Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 45
Helgu ömmu eins og hún var jafnan kölluð til aðgreiningar frá öðum Helgum í fjölskyldunni er sárt saknað af ættingjum, vensla- fólki, bamabömum og langömmu- bömum. En ævidagurinn er orðinn langur og lúinn pílagrímur hvfldarþurfí. Því lofum við Guð fyrir liðinn dag og þökkum honum að við fengum að hafa hana svona lengi á meðal okkar. sigUry5rn Magnússon. Kveðja frá KFUK í Reykjavík Tíminn líður, árin renna sitt skeið. Kynslóðir kveðja og nýjar kynslóðir koma. Einstaklingar, sem náð hafa háum aldri hverfa hver á fætur öðmm. Fólk aldamótakyn- slóðarinnar. Sú kynslóð hefur lifað tvenna tímá og hefur gengið í gegn- um hinar mestu og ömstu breyting- ar, sem orðið hafa á högum ís- lensku þjóðarinnar. Lífsbaráttan var erfíð, unnið var hörðum höndum og barist var áfram af ótrúlegum dugnaði og þrautseigju. Höfuðið var borið hátt og gengið var fram af vinnusemi, ósérhlífni og trú- mennsku. Fólkið sýndi dug og kjark og tókst á við lífið af miklu æðm- leysi. í dag kveðjum við félagskonur í KFUK einmitt konu af þessari kyn- slóð. Hennar er minnst með virð- ingu og þökk fyrir öll sín störf í þágu KFUK. Félagið okkar fékk að njóta krafta Helgu í áranna rás. Hún bar hag KFUK fyrir bijósti og lagði sitt af mörkum því til eflingar. Ein- um og sér í lagi helgað ún sig að störfum fyrir basar KFUK og tók m.a. að sér formennsku basar- nefndar um ára skeið. Basarstörfín áttu hug hennar allan og hin síðari ár fylgdist hún grannt með öllum basarandirbúningi þó úr fjarlægð væri. Handunnir munir frá Helgu prýddu basar KFUK og var hand- bragð allt sem og frágangur eins og best verður á kosið og til fyrir- myndar. Hún tók þátt í starfínu af lífi og sál og gekk að hverju verki af stakri kostgæfni og alúð. Helga bar hag kristinnar trúar fyrir bijósti. Hún átti lifandi trú á kærleiksríkan Guð, sem birtist í Jesú Kristi frelsara manna. í KFUK uppbyggðist hún í þeirri trú, endur- nærðist og átti trúarsamfélag við aðrar konur. Trúin á Krist var henni allt og leiðarljós hennar í lífínu. Á kveðjustund þökkum við Helgu. Efst í huga er þakklæti til Guðs fyrir að hún fékk að starfa í þágu ríkis hans. Við þökkum Guði fyrir starf hennar í KFUK. Við þökkum Guði fyrir hana. Helga lagði líf sitt í hendur Guðs og fól sig honum. Hún hvílir í trú og fyrir trú hefur hún eignast hlut- deild í lífinu með Guði um eilífð alia. Guði séu þakkir, sem gefur sigur- inn fyrir Jesú Krist. Við sendum fjölskyldu Helgu innilegar samúðarkveðjur og megi blessun Guðs fylgja þeim. Stjóm KFUK í Reykjavík. ERFIDRYKKJUR seei H33ÓTXQ .8 H ÍDA<1UUUÍM QKUJHY.UOíiÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 45 GuðnýBjörk Sturlu- dóttír - Kveðjuorð Fædd 29. maí 1966 Dáin 25. september 1992 Á haustdögum kveðjum við æskuvinkonu okkar, Guðnýju frá Fossatúni, með söknuði. Á stundum sem þessari hafa fátækleg orð lítið að segja. í huga okkar lifa ekki aðeins minningar frá áhyggjulaus- um leikjum og uppátækjum á æsku- ámnum í sveitinni. Við teljum okk- ur hafa lært mikið af þeim styrk sem Guðný bjó yfír þrátt fyrir bar- áttu hennar við erfíð veikindi. Ávallt var hún tilbúin til að líta á björtu hliðar tilvemnnar og miðla okkur hinum af lífsgleði sinni. Sagt er að þeir deyi ungir sem guðirnir elska. Þegar ung kona er tekin frá þeim sem hún elskar trúum við því að hennar bíði æðri verkefni fyrir handan. