Morgunblaðið - 03.09.1992, Side 13

Morgunblaðið - 03.09.1992, Side 13
MQRGUNBLAÐIÐ.FIMMTUDAGUR.3. SEPTEMBEfi 1992 að forstöðumaður geti leyft fleiri heimsóknir ef sérstakar ástæður mæli með. Tekið skal fram að þarna er átt við nánustu vandamenn og sambýlisfólk en ekki aðrar heim- sóknir sem teljast opinber erindi, s.s. lögfræðinga, embættismanna, rannsóknaraðila o.fl., eða undan- þáguheimsóknir fjölskylduvina, trú- bræðra og hagsmunaaðila. Samkvæmt reynslu og tölum úr afplánunarfangelsum mætti ætla, ef mið er tekið af 65 manna fang- elsi, að raunhæft væri að gera ráð fyrir að 40-45 aðstandendur sækt- ust eftir að koma í heimsókn viku- lega. Þá er aðeins átt við nánustu vandamenn en ekki alla hina sem hugsanlega eiga erindi við afplán- unarfanga. Það sér hver maður, að ef fangelsi yrði reist í 500 kíló- metra fjarlægð frá því svæði sem 80-90% fanganna hafa aðsetur og flestir aðstandendur þeirra og heim- sóknargestir eiga heimili, þá væri erfitt að framfylgja lögbundnum rétti fanga til að fá heimsóknir og mikilvæg fjölskyldutengsl gætu rofnað. Vissulega gerir undirritaður sér grein fyrir því, að ekki er hægt að tryggja öllum föngum afplánun- arstað í námunda við heimili eða aðsetur. Til þess þyrfti að byggja fangelsi víða. ísland er strjálbýlt og einstaklingum er stundum mis- munað. Sú stefna hefur þó verið ríkjandi í fangelsismálum undanfar- in ár, og verður áfram, að reyna, eins og kostur er, að koma til móts við óskir afplánunarfanga og ætt- ingja þeirra um vistunarstað. Því hefur verið haldið fram, að einu röksemdir fangelsismálanefnd- ar fyrir að mæla með staðsetningu nýs fangelsis á höfuðborgarsvæðinu séu rekstrarhagræðing og að kostn- aður við fangaflutninga myndi lækka. Það er að nokkru leyti rétt. Vitanlega eiga þessir þættir hlut í heildarmyndinni, en jafnfráleitt er að ætla að þeir skipti öllu máli varð- andi tillögu um staðarval. Hagræð- ingin hlýtur að verða að skoðast í því ljósi, að sameina skal á einum stað þá starfsemi sem lögð verður niður í öðrum fangelsum vegna „úreldingar". Ef sú ákvörðun verð- ur tekin að nýtt fangelsi rísi langt frá höfuðborgrrsvæðinu, þá er óhugsandi að taka Hegningarhúsið og Síðumúlafangelsið úr notkun, nema einnig verði byggt nýtt fang- elsi í Reykjavík með þeim kostnaði sem því fylgir. Undirritaður nennir ekki að elta ólar við sleggjudóma eða óljósar fullyrðingar eins og þær, sem settar hafa verið fram í blaðagreinum, að fangelsismálanefnd hafi skort þekkingu á þjónustu og möguleik- um landsbyggðarinnar eða að nefndin hafí lotið einhverju miðstýr- ingarvaldi, sem dragi allar þjón- ustugreinar til Reykjavíkur. í fang- elsismálanefnd voru sjö aðilar, tveir frá fangelsismálastofnun, þrír frá fangelsum, einn frá dómsmálaráðu- neyti og einn frá fjármálaráðu- neyti. Tillögurnar voru unnar á fag- legum grunni, fjölmargir möguleik- ar kannaðir og reynt að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Annað ekki. Það er trú undirritaðs að haft hafi verið að leiðarljósi að gera til- lögur til úrbóta á kerfi, sem gengið er sér til húðar vegna áratuga van- rækslu. jafnframt, að hagur þeirra, sem illu heilli þurfa að vistast.