Morgunblaðið - 03.09.1992, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þér getur þótt álagið ein-
um of mikið í vinnunni.
Nú er ekki rétti tíminn til
að taka ákvarðanir í pen-
ingamálum.
Naut
(20. apríl - 20. maí) irfö
Félagslífið heillar þig í dag
og afköstin í vinnunni
verða ef til vill ekki mikil.
Láttu ekki hugann reika
um of.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 5»
Þér fínnst einhver beita
vafasömum aðferðum í
viðskiptum. Einkalífið
dregur úr spennunni á
vinnustað.
Krabbi
(21. júní - 22. júlQ
Þér finnst einhver ekki
ætla að standa við fyrir-
heit sín. Vandaðu valið á
þeim sem þú ætlar að
vinna með.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það ríkir einhver spenna
heima fyrir í dag. Finnið
eitthvað nýtt og skemmti-
legt til að gera í dag og í
kvöld.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þú hugsar um einhverjar
breytingar heima, og átt
erfítt með að einbeita þér
í vinnunni í dag.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Nú er hvorki hagstætt að
kaupa né selja. Taktu enga
áhættu og forðastu sam-
skipti við þá sem vilja
hagnast á þér.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Vertu varkár í innkaupum,
ella geta þau valdið von-
brigðum. Einhver ágrein-
ingur gæti komið upp í
vinnunni.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) m
Launung fer þér ekki vel.
Vertu hreinskilinn ^ við
aðra. Ekki vera að eltast
við gamlar syndir.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Breytinga er þörf á vinnu-
stað, en haltu áformum
þínum leyndum í bili. Ein-
hver ágreiningur getur
komið upp milli vina.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Áhugi þinn á stjórnmálum
og erlendum atburðum fer
vaxandi. Ekki hafa hátt
um fyrirætlanir þínar.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) '£
Treystu á dómgreind þína
í vinnunni í dag. Ekki eru
öll ráð hollráð. Þú þarft
að íhuga betur áform þín.
Stjórnusþána á aó lesa sem
dœgradvöl. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra stadreynda.
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
LJÓSKA
r/jtiA.'
5/18
SMAFOLK
OKAY! CHA5E THE BALL,
BRINé IT BACK.ANDI'LL
GIVE YOU A COOKIE!
Jæja þá! Eltu boltann, komdu
með hann til baka, og ég skal
gefa þér smáköku!
BRIDS
Umsjón: Guðm. PáN
Arnarson
Vestur spilar út spaðaijarka
(4. hæsta) gegn 3 gröndum.
Sagnhafi fylgir eldsnöggt lit
með einspili blinds, en austur
grefur sig undir feld í eina
mínútu og lætur svo spaða-
gosa:
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ 6
¥KD8
♦ Á8754
♦ G762
Suður hafði opnað á 15-17
punkta grandi og norður
hækkaði beint í þijú. Fyrsta
slaginn tók suður ' á spaða-
drottningu og spilaði svo tígul-
drottningu, kóngur, fjarki og
nían frá makker. Hvernig á
vestur að veijast?
AV nota Smith-kallið, þar
sem menn láta í ljósi álit sitt
á útspilislitnum með fyrsta
smáspili í lit sagnhafa. Hár tíg-
ull austurs sýnir áhuga á
spaðalitnum. Nía austurs er
tæplega blönk, því þá á suður
DGxx og færi varla að dúkka,
svo hér hlýtur makker að vera
að biðja um spaða. Svo vestur
spilar spaða:
II
Vestur
♦ Á9743
VG52
♦ K102
♦ 94
Vestur
♦ Á9743
VG52
♦ K102
♦ 94
Norður
♦ 6
¥ KD8
♦ Á8754
♦ G762
llllll
Suður
♦ D1085
¥ Á107
♦ DG6
♦ ÁK8
Austur
♦ KG2
¥9643
♦ 93
♦ D1053
„Keppnisstjóri!!“
NS eru ekki ánægðir, sem
eðlilegt er. „Það er ekki erfitt
fyrir vestur að finna vörnina
eftir að makker hans hugsar
sig um í heila eilífð áður en
hann lætur í fyrsta slaginn,“
benda þeir á og hafa auðvitað
alveg rétt fyrir sér. „En við
notum Smith-kallið,“ maldar
vestur í móinn, án árangurs.
Skorin er leiðrétt.
Vörn austurs er mjög glæsi-
leg. Hann sér á útspilinu að
sagnhafi á 4-lit í spaða. Vörnin
getur tæplega tekið 5 lagi á
litinn beint og til áð taka 4
slagi gæti verið nauðsynlegt
að spila í gegnum gaffal suð-
urs á síðari stigum. Af því
vestur er innkomulaus til hlið:
ar, gengur ekki að láta spaða-
kóng og spila gosanum.
Það er svo merkilegt, að í
þessari hugaríþrótt er umhugs-
un nokkuð illa séð! Um leið og
einhver fer að hugsa, vita allir
við borðið að hann hefur „eitt-
hvað að hugsa um“. Slíkar
upplýsingar létta vörnina, því
það er oft auðvelt hinum meg-
in við borðið að sjá hvert
vandamál makkers er.. Auðvit-
að er ekki bannað að hugsa,
en hitt er bannað að nýta sér
óheimilar upplýsingar sem af
umhugsuninni leiða. Það er
fyrst og fremst af þessari
ástæðu sem spilað er með
borðtjöldum í alþjóðamótum.
Annars er önnur ágæt lausn
til. Hún er sú að taka sér allt-
af nokkurn umhugsunartíma í
vörninni áður en látið er í
fyrsta slaginn: fara yfir sagnir,
útspilið og undirbúa sig undir
komandi vandamál. Sé þetta
regla, veitir umhugsunin engar
marktækar upplýsingar.