Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.08.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1992 11 —————----—--------i--------------------- Skákþing íslands Helgi Olafsson efstur i eftir fjórar umferðir Skarfakál. Ljjósm./ÓBG SKARFAKÁI. — Cochlearia officinalis Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 246. þáttur Skarfakál er jurt sem ætti að vera í hvers manns garði, jafn- góð, gagnleg og auðveld í ræktun sem hún er. Það er alkunna að skarfakál var notað til lækninga á skyrbjúg löngu áður en vítamín voru þekkt. Síðan hefur komið í ljós að það er mjög auðugt af c-vítamínum, en c-vítamínið hefur sífellt verið að hækka í einkunnastiganum næringarfræðinnar svo að æ fleiri spekingar og áhrifamenn á því sviði þar finna þar uppsprettu allskonar heilsubóta, skilst manni. Skarfakálið vex víða villt við sjó fram og á eyjum svo að auð- velt er að ná í plöntur og setja í garðana. Þar þrífast þær prýði- lega og gefa ár eftir ár góða upp- skeru af dökkgrænum, bragð- sterkum blöðum sem eru ágæt t.d. á smurt brauð, í ýmis salöt, söxuð með rúsínum, út í skyr o.s.frv. eftir hugkvæmni hverrar húsmóður. Auk c-vítamíns eru í skarfakáli ýmis næringarefni, þar er að finna eggjahvítuefni og alk- alísölt, einnig sterk bragðefni svo það kryddar sig sjálft. í danskri jurtalækningabók segir svo meðal annars um ágæti skarfakálsins og lækningamátt: „Skarfakál notist sem te við skyr- bjúgi, gigt og slímrennsli. Enn- fremur við hjarta-, tauga- og efnaskiptasjúkdómum, stein- myndunum o.fl. Teið á þá að bú- ast til á þann hátt að 2 teskeiðar (af þurrkaðir jurtinni) skulu settar í '/« lítra af sjóðandi vatni. Látið rekkja í 10 mínútur. Drekka tvo bolla daglega. Þetta te er líka gott sem gúlgruvatn við háls- og munnbólgu." Þannig segir þar, en best og masminnst finnst mér að borða blöðin hrá með öðrum mat og fljótlegt er að klippa þau niður ef maður vill smækka þau. Eins ber að gæta við ræktun skarfakáls, eigi það að koma til góðra nota og haldast fjölært. Það blómstrar mikið á vorin og þá þarf að ganga um brúskana og slíta öll blómin af. Séu þau látin vera á plöntunni og hún nær að eyða orku sinni í fræmyndun fer oft svo að hún blómstrar sig í hel og lifir ekki af næsta vetur í garð- inum. Ef hún aftur á móti er los- uð við blómin strax á vorin lifir hún og gefur góðan afrakstur svo að segja allt árið. Jurtin er sígræn og hægt að sækja blöð af henni í garðinum ef á annað borð næst í jörð fyrir snjó og gaddi. Skarfak- áli mjá fjölga bæði með sáningu og skiptingu og dökkgrænn litur þess er fallegur svo. það sómir sér vel á sínum stað hvort sem það er ræktað í garði eða prýðir eyjar og fjörur. Sigurlaug Árnadóttir. ______________Brids__________________ Umsjón Arnór Ragnarsson Sumarbrids í Reykjavík Góð þátttaka hefur verið í Sum- arbrids síðustu daga. Á laugardaginn mættu 28 pör til leiks. Úrslit urðu: Norður/suður ÚlfarÖmFriðriksson-ÞórðurBjömsson 391 SveinnÞorvaldsson-PállÞ.Bergsson 366 LámsHermannsson-GuðlaugurSveinsson 365 Valgerður Kristjónsdóttir - BjömTheodórsson 357 Austur/vestur Guðrún Jóhannesd. - Ragnheiður Tómasdóttir 411 Elvar Guðmundsson — ValdimarElíasson 354 Guðlaugur Nielsen - Gísli Steingrímsson 350 KjartanJóhannsson-HelgiHermannsson 342 Á mánudaginn mættu 47 pöf til leiks, sem er með betri mætingu á einu kvöldi í Sumarbrids til þessa. Úrslit urðu: Norður/suður RagnarS. Halldórsson-Gissurlngólfsson 524 GunnarÞórðarson-SigfúsÞórðarson 488 Jón Stefánsson—Sveinn Sigurgeirsson 464 Þrösturlngimarsson-ÓmarJónsson 456 EyþórHauksson-BjömSvavarsson 450 Esther Jakobsdóttir - Valgerður Kristjónsd. 