Morgunblaðið - 03.09.1992, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992
Hermenn risu gegn
sljóm Norður-Kóreu
Tókýó. Reuter.
NOKKUR þúsund hermenn frá Norður-Kóreu gerðu uppreisn fyrir
rúmu ári til að mótmæla skipunum stjórnvalda og á eftir fylgdu aftök-
ur þrettán hershöfðingja. Dagblað í Tókýó greindi frá þessu í gær.
Areiðanlegar fréttir berast sjaldan frá Norður-Kóreu og helst að
sfjórnvöld, sem aðhyllast Stalínisma, segi fregnir af hamingjusömum
verkalýð er lifir fyrir ættjörðina.
Isabel Castellanos, þriggja ára stúlka, drukknaði þegar flóðbylgja
hreif hana á haf út eftir jarðskjálfta á þriðjudag. Á myndinni sést
frændi hennar halda á líkinu.
Jarðskjálfti í Níkaragúa
Flóðbylgjur sópuðu á
brott yfír 100 þorpum
Managúa. Reuter.
ÖFLUGUR jarðskjálfti kom af stað flóðbylgjum sem ollu gífurlegu Ijóni
á Kyrrahafsströnd Níkaragúa á þriðjudagskvöld. Vitað er um 40 látna
og 400 slasaða en þúsundir manna misstu heimili sín í hamförunum.
Violeta Chamorro forseti landsins hefur farið fram á alþjóðlega aðstoð
vegna áfallanna.
Kaupa Græn-
lendingar hlut
í stórútgerð?
ROYAL Greenland, útgerðar-
fyrirtæki grænlensku land-
stjómarinnar, stefnir að því að
eignast hlut í stóru sjávarút-
vegsfyrirtæki á Nýja-Sjálandi.
Að sögn dagblaðsins Internat-
ional Herald Tribune stendur
Royal Greenland, sem forystu-
aðili í fyrirtækinu Ashlar Coop-
eration, í samningaviðræðum
við fyrirtækið Carter Holt
Harvey um kaup á nýsjálenska
útgerðarfélaginu Sea Lord.
Verðið fyrir Sea Lord er 203
milljónir Bandankjadala (rúmir
tíu milljarðar ÍSK), en sam-
kvæmt nýsjálenskum lögum
mun Royal Greenland aðeins
fá leyfi til að kaupa 24,9%
hlutabréfanna. í þessu máli et-
ur Royal Greenland kappi við
maoríana, frumbyggja Nýja-
Sjálands, sem hafa mikinn
áhuga á að kaupa Sea Lord.
Ríkisstjórn landsins vill helst
að maoríamir kaupi fyrirtækið,
meðal annars til að gera út um
gamla fiskveiðideilu. Stjómin
hefur boðið maroríunum að
leggja fram helming af kaup-
verði Sea Lord.
Fyrrverandi
forsætisráð-
herra myrtur
LÍK Piotrs Jaroszewicz, fyrr-
verandi forsætisráðherra Pól-
lands, og eiginkonu hans, Alicju
fund-
roszewicz Jaroszewicz
var 82 ára að
aldri. Talsmenn yfirvalda sögðu
að svo virtist sem stjómmála-
maðurinn hefði verið pyntaður
og þar næst hengdur en eigin-
konan skotin með veiðiriffli.
Jaroszewicz gegndi embættinu
á árunum 1970 - 1980 er hann
var látinn víkja. Hann var afar
óvinsæll á valdaámm sínum,
var kennt um hraklegt efna-
hagsástand sem sífellt versn-
aði.
Saddam án
kjarnavopna
SADDAM Hussein, forseti Iraks,
ræður ekki yfir neinum kjama-
vopnum; loftárásir bandamanna
í Persaflóastríðinu og aðgerðir
eftirlitsnefnda Sameinuðu þjóð-
anna síðar hafa valdið því að
tilraunavopn íraka eru úr sög-
unni. Þetta kemur fram í um-
mælum ítalsks yfirmanns nefnd-
ar SÞ sem nú hefur verið í írak
í tvo daga. Hann segir að ekk-
ert bendi til þess að kjamorku-
rannsóknum íraka verði haldið
áfram á næstunni og markmiði
eftirlitsnefndarinnar sé því náð.
