Morgunblaðið - 03.09.1992, Side 44

Morgunblaðið - 03.09.1992, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1992 1 mmmn © 1992 Jim Unger/Distributed by Universal Press Syndicate ) ' »llll 1 þctrf einhveryktrar at nobcu któsettfb á meban i//b erum hkmo. ?" \-^ Hún ætlar að ná sér í hús. Ast er... ... afneitun á óhollum mat. TM Reg. U.S. Pat Off. — all rights reserved ° 1991 Los Angeles Times Syndicate Var helgin ekki ánægjuleg með fjölskyldunni i sveit- inni? fRsrpn^ym BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Sýnið tillitssemi við gangbrautir Frá Margréti Sæmundsdóttur, full- trúa Umferðarráðs: FYRIR nokkrum dögum hringdi óttaslegin móðir í mig og sagði mér frá lífsháska sem hún og tvö böm hennar lentu í. Sagan er á þessa leið: Fjölskyldan ákvað að fara á hjóli úr Háaleitishverfí í Fossvog. Leiðin sem þau fóru er auðveld og hættulaus (eða svo hélt hún), góðir gangstígar eru á leiðinni og þar hjóluðu þau. Þar kom að því að þau urðu að fara yfir akbraut til þess að komast leiðar sinnar. Þau stoppuðu við gangbraut á Bústaðavegi þar sem vel sést til allra átta og hugðust leiða reiðhjólin yfir. Nokkur tími leið þar til tveir kurteisir ökumenn stoppuðu til þess að hleypa þeim yfír. Þegar þau voru nærri því Frá Birni Bjömssyni: ÓTTAR Guðjónsson vakti athygli á spákaupmennsku í Morgunblað- inu þann 1. september. Nú er það svo að ég lét ekki sannfærast að öllu leyti. Eftirfarandi málsgrein var mér torskilin: „Spákaupmennska eykur líkur á réttu verði vegna þess að ef ekki er rétt verð þá geta spá- kaupmennimir hagnast á viðskipt- unum uns rétt verð næst.“ Finnst mér málsgrein þessi mótsagna- kennd alla vega miðað við fyrir- sögn fyrrnefndrar greinar. Eg sé t.d. ekkert hagkvæmt við það að nokkur hópur manna hefur af því allgóðar tekjur að hanga á bílasölum borgarinnar braskandi með gamla bíla. Ekki heldur sé ég aukinn hágvöxt í verðbréfa- braski því er hér er stundað og nú skal kallað því nafni er Óttar boðar með fyrirsögn greinar sinnar. Mér fínnst heldur ekki nóg að sjá nafnið Karl Marx til að sannfærast um réttmæti skoðana komin yfír gangbrautina kom hvít- ur fólksbíll á ofsa hraða og tróðst fram úr bílnum sem stoppað hafði á hægri akrein. A þessum stað er aðeins um tvær akreinar að ræða en önnur akreinin er dálítið breið- ari en hin og það bil og hluta af gangstéttinni notaði þessi ökuníð- ingur til þess að troða sér fram úr. Konan segist vera viss um að hefðu þau hjólað yfir akbrautina en ekki leitt hjólin eins og þau gerðu réttilega hefðu þau að líkind- um öll verið ekin niður. I 24. gr. umferðarlaga stendur m.a. skýrum stöfum: „Eigi má aka fram úr ökutæki rétt áður en kom- ið er að gangbraut eða á henni.“ Einfaldara getur þetta ekki verið. Lang flest umferðarslys verða hvorki Óttars né annarra þeirra er nú um stundir vilja gerast boð- berar hinnar einu réttu stefnu. Spá mætti í það hvernig á því stendur að Háskóli Islands virðist nú í seinni tíð vera farin að út- skrifa presta sem ekki trúa á guð, lögfræðinga sem gera sinn eigin tryggingasjóð gjaldþrota, lækna sem líta á 20 millj. sem hæfíleg árslaun og viðskipta- og hagfræð- inga sem helga spákaupmennsk- unni starfskrafta sína. Fyrir örfáum árum vissi hver maður að þeir einir bárust á er af dugnaði og áræði höfðu eignast arðbær fyrirtæki. Nú eru nýir tímar. Nú keyra um götur borgar- innar á gljáandi fjallabílum frakkaklæddir, ilmvatnsbornir stráklingar klæddir grænum bux- um og bleikum jakka með aðra hönd á stýri og hina á bílasíman- um, spákaupmennskan er þeirra fag. BJÖRN BJÖRNSSON, Reykjafold 11. vegna þess að ökumenn virða ekki lög og reglur og haga sér á þann veg að þeir stofna lífi annarra og sínu eigin í hættu. Sem betur fer er sá hópur manna fámennur sem veldur slysum á fólki í umferðinni eða um 5% ökumanna. En þó hóp- urinn sé fámennur eru afleiðing- arnar ægilegar. Það sem af er þessu ári hafa 12 manns látist í umferðarslysum hér á landi og á milli sjö og átta hundruð manns hafa slasast, sumir svo alvarlega að þeir bíða þess aldrei bætur. Senn fer að dimma og búast má við að aksturskilyrði versni. Slysum