Morgunblaðið - 03.09.1992, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992
Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands
Leggjum stríðsþjáð-
um líkn með þraut
HÉR Á eftir fer ávarp Vigdísar
Finnbogadóttur forseta íslands
vegna landssöfnunar Rauða kross
Islands og Hjálparstofnunar kirkj-
unnar til hjálpar flóttafólki í fyrr-
um Júgóslavíu og Sómalíu:
Góðir landsmenn. •
Við íslendingar höfum búið við það
lífslán um aldir að þekkja ekki styij-
öld í landi okkar. En við munum vel
sögu okkar og þeirri sögu fylgja
margar frásagnir af hungruðu fólki
í erfiðri lífsbaráttu. Það fólk var forf-
eður okkar og -mæður. Nú er íslensk
þjóð þannig sett að hún ræður yfir
tækni til að hagnýta sér gjafir um-
hverfisins. Jafnframt fáum við í
tæknivæddum ijölmiðlum mörgum
sinnum á dag ítarlegar fréttir af
hörmungum stríðs og hungursneyðar
í fyrrum Júgóslavíu og Sómalíu. Það
er fólk eins og við, en saklaust hefur
það orðið að fómarlömbum styrjalda
og stjórnleysis. Því eru allar bjargir
bannaðar eftir að hafa verið stökkt
á flótta frá heimiium sínum. Þar sem
áður var friður og öryggi ríkir nú
ógn, skelfing, hungur og dauði. í
Sómalíu bitnar hungrið harðast á
börnum og barnadauðinn er slíkur
að heilir árgangar eru að hverfa úr
hópnum.
Um allan heim bregst fólk nú við
til bjargar þessum meðbræðrum okk-
ar og -systrum. Hér heima hafa Rauði
krossinn og Hjálparstofnun kirkjunn-
ar tekið höndum saman um söfnun
til að leggja stríðshijáðum líkn með
þraut. Þar gefst okkur nú öllum færi
á að leggja lið okkar undir einkunnar-
orðunum „hjálpum þeim“. Með aðstoð
hinna alþjóðlegu samtaka sem þessar
stofnanir eru kemst hjálp okkar á
leiðarenda og við getum treyst því
að þeir njóti hennar sem í nauðum
eru.
Góðir íslendingar, hjálpum þeim.
Með stuðningi okkar leggjum við
sveltandi og sjúkum börnum lið; með
stuðningi okkar er hægt að draga
úr hörmungum styijalda - og stuðn-
ingur okkar sýnir að við skiljum að
við eigum að gæta bróður okkar nær
og fjær, hvar sem hann er staddur.
Vigdís Finnbogadóttir
Guðjón Magnússon heilsar Popovsky, formanni Rauða krossins í
Makedóníu, á ferð sinni þar til að kynna sér aðbúnað flóttamanna.
Flóttamenn í fyrrum Júgóslavíu
Brýnt að bregðast
við vetrarhörkunum
*
- segir Guðjón Magnússon, fonnaður RKI
FLÓTTAMENN í fyrrum lýðveldum Júgóslavíu, sem margir búa nú
í tjöldum, þurfa á aukinni hjálp að halda þegar vetur skellur á, að
sögn Guðjóns Magnússonar, forseta Rauða kross Isiands, sem heim-
sótti flóttamannabúðir víða á Balkanskaga fyrir skömmu. Fyrir
utan húsnæði er víða vöntun á eldsneyti og mat, og rafmagnsskort-
ur veldur því að ekki er hægt að frysta matvæli til geymslu til lengri
tíma.
Guðjón ferðaðist sem varaforseti
Alþjóðasambands Rauða kross fé-
laga til Ungveijalands og víða um
fyrrum lýðveldi Júgóslavíu til að
kynna sér ástandið í flóttamanna-
búðum sem reknar eru af Rauða
krossinum þar. Hann fór til Belgrad
í Serbíu og síðan til Kosovo-héraðs
þar í landi, þar sem Albanir eru í
meirihluta og ýmsir telja að geti
orðið næsti vettvangur stórátaka á
Balkan-skaga. Þaðan var förinni
heitið til Makedóníu og síðan til
Ljublijana í Slóveníu.
Flóttamenn frá fyrrum Júgóslav-
íu eru nú um 2,7 milljónir talsins
og eru flestir í Bosníu-Herzegov-
ínu, þar sem Serbar, Króatar og
múslimar berast á banaspjót. Þar
er stuðningur við flóttafólk einnig
minnstur og erfiðast að koma mat-
arbirgðum og öðrum nauðsynjum
áleiðis.
Guðjón sagði að flestir flótta-
mannanna byggju hjá Qölskyldum
sem hefðu menningarleg og trúar-
leg tengsl við þá. Mest væri sam-
hjálpin meðal múslima, sem legðu
ótrúlega mikið á sig til að hjálpa
meðbræðrum sínum. Verst væri
ástandið meðal barna af öllum þjóð-
ernum, sem ættu mörg við alvarleg
sálræn og geðræn vandamál að
stríða. Margir hafa misst nána
ættingja í stríðinu og einnig hefðu
fjölskyldur sundrast, annað hvort
þannig að fólk hefði týnt hvert
öðru eða að mamman og pabbinn
tilheyrðu andstæðum fylkingum.
