Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 32
Morgunblaðið/Rúnar Þór Hannes Bjarnason vélstjóri og vélvirki fylgist með þegar verið var að hífa einn hluta af svokölluðu Malavískipi um borð í flutningaskip, en hann fer utan og aðstoðar við að setja skipið saman við Malavívatn þar sem það verður notað til rannsókna. Slippstöðin Fyrra Malavískipið flutt utan í fjórum pörtum SMÍÐI á fyrra skipinu af tveim- ur sem Slippstöðin hefur annast fyrir Malavímenn fyrir milli- göngu Þróunarsamvinnustofn- unar íslands er nú lokið og var það afhent stofnuninni formlega í gær. Verður það flutt utan í fjórum hluturn og sett saman við Malavívatn þar sem það verður notað til rannsókna. Skipshlutunum verður umskipað í Reykjavík, en þaðan verða þeir fluttir til Hamborgar. Þá liggur leiðin til Dar es Salaam höfuðborg- ar Tansaníu og loks tekur við flutn- ingur inn í landið, hátt á annað þúsund kílómetra leið að Malaví- vatni. Þegar þangað verður komið um mánaðamótin nóvember-des- ember næstkomandi verður skipið sett saman við vatnið og við það verk verða til aðstoðar einn fulltrúi Slippstöðvarinnar og annar frá Þróunarsamvinnustofnun íslands. Um er að ræða 40—50 tonna bát sem verður notaður til rann- sókna á vatninu og sagði Bjöm Dagbjartsson framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar ís- lands að þær væru hluti af stóru verkefni er varðaði betri nýtingu fískistofna vatnsins. Þá væri einnig gert ráð fyrir að á næstu 5 árum yrði fiskifræðingur við störf á þess- um slóðum í alls tvö ár, en ekki væri búið að fastsetja nákvæmlega hvenær af því yrði. Smíði skipanna er að meirihluta fjármögnuð af Norræna þróunar- sjóðnum, en að nokkru leyti er það framlag Þróunarsamvinnustofnun- ar Islands. Seinna skipið, sem er fiskiskip, verður afhent í maí á næsta ári. Fimm óhöpp í umferð- inni o g allmikil ölvun ERILSAMT var um helgina hjá lögreglunni á Akureyri, fimm óhöpp urðu í umferðinni, ölvun var allmikil og nokkuð um slagsmál í kjölfar- ið og fengu nokkrir að gista fangageymslur en aðrir voru fluttir skrám- aðir á slysadeild. Laust eftir hádegi á laugardag varð árekstur á milli bifreiðar og óskráðs létts bifhjóls á Eyjafjarðar- braut móts við blómaskálann Vín. Hjólinu ók 13 ára gamall réttinda- laus unglingur og kvartaði hann eft- ir áreksturinn um meiðsli í fæti og mjöðm. Var hann fluttur á slysa- deild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri, hann reyndist óbrotinn en talsvert marinn. Þá var tilkynnt um þrjá bíla sem rispaðir höfðu verið með eggjajárni, tveir þeirra stóðu við Eyralandsveg og var búið að rispa alla hægri hlið bílanna og bifreið sem stóð við Vana- byggð var rispuð á frambretti. Ekki hefur verið upplýst hver eða hveijir voru að verki, að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri. Um kvöldmatarleyti á laugardag var ökumaður bifreiðar stöðvaður á 160 kílómetra hraða á þjóðveginum í Glæsibæjarhreppi, á móts við Ein- arsstaði. Að sögn varðstjóra voru skilyrði til aksturs slæm þar sem myrkur var og þoka. Var ökumaður- inn sviptur ökuleyfi. Annar ökumað- ur var stöðvaður á 121 kílómetra hraða skammt frá Steinsstöðum í Öxnadal. Þá hafði lögregla afskipti af manni nokkrum er lá slasaður á Ráðhústorgi, var hann með skurð á höfði en gat ekki skýrt tildrög þess. Var maðurinn fluttur til aðhlynning- ar á slysadeild. Akureyrarkirkja * I athugun að fá „kirkju- bíl“ til að flytja bömin BARNASTARFIÐ í Akureyrarkirkju hófst síðastliðinn sunnudag og verður kl. 11 alla sunnudagsmorgna í vetur. Til athugunar er nú að fá sérstaka rútu, „kirkjubíl", til að flylja börnin sem lengst eiga að fara, en þangað til að því verður vænta prestamir þess að foreldrar aki bömum sem fjærst búa frá kirkjunni í sunnudagaskólann. Einnig er talið æskilegt að foreldrar eða eldri systkini fylgi yngri börnunum. Sunnudagaskólinn hefst að jafn- aði í kirkjunni, en einnig verður Safnaðarheimilið notað eftir því sem þörf krefur eða þegar ástæða þykir til að skipta hópnum eftir verkefnum eða aldri barnanna. Stefnt er að því að hafa fjölskyldu- guðsþjónustur í Akureyrarkirkju einu sinni i mánuði og verða þá eldri sem yngri hafðir saman í kirkjunni til að byrja með en bömin síðan færð í Safnaðarheimilið þar sem þau Sjávarútvegsráðherra Grænhöfðaeyja í opinberri heimsókn Líklegt að nýtt rannsóknaskip verði smíðað hiá Slippstöðinni fá viðfangsefni og fræðslu við sitt hæfi. Barnakór er að hefja starf við kirkjuna undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur. Þá hefur ungt fólk verið ráðið til aðstoðar í bamastarf- inu, en prestarnir hvetja foreldra til að fylgja börnum og hjálpa einnig til við