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir. (T.G.) Við biðjum góðan guð að styrkja Hannes, Thelmu, Kára, foreldra og systkini. Ella Blöndal og Hanna Símonar. Við kynntumst Guðnýju fyrst fyrir tíu áram þegar þau Hannes fóm að vera saman. Síðan þá hafa leiðir okkar oft legið saman, þótt þau byggju á Akranesi en við í Hafnarfirði. Og ekki minnkaði samgangurinn þegar Hannes og Guðný fluttu að Mel við Andakílsárvirkjun og við fluttum á Akranes nokkm síðar. Það var alltaf tekið vel á móti okk- ur þegar við komum til þeirra að Mel, og oft var setið fram eftir nóttu og spjallað um allt milli him- ins og jarðar. Guðný var hörkudugleg og dæm- in um það em mörg, t.d. þegar hún átti Thelmu Sjöfn var hún í Fjöl- brautaskólanum á Akranesi, en hún lét það ekki aftra sér og hélt áfram námi og lauk stúdentsprófí. Fyrir þremur ámm fluttust Hannes og Guðný til Reykjavíkur, Guðný fór í háskólann í jarðfræði og Hannes í Tækniskólann og um svipað leyti keyptu þau hús í Mosfellsbæ sem þau unnu við þegar færi gafst. Það vildi þannig til að við fluttum aftur til Hafnarfjarðar þetta sama haust, þannig að okkar góða samband hélt áfram svo var það fyrir um það bil tveimur árum að við, og Hannes og Guðný ákváðum að stofna mat- arklúbb ásamt Hlöðver og Sigrúnu Ingu og Áslaugu og Magga. Við hittumst einu sinni í mánuði og borðuðum góðan mat og.dreyptum á eðalvínum. Við komum til með að sakna Guðnýjar sárt, því hún var góður vinur. En Guðný mun ekki gleym- ast því minningin um hana mun lifa með okkur um ókomna tíð. Elsku Hannes, Thelma og Kári, við vottum ykkur öllum okkar inni- legustu samúð. Siggi, Mæja, Ása, ívar og Nína. Heijast löndin heið og skær handan myrkra flóa, þar sem út um ás og grund ungar krónur glóa og ilmur vorsins aldrei dvín og aldrei festir snjóa. Engill vona! Viltu ei vinu minni fleyta yfir sortans svala haf og seglum öllum beita? Himinn myrkvast, minni bón máttu ekki neita! (Ólafur Jóhann Sigurðsson) Mig langar með nokkrum orðum að minnast vinkonu minnar, Guðnýjar Bjarkar Sturludóttur, sem lést hinn 25. september eftir hetju- lega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Guðný Björk var góð og traust vinkona, róleg en þó kát og glettin, föst fyrir og áreiðanleg. Hún lagði metnað sinn í að vera börnunum sínum góð móðir og oft ræddum við lengi um bömin okkar og upp- eldið. Hún var mjög dugleg og virt- ist. alltaf koma öllu í verk þrátt fyrir erfíð veikindi. Henni gekk vel í skólanum, hún hugsaði vel um heimili sitt og böm, prjónaði og saumaði auk þess sem hún vann af kappi í húsinu sem þau Hannes vom að byggja. Það verður tómlegt án Guðnýjar í saumaklúbbnum og leikhúsferðun- um og erfítt að geta ekki hringt eða kíkt í kaffí og spjallað. Það er sárt að sætta sig við að hún skuli deyja svona ung, frá börn- um sínum, eiginmanni og öllum framtíðaráformunum. En við sem þekktum hana emm ríkari á eftir og við gleymum henni ekki. Ég þakka vinkonu minni fyrir allt. Hannesi, Thelmu Sjöfn, Sigurði Kára, foreldrum og systkinum votta ég alla mína samúð. Ylfa. t Frænka okkar, PÁLÍNA GUÐRÚN ÞORGILSDÓTTIR frá Kleifárvöllum, sfðast til heimilis ■ Hátúni 10b, lést 1. október. Minningarathöfn verður í Fossvogskapellu föstudaginn 9. október kl. 13.30. Jarðað verður frá Fáskrúðarbakkakirkju 10. október kl. 17.