Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 A ÞRIÐJA HUNDRAÐ FERST.I FLUGSLYSI I HOLLANDI Áttatíu íbúðir eyðilögðust er þotan skall á húsunum 701 af eldsneyti umborð ívélinni Amsterdam. Reuter. SVORTU kassarnir svonefndu sem geyma upplýsingar um flug ísraelsku júmbóþotunnar voru ófundnir í gærkvöldi en talið er að þeir kunni að leysa ráðgátuna um hvað olli slysinu. Þotan var af gerðinni Boeing 747-200F og um borð voru 114 tonn af vörum og 70 tonn af elds- neyti er hún fór í loftið í Amster- dam áleiðis tii Tel Aviv í ísrael. Þriggja manna áhöfn var á þot- unni, Isaac Fuchs flugstjóri, Arnon Ohed flugmaður og flugvélstjórinn Gedelye Sofr. Einn farþegi var um borð, Anat Solomon, eiginkona öryggisvarðar hjá E1 Al. Þotan aldrei bilað Þotan var smíðuð árið 1979 og hafði verið vel við haldið. Aldrei hafði orðið biiun í henni en í lok júní sl. hafði hún farið í 9.873 flug- ferðir og verið 44.000 stundir á flugi. Sérfræðingar frá hollenskum og ísraelskum flugmálayfírvöldum hófu rannsókn á slysstað í fyrra- kvöld og í gær komu til liðs við þá fulltrúar frá Boeing-verksmiðj- unum og Pratt & Whitney-verk- smiðjunum sem framleiddu hreyfla þotunnar. Amsterdam. Reuter, The Daily Telegraph, frá Reyni Þór Finnbogasyni og Kristínu Waage. BOEING 747-200F flutningaþota frá ísraelska flugfélaginu E1 A1 brotlenti klukkan 17.36 að íslenskum tíma í Bijlmer, sem er úthverfi suðaustur af Amsterdam, aðallega byggt efnaminni innflytjendum. Vélin hafði fimmtán mínútum áður lagt af stað til Tel Aviv frá Schip- hol-flugvelli, hlaðin 114 tonnum af ýmsum varningi s.s. rafmagnstækj- um og snyrtivörum, og tilkynnt um eld í tveimur hreyflum nokkrum mínútum eftir flugtak. Hreyflamir fundust í gærmorgun í vatni í um tuttugu kílómetra fjarlægð frá slysstaðnum. Flugstjóri þotunnar reyndi að snúa við til flugvallarins en komst ekki alla leið. Risaþotan skall niður á milli tveggja níu hæða íbúðarbiokka; 80 íbúðir gjöreyði- lögðust og þrjátíu metra breitt skarð myndaðist á milli blokkanna, sem strax urðu alelda. Ekki er enn vitað með vissu hversu margir létu lífið í slysinu en í gærkvöldi var óttast að tala látinna væri hugs- anlega í kringum 250. Þriggja manna áhöfn og einn farþegi var í vélinni og létu allir lífið. Fjöldi slasaðra sem flytja þurfti á sjúkrahús í gær var einungis á þriðja tug, sem strax þótti benda til að mann- fall hefði verið gífurlega mikið. Bart Jordaan, 33 ára Hollending- ur sem var á leið til Bijlmer frá Haag ásamt konu sinni og Iitlu bami er þotan nánast strauk bifreið hans lýsti atburðinum þannig: „Ég gat ekki trúað þessu. Þetta er nokkuð sem maður sér bara í kvikmyndum en býst ekki við að sjá í raunveruleik- anum. Við sáum vélina koma svíf- andi í nokkurri fjarlægð og konan mín taldi sig sjá reykstrók aftan úr stélinu. Við erum vön að sjá vélar flúga lágt hér um slóðir þar sem þetta er í aðflugslínu að Schiphol en þessi vél virtist nánast hiksta í loftinu. Okkur tii hryllings snerist nef vélarinnar allt í einu niður á við og tveir stórir hlutir, sem gætu hafa verið hreyflamir, duttu af henni, nánast eins og í mynd sem sýnd er hægt. Við vorum á litlum fáförnum vegi svo að við gátum ekið út af undir eins. Þá sáum við vélina skella á blokkunum . . . Ég mun aldrei geta gleymt þessu. Mín fyrstu við- brögð voru að bruna í burtu eins hratt og ég gat.