Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 Rússland á krossgötum RJÚKANDIRÚST eftirÞorvald Gylfason Nú, þegar tjaldið er fallið í kommúnistaríkjunum fyrrverandi í Austur-Evrópu og efnahags- ástandið þar blasir við öllum þeim, sem hafa hug á að kynna sér það, er fróðlegt að litast um á þessum slóðum. Hagfræðingar frá Vestur- löndum flykkjast nú austur á bóg- inn til að fræðast um ástand og horfur þar austur frá. Ég var í Rússlandi og Lettlandi við fyrirlestrahald part úr síðast- liðnu sumri vegna væntanlegrar útkomu bókar, sem ég hef skrifað ásamt tveim félögum mínum, norskum prófessor í Ósló og sænskum prófessor og þingmanni í Stokkhólmi. Bókin er eins konar inngangur að hagfræði handa Austur-Evrópuþjóðum og kemur út á sex tungumálum í senn: ensku, lettnesku, litháísku, norsku, pólsku og rússnesku. Bók- in kann einnig að eiga erindi við ýmsa hér heima og kemur út í íslenzkri þýðingu eftir Helga Skúla Kjartansson sagnfræðing á næsta ári. Hvað um það, í þessari grein og tveim öðrum að auki langar mig að segja lesendum Morgun- blaðsins frá ýmsu af því, sem fyr- ir augu mín og eyru bar þar eystra, og frá ástandinu þar. I. „Við munum grafa ykkur!“ Skoðum forsöguna fyrst. Fyrir nokkrum árum var það algeng skoðun meðal hagfræðinga og annarra á Vesturlöndum, að þjóð- artekjur á mann í Sovétríkjunum fyrrverandi væru um það bil helm- ingur af þjóðartekjum á mann í Bandaríkjunum. Margir gengu út frá þessu sem sjálfsögðum hlut. Tölumar voru sóttar í smiðju bandarísku leyniþjónustunnar (CLA) meðal annars og studdust jafnframt við opinberar hagtölur Sovétstjómarinnar, auk þess sem ýmsir hagfræðingar lögðu hönd á plóg. Hermálaútgjöld Sovétmanna vom til dæmis talin vera um helm- ingi hærra hlutfall af þjóðarfram- leiðslu þeirra en hermálaútgjöld Bandaríkjamanna, þannig að heildarútgjöld til hermála í dollur- um vom talin vera svipuð í löndun- um tveim. Af þessu þóttust menn geta ráðið, að hemaðarstyrkur stórveldanna tveggja væri sam- bærilegur og annað eftir því. Þetta var þó ekki allt, því að þar að auki var hagvöxtur yfirleitt talinn vera meiri í Sovétríkjunum en í Bandaríkjunum. Lærðir menn spáðu því árið 1975, að Sovétmenn fæm fram úr Bandaríkjamönnum í þjóðarframleiðslu skömmu eftir árið 2000. Það var einmitt þetta, sem Nikita Krústsjov, aðalritari Kommúnistaflokksins, átti við, þegar hann sagði 1956: „Við mun- um grafa ykkur!“ Um þessa spádóma er hægt að lesa í ýmsum hagfræðikennslu- bókum allt fram á síðustu ár. Þjóðarframleiðsla á mann í Sovét- ríkjunum 1985 var tæplega helm- ingur af þjóðarframleiðslu á mann í Bandaríkjunum samkvæmt opin- berum hagtölum þá. Margir trúðu þessu. Munurinn á lífslgörum í Austur- og Vestur-Evrópu var tal- inn vera enn minni. n. Önnur mynd Og nú er tjaldið fallið, og allt önnur mynd blasir við. Það er komið í ljós, að gömlu tölumar, sem hver át eftir öðrum, voru al- rangar. Þjóðartekjur á mann í Sovétríkjunum fyrrverandi em ekki nema brot af því, sem áður var talið. Lífskjör almennings þar era miklu verri en flesta óraði fyrir. Framleiðsla hefur að vísu dreg- izt saman um þriðjung eða þar um bil í ölduróti síðustu missera, en sá samdráttur er samt ekki nema lítill hluti skýringarinnar á