Morgunblaðið - 03.09.1992, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 03.09.1992, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992 19 Opinn fundur Heimdallar í kvöld Ný viðhorf í landbúnaði HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, og landbúnaðarnefnd Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) efna til opins fundar um hinar miklu breytingar, sem nú eiga sér stað í íslenskum landbúnaði, í kvöld kl. 21.00 í Valhöll, Háa- leitisbraut 1. Ræðumenn á fund- inum verða Halldór Blöndal land- búnaðarráðherra og Júlíus Guðni Antonsson, formaður landbúnað- arnefndar SUS. í fréttatilkynningu frá Heimdalli segir meðal annars: „Ungir sjálf- stæðismenn hafa um áratugaskeið gagnrýnt hið fráleita miðstýringar- kerfi , sem hefur verið við lýði í íslenskum landbúnaði en það hefur falið í sér mikið ranglæti fyrir bændur jafnt sem neytendur. Heimdallur fagnar öllum breyting- um á kerfinu í fijálsræðisátt og vonar að innan fárra ára verði ís- lenskur landbúnaður orðinn sjálf- stæð atvinnugrein og algerlega óháður ríkisvaldinu eins og hann var fyrrum. Á fundinum í kvöld mun landbúnaðarráðherra kynna stöðu landbúnaðarins og greina frá þeim breytingum, sem fyrirhugaðar eru. Formaður landbúnaðarnefndar SUS mun fjalla um landbúnaðar- stefnu stjórnvalda frá gagnrýnu sjónarhorni og benda á þá hluti sem mættu betur fara að hans mati en nýverið samþykkti stjórn SUS sam- hljóða ályktun um búvörusamning, þar sem landbúnaðarráðherra var harðlega gagnrýndur." Að framsöguerindum loknum gefst fundarmönnum kostur á að beina fyrirspurnum og athuga- semdum til ræðumanna. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um stjórnmál. ----» ♦ ♦--- Reykjanesbraut Ekið utan í lögreglumann LÖGREGLAN í Keflavík lenti í eltingarleik við 53 ára gamla konu á Reykjanesbrautinni um klukkan eitt í fyrrinótt. Lögregl- an var í veiýulegri eftirlitsferð er hún tók eftir bíl konunnar sem ekki var með aðalljós á og akst- urslag ekki í lagi. Eftir að konan stöðvaði bíl sinn og lögreglumað- ur ætlaði að hafa tal af henni, ók hún á stað aftur og ók utan í lög- reglumanninn. Fékk hann högg á lærið og marðist lítilsháttar. Lögreglan elti konuna, sem ók á litlum hraða á brott, og tókst að þvinga hana út af veginum við Voga- stapa. Við það urðu lítilsháttar skemmdir á lögreglubílnum. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík var konan ekki ölvuð eða undir áhrifum lyfja en mun hafa brugðið svona illa við afskipti lög- reglunnar. Vegna mikillar sölu á nýjum bílum NOTUÐUM BILUM Nokkur verð dæmi Nissan Sunny 1500 Coupe árg. 1988. Peugeot 205GTI árg. 1988. Verð 580 þús. stgr. _ Verð 750 þús. stgr. Toyota Corolla Touring 4x4 árg. 1990. Subaru 1800 ST 4x4 árg. 1987. Verð 970 þús. stgr. jpr Verð 550 þús. stgr. BILASÚSÍ& sævarhöfða 2 674848 i húsi Ingvars Helgasonar Volvo 240GL árg. 1990. Honda Accord EX árg. 1987. Verð 650 þús. stgr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.