Morgunblaðið - 03.09.1992, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.09.1992, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 199. tbl. 80. árg. FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins Maastrieht-deilan í Frakklandi Þjóðverjum svíð- ur hræðsluáróður París, Bonn, London. Reuter. LEIÐTOGI helsta sambands atvinnuveitenda í Frakklandi hvatti ákaft til þess í gær að landsmenn samþykktu Maastricht-samkomulag- ið um nánara samstarf ríkja Evrópubandalagsins (EB) í þjóðarat- kvæðinu 20. september. Nýjustu skoðanakannanir gefa til kynna að naumur meirihluti verði fylgjandi samningnum, 53% gegn 47%. Þýsk- ir fjölmiðlar segja að það geti orðið til að skaða starf EB í framtíð- inni ef áfram verði staglast á því að samkomulagið sé nauðsynlegt til að hægt verði að hafa taumhald á yfirgangi Þýskalands. „Alið á ótta við Þýskaland í Frakklandi fyrir þjóðaratkvæðið", sagði í fyrirsögn þýska dagblaðsins General-Anzeiger á þriðjudag. Die Weit, sem er íhaldssamt, segir að deiluaðilar í Frakklandi séu sam- mála um að sjá myrk öfl að verki í Þýskalandi; annar vilji hafa taum- Fischer og Spasskí sestir að fyrstu skákinni. Ekki verður um neinar biðskákir að ræða og sá ber sigur úr býtum, sem fyrstur nær 10 vinningum. Skákskýrendum og stórmeisturum, sem fylgjast með einvíginu í Sveti Stefan í Svartfjallalandi, kom saman um eftir skákina í gær, að þar hefði hinn gamli Fischer verið á ferðinni og augljóslega ekki búinn að gleyma neinu. Bobby Fischer vann öruggan sigur á Borís Spasskí í fyrstu skákinni Endurkoman að keppn- isborðinu afar glæsileg Sveti Stefan. Frá Margeiri Péturssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. AFTURHVARF Bobby Fischers eftir 20 ára fjarveru frá keppni var sérlega glæsilegt. Hann vann Borís Spasskí, fyrrum heims- meistara, mjög örugglega í 50 leikjum. „Eg fékk býsna góða stöðu eftir byrjunina og þetta var góð skák,“ sagði Fischer við fréttamenn þegar Spasskí hafði gefist upp. Spasskí sagðist ekki hafa fundið rétta áætlun eftir byijunina og þá hefði farið að síga á ógæfuhliðina. „Síðan var ég drepinn," sagði hann vonsvik- inn en Fischer brosti breitt að ummælum hans. Fischer vildi ekki segja hvar Spasskí hefðu orðið á mistök. „Ég segi ekkert um það. Það munu margir skoða þessa skák í kvöld.“ í stuttu máli gekk þessi skák Serbar selja stórskota- liðið undir eftirlit SÞ Sariyevo. Reut- SERBAR sögðust í gær hafa sett stórskotalið sitt, sem hefur setið um Sarajevo, undir eftirlit friðar- gæslusveita Sameinuðu þjóðanna. Radovan Karadzic, leiðtogi Serba í Bosníu-Herzegovínu, hafði lofað þessu í friðarviðræðunum í Lund- únum í síðustu viku. Komnen Zarkovic, talsmaður serbnesku umsátursmannanna, sagði að stórskotalið á ellefu stöðum í grennd við bosnísku höfuðborgina væri undir eftirliti friðargæslusveit- anna. Hann bætti þó við að slíkt eftirlit útilokaði ekki að stórskota- vopnum yrði beitt. „Þótt stórskota- vopnin verði undir eftirliti Samein- uðu þjóðanna merkir það ekki að við getum ekki beitt þeim til að verja okkur og það gerum við, með sam- þykki Sameinuðu þjóðanna, ef á okkur verður ráðist." Hersveitirnar hafa setið um Sarajevo í fimm mánuði og haldið uppi hörðum árásum á borgina und- anfarna tíu daga. Nokkrum klukkustundum áður en stórskotaliðið var sett undir eftirlit friðargæslusveitanna urðu höfuð- stöðvar þeirra fyrir stórskotaárás- um. Fallbyssuskot lentu á mínútu fresti í grennd við bygginguna en ekki var talið að mannfall hefði orð- ið. Júgóslavneska. fréttastofan Tan- jug skýrði frá því að múslimar hefðu gert árásir á vígi Serba vestan við höfuðborgina. Embættismenn Sam- einuðu þjóðanna vonuðust til að geta sent matvæli til múslima í bænum Gorazde, austan við höfuðborgina, eftir að Karadzic hafði skipað her- sveitum sínum að hætta fimm mán- aða umsátri um bæinn. Sósíalistaflokkur Serbíu ákvað í gær að styðja