því, hvers vegna efnahagslíf Rúss- lands og annarra Austur-Evrópu- landa nú er nánast eins og ijúk- andi rúst. Það er þvert á móti bersýnilegt nú, að efnahagslíf þessara landa hefur verið í niðum- íðslu áram og áratugum saman. Ofboðsleg sóun hefur átt sér stað fyrir tilstilli framstæðra og heimskulegra hagstjómarhátta, sem stönguðust á við skynsamlega hagfræði og heilbrigða skynsemi, en vora verkfæri í höndum spilltr- ar valdastéttar, sem makaði krók- inn á kostnað almennings í krafti einræðis og lögregluvalds. Þessi ógegnd hélt áfram að hlaða utan á sig, þangað til hagkerfíð hrandi undan eigin þunga. Þetta gat ekki endað öðravísi. Hversu miklar era þjóðartekjur á mann í Rússlandi nú, þegar upp er staðið? Því er ekki auðvelt að svara, þar eð engar áreiðanlegar upplýsingar eru til um það á þessu stigi. Skynsamlegar ágizkanir spanna breitt bil. Engum dettur þó í hug að halda því fram leng- ur, að Rússar séu hálfdrættingar á við Bandaríkjamenn; ef svo væri, væra þjóðartekjur Rússa nálægt 10.000 dolluram á mann á ári. Margir hagfræðingar telja nær að halda, að þjóðartekjur Rússa nú séu sambærilegar við Brasilíu og Mexíkó eða á bilinu 2.000 til 3.000 dollarar á mann á ári. Rúss- neskir háskólahagfræðingar, sem ég hitti í Moskvu, gizka á enn lægri tekjur eða 1.200 til 1.500 dollara á mann. Ég trúi þeim bezt. Við eram því ekki að tala um helm- ing, heldur sextánda part af þjóð- Þorvaldur Gylfason „Þessi ógegnd hélt áfram að hlaða utan á sig, þangað til hagkerf- ið hrundi undan eigin þunga. Þetta gat ekki endað öðruvísi.“ artekjum á mann í Ameríku og Evrópu eða þar um bil. Tökum dæmi. Prófessor í Moskvu hefur 20 dollara í mánað- arlaun við núverandi gengi rúbl- unnar eða tæplega 1.100 íslenzkar krónur. Genginu kann að vísu að skeika nokkuð frá réttu lagi, en þó varla mjög veralega, enda er nokkum veginn frjáls gjaldeyris- markaður við lýði í Rússlandi nú. Tii samanburðar hefur prófess- or í Kampölu um 50 dollara í mánaðarlaun og prófessor í Kalk- úttu 250 dollara. Takið eftir þessu: jafnvel þótt rétt gengi rúblunnar væri fímm sinnum hærra en nú- verandi gengisskráning gefur til kynna, væri rússneskur prófessor miðja vegu á milli Úgöndu og Ind- lands. III. Magn og gæði Hér þarf að vísu að hyggja að því, að prófessorar, læknar, verk- fræðingar og aðrar langskóla- gengnar starfsstéttir hafa talsvert lægri laun en strætisvagnabflstjór- ar og verkamenn í Rússlandi, en hinir síðar nefndu búa engu að síður líka við sultarlaun. Jafnvel þótt ýmsum launþegum takist að drýgja mánaðarlaun sín veralega (sumir læknar aka leigubíl á kvöld- in til dæmis), búa þeir langflestir við alvarlegan skort. Maturinn er afleitur. Þjónusta er lítil og léleg. Hús og tæki era illa byggð og úr sér gengin. Níu af hveijum tíu þorpum og bæjum í Sovétríkjunum fyrrverandi era án rennandi vatns og 29 af hveijum 30 án skolpræsa. Það er að vísu rétt, að verð á flestum vöram er lágt í Rúss- landi, margfalt lægra en við eigum að venjast. En margt af því, sem Rússar geta fengið fyrir miklu lægra verð en við, er líka marg- falt minna og verra, bæði að magni og gæðum. Þetta á við um mat, bíla og húsnæði og einnig um menntun og læknishjálp. Það er til að mynda ein milljón