Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 SERIBUÐIRISETBERGSHLI SYNINGARVIKA Við eigum enn nokkrar 2 og 4 herbergja íbúðir í þessu glæsilega húsi á þessum frábæra útsýnis- stað. Nú er sérstök sýningar- og kynningarvika þar sem fullbúin séríbúð er til sýnis. Allar frekari upplýsingar veita sölumenn SH Verktaka og auk þess er hægt að fá upplýsingar sendar í pósti. SH VERKTAKAR STAPAHRAUNI4, HAFNARFIRÐI, SÍMI 652221 a) FA5T6IGNASALA VITASTÍG 13 2ja herb. Þangbakki. Falleg ein- staklíb. ca 40 fm fm á 7. hæð. Góð lán óhv. Fallegt ústsýni. Stórar svalir. Verð 4,5-4,6 millj. Næfurás. Falleg 2ja herb. rúmg. rúmg. íb. á 1. hæð ca 80 fm. Góðar svalir. Falleg sameign. Laus. Verð 6,7 mitlj. Hraunbær. 2ja herb. falleg íb. á 2. hæð 55 fm. Nýjar innr. Suöursv. Fallegt útsýni. V. 5,5 m. 3ja herb. Kjarrhóimi. 3jaherb. falleg íb. 75 fm é 1. hæð. Sérþvherb. í Ib. Suðursv. Góð samaign. Verð 6,3-6,5 miltj. Eyjabakki. 3ja herb. falleg íb. á 1. hæð. 60 fm. Góð lán áhv. Falleg sameign. V. 6,0 m. Meðaihoit. 3ja herb. góð íb. á 1. hæð auk herb. í kj. Laus. Breiðvangur. 3ja herb. góð íb. á 1. hæð 115 fm auk 25 fm bílsk. Góð lán áhv. Kleppsvegur. 3ja herb. falleg ib. 84 fm á 2. hæð í lyftubl. Suðursv. Parket. Nýl. gler. Verð 7,0 millj. Seilugrandi. 3ja herb. ib. á tveimur hæðum 87 fm auk bíl- skýlis. Stórar svalir. Góð lán áhv. Austurberg. 3ja herb. fal- leg Ib. 78 fm á 4. hæð auk bílsk. Suðursvalir. Góð lán éhv. Verð 7,5 millj. 4ra herb. og stærri Skaftahlfð. Neðri sérhæð 137 fm auk 25 fm bílsk. Suöursv. Parket. Verð 10,5 millj. ilfi Flókagata. Sérl. falleg sér- hæð á 1. hæð um 1f5 fm auk 26 fm bfisk. Glæsil. garður. Nýjar innr. Hulduland. 5-6 herb. falleg íb. 120 fm á 2. hæð auk bílsk. Suðursv. Húsið allt nýviög. Skipti mögul. á minni íb. í sama hverfi. Verð 10,5 millj. Einbýli — raðhús Langholtsvegur. Fallegt raðh. é þramur hæðum ca 235 fm rrVinnb. bflsk. Fallegurgarður. Víðilundur. Einbhúsáeinni hæð 125 fm auk 40 fm bilsk. Suðurgarður. Góð lán áhv. Ákv. sala. Kársnesbraut. Glæsil. einbhús á tveimur hæðum 157 fm auk 33 fm bílsk. innr. f sérfl. Fréb. útsýni. Góö lán áhv. Jórusel. Einbhús á þremur hæðum 305 fm auk bilsk. Mögu- leiki á sérib. á jarðhæð ca 80 fm. Góð lán áhv. Hlíðarvegur. Fallegt elnb- hús é einni og hélfri hæð, 242 fm auk 30 fm bílsk. Fallegt út- sýni. Suðurgarður. Makaskipti mögul. á mlnni elgn. Hæðarsel. Glæsil. einbhús á tveimur hæðum 221 fm. Falleg- ar innr. Parket. Arinn í stofu. Fallegt útsýni. Rúmg. bílsk. Makaskiptí mögul. á minni eign. Hjallabrekka. Glæsllegt 2ja íbúða hús 212 fm. Gðð 2ja herb. íb. ca 60 fm á 1. hæðm. sórinng. Glæsil. garðstofa á tveimur hæöum. Fallegt útsýnl. FÉLAG liFASTEIGNASALA Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 77410. Lucia di Lammermoor Tónlist Jón Ásgeirsson Óperan Lucia di Lammermoor, eftir Gaetano Donizetti, var frum- sýnd í íslensku óperunni sl. föstu- dag og er það 23. verkefni óper- unnar á rúmum tíu árum en það fyrsta undir framkvæmdastjórn Ölafar Kolbrúnar Harðardóttur. Tónlistin í óperunni Lucia di Lammermoor er eins konar samantekt á því lagferli sem ein- kenndi ítölsku óperuna á fyrri hluta 19. aldar og þar í flokki fremstur var Donizetti og síðar Verdi, sérstaklega í fyrstu óperun- um. Sexundarstökk og ýmsar umvendingar á þríhljómnum, ásamt mikilli notkun krómatískra víxlnótna á móti einfaldri hljóm- skipan, einkennir stíl Donizettis, sem