ekki framkomna van- trauststillögu á Milan Panic forsæt- isráðherra en með henni stefndi í uppgjör milli hans og Slobodans Milosevics forseta. Hefði hún verið Röáfer Þessi vígalegi maður í dyrunum er Thorvald Stoltenberg, utan- ríkisráðherra Noregs. Kom hann til Sarajevo í gær til viðræðna við Alija Izetbegovic, forseta Bosníu. samþykkt hefði það orðið enn einn álitshekkirinn fyrir Serba á alþjóða- vettvangi. þannig fyrir sig, að Fischer kom með nýja og athyglisverða áætlun gegn hinu spánska Breyer-afbrigði Spasskís. í 19. leik hefði Spasskí átt að drepa peð í framhjáhlaupi en hann lét það ógert og sat uppi með þrönga stöðu. Þegar Fischer hafði síðan náð miklum herfræðilegum yfirburðum brá Spasskí á það ráð að fóma ridd- ara á tvö miðborðspeð. í framhald- inu slakaði Fischer hvergi á klónni og fórnaði biskupi til baka til að ná sókn gegn kóngi Spasskís. Þetta var umdeilanleg ákvörðun en Spasskí fann engin úrræði. Það virtist fara nokkuð vel á með meisturunum. Þeir ræddust aðeins við fyrir skákina og athuguðu hvort nýja klukkan, sem Fischer hannaði, virkaði rétt. Fischer kvartaði einu sinni yfir hávaða frá áhorfendum en skákmennirnir sátu í 20 metra ijarlægð frá þeim. Aðstæður á skákstað eru annars dálítið sérkennilegar. Teflt er í 50 metra löngum sal, sem skipt er fyrir miðju með þili, en á því er fimm metra breitt gat og í gegnum það er hægt að fylgjast með skákmönn- unum úti við hinn vegginn. Unnusta Fischers, ungverska skákkonan Zita Reichany, sem er aðeins 19 ára gömul, fylgdist með skákinni á stórum sjónvarpsskjá og kvað fljótlega upp úr með það, að Bobby væri betri. „Spasskí má muna sinn fífil fegri, hann teflir ekki vel í dag,“ sagði hún þegar nokkuð var liðið á skákina. Talið er að það sé ekki síst Zitu að þakka, að Fischer ákvað að setjast aftur að taflborðinu. Sjá skákskýringu á miðopnu. hald á þessum öflum en hinn forð- ast að láta þau ná tökum á Frakk- landi. í forystugrein blaðsins er sagt að franskir stuðningmenn Maastricht vilji „samning til að hægt verði að halda Þjóðverjum niðri“ og síðan er spurt: Er þetta evrópsk eining? Blaðið hefur nýlega varpað fram þeirri spurningu hvort sú aðferð að hræða fólk með „Þjóð- veijunum andstyggilegu“ geti ekki valdið því að samskipti þjóðanna spillist varanlega, jafnvel þótt samningurinn verði samþykktur, hvernig standi á því að Frakkar vilji bindast svo hættulegri þjóð tryggðaböndum. Þjóðverjinn Martin Bangemann, sem situr í framkvæmdastjórn EB, tók undir sjónarmið blaðanna á fréttamannafundi í gær. „Þjóðverj- ar geta aðeins sætt sig við að hlýða á slíkar röksemdir í takmarkaðan tíma,“ sagði hann. Háttsettur breskur embættis- maður sagði í gær að færi svo að Frakkar höfnuðu samningnum myndi breska þingið hætta umfjöll- un sinni um hann, samkomulagið yrði þá úr sögunni. KGB ætlaði aðmyrða Jeltsín Moskvu. The Daily Telegraph. BORÍS Jeltsín Rússlandsfor- seti lifði af banatilræði sov- ésku öryggislögreglunnar, KGB, árið 1989 vegna þess að maðurinn sem átti að ann- ast verkið óhlýðnaðist skipun- um, að sögn dagblaðsins Kom- somolskaja Pravda. Blaðið segir að Vladímír Krjútsjkov, sem talinn er hafa verið aðal- skipuleggjandi valdaránstil- raunar á síðasta ári, hafi gef- ið skipun um tilræðið. Dagblaðið segir að þetta hafi gerst er Jeltsín var á eftirlits- ferð til raforkuvers í Tadzhíkíst- an. Hann gegndi þá stöðu að- stoðarráðherra byggingarmála en skömmu fyrr hafði hann ver- ið rekinn úr stöðu leiðtoga kommúnistaflokksins í Moskvu og stjórnmálaráðinu, æðstu valdastofnun landsins. Þar hafði hann gagnrýnt forystuna fyrir seinagang í umbótum. Jeltsín mun ekki hafa vitað neitt um tilræðið og haldið aftur til Moskvu. Maðurinn sem átti að myrða hann heitir Petkel, hers- höfðingi að tign, og var honum að sögn Komsomolskaja Pravda varpað í fangelsi þar sem hann situr enn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.