hagfræðinga í Rússlandi, en með því er átt við þá, sem hafa lokið háskólaprófi í þeirri grein að loknu fímm ára námi. Það, sem þeir lærðu, er þó lítils virði og kemur þeim og öðram að litlu eða engu haldi í því markaðshagkerfí, sem Rússar era nú að reyna að reisa á rústum kommúnismans. Svipaða sögu er að segja um marga aðra þætti menntunar í landinu og einnig um heilbrigðis- þjónustu. Margir spítalar hafa hvorki lyf né lffsnauðsynleg tæki; sumir þeirra hafa ekki einu sinni rennandi vatn. Höfundur erprófessor í hagfræði við Háskóla íslands. Titringur í Herj ólfi Helgi Hálfdanarson Veðurfregnir Notalega brá mér, þegar ég heyrði veðurfregnir lesnar í útvarp í morgun, og blessað staðarfallið var allt í einu kom- ið til valda með sinn rammís- lenzka svip. Veðri var lýst á hveijum stað þannig að sagt var: Görðum, Hellu og Hæli, en ekki með hvumleiðu nefni- falli: Garðar, Hella og Hæll, eins og furðu lengi hefur tíðk- azt. Þá er það ekki síður fagnað- areftii að vera laus við það sérkennilega málbragð að segja skip statt á sextíu og tveimur gráðum norður. Þetta er líkast því að segja að Kefla- vík sé á fimmtíu og fjórum kílómetrum frá Reykjavík, sem allir fínna að nær engri átt. Keflavík er fimmtíu og fjóra kílómetra. suður frá Reykjavík (ef svo mælist). Og eins er skipið sextíu og tvær gráður norður frá miðbaug. Fyrir nokkrum árum hafði undirritaður orð á þessu í stuttri blaðagrein, en ekki varð honum að ósk sinni um breyt- ingu. I grein þeirri var höfundur aldrei þessu vant að senda þeim tóninn sem öðram fremur hafa orð fyrir oss á opinberum vettvangi. Kvartað var undan því, að þar yrðu þeir öðram til fyrirmyndar, sem nota fomafn annarrar persónu, þú, sem óákveðið fomafn, þeir sem beita viðbjóðslegri skildagatíð í staðinn fyrir yndislegan við- tengingarhátt, þeir sem að ófyrirsynju hafa eintöluorð í fleirtölu eða fleirtöluorð í ein- tölu, þeir sem misþyrma for- nöfnunum hver, hvor, sinn, annar, hvortveggi og báðir, þeir sem setja persónufomafn í stað afturbeygðs fomafns, og yfírleitt þeir sem búa til enskar setningar úr íslenzkum orðum. Þar var hins vegar sérstak- lega til nefndur einn flokkur manna meðal þeirra sem mjög væra til fyrirmyndar um mál- far í fjölmiðlum, og það var starfsfólk Veðurstofu Islands, enda talið til tíðinda ef á þeim bæ heyrðist annað en heilsug- ott mál, hraustleg og tilgerðar- laus íslenzka vel búin til allra veðra. Þeim mun meiri furðu vekti þessi ágalli á tungutaki manna þar í sveit. En nú virð- ist þeirri mæðu af létt góðu heilli. Ýmsir kalla þess oftar getið sem miður fer um íslenzkt mál. Þeim mun fremur er ástæða til að fagna því, þegar þjóðtungan styrkir stöðu sína, þótt í smáu sé. eftir Bárð Hafsteinsson Vegna fréttar á baksíðu Morgun- blaðsins sl. fimmtudag um titring í M/s Heijólfi og umræðu í fjölmiðlum að undanfömu um skipið, vill Skipa- tækni hf., til að fyrirbyggja út- breiddan misskilning, koma eftirfar- andi á framfæri: Eftirlit og verkhönnun ekki í höndum Skipatækni hf. Eins og áður hefur komið fram, var Skipatækni hf. falið að hanna 70,5 metra feiju fyrir Heijólf hf. og gerð smíðalýsingar. Auk þess var Skipatækni hf. falið að sjá um útboð á smíði feijunnar. Skipatækni hf. kom hins vegar aldrei