BBC í sam-
starf við Sky
BRESKA útvarpið, BBC, sem
einnig rekur sjónvarpsstöð,
hyggst koma á laggimar frétta-
sjónvarpi er verði með útsend-
ingar allan sólarhringinn. í
þessu skyni er ætlunin að ræða
samstarf við sjónvarpsstöðina
Sky sem er í einkaeigu, um
markaðsmál og íjármál, að sögn
Sir Michaels Checklands, for-
stjóra BBC. Fréttadeild fyrir-
tækisins stefnir að því að hefja
útvarpssendingar allan sólar-
hringinn frá 1994 en ekki er Ijóst
hvenær sjónvarpssendingamar
verða að veruleika.
Liðsmenn úr þrem herfylkjum
gerðu uppreisn í júní 1991 eftir að
þeim var skipað að flýta vinnu við
50.000 þúsund íbúðir í borginni Py-
ongyang þrátt fyrir skort á efnivið
og mat. Hermennirnir streymdu að
forsetahöllinni til að koma mótmæl-
um sínum á framfæri en ekki fregn-
aðist um mannfall þar. Lofað var
að láta Kim Il-Sung forseta vita um
„Það eru engir bændur lengur í
Austur-Þýskalandi. Þar er nóg af
jurtasérfræðingum, baunasérfræð-
ingum, áðurðarsérfræðingum og svo
framvegis. Þetta eru átta-til-fimm
bændur sem vinna eins og skrifstofu-
menn,“ hafði blaðið eftir Gerhard
Glaser, viðskipta- og iðnfulltrúa
Þýskalands í Danmörku.
Þýskur embættismaður, Klaus-
Michael Rothe, sem hefur verið í
Danmörku að undanförnu, sagði að
þýskum yfirvöldum léki hugur á að
laða útlenska bændur til Austur-
Þýskalands, til að mynda danska og
hollenska.
Fyrst í stað verða bændurnir að
óánægju þeirra en nokkru síðar voru
yfirmennimir líflátnir.
íbúðirnar voru gæluverkefni
stjórnvalda undir stjórn Kim Jong-
II, sonar forsetans. i mars á þessu
ári sagði opinber fréttastofa í Norð-
ur-Kóreu að verkamenn byggðu
hveija íbúð á innan við fimm mínút-
um með ættjarðarloga í hjörtum.
leigja jarðimar í tíu ár því yfirvöld
vita ekki enn hveijir eiga þær. Stjóm
kommúnista í Austur-Þýskalandi
ákvað í byijun sjötta áratugarins að
sameina bændur í stór samyrkjubú,
sem fengu yfirráð yfir jörðum bænd-
anna þótt þeir héldu húsum sínum.
Samyrkjubúin voru rekin sem stórar
landbúnaðarsamsteypur, með sam-
eiginleg mötuneyti og bókhaldsdeild.
Nú á að leysa samsteypumar upp.
„Ekki er hægt að sjá hvaða jörð
einstakur bóndi hafði með sér í sam-
yrkjubúin, því það eru engin jarða-
mörk lengur. Það verður að mæla
Þýskaland út upp á nýtt,“ sagði
Gerhard Glaser.
Flestir hinna látnu eru böm sem
bylgjurnar tóku. Um 400 manns sem
meiddust hafa verið flutt á 20 spít-
ala inni í landi. Herþyrlur flugu yfír
strandlengjunni og tóku upp slasaða
og heimilislausa.
