Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 3 Námaleyfi Kísiliðjunnar Akvarðanir teknar að loknum rannsóknum. JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra segir að ekkert nýtt eða óvænt hafi komið upp sem breyti þeim áformum að ljúka rannsóknum á Mývatni og taka síðan ákvörðun um framlengingu námaleyfis Kisiliðjunnar í vatninu. Forráðamenn Kísiliðjunnar hf. og Skútu- staðahrepps lýstu fyrir helgi áhyggjum sínum yfir þeirri óvissu sem ríkti um framtíð fyrirtækisins, en námaleyfi þess rennur út í lok mars á næsta ári, og vilja á nýjum stað í vatninu. Jón sagði að í marsmánuði síð- astliðnum, þegar námaleyfi Kísil- iðjunnar var síðast framlengt, hafi verið ákveðið, í góðu samráði við heimamenn í Mývatnssveit, að fara í ákveðnar rannsóknir á Mý- vatni og nýta til þess árið. Rann- sóknimar eru á vegum umhverfís- ráðuneytisins en með þátttöku iðn- aðarráðuneytisins. Tilgangur þeirra er að reyna að fylla í eyður sem talið var að væru í þeim rann- sóknum sem lagðar voru til grund- vallar fyrra áliti um áhrif Kísiliðj- unnar á Mývatn og lífríki þess, meðal annars áhrif setflutninga vegna námavinnslu fyrirtækisins. að veitt verði leyfi til kisilnáms Rannsóknir þessar standa nú yfír. Sagði ráðherra að því hefði verið lýst yfír að málið yrði tekið upp að ári og ekkert hefði komið fram sem breytti þeim áformum. Jón sagði að vissulega væri slæmt að þurfa að reka fyrirtæki upp á óvissa framtíð. Tilgangur rannsóknaráætlunarinnar væri einmitt sá að draga úr óvissunni. Ekki væri skynsamlegt að taka ákvarðanir um framtíð fyrirtækis- ins án traustrar undirstöðuþekk- ingar á því sem um væri að ræða og enginn akkur í því fyrir Mý- vetninga. Morgunblaöið/Ámi Sæberg Umferðarljós á Breiðholtsbraut við Seljaskóga Framkvæmdum við gatnamót Seljaskóla og Breið- holtsbrautar miðar vel, að sögn Sigurðar Skarphéð- inssonar gatnamálastjóra. Tenging niður í Amar- bakka um Stöng verður færð að gatnamótunum við Seljaskóga, þar sem sett verða upp umferðarljós. Borgarráð ákvað að flýta framkvæmdum við gatna- mótin en þar hafa óvenjulega mörg umferðarslys orðið og nú nýlega banaslys, að sögn gatnamála- stjóra. A næsta ári verður lagt hringtorg við Jaðars- el og sett upp umferðarljós á gatnamót ofar við Breiðholtsbraut um leið og gatan verður lengd að hesthúsunum í Víðidal. Alþingi tekur á ný tilstarfa Alþingi, 116. löggjafarþingið, kemur saman til fundar. kl 13.30 í dag. Hlé var gert á þingstörfum 18. síðasta mánaðar. Á þingfundi í dag verður frumvarpi til Qár- laga fyrir árið 1993 dreift. Á dagskrá Alþingis í dag er, auk atkvæðagreiðslna, áframhald 1. umræðu um fmmvarp Jóns Sig- urðssonar viðskiptaráðherra til samkeppnislaga. Einnig fmmvarp Ólafs G. Einarssonar menntamála- ráðherra um gagnkvæma viður- kenningu á menntun ríkisborgara í aðildarríkjum EES til starfsrétt- inda. Á þingfundi í dag verður frumvarp til fíárlaga fyrir árið 1993 lagt fram. Reglulegur samkomudagur Al- þingis er fyrsti dagur októbermán- aðar en samkomulag var gert milli þingflokka í vor um að 116. löggjaf- arþingið hæfíst fyrr, eða 17. ágúst, til að ræða samninginn um Evr- ópskt efnahagssvæði og fmmvörp sem flutt er í tengslum við hann. 18. september var gert hlé á störf- um þingsins til 6. október. Ráðgert hafði verið að Davíð Oddsson for- sætisráðherra flytti stefnuræðu rík- isstjórnarinnar í dag en vegna til- mæla þingflokka stjómarandstöðu er þeim ræðuflutningi frestað til mánudagsins 12. október. -----» » ♦----- Fíkniefnalögreglan 5 góðkunn- ingjar gripnir á Skúlagötu LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um ölvaðan ökumann á Skúlagötunni aðfaranótt mánu- dagsins. Er. lögreglan stöðvaði bíl mannsins kom í ljós að í bíln- um voru, auk hins ölvaða, fimm góðkunningjar fikniefnalögregl- unnar og við leit í bílnum fannst nokkuð af fíkniefnum. Fíkniefnin sem fundust vora tveir litlir pokar með hvítu dufti í sem talið var amfetamín og 10-15 grömm af hassi. Hinn ölvaði öku- maður og mennimir fímm vom færðir til yfírheyrslu en sóra allir af sér að eiga fíkniefnin. Málið er nú í rannsókn hjá fíkniefnalögregl* unni. Ert þú aö kaupa eöa selja fasteign? <► Gluggimi að Síðumúla 21 I glugganum að Síðumúla 21 kynnum við hverju sinni 400 eignir með litljósmyndum og ýtarlegum upplýsingum. Með þessu móti er hægt að nálgast þessar upplýsingar hvenær sem er, að nóttu sem degi. Þetta er einstök þjónusta sem kemur kaupendum og seljendum til góða (og er seljendum að kostnaðarlausu). EIGNAMIÐIIMN % - Abyrg þjónusta í áratugi S5 ;\/l t 6 /-90-9O SÍÐU ÍV'* U l./V 21 4--44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.