Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDÁGUR 6. OKTÓBER 1992 Vörpuðu eld- sprengjum á Sarajevo SJÖ manns að minnsta kosti létu lífíð í hörðum eld- sprengjuárásum Serba á Sarajevo í gær, auk þess sem kviknaði í fjölbýlishúsi og hót- eli. Slökkviliðsstjóri borgar- innar, Kenan Slinic, sagði: „Þetta er versti dagurinn frá því í maí, þegar kviknaði í 17 húsum samtímis." Rauði krossinn í Genf sagði, að hinar stríðandi fylkingar í Bosníu, Serbar, Króatar og múslimar, hefðu samþykkt að skiptast á föngum í októberlok. Hins vegar leit ekki vel út fyrir friðarumleitunum Sameinuðu þjóðanna og Evrópubanda- lagsins, þar sem Serbar hót- uðu að draga sig út úr viðræð- unum, ef Sameinuðu þjóðirnar stæðu fast á kröfu um að setja flugbann á serbneskar her- flugvélar. Fjórir kapp- ræðufundir George Bush forseti og demó- kratinn Bill Clinton halda fyrsta kappræðufund sinn í borginni St. Louis á sunnu- daginn kemur og hefur Ross Perot, þriðja frambjóðandan- um til forsetaembættisins í Bandaríkjunum, verið boðin þátttaka. Starfsfólk Bush til- kynnti, að fram færu þrír kappræðufundir, sem sjón- varpað yrði um öll Bandaríkin, auk eins kappræðufundar varaforsetaefnanna. Ætlunin er að allir þessir fundir fari fram á aðeins níu dögum. Reuter Slegið til Kohls á sam- einingardegi Þjóðverjar minntust þess á laugardag, að tvö ár eru lið- in síðan þýsku ríkin samein- uðust en árásir nýnasista á flóttafólk þóttu skyggja á hátíðarhöldin. Víða notaði fólk daginn til að mótmæla uppgangi öfgaafla og frammámenn lögðu áherslu á, að koma yrði í veg fyrir athæfí nýnasista og jafnvel banna samtök þeirra. Helm- ut Kohl kanslari var um daginn í Schwerin í aust- urhlutanum en þar tókst einhverjum óvildarmanni hans að komast framhjá öryggisvörðunum og slá til hans. Hér sést hann bera fyrir sig hendurnar eftir höggið, sem honum varð ekki meint af. Búist við hörðum átökum á þingi breska Ihaldsflokksins London. Reuter. ÓVISSAN um stefnu bresku stjómarinnar í Evrópu- og efnahagsmál- um og óánægja bresks almennings með John Major forsætisráð- herra olli því, að gengi sterlingspundsins gagnvart þýsku marki lækkaði verulega í gær. Er gengi pundsins nú 19% lægra gagnvart markinu en það var áður en ókyrrðin hófst á gjaldeyrismörkuðun- um. Flokksþing íhaldsflokksins hefst í Brighton í dag og er búist við, að það verði stormasamt. Fyrir aðeins skömmu töldu flest- ir, að flokksþingið yrði eins konar fagnaðar- eða sigurhátíð vegna kosningaúrslitanna i vor en þess í stað gengur flokkurinn klofínn til þess og samkvæmt skoðanakönn- unum telur aðeins þriðjungur kjós- enda, að Major standi sig vel í starfí. Þá þykja deilur bresku ráð- herranna og forsvarsmanna þýska seðlabankans ekki hafa aukið hróð- ur ríkisstjórnarinnar og orðið til að herða á kröfum um afsögn Nor- mans Lamonts fjármálaráðherra. Þátttaka Breta í Gengissam- starfí Evrópu, ERM, var einn af homsteinunum í efnahagsstefnu Majors og það var því mikið áfall þegar hann neyddist til að hætta því. Telja margir, að hann muni reyna að bæta um fyrir sér með því að lækka vexti en orðrómur um það hefur aftur þrýst á enn frekari lækkun pundsins. Samt er