er hreinn og ákaflega vel gerður til söngs. Bæði Donizetti og Verdi kunnu þá list að spinna upp fallegar línur, sem einnig bjuggu yfir leikrænni merkingu, þannig að söngvarinn gat, ásamt því að sýna söngsnilli sína, túlkað hugarástand persónunnar og leik- ræna framvindu verksins í gegn- um sönginn einan og oftlega var hlutverk hljómsveitarinnar því varla meira en að styðja þar við sem þurfti. Margar þessar óperur eru ekki hvað síst vinsælar fyrir það, að í túlkun og söng gefst söngsnillingum stórkostleg tæki- færi til að sýna snilli sína. Hlutverk Luciu er mjög erfitt og þar fer Sigrún Hjálmtýsdóttir á kostum og vinnur glæsilegan listasigur. Það sem vantaði á í ein- staka tóntaki markar svo lítið, að segja má að hún hafí skilað hlut- verkinu lýtalausu og ekki aðeins það, heldur með þvílíkum glæsi- brag, að hún hefur skipað sér stöðu, sem ein af bestu söngkonum okkar íslendinga. Leikurinn, sem í hlutverki Luciu, skiptist á milli ástaratriða, átaka við bróðurinn og síðast birtist í sturlun hennar, var mjög vel mótaður. Bergþór Pálsson fór með hlut- verk hins miskunnarlausa bróður (Enrico), sem með hatri sínu og eigingirni hrindir af stað þeim at- burðum er leiða til dauða elskend- anna. Bergþór söng hlutverk Enricos af öryggi en helst til af of miklum ofsa í upphafi. Bældur ofsi getur oft verið áhrifameiri en að hann sé oftúlkaður. Þrátt fyrir þetta var hatur Enricos sannfær- andi í túlkun Bergþórs og sérstak- lega er hann reynir að þvinga Luciu til að giftast Artúro. Sá sem endanlega fær Luciu til að láta undan er presturinn og sálusorgari Luciu, Raimondo, sem Sigurður Steingrímsson söng. Þetta er fyrsta hlutverk Sigurðar og var söngur hans mjög fallega framfærður, sérstaklega í atrið- inu, er honum tekst að sannfæra Luciu. í upphafi þriðja þáttar, þeg- ar presturinn kemur inn og til- kynnir um morðið á Artúro og að Lucia hafí missti vitið, vantaði Sigurð það þrumandi raddafl, sem hefði hæft þessum áhrifamikla vendipunkti óperunnar. Þrátt fyrir þetta söng Sigurður mjög fallega sitt hlutverk. Hann hefur sannar- lega góða rödd og alla burði til að verða frábær óperusöngvari, með aukinni reynslu í átökum við fleiri hlutverk. Með þessu hlut- verki hefur hann markað sér brautina framundan. Gestur sýningarinnar var Tito Beltran í hlutverki elskhugans, Edgardo. Beltran er ungur söngv- ari og hefur þegar getið sér gott orð, enda efni í góðan söngvara. Þrátt fyrir ungan aldur var upp- færsla hans faglega vel unnin og auðheyrt að hann hafði fengið góða skólun hjá Svíum. Hlutverk Edgardo, eins og Luciu, skiptist í Gaetano Donizetti þrennt. Það er fyrst ást hans á , Luciu, hefndarheit hans við ætt hennar, sem blandast saman í síð- asta þætti við sorg hans, er hann j fréttir að Lucia sé látin. Söngur Beltran í síðasta atriði óperunnar var, ásamt geðveikisatriðinu hjá j Luciu, einn af hápunktum óper- unnar og þar sýndi þessi ungi söngvari, að hann er líklegur til stórra verka. Leikur hans og túlk- un var mjög góð og þrátt fyrir að enn vanti nokkra mýkt í rödd hans, var söngur hans glæsilegur. í öðrum hlutverkum voru; Signý Sæmundsdóttir í hlutverki Alisu, sem hún skilaði mjög vel, Sigurður Björnsson sem Artúro og Sigurjón Jóhannesson sem Normanno, en þeir stóðu sig þokkalega en ekki að öllu leyti án smá mistaka, hver i á sinn hátt. Kórinn var, eins og ávallt áður, mjög góður en í þess- ari óperu mæðir mest á