starfið. I Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju er nú stór hópur unglinga sem hitt- ist reglulega í Kapellunni á sunnu- dögum og tók hluti þeirra þátt í móti í Vatnaskógi nýlega. Mikið starf fer nú fram í Safnað- arheimilinu alla daga vikunnar. Auk fastra félaga kirkjunnar hafa nokkur félagasamtök þar reglulega fundi og nokkuð er um myndlistarsýningar og ráðstefnur og þykir aðstaðan ein- staklega góð til þeirra hluta. (Úr fréttatilkynningu) LÍKLEGT er talið að hjá Slippstöðinni á Akureyri verði smíðað rann- sóknarskip fyrir íbúa Grænhöfðaeyja, en þá bráðvantar slíkt skip til að stunda rannsóknir í hafinu umhverfis eyjamar. Þá hafa þeir óskað eftir áframhaldandi samvinnu við íslendinga við uppbyggingu sjávarút- vegs síns og einnig hefur komið fram fyrirspurn um aðstoð íslend- inga við að útvega lánsfé vegna smíði 30 plastbáta. Sjávarútvegsráðherra Græn- á Grænhöfðaeyjum við eflingu sjáv- höfðaeyja, Helena Vieira Semedo, ásamt fylgdarliði hefur verið í opin- berri heimsókn á íslandi í boði Þor- steins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra, en íslendingar hafa i rúman áratug átt samvinnu við stjórnvöld Innbrot í leikhús BROTIST var inn í Samkomuhús- ið á Akureyri um helgina, engu var stolið en nokkrar skemmdir hlutust af. Tilkynnt var um innbrotið kl. 8.40 á laugardagsmorgun. Farið hafði verið inn um opnanlegan glugga á vesturhlið hússins og þá var brotin upp hurð í húsinu þannig að nokkrar skemmdir hlutust af þessu innbroti, en við athugun kom í ljós að engu hafði verið stolið. Þá var lögreglu tilkynnt á sunnu- dag um að 25 rörum, sem nota átti í staura, hefði verið stolið frá Mið- húsastíg. Ekki er vitað hveijir voru að verki. arútvegs þar. Á árunum 1981 til 1989 var þróunarsamvinna íslands og Grænhöfðaeyja einkum fólgin í því að kanna möguleika á nýtingu vannýttra fiskistofna auk hafrann- sókna og markaðsathugana. Síðan hefur aðaláherslan verið lögð á ha- frannsóknir og endurskipulagningu sjávarútvegs Grænhöfðaeyja og er nú í undirbúningi fimm ára áætlun um alhliða uppbyggingu sjávarút- vegs Grænhöfðaeyja og vinnur Þró- unarsamvinnustofnun íslands með heimamönnum að þeim undirbún- ingi. Sjávarútvegsráðherra Græn- höfðaeyja kom til Akureyrar á laug- ardag og skoðaði þar starfsemi Út- gerðarfélags Akureyringa og Slipp- stöðvarinnar auk þess að heimsækja verksmiðju Sæplast á Dalvík. Þá brá ráðherra sér um borð í frystitogann Sléttbak og skoðaði hann. Að sögn Bjöms Dagbjartssonar framkvæmdastjóra Þróunarsam- vinnustofnunar íslands er ekkert rannsóknarskip til í eigu íbúa Græn- Morgunblaðið/Rúnar Þór Femando Fereira, staðgengill sendiherra Islands á Grænhöfðaeyjum með aðsetur í Hollandi, Helena Vieira Semedo, sjávarútvegsráðherra, Fernanda Duarte, framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Pescave, og Artur Correia, forstjóri Hafrannsókna- og þróunarstofnunar Græn- höfðaeyja. höfðaeyja og bráðvantar þá slíkt skip. Meginósk þeirra varðandi að- stoð íslendinga var í þá veru að hjálpa til við að eignast slíkt skip og er þá verið að ræða um nánast eins skip og smíðað hefur verið í Slippstöðinni fyrir Malavímenn. Bjöm sagði að vel hefði verið tekið i þessa ósk sjávarútvegsráðherra Grænhöfðaeyja, en formlegar ákvarðanir ekki verið teknar. Þá kom einnig fram að mikið vanti á að þróun sjávarútvegs þar sé jafn langt komin og hér á landi og kynnti ráðherra sér m.a. starfsemi Fisk- veiðasjóðs íslands í því augnamiði að leita þar fyrirmyndar varðandi aðstoð við útgerðarmenn á eyjunum við að eignast skip. Loks kom fram í heimsókninni vilji til að kaupa héð- an 30 plastbáta, 4—5 tonn að stærð og var rætt um hvortjslendingar gætu hugsanlega orðið'milligöngu- menn varðandi útvegun íjármagns til smíðinnar. Bjöm sagði að reynt yrði að verða við þessari ósk. Biðu í þok- unni eft- ir hjálp LEIT að tveimur 10 ára göml- um stúlkum var undirbúin á laugardagskvöld, en stúlk- urnar komu fram rétt í þann mund er hjálparsveitarmenn voru að hefja leitina. Að sögn varðstjóra lögregl- unnar var tilkynnt kl. 19.15 á laugardagskvöld um að tvær 10 ára gamlar stúlkur væru týnd- ar. Þær höfðu farið í fjallgöngu upp í Hlíðarfjall eftir hádegið og voru ekki komnar til baka fyrir myrkur. Hjól þeirra fund- ust við Borgarsíðu þar sem þær höfðu lagt af stað og var haft samband við Hjálparsveit skáta og undirbúningur fyrir leit var hafinn. Um það bil sem leit var að hefjast komu stúlkumar í leit- irnar, en ættingjar þeirra sem farið höfðu af stað til að skima eftir þeim fundu þær óhultar. Myrkur var og þoka og höfðu stúlkurnar ákveðið að bíða þess að hjálp bærist í stað þess að vafra um villtar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.