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hansfna Þóra Gfsladóttir, Hansína Ósk Lárusdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MÖRTU EIRÍKSDÓTTUR, Ingiber M. Ólafsson, Eiríkur G. Ólafsson, Stefán Ólafsson, Sverrir Ólafsson, Hulda Ólafsdóttir, Jóhann E. Ólafsson, Albert Ólafsson, Reynir J. Ólafsson, Hjördís Ólafsdóttir, Ólafur M. Ólafsson, Miðtúni 1, Keflavík. Auður Brynjólfsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Herdís Hjörleifsdóttir, Hrönn Albertsdóttir, Sverrir Guðmundsson, Guðrún Einarsdóttir, Eygló Sörensen, Helga Ragnarsdóttir, Sigurður Karlsson, Sædís Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útför systur okkar, GUÐNÝJAR GUÐBRANDSDÓTTUR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, fer fram frá kapellunni í Fossvogi miðvikudaginn 7. október kl. 10.30. Systkini hinnar látnu. Móðursystir okkar, GUÐRÚN RUNÓLFSDÓTTIR, elliheimilinu Grund, verður jarðsungin frá Garðakirkju í Garðahverfi í dag, þriðjudaginn 6. október, kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Þórey Sumarliðadóttir. + Bróðir okkar, SKARPHÉÐINN KRISTBERGSSON múrari, Hátúni 10a, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 7. október kl. 15.00. . Elin Kristbergsdottir, Gunnar Kristbergsson. + Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÍNA (LÍNA) GUÐBJÖRNSDÓTTIR, Stigahlíð 2, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 8. október kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Dagvistun Sjálfsbjargar. Vithelm Kristinsson, Kristinn Vilhelmsson, Ólöf Vilhelmsdóttir, Björn Vilhelmsson, Gunnar Vilhelmsson, Hafliði Vilhelmsson, Sverrir Vilhelmsson, tengdabörn og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, RUNÓLFUR JÓN SIGURÐSSON, Skjólbraut 1a, Kópavogi, fyrrverandi bóndi í Húsavík, Strandasýslu, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 7. október kl. 13.30. Stefanía Grímsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR VALDIMARSDÓTTIR frá Hellissandi, Reynimel 90, Reykjavik, er lést 28. september, verður jarðsung- in frá Ingjaldshólskirkju, Hellissandi, laugardaginn 10. október kl. 13.00. Minningarathöfn fer fram frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 7. október kl. 13.30. Jóhanna Elíasdóttir, Elsa J. Eliasdóttir, Rín Elíasdóttir, Dagný Elíasdóttir, Valdimar Elíasson, Jón Steinn Elíasson, Björg Elíasdóttir, barnabörn og Kristján Alfonsson, Guðmundur Tómasson, Bjarni Egilsson, Ólafur B. Ólafsson, Guðrún Einarsdóttir, Laufey Eyjólfsdóttir, Róbert Óskarsson, barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, ÁSGEIR B. FRIÐJÓNSSON héraðsdómari, Hjallalandi 29, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 8. október 1992 kl. 13.30. Kolfinna Gunnarsdóttir, Gunnar Már Ásgeirsson, Friðjón Asgeirsson, Kolfinna Mjöll Ásgeirsdóttir, Áslaug Siggeirsdóttir, Friðjón Sigurðsson, Sigurður H. Friðjónsson, Jón G. Friðjónsson, Ingólfur Friðjónsson, Friðjón Örn Friðjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.