nálægt verk- hönnun feijunnar né eftirliti með framkvæmd smíðinnar á smíðatíma skipsins. Ástæðan er sú, að Skipa- tækni hf. var að hálfu smíðanefndar meinað að vinna að verkhönnun feij- unnar. í fundargerð smíðanefndar- innar frá 17. mars 1991 segir orð- rétt: „Staðfest var fyrri afstaða nefndarmanna sem bókuð er í fund- argerð 12. fundar, sem er í þá veru að Skipatækni hf. lyki við smíðalýs- ingu, en sú skipasmíðastöð, sem samið yrði við, verkhannaði skipið, og að óeðlilegt yrði talið að Skipa- tækni hf. ynni að því verki sem undirverktaki." Öll verkhönnun feij- unnar var því í höndum erlendra aðila og ekkert samráð haft við Skipatækni hf. um það verk, Smíða- nefndin réði til sín tvo ráðgjafa, þá Jón B. Hafsteinsson skipaverkfræð- ing í Reykjavík og Ólaf Friðriksson skipatæknifræðing í Vestmannaeyj- um, og önnuðust þessir aðilar alla tæknilega ráðgjöf og eftirlit með framkvæmd verksins á smíðatíman- um. Þegar aðalhönnuðir era útilokaðir frá því að taka að sér verkhönnun þeirra mannvirkja, sem þeir hafa hannað og gert lýsingar af, er hætta á að ýmislegt geti farið úrskeiðis við verkhönnunina. Það getur hæg- lega komið fyrir, að þær lausnir sem fyrir valinu verða fullnægi ekki þeim kröfum sem lágu að baki ákvæðum smíðalýsingar. Skipatækni hf. benti smíðanefnd feijunnar ítrekað á þessa hættu, en ekkert mark var tekið á þeim ráðleggingum. Nú liggur fyrir að vikið hefur verið frá ýmsum ákvæðum smíða- lýsingarinnar. Þessi frávik hafa haft áhrif á eiginleika skipsins og era afleiðingar þeirra Skipatækni hf. alls óviðkomandi. Skipatækni hf. telur ekkert hafa komið fram, sem gefí tilefni til full- yrðinga um meint mistök Skipa- tækni hf. við hönnun skipsins. Vandamál vegna titrings Fram hefur komið í fjölmiðlum að í Heijólfí sé óeðlilegur titringur í brú og einum farþegasal skipsins. Skipatækni hf. hefur ekki átt þess kost að kynna sér málið, né þær niðurstöður sem nú liggja fyrir eftir mælingar Siglingamálastofriunar ríkisins. Þó virðist af fréttum að dæma að titringur sé meiri en eðli- legt getur talist. í útboðsgögnum og smíðalýsingu Skipatækni hf. fyrir Heijólf eru ströng ákvæði um titrings- og háv- aðamörk í skipinu. Einnig eru ákvæði þess efnis að sérstök titr- ingsprófun („exciter test“) og mæl- ingar fari fram á skipinu eftir sjó- setningu þess og þegar stál- og ál- uppbyggingu skipsins er að mestu lokið. Við slíka prófun er notaður sérstakur búnaður til að framkalla titring í skipinu yfír ákveðið tíðni- svið. Mælipunktar eru síðan á víð og dreif um skipsskrokkinn, þannig að fram kemur góð mynd af eigin- Bárður Hafsteinsson „Þegar aðalhönnuðir eru útilokaðir frá því að taka að sér verk- hönnun þeirra mann- virkja, sem þeir hafa hannað og gert lýsingar af, er hætta á að ýmis- legt geti farið úrskeiðis við verkhönnunina.“ tíðni einstakra skipshluta. Ef titr- ingurinn mælist yfír ákveðnum mörkum eða er mikill á óæskilegum stöðum í skipinu, er enn tækifæri til að koma við sérstökum ráðstöfun- um í þeim tilgangi að breyta eigin- tíðni viðkomandi skipshluta. Þrátt fyrir skýr ákvæði í smíðalýsingu um slíka prófun var hún aldrei fram- kvæmd. Einnig eru ákvæði í smíðalýsingu 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.