Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 53 Bókmenntir — hátíð, Frá Frá Sigurði H. Þorsteinssyni: Ég átti þess kost að heyra og lesa margt í sambandi við nýafstaðna bókmenntahátíð. Margt skemmtilegt og snjallt, en margt samt sem ég vil helst ekki gefa neitt heiti — og svo sprakk bomban. Virðisauka- skattur á menninguna eða hvað það nú er kallað. Ég ætla ekki að endur- taka hér allar þær nafngiftir sem heyrst hafa og sést, en aðeins að tjá mig um hvað hefír þyrlast um huga minn af þessu tilefni. Sú var tíðin að ég naut þess að kynnast séra Halvard Rieber-Mohn. Hann var einn af þessum fáu höf- undum sem ekki var hægt annað en hrífast af. Allt sem hann skrifaði og sagði í útvarpi eða sjónvarpi höfð- aði til mín og ég varð bókstaflega alæta á verk hans. Hann átti sjálfur í svo ríkum mæli þá vídd og skarp- skyggni, orðheppni og hnyttni, sem hann lýsir ef til vill manna best í bók sinni „En studie i sivilmot“. Þar er hann raunar að lýsa friðarsinna, Carl von Ossietzky. Miklum höf- undi, sem hafði samfélagsgagnrýn- ina að leiðarljósi í ritun sinni. Hann skrifaði í „Die Weltbuhne" í Þýska- landi millistríðsáranna, en hann var ritstjóri þess tímarits. Hann taldi réttarkerfíð þýska vera einhveija mestu hættu hins unga Weimar-lýð- veldis. Hann kom upp um yfirmenn hersins sem byggðu upp her og „varnir", langt umfram það sem hafði verið samið um í Versölum. Hann réðst gegn því að flugherinn væri byggður upp. Carl var friðar- sinni, en neitaði ekki herþjónustu, sem hann hafði gegnt á Vesturvíg- stöðvunum, í verkfræðingadeildinni. Það vildi þannig til að skrifstofumað- ur við verslun föður míns hafði verið í sömu deild, en fluttist til íslands eftir hildarleikinn. Carl von Ossietzky ákvað að hann ætti erindi við hernaðaröflin, sem reyndu að ná tökum á Weimarlýð- veldinu og því fátæklega lýðræði sem fékk að þróast þar. Hann var róttækur, en það átti ekkert skylt við skoðun kommúnista eða þjóð- legra sósíalista, réttara nefndir nas- istar. Maðurinn var sú einstæða manntegund, hægri róttæklingur. Þetta vakti athygli og það var sagt að skrif hans væru föðurlandssvik. En af hveiju datt mér þessi höfund- ur í hug í umræðunni um bók- menntahátíð og virðisaukaskatt af prenti hér uppi á íslandi? Þessi höfundur átti djörfung og penna sem hann þorði að beita. Hann var tekinn og dæmdur í f anga- búðir, þar sem sprautað var í hann berklum. Hann var einn af „Mýrar- hermönnunum“ í Papenburg-Est- erwegen og vann þar við steinburð með opna berkla. Thomas Mann, Albert Einstein og Karl Bart linntu ekki látum fyrr en hann fékk friðar- verðlaun Nóbels 1935. Þá upphófst sýndarmennska sem endaði með því að hann lést í sjúkrahúsi í Berlín í maí 1939, 49 ára gamall. En mál hans var tekið upp á ný. Pen-klúbburinn bað um endurskoð- un þess fyrir 60 árum í Þýskalandi, en dómurinn var upp á eitt og hálft Fæðingarheimili og fæðingardeild Frá Frá Hólmfríði Sigurðardóttur: í Morgunblaðinu hinn 5. septem- ber birtist frétt það sem fram kemur að loka eigi Fæðingarheimili Reykja- víkur síðustu mánuði ársins. Sá ótti ijölda kvenna um að Fæð- ingarheimilinu yrði um síðir lokað reyndist því ekki ástæðulaus þrátt fyrir fogur fyrirheit ráðamanna fyrr á árinu. Framkoma þeirra 1. apríl þegar fæðingarþjónusta var fyrir- varalaust stöðvuð á Fæðingarheimil- inu gaf reyndar smjörþefínn af því sem koma skyldi. Hvar eiga þessar 500 fæðingar, sem verið hafa á Fæðingarheimilinu á ári, að eiga sér stað? Á að fjölga fæðingarstofum og breyta aðstöðu á fæðingardeildinni f öllum niður- skurðinum eða eiga þær að fara fram í heimahúsum án þess að heilsu- gæsluþjónustan