búist við, að hann muni tilkynna á flokks- þinginu um hálfs prósentustigs vaxtalækkun og vextirnir verði komnir í átta prósent um áramót. Búist er við, að flokksþing íhaldsflokksins verði sögulegt og andstæðingar Maastricht-samn- ingsins um nánara samstaf Evr- ópuríkjanna hafa haft uppi stór orð að undanförnu. Það gefur þeim líka byr undir báða vængi, að sam- kvæmt skoðanakönnun, sem birt var í dagblaðinu Times í gær, eru tveir þriðju Breta andvígir honum. v Dýrt skriffinnskubákn baggi á friðargæslu Spíllíng og sóun sögð dragbítur á starf SÞ New York. Frá Huga Ólafssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SÓUN, spilling, skortur á eftirliti og gífurleg yfirbygging eru Sam- einuðu þjópunum erfiður fjötur um fót á sama tíma og samktökin standa í víðamestu verkefnum í sögu sinni. Þetta er niðurstaða ítar- legrar úttektar blaðsins The Washington Post á stofnuninni, þar sem meðal annars er stuðst við ummæli óánægða innanbúðarmanna. Meðal þeirra sem gagnrýna stofnunina er sjálfur framkvæmdastjór- inn, Boutros Boutros-Ghali, sem hefur stokkað mikið upp í æðstu sijórn SÞ og segist munu gera róttækar breytingar. Sameinuðu þjóðimar hafa líklega aldrei verið jafn mikið í sviðljósinu og nú, þegar umfangsmikil friðar- gæsluverkefni standa yfír í fjórum heimsálfum og stórveldin virðast tilbúin til að gefa samtökunum stórt hlutverk í nýrri heimsmynd í lok kalda strlðsins. Nær daglega berast fréttir af baráttu gæsluliða við að tryggja flutning hjálpargagna í Bosníu og í Kambódíu hafa samtök- in tekist á við dýrasta verkefni í sögu sinni. Hvort sem það er hung- ursneyð í Sómalíu, borgarastríð í E1 Salvador eða flóttamannavanda- mál í Kúrdístan; alls staðar eru gæsluliðar og starfsmenn SÞ í hættulegum störfum að reyna að þoka málum til betri vegar. Úreltar deildír Friðargæsla er hins vegar aðeins eitt af fjölmörgum hlutverkum SÞ og fæstir hinna rúmlega 50.000 starfsmanna samtakanna og fjöl- margra undirstofnana eru í frétt- næmum störfum. Margir vinna við deildir og stofnanir sem virðast hafa takmörkuðu hlutverki að gegna eða eru úreltar. Það virðist nefnilega vera nærri ómögulegt að leggja niður deildir sem hafa lokið hlutverki sínu. 56 manns vinna að afnámi nýlendukúgunar, þó að segja megi að engin raunveruleg nýlenda sé eftir í heiminum. Nefnd- armenn eyða sem svarar 250 millj- ónum íslenskra króna meðal annars til að kanna af eigin raun ástandið á Bermúda, Jómfrúareyjum og fleiri smáeyjum á hlýjum breiddargráð- um, sem halda tengslum við móður- ríkið af fúsum og fijálsum vilja. Fjölmörg fleiri dæmi má tína til. Nefnd sem skipuð var árið 1955 til að skrifa eina skýrslu um áhrif geislunar er enn við lýði. Ráðstefn- an um viðskipti og þróun (UNCTAD) hefur yfír 500 manns í fullri vinnu þó að flestir telji að engir nema starfsmennirnir myndu taka eftir því ef hún hætti störfum. Efnahagsmálastofnanir í Addis Ababa, Amman, Bangkok og Sant- iago, Friðar- og afvopnunarmið- stöðvar í Nepal, Tógó og Perú og margar aðrar stofnanir af svipuðum toga eru að margra dómi bitlingar til landa þriðja heimsins, sem geta sýnt fram á lítinn áþreifanlegan árangur. Nú er verið að