sem er byggð við fljótið Sövu sem skil- ur Bosníu og Króatíu að. Hinumeg- in árinnar er borgin Bosonski Brod sem er bosnísk. Á milli þessara borga er eina uppistandandi brúin yfir Sövu. Brúin er reyndar með mörgum götum eftir sprengjur og Serbar gera reglulega árás á hana. Lestin nær leiðarenda um níuleyt- ið. Mér til skelfingar fæ ég þær upplýsingar að útgöngubann sé eftir klukkan tíu og þá gangi að- eins hermenn um stræti. Þegar við göngum inn á ódýrasta farfugla- heimili bæjarins kemur í ljós að leigan yfir nóttina kostaði auðvitað miklu meira en ég hafði efni á. Ég bað piltana að geyma handtösk- una og myndavélina og gekk út í myrkrið. Ég húðskammaði sjálfan mig fyrir heimsku mína og fífl- dirfsku. Tilhugsunin um að þijátíu mínútur væru í útgöngubannið kveikti með mér kvíða og hræðslu. Það var ekki til að hughreysta mig að heyra sprengingar og skothríð í fjarska. Hér var ekki hægt að redda sér með því að sofa í almenn- ingsgarði eða á útibekk. Ég reyndi að leita ráða hjá þeim örfáu verum sem voru á ferli og loks lenti ég á enskumælandi manni sem sagði að kannski væri möguleiki á lestar- stöðinni. Ég hraðaði mér þangað og þóttist ætla að taka lest um morguninn þannig að ég gat beðið inni. Þar eyddi ég nóttinni ásamt hópi ungra hermanna. Það var undarleg tilhugsun að sofa þarna með ungum strákum á sama aldri og ég, svipaðir útlits og ég, en Afmæliskveðja Jón S. Stein- þórsson 100 ára Hundrað ára er í dag góðvinur minn, Jón Sveinbjörn Steinþórsson, Grettisgötu 45, Reykjavík. Hann var fæddur að Dalshúsum í Val- þjófsdal í Önundarfirði 22. ágúst 1892. Foreldrar hans voru Steinþór Jónsson og Margrét Jóhannesdóttir, börn þeirra auk Jóns voru María kona Kristjáns Jóhannessonar hreppstjóra í Ytri-Hjarðardal, og bræðumir Guðmundur, Jóhannes og Ólafur. Jón ólst upp við venjuleg sveita- störf en fór ungur að stunda sjó- mennsku, fyrst með föður sínum úr heimavör. Árið 1910 réðst hann á bátinn Hofgarð, eign Páls Páls- sonar í Hnífsdal, þá 17 ára gamall. Þann vetur hljóp snjóflóð í Hnífs- dal, sem tók verbúð með sofandi fólki og fleytti því fram á sjó. Þar vaknaði Jón klemmdur í snjó, en Ieitarmenn sáu aðeins á hnakkann á honum og rétt hjá honum félaga hans og jafnaidra, Einar Magnús- son frá Patreksfirði. Frásögn Jóns af þessu slysi er.til á spólu, sem hann talaði inn á og geymd er á Háskólabókasafninu. í þessu snjó- flóði fórust 9 manns. Árið 1912 fluttist Jón til Súg- andafjarðar og var þar formaður á ýmsum bátum. 1917 var hann stýri- maður á Skími, 20 tonna bát, með Sigurði Hallbjamarsyni, síðar út- gerðarmanni á Akranesi, á vertíð við Suðurland á útilegu. Á þeim tíma var þetta talið skip en ekki bátur. Þann 24. september 1916 kvænt- ist Jón Soffíu Helgu Kristjánsdótt- ur, Albertssonar verslunarstjóra á Suðureyri. Þau hjón bjuggu í húsi tengdamóður hans, Guðrúnar Þórð- ardóttur, en það fauk í ofsaveðri í febrúar 1924, hjónin með 2 böm og gamla konan komust niður í kjallara. Allt annað fauk nema kjall- arinn og misstu þau þar allt innbú sitt. Þau byggðu sér hús á Suður- eyri sem þau bjuggu í þar til þau fluttu til Reykjavíkur 1933 og tengdamóðir Jóns með þeim. Böm Jóns og Helgu voru Stein- þór Erlingur, fæddur 23. febrúar 1918, dáinn 14. febrúar 1990, kvæntur Svanborgu Kristvinsdótt- ur, þau áttu 3 börn, og Finnborg Salome, fædd 15. september 1924, dáin 11. febrúar 1983, gift Friðrik Tómasi Bjamasyni málara á ísafirði, þau áttu 6 börn. Jón missti Helgu eftir 23 ára farsælt hjóna- band 13. maí 1939. Jón kvæntist öðru sinni 1942, Kristínu Guð- mundsdóttur. Hún var fædd 14. júní 1911. Hana missti Jón eftir 37 ára farsæla sambúð árið 1979. Böm þeirra eru Sesselja Ólöf, fædd 10. febrúar 1943, ógift og býr með föður sínum og annast hann, og Grétar fæddur 23. apríl 1945, kvæntur Maggý Valdimarsdóttur. Hann á tvö börn, þau hjón búa í Melboume í Ástralíu, en eru stödd hér nú í tilefni dagsins. Afkomend- ur Jóns í dag eru 30, af þeim eru 26 á lífi. í Reykjavík vann Jón fyrst hjá Sjóklæðagerð íslands, síðar við verslunarstörf en þó lengst hjá Eim- skipafélagi íslands við afgreiðslu- störf, alls staðar við góðan orðstí. Jóni Steinþórssyni kynntist ég á bemskuárum mínum heima í Súg- andafirði, hann kom oft á heimili foreldra minna. Honum fylgdi ætíð hressandi blær og hlýtt viðmót, hann var jafnan með gamanyrði á vörum. Á þessum árum voru oftast færð upp 2 leikrit á hveijum vetri í Súgandafírði og væru það gaman- leikrit var Jón sjálfkjörinn til að fara með hlutverk, hann var góður leikari. Jón og faðir minn voru góð- ir vinir, þeir áttu sama afmælisdag en hann var fæddur 1879. Leiðir r ► i * I I > ► > > ► ► i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.