Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 39 Afmæli Alexander Stefánsson fv. ráðherra, Olafsvík í dag, 6. október, er Alexander Stefánsson fv. félagsmálaráðherra 70 ára, og í tilefni þessara merku tímamóta í lífi hans sendi ég honum og hans stóru fjölskyldu innilegar hamingjuóskir. Alexander sem er Snæfellingur og það mikil Snæfellingur í þess orðs bestu merkingu, í móðurætt ættaður frá Ólafsvík en í föðurætt ættaður frá Hjarðarfelli í Mikla- holtshreppi. Alexander ber sterk einkenni Hjarðarfellsættar. En sú ætt er þekkt fyrir skap- festu, metnað og fyrst og síðast dugnað og samviskusemi. Þessi ættarfylgja hefur gert honum kleift að takast á við stórhuga verkefni og sigrast á flestum torfærum. Mér var sagt að Alexander hafi verið frækinn íþróttagarpur á yngri árum og þykir mér það meira en trúlegt að hann hefur gengið að hverju verkefni sem sönnum íþróttaanda kappsfullur og ákveðinn að ná settu marki. Alexander nam við Héraðskólann á Laugarvatni og síðan Samvinnu- skólann 1942-1944. En að námi loknu tóku við ýmis störf í Ólafsvík m.a. sem kaupfélagsstjóri við Kaup- félagið Dagsbrún en síðar störf hjá Ólafsvíkurhreppi, lengst af sveitar- stjóri og oddviti. Það má segja að varla sé minnst á Ólafsvík án þess að nafn Alexand- ers beri á góma um leið, því fjöl- breytt störf hans blasa alls staðar við og í gamni og alvöru hefur bærinn oft verið kenndur við nafn hans, enda er Alexander stoltur af bænum sínum og þegar hann segir heim í Ólafsvík er sérstakur hreim- ur væntumþykju í röddinni. Ýmis trúnaðarstörf á vettvangi sveitarstjómar hlóðust snemma á herðar hans bæði hér á Vesturlandi og víða, Alexander var m.a. í stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga í fjölda ára, í stjóm Hafnarsambands sveitarfélaga og á sama tíma gegndi hann mörgum trúnaðar- störfum fyrir Framsóknarflokkinn. Árið 1978 var Alexander kjörinn á þing en áður hafði hann verið varaþingmaður. Alexander vann mikið starf á Alþingi og var svip- mikill þingmaður og barðist fyrir mörgum framfaramálum. í ríkis- stjóm Steingríms Hermannssonar 1983 varð hann svo félagsmálaráð- herra. Það má segja með sanni að fáir hafi verið jafngjörkunnugir þeim málefnum sem það ráðuneyti hefur innanborðs en Alexander og naut hann sín vel sem ráðherra og kom í framkvæmd m.a. breytingum á húsnæðismálalöggjöfinni og breytingum á sveitarstjórnarlögum sem mörkuðu viss tímamót í sögu sveitarfélaganna. Fátt eitt hefur verið talið upp af verkum Alexand- ers hér sem vert væri að þakka. Ekkert hefur þó verið mikilvæg- ara í hans lífi en sú mikla gæfa sem hann hefur notið í einkalífi. Þvi hefur hann ekki verið einn og „bjarglaus" á gifturíkri vegferð. I hálfa öld hefur kona hans, Björg Finnbogadóttir, staðið við hlið hans og stutt í blíðu og stríðu. Stjómað stóru og einstaklega myndarlegu heimili og ekki látið sig muna um að eiga sex börn sem öll eru löngu orðið fulltíða fólk en þau em Finn- bogi héraðsdómari í Hafnarfírði kvæntur Sigríði Halldórsdóttur og eiga þau þrjú börn, Svanhildur flug- freyja gift Marinó Sveinssyni þau eiga tvö böm, þá kemur Stefán bif- vélavirki, kvæntur Lailu Michaels- dóttur, þeirra böm era fjögur. Lára Alda starfar á Landspítalanum gift Þórði Ólafssyni, þau eiga þijú böm. Öm Alexander er skipstjóri kvænt- ur Aðalheiði Eiríksdóttur, þau eiga fjögur börn og yngstur er Atli kenn- ari og forseti bæjarstjómar í Ólafs- vík kvæntur Elfu Ármannsdóttur, þeirra böm era þijú. Bamabama- bömin em orðin fímm svo af þess- ari upptalningu má sjá að fjölskyld- an er orðin stór og dæmigerð fyrir Alexander því hann er stór í hugsun á öllum sviðum. Þrátt fyrir að sjötíu ár sé nokkur aldur og mörg þung störf að baki er kempan Alexander léttur og glæsilegur á velli enn sem fyrr og gamla keppnisskapið bregst honum ekki. Eg óska Alexander, Björgu og afkomendum öllum allra heilla og blessunar á þessum tímamótum um leið og ég þakka fyrir vináttu og tryggð í minn garð. Ingibjörg Pálmadóttir. Alexander og Björg taka á móti gestum í félagsheimilinu á Klifí á laugardaginn kemur, 10. þ.m., kl. 17-19. ...síðasta HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐID! ★ Vilt þú margfalda lestrarhraöann og bæta eftirtektina? ★ Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? ★ Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér allt nám með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? ★ Vilt þú ná betri árangri á prófum og með bættri tækni? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax á sfðasta námskeið ársins sem hefst miðvikudaginn 21. október. Skráning í síma 641091. HRAÐLESTRARSKOLINN ...við ábyrgjumst að þú nærð árangri! E 1978 - 1992 CI MIÐAVERÐ AÐEINS KR. 600 DREGIÐ VERÐUR 9. 0KTÓBER HJARTAVERND SÍMI 013755 ÁRATUGA RANNSÓKNIR 00 FORVARNIR í ÞÍNA ÞÁGU 1. VINNINGUR: Til íbúðarkaupa kr. 1.500.000 2. VINNINGUR: Lancer langbakur m. aldrif árg. 1993 kr. 1.400.000 15 SKATTFRJALSIR VINNINGAR AD VERDMÆTI KR. 9.000.000 Með stuðningi frá: Sparisjóöur Reykjavíkurog nágrenras
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.