í fangelsum, verði ekki fyrir borð borinn. Flestum hlýtur hins vegar að vera ljóst, af því sem að framan hefur verið talið, að afplánunar- fangelsi af þeirri stærð sem fangels- ismálanefnd leggur til að byggt verði, er gjörsamlega óhugsandi í hundruð kílómetra fjarlægð frá höf- uðborgarsvæðinu. Ekki myndi bónda í Eyjafirði detta í hug að gegna fé sínu í Suðursveit, eða sjó- manni af Reykjanesi að róa til fískj- ar norður á Húnaflóa, þótt einhver teldi það heillaráð. í fréttatilkynningu sem dóms- málaráðherra sendi fjölmiðlum 5. maí sl. segir, að hann hafi fallist á tillögur fangelsismálanefndar í meginatriðum. Þær verði grundvöll- ur stefnumörkunar í fangelsismál- um á næstu árum. Tekið er fram, að áður en bygging nýs fangelsis geti hafist þurfi að kanna sérstak- lega, hvort það raski hagkvæmnis- rökum sem teflt er fram í skýrsl- unni, ef nýju fangelsi yrði valinn staður utan höfuðborgarsvæðisins, t.d. við Litla-Hraun. Undirritaður hefur þá skoðun að það raski hagkvæmnisrökum skýrslunnar. Framkvæmdanefnd, skipuð af dómsmálaráðherra, hefur tekið til starfa við úrvinnslu tillagna skýrslunnar og er henni óskað vel- farnaðar í starfi. Mestu skiptir, að endanleg ákvörðun verði íslensku réttarríki til sóma. Það er löngu tímabært. Höfundur er forstöðumaður fangelsa á höfuðborgarsvæðinu og átti sæti í fangelsismálanefnd. vann á veitingahúsinu, en sá eldri var farinn að heiman og nýskilinn við konu númer tvö. Maríó hefir stóra íbúð á hæðinni fyrir ofan fyr- irtækið. Þar hjá honum býr öldruð móðir hans, sem hann annast af mikilli umhyggju. Af þessu litla dæmi getið þið séð, að Kúbumenn eru miklir ijölskyldumenn. Ég spurði Maríó, hvað myndi gerast á Kúbu, þegar Kastró missti þar tökin. Ekki sagðist hann halda, að margir Kúbumenn í Flóróda hefðu áhuga á að hverfa aftur til heimalandsins. Hann kvaðst vera hræddur um það, að strax og Kastró og kommúnistar misstu völdin, myndu tugir eða hundruð þúsunda eyjaskeggja taka sig upp og reyna að komast til Flórída. Hann sagðist vera hissa á því, að yfirvöldin virtust ekki gera ráð fyr- ir þessum möguleika og gera ráð- stafanir til þess að bregðast við slík- um þjóðflutningum. Honum fannst Bush forseti standa sig slælega í þessum málum. Maríó sagðist ekki hafa allt of mikinn áhuga á forseta- kosningum í haust. Fyrst nú talið hefir borist að kosn- ingum í hönd farandi, komumst við ekki hjá því að enda þetta spjall með nokkrum þönkum þar um. Demókratamir kláraðu sitt flokks- þing fyrir allnokkra og sættu sig loks við að Sleipi Villi, öðru nafni Villi Klinton, fengi að fara fram sem forsetaefni. Þetta er búinn að vera þungur róður hjá strákgreyinu, repúblikanar og fjölrniðlarnir voru búnir að rífa hann í sig og draga fram í dagsljósið alls kyns ljóta hluti. Hann var sakaður um meiriháttar framhjáhald og einnig þótti sannað, að hann hefði komið sér hjá herþjón- ustu í Vietnamstríðinu. En hann vann á með tímanum og sýndi mikla seiglu, sem margir virða við hann. Svo valdi hann sér varaforsetaefni, sem mæltist al- mennt vel fyrir hjá demókrötum. Alli Gor er virtur þingmaður og mikill umhverfissinni. Það getur orðið slæmt fyrir hvaldrápara, ef hann og Villi ná kosningu. Klinton og Gor stóðu sig vel á flokksþing- inu, og punduðu óspart á Búss, greykallinn. Þetta eru líka myndar- legir, ungir menn, sem báðir eiga sætar, ljóshærðar konur og skikk- anleg börn. Repúblikanar eru nýbúnir að halda sitt þing. Þeir hafa haldið mikið af ræðum um allt milli himins og jarðar, en þeir hafa forðast eins og eldinn að minnast á slæmt efna- hagsástand og atvinnuleysi. Fjöl- skylduhelgi, heiðarleiki og algjör makatryggð virðast eiga að vinna kosningarnar og bjarga þjóðinni. Líka hefir kynvillingum og fóstur- eyðingum verið sagt stríð á hendur samkvæmt flokksstefnuskránni. En það gleymdist að lýsa yfir ánægju og þökk fyrir þá blessun, að ljótar athafnir kynvilltra skuli ekki orsaka óléttu hjá vondum konum, sem síð- an vilja eyða fóstrum. Ég þori engu að spá um væntan- leg úrslit kosninganna, en samt má við því búast, að annað hvort