byggja mikla ráðstefnuhöll í Addis Ababa í Eþíópíu, sem á að kosta a.m.k. 12 milljarða íslenskra króna, þó að það land, eitt af tíu fátækustu í heimi, þurfí á flestu öðru að halda. Það er enginn vandi að tíunda slíkt bruðl og tilgangslausa skrif- fínnsku hjá öllum stórum stofnun- um, jafnt í Brussel, Washington og New York. Gagnrýnendur segja hins vegar að í Sameinuðu þjóðun- um séu yfirmenn ekki eins ábyrgir fýrir störfum deilda sinna og tíðk- ast í ríkisgeiranum í vestrænum ríkjum og allt innra eftirlit og end- urskoðun fjármála sé í molum. Inn- anhúsathuganir eru ekki opnar að- ildarríkjum og utanaðkomandi end- urskoðendur nefna þá sem gerast sekir um vanhæfni og bruðl sjaldn- ast á nafn, ekki einu sinni löndin þar sem brotlegt athæfi á að hafa gerst, svo enginn móðgist. Það er mikið rúm fyrir spillingu í stofnun sem veltir rúmlega 300 milljörðum íslenskra króna á ári og hefur slakt eftirlit. Málið er íslendingum ekki óviðkomandi, því hvert mannsbam borgar rúmlega 60 krónur á ári í stofnunina, svo að aðeins fimm þjóðir af 179 borga hlutfallslega meira en við. Spilling í flóttamannaþjálpinni Eitt af mörgum dæmum um spill- Fáni Sameinuðu þjóðanna dreginn að húni í Sarajevo. Fjölmargir gæsluliðar SÞ hafa fallið eða særst í höfuðborg Bosníu. ingu í SÞ er mál Zaire-búa að nafni Ininga-Vele Lukika, sem var settur yfír aðgerðir Flóttamannahjápar SÞ í Úganda þrátt fyrir vafasama for- tíð; hann mun m.a. hafa rekið skipu- lagt vændi afrískra kvenna innan stofnunarinnar í Genf. Fljótlega fór að bera á því að matur hvarf úr geymslum og bókhaldið var útbíað í villum og fölsunum. Lukika var settur til hliðar árið 1986 meðan rannsókn fór fram, en fyrir pólitísk- an þrýsting var hann gerður af yfír- manni í Djibouti árið 1989. Þar bar allt að sama brunni og þegar þús- undir vannærðra flóttamanna frá Eþíópíu og Sómalíu komu að tómum kofanum í búðunum sem Lukika átti að sjá um var hann loksins rekinn í fyrrahaust. Washington Post fullyrðir í út- tekt sinni, sem blaðið segir að sé niðurstaða níu mánaða rannsóknar, að spilling af svipuðum toga hafi kostað óþarfar mannfómir víða á hörmungarsvæðum Afríku. Það tók SÞ heilt ár að bregðast við hungurs- neyðinni í Sómalíu (undantekning frá þessu er Bamahjálp SÞ (UNIC- EF)) eftir að stofnanir á borð við Rauða krossinn hófu hjálparstarf þar, en þá sultu þúsundir í hel á degi hveijum. James Jonah, aðstoðarfram- kvæmdastjóri SÞ fyrir Afríku, varði lengi afskiptaleysi af Sómalíu og sagði að samtökin gætu ekki sent starfsfólk þangað vegna trygginga- mála. Sérstakur sendimaður SÞ til Sómalíu, Alsírbúinn Mohammed Sahnoun, hefur sagt við fjölmiðla að seinagangur SÞ í málum Iands: ins sé hneyskli og þar sé meðal annars um að kenna að starfsmenn óháðra hjálparstofnana séu sjálf- boðaliðar, sem helgi sig starfínu, en obba starfsmanna SÞ sé meira umhugað um starfsframa, launa- kjör og þægindi í starfí en að leysa verkefnin sem mest em aðkallandi. Boutros-Ghali harðorður Slíkar efasemdir fá byr undir báða vængi þegar lesin er opinber skýrsla sem samin var í fyrra um ferðalög starfsfólks stofnunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.