Eins og ávallt væru það óbreytt-
ir borgarar, konur, börn og gamal-
menni, sem væru í miklum meiri-
hluta fórnarlamba styijaldarinnar
í fyrrum Júgóslavíu, sagði Guðjón.
„Þetta fólk ber enga ábyrgð á þeirri
vitfirringu sem stríðið er. Það á
um sárt að binda og þarf á mikilli
aðstoð að halda, sem vonandi verð-
ur aðeins timabundin. Rauði kross-
inn er sá aðili sem ber þungann
af þeirri aðstoð
sem unnt er að
veita. Með því að
leggja fram sinn
skerf getur fólk
hjálpað Rauða
krossinum að veita
óbreyttum borgur-
um, fórnarlömbum
stríðsins í Júgó-
slavíu nauðsynlega
hjálp og bjarga
mannslífum.“
Safnað handa sveltandi fólki í Sómalíu
Nær allur maturínn
kemst í réttar hendur
UM 80-90 prósent af matvælum
sem Rauði krossinn sendir til
Sómalíu komast til þeirra sem
verst eru settir þrátt fyrir grip-
deildir vopnaðra hópa, að sögn
talsmanna Rauða krossins í
Nairobi. Samtökin sjá um
600.000 Sómölum fyrir máltíð
tvisvar á dag og það er Ijóst að
þau hafa bjargað lífi tugþúsunda
manna. Þeirra á meðal er María,
þriggja barna móðir, sem Morg-
unblaðsmenn ræddu við í Moga-
dishu á ferð sinni þar fyrir
skömmu.
Börn Maríu eru á meðal um
1.250 barna sem fá heita prótein-
ríka máltíð tvisvar á dag í einu af
um 200 eldhúsum Rauða krossins
í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu.
Blaðamaður ræddi við hana með
aðstoð forstöðumanns staðarins,
fyrrverandi dýralæknis, sem sér
nú um matargjafir og fylgist með
líðan barnahópsins.
María sagðist hafa komið til
Mo'gadishu frá þorpinu Ullaway,
um 90 kílómetra suður af borg-
inni. Þar var engan mat að fínna
og að auki geisuðu bardagar, þann-
ig að hún taldi sig eiga engan kost
annan en að reyna að finna mat
handa sér og börnum sínum í höf-
uðborginni. Hún hafði komið níu
daga í röð í eldhúsið og á þeim
tíma hefðu börnin, sem eru öll yngri
en fimm ára, braggast svo að mik-
ill munur sæist á þeim. Þau voru
ekki horuð lengur eins og mörg
hin barnanna í eldhúsinu, þó þau
bæru greinileg merki vannæringar,
eins og upplitað hár.
María veit ekki hvar eiginmaður
hennar eða aðrir úr fjölskyldunni
eru niðurkomnir, en vonast til að
finna einhveija þeirra í Mogadishu.
Það er mjög algengt að fjölskyldur
tvístrist
$UM
Morgunblaðið/Þorkell
María, sómölsk kona sem flúði hungursneyð í heimaþorpi sínu,
með eitt af þremur börnum sínum, sem nú fá mat í eldhúsi Rauða
krossins í Mogadishu.
upplausninni í Sómalíu
og það mun vafa-
laust taka mörg ár
fyrir sumar þeirra
að ná saman aftur,
þó að Flóttamanna-
hjálp Sameinuðu
þjóðanna reyni að
aðstoða suma með
aðstoð tölvu, þar
sem upplýsingar
um ættarnöfn og
heimaþorp geta
leitt menn inn á
réttar brautir.
Það hefur mikið verið rætt um
að matvælasendingar komist ekki
til þeirra sem á þurfi að halda
vegna gripdeilda byssumanna við
höfnina í Mogadishu og annars
staðar þar sem komið er með er-
lend hjálpargögn. Slíkt á sér vissu-
lega stað, en langstærstur hluti
matarins kemst þó til skila. Hluti
af skýringunni er sá að mikill hluti
matarins er sérstaklega ætlaður
ungbörnum og er harla ólystugur
öðrum. Engir byssumenn reyna að
ræna grautnum sem börnin hennar
Maríu fengu að súpa.
Fulltrúar Rauða krossins í Nair-
obi í Kenýa tjáðu blaðamanni að
um 10 prósent af matvælunum
færu í vinnulaun og önnur tíund f
„öryggisgæslu". Það getur varla
talist annað en sanngjarnt að þeir
sem vinna við að dreifa matnum
og elda hann séu matvinnungar,
en líta má á öryggisgæsluna sem
vægt gjald fyrir að fá að koma
matnum til þurfandi fólks. Það
getur jafnvel verið að matarsend-
ingar dragi úr ofbeldinu, því átök
stríðandi ættbálka í Sómalíu voru
að stórum hluta farin að snúast
um mat og þau átök kunna að
hafa hjaðnað eftir því sem aukið
magn er sent til landsins. Þá fer
stór hluti matvælaaðstoðarinnar til
sómalskra flóttamanna í Kenýa,
þar sem auðvelt er að sjá til þess
að allur maturinn komist í réttar
hendur.