fjölgar því miður oft á haustin. En það er ekkert náttúru- lögmál að þeim fjölgi. Það er út- breidd skoðun að umferðarslys séu oftast vegakerfínu að kenna. Vissulega má rekja mörg slys til gallaðra umferðarmannvirkja en yfirgnæfandi meirihluti allra slysa verða þó vegna mannlegra mis- taka. Því miður er erfiðara að breyta hegðun fólks en lagfæra vegakerf- ið. En það er hægt ef vilji er fyrir hendi. Það krefst sjálfsaga að vera góður ökumaður. Bætt hegðun er fyrst og fremst undir okkur sjálf- um komin, hvað við viljum leggja á okkur til þess að gera betur, vegna öryggis okkar og annarra vegfarenda. Góður ökumaður á að haga akstri sínum í samræmi við lög og reglur. Góður ökumaður ekur ekki eins og honum hentar, heldur í samræmi við þau lög og reglur sem samfélagið setur. Skólarnir eru að byrja aftur eft- ir langt sumarleyfi. Á næstu dög- um og vikum flykkjast börn út á göturnar. Sum þeirra þurfa nú í fyrsta sinn að fara ein til og frá skóla, leið sem oft er ekki hættu- laus. Okkur ber skylda til að sam- einast um að þau komist heil á húfi í skólann sinn og heim aftur. Umferðin er hluti af lífsháttum okkar sem ber að taka alvarlega, en það er of seint að sýna aðgát eftir á, þegar skaðinn er skeður. Akstur er enginn leikur, akstur er dauðans alvara. MARGRÉT SÆMUNDSDÓTTIR, fulltrúi Umferðarráði. Spákaupmennska, hvað er það. HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar Ríkisvaldið aflar tekna til sam- eiginlegra verkefna með skattheimtu og skattakerfíð hefur löngum verið endalaus uppspretta umræðu og álitaefna. Víkverji er almennt þeirrar skoðunar að skattheimtu eigi að stilla í hóf eins og frekast er kostur og brýna nauðsyn þurfí að bera til þeirrar tilfærslu fjármagns og eigna sem skattheimta felur í sér. Einstakl- ingarnir sjálfir eru best til þess fallnir að ákveða hvernig fé þeirra er varið, jafnframt því sem það tryggir besta nýtingu þeirra pen- inga sem til ráðstöfunar eru. Það er undarleg árátta sumra að vilja hafa vit fyrir öðrum í tíma og ótíma og útþenslu ríkisbáknsins á undanförnum áratugum má að verulegu leyti rekja til þess hug- arfars. Framangreind orð breyta þó engu um það að skattheimta á rétt á sér til allra þeirra mörgu verkefna sem ríkisvaldið eitt getur leyst af hendi. Hins Vegar verður að gera þær kröfur að skattheimta sé eins réttlát og kostur er. Eitt er það við núgildandi skattakerfi sem Víkveiji á afar erfítt með að sætta sig við og það er sá mismun- ur sem gerður er á persónuaf- slætti heimavinnandi fólks og ann- arra, en eins og kunnugt er fær heimavinnandi fólk einungis 85% af persónuafslætti sínum yfírfærð- an til maka. Víkveija eru röksemd- imar fyrir þessu fyrirkomulagi hulin ráðgáta og fær ekki skilið að fólk þurfí minni tekjur til að komast af ef annað hjóna vinnur úti og hitt heima heldur en ef bæði eru útivinnandi. Því ætti í raun líklega að vera öfugt farið. Það er heldur ekki svo lítið talað um gildi þess að böm hafi foreldra heima í uppvextinum og mörg nútímavandamál em rakin til þess að foreldrar hafi ekki tíma til að sinna börnunum sem skyldi vegna lífsgæðakapphlaupsins. Að auki ætti það að líkindum að spara hinu opinbera fé vegna útgjalda til dag- heimilismála að annað foreldra sé heima og sinni börnunum. Víkveiji sagði í pistli þessum á laugardag að Strákagöng væru fyrstu jarðgöng í þágu land- samgangna hér á landi. Glöggur lesandi hringdi og benti á að að löngu fyrir daga Strákaganga, eða haustið 1948, voru fyrstu jarðgöng til samgöngubóta gerð í gegnum Arnardalshamar á leiðinni milli ísafjarðar og Súðavíkur. Arnar- dalshamarinn er blágrýtisgangur og liggur í sjó fram um 2 km inn- an við Arnardal. Sprengd voru 30 metra löng göng, 5 metrar á hæð og breidd, voru notuð um 900 kg af sprengiefni við framkvæmdirn- ar. Verkið var vandasamt því í þá daga vom ekki til tímastilltar sprengikveikjur. Verkstjóri við þessa frumraun í gangagerð var Charles Bjarnason, bróðir Matthí- asar alþingismanns. Nánar má lesa um göngin gegnum Arnar- dalshamar í Ársriti Sögufélags ísfirðinga 1990-91.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.