Búss eða Klinton vinni. Sumarráðstefna SÍNE Lögin um Lánasjóðinn draga úr aðsókn að háskólunum Sumarráðstefna Sambands íslenskra námsmanna erlendis harmar þá niðurstöðu sem meirihluti Alþingis komst að í lánamálum stúd- enta í vor. „Með hertum endurgreiðslum og vaxtatöku ofan á verð- tryggingu iána leiða lögin um Lánasjóð islenskra námsmanna til stórskertra námslána og eru þegar farin að draga úr aðsókn fólks í háskóla. Afleiðingar verða meðal annars þær að framboð á vinnu- afli mun vaxa og auka enn á erfitt atvinnuástand,“ segir í fréttatil- kynningu. Ennfremur segir: „Ákvæði lag- anna um að lán verði ekki greidd fyrr en að lokinni hverri námsönn er sérstök handvömm sem engan skynsamlegan tilgang hefur en mun valda námsmönnum miklu óhag- ræði og hrekja marga þeirra á náð- ir bankanna. Lögunum er einnig stefnt til höfuðs SÍNE þar sem af- numin er skylduaðild námsmanna erlendis þegar lán er tekið. SÍNE er ekki aðeins hagsmunasamtök námsmanna erlendis. Það gegnir mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir námsmenn og aðstandendur þeirra varðandi nám og skóla vítt og breitt um heiminn. Til að bæta gráu ofan á svart hefur meirihluti stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna nýlega sam- þykkt úthlutunarreglur sem ganga enn lengra í skerðingarátt. Hæst ber þá furðulegu reglu að náms- maður skuli ljúka svokallaðri „100% námsframvindu" samkvæmt skipu- lagi skóla til að fá fullt lán, sem skerðist ef hann lýkur minna námi. Þessa reglu hefur aðeins sá getað samið sem ekki þekkir til náms- skipulags í háskólum. Víðast er tímaviðmiðun sú sem tilgreind er í skólareglum fyrir námsbrautir eða -gráðu styttri, í sumum tilvikum miklu styttri, en sá tími sem náms- menn raunveralega veija til að ljúka viðkomandi námi, og stafar þetta misræmi umfram allt af því að tíma- viðmiðun skólareglanna er ekki raunhæf. SÍNE skorar á stjórn og þing iandsins að sníða þessa agnúa af lögum og reglum .Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Sambandið vill ekki trúa því að þetta sé „hin endanlega lausn“ eins og stjórn LÍN komst svo kaldranalega að orði um nýjar úthlutunarreglur lánasjóðs- ins. Meðan ósanngimi gagnvart námsmönnum og illvilji í garð sam- taka þeirra ræður lögum og lofum mun ekki komast á sátt um þennan lánasjóð sem gerður er til þess að greiða landsmönnum öllum leiðina til menntunar." Ó4Úrar HARÐVWARVAL HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010 HLUTABRÉF í Jarðborunum hf. I fýrsta skipti gefst nú almenningi kostur á að kaupa hlut í opinberu fyrirtæki sem verið er að einkavæða. Seljendur: Ríkissjóður Islands og Reykjavíkurborg. Nafnverð hlutabréfa: 141.600.000 kr. Sölugengi: 1,87 Jarðboranir hf hafa fengið staðfestingu ríkisskattstjóra á að draga má kaupverð hlutabréfanna frá tekjuskattsstofni einstaklinga almanaksáhð 1992. Eigendur hlutabréfanna, Reykjavíkurborg og ríkissjóður, leggja áherslu á að gera Jarðboranir hf. að virku almenningshlutafélagi. 7/7 að auðvelda almenningi kaup á hlutabréfunum, mega einstaklingar sem kaupa fyrir allt að 100.000 kr. fram að 15. september, greiða kaupverðið með fjórum jöfnum greiðslum fram til 15. desember 1992. Lágmarksupphæð er 30.000 kr. að nafnvirði. Sölustaðir, auk Kaupþings hf. og útibúa Búnaðarbanka Islands og sparisjóða um land allt em: KAUPÞiNG NORDURLANDSHF VIB Skandia vv SAMVINNUBANKANS 9 LANDSBRÉF H.F. HANDSALHF @BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrinœki Kringlutini 5, stmi 689080 í eigu Bútiaðarbatika íslands ogsparisjóðanna ðB SPARISJÓÐURINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.