Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 Magnús Ver var ekki ánægður með tök sín á Húsafellshellunni, fannst hann ekki sjá nógu vel fram fyrir sig. En þegar hann ætlaði að laga tökin missti hann helluna og þar með rann sigur- inn úr greipum hans. Sterkasti maður heims Morgunblaðið/Þorkell Ted van den Parre fagnar gríðarlega þegar Ijóst var að hann var sterkasti maður heims 1992. Mistök kostuðu Magnús sigurinn MAGNÚS Ver Magnússon varð í 2. sæti I keppninni um titilinn sterkasti maður heims, sem lauk á Þingvöllum um helgina. Magn- ús, sem sigraði í keppninni í fyrra, hafði þriggja og hálfs stigs forskot fyrir síðasta daginn, en þegar upp var staðið varð hann stigi á eftir Hollendingum Ted van den Parre. Magnús varð í 7. sæti í fyrstu Fyrir síðustu greinina voru þeir greininni á laugardaginn, sem jafnir Magnús og Parre. Þá áttu fólst í því að halda öxi með útrétt- um örmum, og missti þarmeð af efsta sætinu. Hann náði því þó aftur með sigri í næstu grein. Þá dró hann 14 tonna Fokker frá Flugleiðum á tæplega 40 sekúnd- um. þeir að bera Húsafellshelluna, sem er 186 kg, eins langt og þeir gátu. Magnús fór á undan og þegar hann var hálfnaður í brautinni, ætlaði hann að hagræða hellunni, en missti hana og fór því ekki lengra. Van den Parre þurfti því aðeins að komast fram fyrir Magnús og tókst það, þótt ekki hafði munað miklu. „Ég ætlaði að laga helluna svo ég gæti séð hvert ég væri að fara, en missti hana fram,“ sagði Magnús. „Ég stóð í þeirri trú að hann færi á undan, vegna þess að ég hafði náð betri árangri. En það var hlutkesti sem réði rásröð- inni,“ sagði Magnús. Ted van den Parre sagði að það hefði engu breytt þótt hann hefði verið á undan. „Magnús átti í vandræðum með helluna og ég hugsa að ég hefði komist lengra." Van den Parre fékk um 660 þúsund krónur fyrir sigurinn. Magnús Ver og Jaimee Reeves frá Bretlandi, sem voru jafnir í 2. sæti, skiptu hinsvegar með sér 750 þúsundum. Breska sjónvarpsstöðin BBC gerði þátt um mótið og verður hann sýndur í jóladagskrá stöðv- arinnar og einnig í Ríkissjónvarp- inu. Landhelgisgæslan Þyrla sótti fót- brotinn fjall- göngumann LÖGREGLAN í Skagafirði óskaði aðstoðar Landhelgisgæslunnar á laugardag vegna manns sem hrapað hafði við Trippahymu sem er í fjallgarðinum milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Við fallið hafði maðurinn fótbrotnað. Þyrlan, TF-SIF, var send á stað- inn en aðstæður voru þannig að ógerlegt var að flytja manninn á börum af slysstað. Hifði þyrlan manninn upp og flaug með hann að sjúkrabíl sem staðsettur var nokkuð frá staðnum. Það var manninum síð- an ekið á sjúkrahúsið á Akureyri. ----» ♦ ♦ Þjódleikhúskjallariim Gestir í bið- röð útataðir í málningu GES'l'lK í biðröð fyrir utan Þjóð- leikhúskjallarann aðfararnótt sunnudagsins urðu fyrir barðinu á þremur tvítugum mönnum sem útötuðu þá í hvitri málningu. Sjálf- ir vom hinir tvítugu með málning- arslettur um sig alla en þeir vom mjög ölvaðir og fjarlægði lögregl- an þá af vettvangi. Gistu þeir fangageymslur lögreglunnar um nóttina. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar báru mennimir því við í skýrslutöku daginn eftir að hafa ver- ið á leið úr veislu í átt að Þjóðleikhú- skjallaranum er opin málningardós varð á vegi þeirra rétt við anddyri Kjallarans. Einn þeirra álpaðist með annan fótinn beint í dósina og festi hann þar. Við að reyna að losa sig sletti hann málningunni á sig og fé- laga sína. Því næst reyndu þeir inn- göngu á skemmtistaðinn. Rúss- skinnsfrakki konu einnar í biðröðinni skemmdist er málning klessist á hann og föt fleiri gesta urðu fyrir málningarslettum, málningarslettur voru í allt að 2ja metra hæð á vestur- gafli Þjóðleikhússins og eitthvað mun hafa borist inn á staðinn á skóm gesta sem í biðröðinni stóðu. Landssöfnun Kvennaathvarfs Ljóst að markmiðinu er náð — segir Valgerður Jónsdóttir framkvæmdasljóri söfnunarinnar AFRAKSTUR Landssöfnunar Kvennaathvarfs vegna kaupa á nýju húsnæði er nú þegar orðinn 11 mil\jónir og enn á eftir að bætast við söfnunarfé utan af landi. Valgerður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri söfnunarinn- ar, segir yóst að markmið Sam- taka um Kvennaathvarf um að safna 13.-14. miiyónum hafi náðst. Hún segir að aðstandend- ur söfnunarinnar séu mjög ánægðir með afraksturinn og þakklátir öllum þeim sem lagt hafi sitt af mörkum. Valgerður sagði að af þeim 11 milljónum sem komnar væru í hús væri lítið komið utan af landi. Send hefði verið 1 tala á hveija 34 íbúa á 70 stöðum og hefði salan víðast- hvar gengið mjög vel samkvæmt upplýsingum samtakanna. Fulltrú- ar í kvennfélögum ínnan Kvennfé- lagasambands íslands sáu um söfnunina útí á landi og vildi Val- gerður þakka þeim sérstaklega fyrir gott starf. Hún sagði að aðstandendur söfnunarinnar væru mjög ánægðir yfír því hvemig til hefði tekist, bæði með söfnunina og þá umfjöll- un sem Kvennaathvarfið hefði fengið í tengslum við hana. Dreift var bæklingum, m.a. um áhrif of- beldis á böm og yfirliti um starf- semi athvarfsins, og fjallað um starfsemi athvarfsins í fjölmiðlum. Valgerður hrósaði umfjöllun fjöl- miðla. Hún hefði verið málefnanleg og haft áhrif á ýmsar ranghug- myndir fólks um athvarfíð sem á FÉLAGSFUNDUR í Félagi leik- stjóra á íslandi haldinn 28. sept- ember sl. mótrnælir harðlega öllum áformum íslands um bókaskatt. _ I frétt frá leikstjórunum segir: „íslensk tunga og menning er það sem nærir Iíf þessarar þjóðar. Nú þegar samskipti þjóða verða æ nánari og menningarleg landa- 10 ára afmæli á þessu ári. Aðspurð sagði Valgerður að þegar væri búið að velja nýtt hús- næði og myndi gamla húsnæðið og íbúð, sem gamall maður ar- fleiddi samtökin að, ganga upp í kaupin. Þegar hafa samtökin feng- ið loforð um vinnuframlög í hús- inu, arkitekt hefur lofað að aðstoða við innréttingu þess og smiður við mæri eru að hverfa er afar brýnt að standa vörð um listræna frum- sköpun, fræðistörf og námsgagna- gerð á íslensku. Með skattlagningu bóka er vaxtarskilyrðum menning- ar okkar stefnt í hættu. Fyrirhug- aður bókaskattur mun leiða til verðhækkunar á bókum og hafa í för með sér samdrátt í bóksölu og koma hvað þyngst niður á skóla- fólki og heimilum þessa lands. smíðar. Þess má ennfremur geta að fjöldi sjálfboðaliða aðstoðaði við söfnunina. Valgerður sagði að ekki væri hægt að segja annað en söfnuninni hefði verið afar vel tekið af al- menningi og forsvarsmenn hennar væru mjög ánægðir með árangur- inn. Útgáfa metnaðarfullra bók- mennta sem seljast á löngum tíma mun dragast saman eða falla nið- ur. Fyrirsjáanlegt er að útgáfa t.a.m. leikrita, ljóða og sígildra verka muni leggjast af. Við skorum á alþingismenn og ríkisstjóm að hverfa frá öllum hugmyndum um að leggja virðis- aukaskatt á bóka- og útgáfustarf- semi.“ Félag' leikstjóra mótmælir fyrirhuguðum bókaskatti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.