Jarðskjálftinn, sem mældist 7
stig á Richters-kvarða, reið yfir
upp úr klukkan 6 á þriðjudags-
kvöld, um miðnætti að íslenskum
tíma. Hans varð vart allt frá suð-
urlandamærunum við Kosta Ríka
norður að Hondúras og EI Salvad-
or. Seinna komu nokkrir minni
skjálftar en 15 metra háar flóð-
bylgjur skullu á 300 kílómetra
strandlengju og lögðu yfir 100
smábæi í rúst.
Kynlíf o g kreddutrú koma
súkkulaðirisanum í vanda
FRAMTÍÐ svissneska súkkulaðirisans Lindt & Spriingli þykir óljós
vegna hjúskaparmála Rudolphs Spriingli stjórnarformanns fyrirtæk-
isins. Hann er 72 ára gamall og skildi mjög óvænt við konu sína,
Elisabeth, í mars sl. og gekk tveimur mánuðum síðar að eiga 44
ára konu, Alexöndru Gantenbein, sem þykir ekki eiga glæsta fortíð
en hún er í sértrúarsöfnuði og sögð vera fyrrum gleðikona. Ósætti
í Spriingli-fjölskyldunni vegna hjúskaparmála fjölskylduföðurins er
talin geta átt eftir að leiða til þess að fyrirtækið verði selt.
Talið er að framtíð Lindt &
Sprungli sé að miklu leyti í höndum
fyrrum eiginkonu stjómarform-
annsins því hún þarf ekki annað
en afturkalla atkvæðaumboð sem
hann hefur út á hlutabréf hennar.
Við það réði hann ekki lengur ferð-
inni í fyrirtækinu og það yrði auð-
veld bráð þeirra sem kynnu að
hafa áhuga á að kaupa það.
Meðal fyrirtækja sem talin eru
hafa áhuga á Lindt & Spriingli eru
annar súkkulaðirisi, Nestlé, og
bandaríska tóbaks- og matvæla-
samsteypan Philip Morris sem á
svissneska súkkulaðifyrirtækið
Jacobs Suchard. Sýnt þykir þó að
reglur um bann við hringamyndun-
um muni koma í veg fyrir kaup
af hálfu þeirra.
Kynlíf og kreddutrú stjórnar-
formannsins gerðu það að verkum
að hlutabréf Lindt & Spriingli
lækkuðu um 10% í verði á einum
degi. Upphaf vandræða fyrirtæk-
isins má rekja til þess atburðar í
mars sl. er Rudolph Spriingli til-
kynnti að hann væri að skilja við
konu sína Elisabeth sem er 68 ára.
Hjónaband þeirra hafði varað í 45
ár og engar sýnilegar ástæður virt-
ust vera fyrir skilnaðinum.
Tveimur mánuðum síðar til-
kynnti Spriingli hins vegar að hann
ætlaði að kvænast 44 ára konu,
Alexöndru Gantenbein. Fjármála-
heimurinn í Ziirich þykir íhalds-
samur i meira lagi og því rann
mönnum þar kalt vatn milli skinns
og hörunds þegar fréttist að Gant-
enbein væri meðlimur í sértrúar-
söfnuði sem trúir m.a. á endur-
holdgun.
Ekki bætti úr skák þegar blöð
skýrðu frá því að ungfrú Ganten-
bein hefði leigt sig út sem fylgdar-
konu auðugra kaupsýslumanna,
hefði með öðrum orðum verið gull-
hóra. Við þessar fréttir snarlækk-
uðu hlutabréf súkkulaðirisans í
verði því ekki þótti orðstír væntan-
legs áhrifamanns í fyrirtækinu
traustvekjandi.
Það lagaði heldur ekki stöðuna
þegar fréttist að hún hefði áður
gifst iðnjöfri á áttræðisaldri og sá
hefði látist rúmu ári eftir brúðkaup-
ið. Arfur hennar nam 4,5 milljónum
svissneskra franka, jafnvirði 190
milljóna ÍSK.
