Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 55 Gassprenging í íbúðarhúsi á Reyðarfirði Ægilegur hvellur og íbúðin var í rúst - segir Vignir Lúðvíksson, einn íbúanna í húsinu GASSPRENGING lagði neðri hæðina í íbúðarhúsinu á Hjalla- vegi 8 á Reyðarfirði í rúst að- faranótt sunnudagsins. Vignir Lúðvíksson, einn ibúanna á Hjallavegi 8, segir að hann hafí heyrt ægilegan hvell og síðan séð íbúð sína gersamlega í rúst. „Sprengingin var svo mikil að brak og glerbrot úr íbúðinni dreifðist yfir götuna og fljúgandi hurðarhúnn braut glugga I næsta húsi,“ segir Vignir. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Reyðarfirði er nú talið öruggt að sprengingin hafi komið í kjölfar leka á gaskút sem var í geymsluherbergi á neðri hæð hússins. í sama herbergi er frysti- kista og talið að neisti frá mótor hennar hafi kveikt í gasinu. Húsið á Hjallavegi 8 er tvær hæðir og kjallari. Fimm manns voru í húsinu er sprengingin varð, allir sofandi utan Vignir sem var við að festa svefn er hann heyrði hvellinn. Engin slys urðu á fólkinu og má telja það hina mestu mildi miðað við aðkomuna á neðri hæð- inni. Allar rúður voru brotnar og allar hurðir kurlaðar utan tvær. Hlaðnir milliveggir voru sprungn- ir og úr lagi færðir og sprungur Gaskúturinn sem olli spreng- ingunni. Hann var sendur til rannsóknar í Reykjavík. í garð sem er hinum megin göt- unnar og brak skemmdi tvo bfla sem stóðu við húsið er glerbrot skullu á þeim. Stofan á neðri hæðinni eftir sprenginguna. í steyptu gólfi sem er á milli hæðanna. „Það er allt ónýtt í íbúðinni og tjón okkar því töluvert," segir Vignir Lúðvíksson. „Fyrir utan innanstokksmunina eru allir milli- veggir í íbúðinni brotnir og allar hurðir, raunar er aðeins hægt að sjá á tveimur dyrakörmum að þar hafi yfirleitt verið hurð.“ Við gassprenginguna kom upp eldur í geymslunni en tveimur íbúanna tókst að slökkva hann með teppi. Sem fyrr segir dreifð- ist brak úr íbúðinni alla leið yfir Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson Vignir Lúðvíksson og bróðir hans Kristján í einu herbergj- anna. Eins og sjá má er hlaðinn milliveggur þar stórskemmdur. * Verðlaunum úthlutað úr Minningarsjóði Bjöms Jónssonar Hugsa mest um að gera góðar setningar Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor (t.h.) afhendir Illuga Jökul- syni verðlaunin. — segirlllugi Jökulsson sem hlýtur verðlaun- in að þessu sinni ILLUGA Jökulssyni, blaða- manni, voru veitt verðlaun úr Minningarsjóði Björns Jónsson- ar í gær. Móðurmálssjóðurinn var stofnaður árið 1943 til minn- ingar um Björn Jónsson, rit- sljóra ísafoldar, og er tilgangur hans að verðlauna starfandi blaðamann fyrir góðan stíl og vandað málfar. Um er að ræða 11. úthlutunina úr sjóðnum frá upphafi og nema verðlaunin 50.000 kr. Verðlaunin voru afhent við há- tíðlega athöfn í Borgartúni 6. Eftir að Olafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra, hafði boðið gesti velkoma flutti Sveinn Skorri Hös- kuldsson prófessor og fulltrúi í stjóm sjóðsins tölu þar sem hann minntist Péturs Ólafssonar, bama- bams Björns Jónssonar og fyrrum fulltrúa í stjóminni, og peninga- gjafar bama Péturs og frú Þómnn- ar Kjaran til sjóðsins. Sveinn vék í orðum sínum að starfi blaða- manna og sagði m.a.: „Eins og blaðamönnum er skylt í starfi sínu að leita sannleikans um aðra hluti fram og veita lesendum sínum rétt- ar upplýsingar, hvílir ekki síður á þeim sú skylda að vanda búning þess fróðleiks eða skemmtunar er þeir veita. Áhrifamáttur nútíma fjölmiðlunar - tímarita, blaða, út- varps og sjónvarps - er slíkur í málsköpun og máluppeldi alls al- mennings að mér er til efs að sam- anlagt skólakerfi þjóðarinnar hafi hann meiri," sagði Sveinn Skorri. Næstur flutti Illugi Jökulsson nokkur þakkarorð og hvatti í lokin ráherra og alla ráðamenn til að fara afar varlega í öllum spamaða- raðgerðum í mennntakerfinu. „...því sé ekki þeim mun gætilegar farið verður niðurstaðan ekki sú að peningar sparast, heldur verður fyrst og fremst spamaður í málvit- und þjóðarinnar og hugsun ...,“ sagði Illugi. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að það sem hann hugsaði mest um við skriftir væri að gera góðar setningar. „Ef setning er góð felst í því allt annað, vit í innihald- inu og hugsun í setningunni sjálfri. Ég reyni líka að mismuna ekki setningunum, hafa þær allar góð- ar, sama um hvað þær eru. Þær eru hvorki merkilegar eða ómerki- legar,“ sagði lllugi en lét jafnframt þau orð falla að enda þótt markmið- ið væri að skrifa góðar setningar hefði hann auðvitað skrifað hrauk- ana af galtómum setningum. Hann sagði að eina ráðið til að þjálfa sig áfram væri að lesa góðan texta og mikið af honum. „Þá fer maður að fá á tilfinninguna hvaða setningar era góðar og hveijar ekki,“ sagði Illugi og benti á að ágætt væri að lesa Laxness öðm hvom, hann skrifaði aldrei vondar setningar. Aður hafa eftirtaldir hlotið verð- laun úr Minningarsjóði Björns Jónssonar: Karl ísfeld, blaðamaður, (1946), Loftur Guðmundsson, blaðamaður, (1949), Helgi Sæ- mundsson, ritstjóri, (1956), Bjami Benediktsson, ritstjóri, (1957), Matthías Johannessen, ritstjóri, (1960), Indriði G. Þorsteinsson, rit- stjóri, (1961), Skúli Skúlason, blaðamaður,(1965), Magnús Kjart- ansson, ritstjóri, (1967), Eiður Guðnason, fréttamaður, (1974), og Guðjón Friðriksson, blaðamaður (1985). Stjóm sjóðsins skipa nú: Atli Magnússon blaðamaður, Höskuld- ur Þráinsson prófessor, Kristján Karlsson rithöfúndur, Pétur Bjöm Pétursson hagfræðingur og Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor. IMNNMN FJÖLSKYLDA? Heildarvinnlngsupphæðin: 117.487.287 kr. < «. | 40.1 Röðin: X12-11X-11X-X112 13 réttir: 175raöirá 12 réttir: 4.072 raöirá 11 réttir: 42.140 raöirá 10 réttir: 219.141 raöir á 181.260-kr. 4.900 - kr. 500 - kr. 200 - kr. Um þessa helgi fengu hvorki fleiri né færri en 5.481 röö vinning hér á íslandi. Viö viljum vekja athygli á því aö sölukerfi okkar lokar kl 13:00 á laugardaginn. 1X2- ef þú spllar tll aö vinna Víterkurog >3 hagkvæmur auglýsmgamiðill! ft'j n - -TT* JSAR ~rr - ..11. •» Lx. Sté rhöfð s a 17, við Gull ími 67 48 44 J- Inbrú,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.