447 Austur/vestur LámsHermannsson-GuðlaugurSveinsson 517 RagnarBjömsson-LeifurJóhannesson 494 Gylfí Ólafsson—Sigurjón Harðarson 491 HjálmarS.Pálsson-PállÞ.Bergsson 485 Hjördís Siguijónsdóttir - Sævin Bjamason 479 Asthildur Sigurgísladóttir - Láms Amórsson 462 Og með þessum sigri sínum hefur Lárus Hermannsson tekið forystuna í Sumarbrids. Lárus hefur hlotið 605 stig, en næstu spilarar eru: Þröstur Ingimarsson 587, Guðlaugur Sveins- son 555, Þórður Bjömsson 411, Óskar Karlsson 291, Erlendur Jónsson 273, Björn Theodórsson 265, Gylfi Baldurs- son 261, Guðrún Jóhannesdóttir 261, Jón Viðar Jónmundsson 259 og Albert Þorsteinsson 217. Spilað er alla mánudaga, þriðjudaga (hefst báða dagana kl. 19), fimmtu- daga (spilað í riðlum og hefst fyrsti riðill kl. 17 og síðasti riðill kl. 19) og laugardaga (hefst kl. 13.30). Búast má við mikilli aðsókn í Sum- arbrids næstu vikurnar. Þessa dagana eru fjölmargir keppnisspilarar að draga fram „keppnishanskana" eftir sumarleguna og ný andlit sjást dag- lega í Sumarbrids. Allt spilaáhugafólk er velkomið í Sigtún 9. Hægt er að skrá sig fyrirfram í síma Bridssam- bandsins á spilakvöldunum. ___________Skák_______________ Kari Þorsteins HELGI Ólafsson virðist ekkert á þeim buxunum að gefa frá sér Islandsmeistarabikarinn sem hann hlaut í fyrrá. Hann er nú einn í efsta sæti á Skákþingi íslands með þrjá og hálfan vinn- ing eftir fjórar umferðir. Mar- geir Pétursson fylgir fast á hæla hans með þrjá vinninga og síðan koma þeir Jón G. Viðars- son og Haukur Angantýsson með tvo og hálfan vinning og frestaða skák hvor. Fimmta umferð var tefld í gærkvöldi en í dag er frídagur og sjötta um- ferð verður tefld í iþróttahúsinu við Strandgötu á sunnudaginn og hefst kl. 17. Aðgangur er öllum ókeypis. Úrslit í fjórðu umferð: Jón G. Viðarsson — Ámi Á. Ámason 1—0 Sævar Bjamason — Þröstur Ámason 1—0 Jón Á. Jónsson — Helgi Ólafsson 0-1 Margeir Pétursson — Hannes H. Stefánsson xh—xh Bjöm F. Bjömsson — Róbert Harðarson Vi—'h Haukur Angantýsson — Þröstur Þórhallsson Vi—Vi Helgi tefldi sikileyjarvörn gegn Jóni Áma og vann öraggan sigur. Sævar lagði Þröst Ámason að velli og Jón Garðar, sem hefur teflt vel í mótinu, sigraði Áma Ármann. Af skákum umferðarinnar vakti viðureign Margeirs og Hannesar kannski mesta athygli. Margeir hafði þægilegra tafl lengst af og reyndi til þrautar að knýja fram vinning en Hannes varðist öllum atlögum og þeir sömdu um jafn- tefli rétt fyrir síðari tímamörkin. Haukur Angantýsson tefldi væng- tafl gegn Þresti Þórhallssyni og hafði allan tímann framkvæðið, en var of fljótur að semja um jafn- tefli. Viðureign Björns og Róberts var stutt og allan tímann í jafn- vægi. Borgarskákmót Á afmælisdegi Reykjavíkur- borgar hinn 18. ágúst sl var hald- ið Borgarskákmót í sjöunda sinn. Mótið fór fram í Ráðhúsinu og Markús Örn Antonsson borgar- stjóri lék fyrsta leikinn í mótinu. 