Morgunblaðið - 03.09.1992, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.09.1992, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992 10 Söngtónleikar _________Tónlist____________ Jón Ásgeirsson Síðustu-af supiartónleikunum í Listasafni Siguijóns Ólafssonar fóru fram sl. þriðjudag og voru flytjendur Angela Spohr sópran- söngkona frá Þýskalandi og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni voru söngverk eftir Janácek, Schönberg, Britten og Granados. Tónleikarnir hófust á sjö þjóð- lagaraddsetningum eftir Janácek. Fræðimenn eru ekki sammála um hvort Janácek hafi verið frumlegur eða aðeins sérvitur og víst er að oft brá fyrir skrýtilegheitum í þessum einföldu raddsetningum, sem þó voru aldrei særandi. Tvö af lögunum, Óvissa, fallegt lag, sem var vel flutt, og Hestar míns heittelskaða, með sínu sérkenni- lega undirspili, voru mest áberandi þessara laga. Fjögur sönglög, op. 2 (frá 1899) eftir Schönberg, tilheyra róman- tíska tímabilinu. Schönberg var ákafamaður og leiddi mikil notkun hans á breyttum hljómum og krómatísku tónferli til þess að til- finningin fyrir ákveðinni tónstöðu (tonalitet) eða tóntegundaskiptum hvarf, svo að lögin urðu oft til- breytihgalaus og án andstæðna. Fyrsta lagið, Ervartung, var einna áhugaverðast, en í þessum íjórum lögum eftir Schönberg var flutn- ingurinn í heild mjög vel útfærður. On this Island, op. 11, eftir vin- ina Britten og Auden er skemmti- lega gerð tónlist, svolítið tilgerðar- leg en á köflum falleg, eins og t.d. í næturljóðinu. Tónleikunum lauk með ijórum söngverkum eftir Granados en ljóðin öll Ijalla um fólk frá Madrid og var það síð- asta, um feimna Madrid-búann, sérlega fallegt. Skólasysturnar Angela Spohr og Þóra Fríða áttu góða spretti í samspili og Angela, sem hefur mjög góða og vel þjálf- aða rödd, söng margt fallega en samt án þess að koma punktinum yfir i-ið! Söngvari sem enn þarf að hafa textabók fyrir framan sig, er í sömu stöðu og leikari sem heldur á handriti. Að kunna hlut- verk sitt utan að, skapar flytjanda frelsi til að tjá sig hömlulaust. Að „líta útundan sér“ slítur í sundur sambandið á milli flytjanda og hlu- standa. 'ö*uGt oy og ^ LÆRO° HEILSUSKÓLI fyrir fríska krakka Þetta er frábært 8 vikna námskeið einu sinni í viku á laugardögum Börnin fá svo sannarlega að njóta sín við að liðka sig og styrkja, lita, leika sér og læra nýja hluti. Þau kynnast fullt af krökkum og öðlast aukið sjálfstraust. (S) Skemmtileg leikfimi - (SD Þroskandi og skemmtilegir leikir (S) Engar raðir - engin samkeppni (2) Fróðleikur - krakkarnir læra m.a um hjarta- og vöðvastarfsemi og fjölmargt um heilbrigt líferni Leiðbeinendur verða Hrafn Friðbjörnsson og Kittý Magnúsdóttir 5-7 ára <s> 7-9 ára <3 10-12 ára <S> Verð kr. 4900, s Wo 1 ^ i \ GO Effpt utW Metsölublað á hvetjum degi! Hart og mjúkt _______Myndlist Bragi Ásgeirsson Hafsteinn Austmann er einn af þeim máiurum sem lætur ekki segja sér fyrir verkum, en heldur ótrauð- ur áfram formrannsóknum sínum. Það er langt síðan hann markaði sér þann sérstaka stíl, sem gengur eins og rauður þráður í gegnum myndlist hans frá einu myndstefi til annars. Einhæfni