karlakóm- um. Kórstjórinn var að þessu sinni ungur hljómsveitarstjóri, Gunn- steinn Ólafsson, sem nýlega hefur INGA ÞÓREY Myndlist Eiríkur Þorláksson Það er ekki oft sem stærðfræði- líkingar verða ráðandi þáttur í verkum myndlistarmanna, enda oft ranglega litið á stærðfræði sem raunvísindagrein, sem sé fjarri daglegu lífí fólks. Þeir eru færri sem átta sig á möguleikum þessar- ar huglægu greinar, sem er grund- völlurinn að flestu því sem snertir hið daglega líf okkar, jafnt mynd- listarinnar sem annarra hluta. Þetta kom upp í hugann þegar litið var inn á sýningu ungrar lista- konu, Ingu Þóreyjar Jóhannsdótt- ur, í Gallerí einn einn við Skóla- vörðustíg. Inga Þórey sýndi síðast í FÍM-salnum fyrir rúmum tveimur árum, og var þar á ferðinni með stór málverk, unnin út frá náttúr- unni, en með þungum, uppstilltum formum, þannig að fyrirmyndirnar voru einangraðar í umhverfi sínu. Síðustu sýn- ingardagar Sýningu Guðbjargar Lindar í Ný- höfn, Hafnarstræti 18, lýkur mið- vikudaginn 7. október. A sýning- unni eru olíumálverk unnin á síð- ustu tveimur árum. Sýningin er opin fyá kl. 12-18. Fréttatilkynning Nú er listakonan hins vegar að takast á við aðra hluti, því hún hefur gefið þessari sýningu yfír- skriftina „Totologia" eða málverk um mengi. Þó ekki sé rétt að hætta sér langt inn á þessar brautir í umræð- unni, þá geta mengi auðvitað náð yfír fleira en tölur, og þetta not- færir listakonan sér þegar hún segir í sýningarskrá: „Pensilfar sem er saumur sem er textíll sem er strigi sem er þetta málverk; þannig er málverkið í raun ekkert annað en mengi yfir öll þau pensil- för sem eru lögð í það. Þegar þessi hugsun hefur verið lögð til grund- vallar í útfærslu verkanna, fylgir innihaldið eftir. Þar getur að líta ýmis stærðfræðitákn, sem er rað- að saman í mismunandi mynstur í fletinum í hinum ýmsu verkum. Listakonan lýsir þessu ferli á eftirfarandi hátt: „Krossar sem eru tvö pensilför sem eru tvær lín- ur sem eru tvö lög sem eru plús mínus eða margföldun sem er partur af mengi sem er þetta málverk. Hér leiðir hvað af öðru, þar til verkinu er lokið. Hugmyndin á bak við þessa list- sýn er þannig góðra gjalda verð, en því miður hefur ekki reynst eins auðvelt að útfæra hana á myndrænan hátt í verkunum sjálf- um. Táknin eru mynduð úr einföld- um formum, sem minna um margt á lyfjahylki, og virðast oft fljóta tilviljunarkennt ofan á litfletinum, fremur en að vera þáttur í verk- inu. Inga Þórey notar mest kraftmikla liti, t.d. dumbrauða, Inga Þórey Jóhannsdóttir gula og bláa. í sumum verkanna nær hún að byggja með þeim upp markvissa ímynd, t.d. í „Whattime is Love (KLF)“ (nr. 3) og í „Án titils“ (nr. 7), en í öðrum er þetta ekki eins markvisst. Það er eðlilegt að ungt listafólk leyti ýmissa leiða í verkum sinum og takist á við fjölbreytt viðfangs- efni út frá mismunandi sjónar- hornum. Inga Þórey hefur á þess- ari sýningu og þeirri síðustu tekist á við ólíka hluti og ólíkar stærðir í verkum og táknmyndum, og er eðlilegt að álykta að hún muni halda því áfram enn um sinn þar til hún finnur þau viðfangsefni og það myndmál, sem henni fellur best. Það þarf kjark til að stunda myndlist, og ungt listafólk verður að vera duglegt að sýna verk sín til að þau nái að þróast áfram. Sýningu Ingu Þóreyjar Jó- hannsdóttur í Gallerí einn einn við Skólavörðustíg lýkur fímmtudag- inn 8. október. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.