“ Forðuðu sér úr eldhafinu íbúar blokkanna reyndu að forða sér úr alelda byggingunum eins og best þeir gátu strax eftir slysið. Tugir manna stukku út um glugga og ofan af svölum til að bjarga sér úr eldhafinu og létu margir þeirra lífíð. Konu einni rétt tókst að bjarga sérog tveimur bömum sínum. Eldur- inn var byijaður að læsa sig um íbúðina og flestar hurðir voru læst- ar. Hún var stödd í eldhúsinu með syni sínum og dóttur og tókst ásamt drengnum að komast þaðan út. Dótt- irin, sem varð eftir í eldhúsinu, hróp- aði á hjálp en eldurinn kom í veg fyrir að móðirinn kæmist til hennar. Henni tókst þó að komast út úr íbúð- inni og þá tókst litlu stúlkunni einn- ig að komast út á einhvern ótrúleg- an hátt. Stukku þau öll þijú út um glugga. Ibúi í blokk beint á móti slysstaðn- um sagði að það sem hann mundi helst var ekki það sem hann hefði séð heldur það sem hann hefði heyrt. Fjöldi fólks, mörg hundruð að því er honum fannst, hrópuðu í angist sinni í örskamma stund. Þá dóu kvalarópin út, fólkið var brunnið inni. Annar taldi fyrst að jarð- skjálfti hefði orðið er byggingin skókst með miklum drunum. Þegar hann hljóp út sá hann hvað hafði gerst. „Jesús, Jesús, Jesús, var það eina sem ég gat sagt,“ sagði hann. Mikið um innbrot í öngþveitinu Um leið og fréttir bárust af slys- inu flykktist fjöldi fólks að úr öllum áttum og tafði það fyrir starfi lög- reglu og slökkviliðs. Var því þeim tilmælum beint til fólks í gegnum fjölmiðla að það héldi sig í burtu frá slysstaðnum og_ lögreglan lokaði af stóru svæði. í öngþveitinu sem myndaðist var mikið um að brotist væri inn í verslunarmiðstöðvar jafnt sem yfirgefnar íbúðir og greipar látnar sópa enda nánast allt lög- reglulið borgarinnar önnum kafíð vegna flugslyssins. Þá var einnig meira um innbrot í miðborg Amster- dam en venjulega. Eldur og sprengihætta hamlaði öllu björgunarstarfi fyrstu klukku- stundirnar. Við áreksturinn varð sprenging í gasleiðslum en inntakið í blokkimar tvær var staðsett á milli þeirra, einmitt þar sem flugvélin skall á. Það var ekki fyrr en um klukkan tíu að staðartíma, níu að íslenskum tíma, sem slökkvilið gat farið inn í blokkirnar til að leita að fórnarlömbum. Þá þótti ljóst að ekki væri nokkur lengur á lífi og ákveðið að fresta aðgerðum til mánudags- morguns. Leit hófst aftur um leið og birti en ljóst þykir að það muni taka marga daga að finna öll lík undir rústunum. Stór hluti blokk- anna er hruninn og hætta talin á að þær geti fallið alveg saman. Þá gerir það yfirvöldum mun erfíðara fyrir að áætla manntjón að talið er að töluvert hafi verið um ólöglega innflytjendur í blokkunum og því ekki vitað með vissu hversu margir bjuggu þar í raun. Þotan splundraðist algjörlega við áreksturinn og sögðu sjónarvottar á staðnum að stærstu hlutarnir, sem fundist hefðu úr henni, væru á stærð við ferðatösku. í tveimur íþróttahúsum í hverfinu var strax sett upp neyðarmóttaka fyrir þá sem misst höfðu heimili sín, sjónarvotta og örvæntingarfulla ætt- ingja sem biðu fregna af sínum nán- ustu. Þegar leið á nóttina voru heim- ilislausar fjölskyldur fluttar á ná- læga herstöð. Þetta er fyrsta meiriháttar flug- slysið í Hollandi og Schiphol-flug- völlurinn er almennt talinn vera einn sá öruggasti í heimi. Var það meðal annars þess vegna sem leyfi var gefíð fyrir bygginga háhýsa í svo skammri fjarlægð frá flugvellinum. Mörg þúsund manns búa í Bijlmer- hverfinu, flestir þeirra í háreistum blokkum. AÐDRAGANDI FLUGSLYSSINS Rúmlega 250 manns fórust er Boeing 747-200F þota frá ísraelska flugfélaginu El Ai brot- lenti á fjölbýlishúsum i úthverfi í 10 km fjarlægð frá Amsterdam 1) Vélin. með þriggja manna áhöfn og einn farþega leggur af stað frá Schiphol flugvelli til Tel Aviv kl. 17.22 2) Klukkan 17.32 er sent ut " neyðarkall og tilkynnt um bruna i tveimur hreyflum 3) Tveir hreyflar detta af vél- " inni í vatn skammt frá Naarden eftir að hún hefur snúið við til flugvallarins 4) Fjórum mínútum síðar brotiendir vélínátveímur níu hæða fjöl- býlishúsum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.