segja sumir, staðfesta aðrir, en einu má slá föstu, sem er að listamaðurinn hefur einfaldað form sín og leggur áherslu á mark- vissari formræna uppbyggingu. I málverkinu kemur það fram í stór- um og hörðum formum, um þessar mundir iðulega þríhyrndum, en í vatnslitamyndunum eru formin mýkri og opnari og litirnir safarík- ari. Ekki eru það einungis eiginleikar litanna sem hér ráða ferðinni, því allt eins má ná mjúkri áferð með olíulitum, heldur virðist listamaður- inn hafa sérstaka og gerólíka af- stöðu til þessara tjámiðla. Eðlilega hlýtur það að vera pers- ónubundið hvorn myndstílinn menn taka fram yfir, hina karlmannlegu, kröftugu og hráu burðargrind mál- verkanna eða hinar ljóðrænu og leikandi formanir vatnslitamynd- anna. Trúlega höfða þó vatnslita- myndirnar meira til íjöldans, og rétt er það að málverkin eru hrárri og tormeltari. Hins vegar þurfa stóru myndirnar sérstakt umhverfi til að njóta sín og þola síður nær- veru hver annarrar. Trúa mín er, að stakar í sérstöku rými komist Henrik Ibsen - Ludvig Eikaas í anddyri Norræna hússins eru um þessar mundir til sýnis allnokkr- ar grafíkmyndir eftir hinn nafn- kennda norska myndlistarmann Ludvig Eikaas, sem hann hefur gert í tilefni af heildarútgáfu á verkum Henrik Ibsens á vegum Den norske Bokklubben. Myndirnar hefur Eikaas skorið út í plötur og tekur hann fyrir leiði- þemað úr hverju einstöku leikriti Ibsens og vinnur úr því á táknræn- an hátt. Eikaas er prófessor við listahá- skólann í Ósló og hefur lengi verið atkvæðamikill í norsku myndlistar- lífi og er ómyrkur í máli, þegar hann er tekinn tali, og las sá er hér ritar mjög opinskátt og efnis- ríkt blaðaviðtal við hann fyrir nokkrum árum. Þegar við Guðmundur Erró vor- um við nám við Listaháskólann í Ósló var Eikaas einn af atkvæða- mestu og efnilegustu listamönnum yngri kynslóðar og vakti hann óskipta athygli okkar beggja. Það er ánægjulegt að fá þetta sýnishorn verka listamannsins hingað, en um leið ber að harma að það skuli ekki vera yfirgrips- meira og kynna list hans rækilegar. Þetta eru allt mjög einfaldar myndir, sem bera vott um ríka kennd gerandans fyrir hinum svörtu og hvítu blæbrigðum og áhrifa- mætti samruna þeirra. Þær bera svip af úthverfu innsæi ásamt sál- rænni dýpt og er auðséð að hann leggur áherslu á að halda vissu myndrænu samhengi við hið bók- menntalega inntak, en án þess að myndirnar séu á neinn hátt bók- menntalegar. Hér gerir Eikaas til- raun til æðra stigs myndlýsinga í bækur og færist mikið í fang, en ég sé ekki betur af smækkuðum myndum í bókinni að dæmið hafi gengið upp. Það er prýði af þeim og þær eru mjög í anda hinna mögn- uðu leikrita Ibsens. Einnig eru í glerkassanum, þar sem bækurnar eru til sýnis, frí- merki, og á því eru myndir lista- Glæsilegt fyrirtæki Til sölu er mjög gott fyrirtæki sem er innflutningur og smásala á sérhæfðum vörum með mikla álagn- ingu. Einnig er til sölu verslunarhúsnæði sama aðila í besta verslunarhúsi landsins. Sérhæft og skemmtilegt fyrirtæki sem býður upp á mikla möguleika. Upplýsingar aðeins á skrifstofu. F.YRIRTÆKIASALAN SUÐURVE R I SÍMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.