37 fyrirtæki vora skráð til leiks og þar sigraði Helgi Áss Grétars- son, sem tefldi fyrir Eimskip, hlaut sex vinninga í sjö skákum og vann Þráinn Vigfússon sem tefldi fyrir íslandsbanka í úrslitaeinvígi 2—0. Flestir sterkustu skákmenn lands- ins sem ekki eru á meðal þátttak- enda í landsliðsflokki voru á meðal þátttakenda. 1. Eimskip (Helgi Áss Grétars- son) 6 v. 2. Islandsbanki (Þráinn Vigfús- son) 6 v. 3. Verkfræðist. Guðm. og Krist- jáns (Jón L. Árnason) 5 Vi. 4. -9. Félag bókagerðarmanna (Héðinn Steingrímsson) 5. Búnaðarbanki Islands (Jóhann Hjartarson) 5. Félag ísl. iðnrekenda (Magnús Ö. Úlfarsson) 5. Radíóbúðin (Ingvar Ásmunds- son) 5. Guðmundur Arason, Smíðajám (Sveinn I Sveinsson) 5. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur (Davíð Ólafsson) 5. Þessi staða kom eftir fjöratíu og sjö leiki í skák Hannesar H. Stefánssonar og Róberts Harðar- sonar í fyrstu umferð. Miklar svipt- ingar vora í skákinni en þegar hér er komið sögu virðist jafntefli lík- legustu úrslit eftir t.d. 48. Dd3. En Hannes verður sleginn skák- blindu. 48. Da4?? - b3!, 49. Bxb3 Valkostirnir vora allir slæmir, því auk 49. Hb4+ hótaði svartur að leika 49. — b2, og peðið verður að drottningu. 49. — Hb4+, 50. Dxb4 — axb4, 51. Rh4 Tveir léttir menn era undir flestum kringumstæðum léttvægir í baráttu við drottningu á skák- borðinu. Sú regla gildir ekki að fullu hér því svarti kóngurinn á óhægt um vik úr hominu og hvítur hótar þráskák með 53. Rg6+ — Kh7 54. Rf8+. Leikur svarts er sá besti því eftir 51. — Dc5, 52. Be6 - Kh7, 53. Kh5 kemst svartur ekkert áfram. 51. - g5!, 52. fxg6 - De5, 53. g3 - f5+, 54. Kf3 - Kg7? Hér missir svartur af vinnings- leið. Eftir 54. — De4+, 55. Kf2 — f4!, 56. gxf4 - Dxf4 57. Rf3 - Df5! fellur peð hjá svörtum og eftirleikurinn yrði fremur auðveld- ur hjá svörtum. 55. Bf7 - Kf6? Nú kemst hvíti riddarinn til f4 og tryggir jafnteflið. Eftir 55. — De4+ 56. Kf2 — f4 hefði svartur ennþá átt góða vinningsmöguleika. 56. Rg2! - De4+, 57. Kf2 - Dc2+, 58. Kf3 - Ddl+, 59. Kf2 - Dd2+, 60. Kf3 - Ddl+, 61. Kf2 - Dd4+, 62. Kf3 Skákin fór hér í bið en samið var um jafntefli án frekari tafl- mennsku. Biðleikur svarts var 62. - Ddl+ SIGUNGASKOUNN Námskeið til 30TONNA RÉTTINDA hefst mánudaginn 31. ágúst. Kennt er á mánudags- og miðvikudagskvöldum kl. 7-11. Verð: 20.500 kr. (Slysavarnaskóli sjómanna innifalinn) Námskeið til HAFSIGLINGA Þeim sem hafa 30 tonna prófið býður Siglingaskólinn áhugavert framhaldsnámskeið til hafsiglinga á skútum (Yachtmaster Offshore). Það hefst þriðudaginn 1. september. Kennt er á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum kl. 7-11. Verð: 18.000 krónur. 10% afsláttur af námskeiðsgjöldum séu 2 nemendur úr sömu fjölskyldu.ÖII kennslugögn fást keypt í skólanum. NYTT Að loknum þessum námskeiðum er mögulegt að komast á tveggja vikna verklegt skútusiglinganámskeið sem Siglingaskólinn heldur íTyrklandi! Upplýsingar og innritun í síma 91-68 98 85 og 31092 alla daga, öll kvöld og um helgar. SIGLINGASKOLINN LÁGMÚLA7 -meðlimur í Alþjóðasambandi siglingaskóla (ISSA) BÍLASÝNING í DAG KL10-14 Komið og skoðið það nýjasta frá MAZDA ! RÆSIR HF SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVlK S.61 95 50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.