sé undir það búin? Er öryggi mæðra og barna tryggt ef bæta þarf fleiri fæðingum á starfsfólk fæðingardeildarinnar, þar sem álag er þegar of mikið? Er Drengja- reiðhjól hægt að leyfa sér að kasta á giæ því sérstæða uppbyggingarstarfi og þeirri reynslu sem starfsfólk Fæð- ingarheimilisins hefur aflað sér? Nei! Á síðasta ári voru lagðar 11 millj- ónir króna f endurbætur á húsnæði Fæðingarheimilisins. Það er ótrúlegt á niðurskurðartímum að loka eigi stofnun sem fengið hefur slíka and- litslyftingu. Hvað er orðið um alla hagsýnina, eru 11 milljónir ekki neitt í augum ráðamanna? Það hljóta flestir að gera sér grein fyrir því að bæði Fæðingarheimiiið og fæðingardeildin eiga rétt á sér. Það hlýtur að vera hægt að finna hagkvæma lausn án þess að leggja Fæðingarheimilið niður. Er það ekki hagur foreldra og starfsfólks beggja staðanna að rekstur Fæðingarheim- ilisins sé tryggður? Meðganga og fæðing eru enginn sjúkdómur. Fjöldi kvenna á lands- byggðinni fæðir til dæmis börn sín fjarri hátæknisjúkrahúsi. Tilheyra konur á Reykjavíkursvæðinu virki- lega það miklum áhættuhópi að þær verði allar að fæða á hátæknisjúkra- húsi? HÓLMFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Suðurvangi 17, Hafnarfírði. Frá Svo til nýtt drengjareiðhjól er í óskilum í Hlíðahverfi. Upplýsingar eru gefnar í síma 16880. LEIÐRÉTTING —— - — Hákon vantaði í frétt Morgunblaðsins um ráð- herraheimsókn menntamálaráð- herra, Ólafs G. Einarssonar, á Laugarvatn, datt niður nafn Há- kons Torfasonar, deildarstjóra byggingadeildar menntamálaráðu- neyti í myndatexta. Föðurnafn mis- ritaðist Föðurnafn brúðguma misritaðist undir brúðkaupsmynd frá ísafirði í blaðinu um helgina. Brúðhjónin voru Guðfínna Siguijónsdóttir og Máni Freysteinsson. Hlutaðeigend- ur eru beðnir velvirðingar á þessu. FJCHJDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐAHVERN VINNINGSHAFA 1. 5al5 3.436.240 2. 4a^« 92.686 169 7.568 3al5 6.088 490 Heildarvinningsupphaeð þessa viku: 11.876.080 kr. eða hvað? ár í fangabúðum. Án árangurs. Ann- ar Pen-klúbbur, sá norski, bað um upptöku málsins árið 1991 með þeim árangri að núverandi dómarar skoð- uðu málið að nýju. Þeir neituðu hins- vegar að breyta nokkru. „Það liggja ekki fyrir nein ný gögn eða atriði í málinu.“ Þannig stendur dómurinn óbreyttur um alla framtíð. Dóttir hans tók þátt í að reyna að fá dómn- um breytt á þeim forsendum að það hafi ekki verið hann sem var sekur um föðurlandssvik, heldur mennimir sem hann skrifaði um og tóku hann svo og dæmdu. Þetta reyndist ekki vera nýtt atriði í málinu sem helg- aði endurupptöku og nýjan dóm. Dettur nokkrum. í hug, að komist það í lög, jafnvel ekki nema reglu- gerð, að ekki sé talað um fjárlög, að taka skuli virðisaukaskatt af hug- verkum íslenskra rithöfunda, þá verði það aftur tekið. SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON Klúkuskóla, Laugarhóli, Bjamarfírði. Það sem er svo skemmtilegt við Lundby hornséfann er hvað hann er fallegur og þægilegur og hentar vel fyrir barnmargar fjölskyldur því hann er klæddur sterku vel vörðu leðri á slitflötum og svo er hann tU afgreiðslu strax í hvorki meira né minna en 13 leðurlitum svo allir ættu að fá þann lit sem hentar best hverjum og einum. Góð greiðslukjör. Visa Éuró raðgreiðslur eða Munalánsgreiðslur. Einnig gefum við vænan staðgreiðsluafslátt. BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199 Vinsælar ljósasamstæður á fjallabíla og jeppa Mikið birtusvið Ótrúlegt langdrægi 0 HEKLA TRAUST FYRIRTÆKI BÍLAVARAHLUTIR BRAUTARH0LTI 33 SÍMI 695650 695500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.