Með puttann í rekstrinum
Menn sem fylgst höfðu með
málefnum fyrirtækisins þóttust nú
hafa fundið skýringar á því hvers
vegna Rudolph Spriingli hefði rekið
marga af yfirmönnum fyrirtækis-
ins á undanförnum árum og hvers
vegna hann hefði á endanum einn-
ig vikið syni sínum úr starfí en
hann var talinn myndu erfa stöðu
föður síns. Alexandra Gantenbein
hlyti að hafa átt þama hlut að máli.
Um tíma virtist sem Rudolph
Frú Sprungli á þeim árum sem
hún hafði þann starfa að bjóða
auðkýfingum á ferð í Sviss
fylgd sína.
hefði ekki orðið sama um allt uppi-
standið sem varð út af kvennamál-
um hans því hann gaf út yfirlýs-
ingu 22. maí þar sem hann sagðist
hafa slitið sambandi sínu við Alex-
öndru Gantenbein.
„Þetta var versti dagurinn í lífi
mínu,“ sagði hann síðar við ráð-
gjafa sinn. Og til þess að eyða efa-
semdum fékk hann ráðgjafafyrir-
tæki til þess að rannsaka hvort
moldvörpur hefðu hreiðrað um sig
í fyrirtækinu. Rannsóknaraðilamir
leiddu í Ijós að Gantenbein hefði
átt aðild að nokkrum málum er
vörðuðu brottvikningu eða ráðn-
ingu starfsmanna. Hins vegar
sögðu þeir að engum óæskilegum
aðilum hefði verið komið í stöður
hjá fyrirtækinu. Rudolph Spriingli
sagði að Alexandra Gantenbein
hefði fengið uppreisn æru og að-
eins nokkmm dögum seinna, eða
31. júlí sl., kom hann banka- og
peningamönnum í opna skjöldu er
hann gekk að eiga hana.
Súkkulaðigróði til
sértrúarsafnaðar ?
Sögur um að Alexandra, sem
tekið hefur sér eftirnafn stjórnar-
formannsins, eigi að taka við
rekstri Lindt & Spriingli og ágóð-
anum yrði varið í þágu kreddutrú-
arsafnaðarins, tóku að birtast í
svissneskum blöðum. Þær náðu
hámarki við skyndilega og fyrir-
varalausa afsögn aðalforstjórans
Ulrichs Geissmanns. Stjórn súkk-
ulaðirisans sá sig tilneydda til að
koma saman á sunnudegi, sem
aldrei hafði áður gerst, og gefa út
fréttatilkynningu um að frú
Spriingli kæmi hvergi nærri rekstri
fyrirtækisins.
Afsögn Geissmanns hefur haft
slæmar afleiðingar og fulltrúar
svissneskra banka segja það miklu
verri tíðindi fyrir fyrirtækið en
hjónabandsmál Sprungli gamla.
Sagt er að hugur Alexöndru standi
til forstjórastólsins. Talsmenn fyr-
irtækisins segjast ekkert vita hvort
hún muni taka við stjórn mála.
Stjóm fyrirtæksins verður lítil
hindrun ætli hún sér að verða súkk-
ulaðidrottning. Aðeins er vitað um
einn stjórnarmann sem er andvígur
því að hún setjist í forstjórastól,
flestir stjómarmannanna eru gaml-
ir einkavinir Spriingli og tveir eru
taldir hafa verið útnefndir í stjórn-
ina fyrir orð hinnar verðandi súkk-
ulaðidrottningar.
Óskað eftir bænd-
um til A-Þýskalands
í RÁÐI er að Ieysa upp gömlu samyrkjubúin í Austur-Þýskalandi en
þýsk yfirvöld óttast að erfítt kunni að reynast að fínna austur-þýska
bændur sem geti tekið við jörðunum. Þau hafa því mikinn hug á að
fá útlenda bændur til að setjast þar að og hefja búrekstur, að sögn
danska dagblaðsins Berlingske Tidende.