Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 43 Minning Elísabet Jónsdóttir frá Sandlækjarkoti Fædd 19. júní 1888 Dáin 22. september 1992 Amma mín, Guðrún Elísabet Jónsdóttir, fæddist 19. júní 1888 í Sandlækjarkoti í Gnúpveijahreppi. Foreldrar hennar voru Margrét Eiríksdóttir og Jón Bjarnason. Hún ólst upp ásamt sjö systkinum, fímm systrum og tveim bræðrum. Amma lærði herrafatasaum í einn vetur á klæðskeraverkstæði Árna og Bjama í Reykjavík og matreiðslu hjá Ingibjörgu Jónsdóttur í mat- söluhúsinu Bárunni. 25. júní 1920 giftist amma Kjartani Ólafssyni í Vestra-Geld- ingaholti, Gnúpveijahreppi. Þau bjuggu þar til vorsins 1961, en þá seldu þau jörðin og fluttu til Reykjavíkur á Sólvallagötu 74. 19. desember sama ár missti hún manninn sinn. Amma og afí eign- uðust þijár dætur, Pállnu Ragn- heiði, fædda 14. febrúar 1922, hún starfar sem matráðskona heilsu- stofnunar Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði og tvíbura- systurnar Margréti og Guðríði Ól- öfu, fæddar 14. ágúst 1926. Mar- grét annaðist aldraða móður sína síðustu árin og á hún einá dóttur, Guðríður Ólöf starfar sem sjúkral- iði og er húsmóðir í Kópavogi. Hún er gift Jóni Andréssyni og eiga þau fimm börn. Amma var mjög vönduð kona með einstaklega góða lund. Hún var hæfíleikarík og mikill persónu- leiki. Leið mín lá nokkuð oft á Sólvallagötu 74, enda ekki Inagt að fara síðustu fímm árin, en þá fluttist ég í Vesturbæinn ásamt Ragnhildi konu minni. Það voru aðeins þijú hús á milli okkar. Allt- af voru móttökurnar hlýjar og vina- legar. Áður em ég vissi af var Magga búin að færa okkur kaffi og kökur og amma sá alltaf til þess að Magga færi í skápinn sinn og færði okkur konfektmola eða annað sætindi. Ég hændist snemma að ömmu og sá hún fljótlega að við áttum margt sameiginlegt. Þegar við krakkamir komum í heimsókn fór ég oftast að dunda mér hjá henni eða að spila við hana á meðan hin- ir krakkamir léku sér saman. Amma minntist oft þessara- stunda og nú í seinni tíð fór hún að tala um hvað ég hefði verið heppinn í spilum. Fyrsta jólaföndrið mitt, sem ég bjó til fékk amma. Það var eins konar blómavasi úr flösku sem ég skreytti og málaði. Ömmu þótti ákaflega vænt um þessa gjöf og hafði hún hana hjá sér í glugganum allt fram á síðasta dag. Þegar ég var níu ára gamall fór ég í sveit. Þá fann ég að sveitalífið var mér í blóð borið og eftir það var ég sjö sumur í sveit. Við þessa reynslu dróst ég nær hugarheimi ömmu. Þá gat ég betur talað við hana á hennar máli og ég skildi hana betur. Hún hafði frá svo mörgu að segja úr sveitinni I gamla daga. Amma var alltaf hrifin af hest- um. Það kom glampi í augun og andlit hennar ljómaði þegar hún sagði mér frá gæðingunum sem hún hafði átt. Þeir voru greinilega stalli ofar en lúxuskerrur nútímans. Amma var mikil hannyrðakona og listamaður í sér. Hún heklaði, pijónaði og saumaði mikið og var alltaf að skapa eitthvað. Hún var mjög útsjónarsöm og ótrúlegt hvað hún gat séð út snið og stærðir án þess að taka nokkur mál. Eftir að hún fluttist til Reykjavíkur fréttist fljótt hversu vandvirk hún var. Fyrr en varði var hún farin að gera við flíkur fyrir fjölda fólks og átti hún marga fasta viðskiptavini enda voru reikningamir ekki háir hjá henni. Það kom fyrir oftar en einu sinni að menn borguðu meira en hún hafði sett upp. Þetta er dæmi um það hvað amma var hóg- vær og lítillát. Mér þótti vænt um það þegar hún gaf mér dúk, sem hún heklaði 95 ára gömul. Hún sagði mér að nú væri hún hætt að hekla. Þetta var hennar síðasta handavinna vegna þess að sjónin var farin að gefa sig. Þó að sveitin og sveitalífíð hafi verið ömmu ofarlega í huga fylgd- ist 'hún samt sem áður vel með. Hún var nútímaleg á allan hátt. Hún fyldist með tískusveiflum, tók þátt í stjómmálaumræðum og spil- aði brids allt til 95 ára aldurs. Amma eltist mjög vel og þrátt fyrir að hún væri orðin elst allra á íslandi hafði hún alveg sérstaklega gott minni. Hún mundi bæði gamla tíma og einnig fylgdist hún vel með því sem var að gerast í kringum hana, allt fram til síðustu stundar. Oft sló hún okkur við sem yngri emm. Amma hafði það fyrir reglu að gefa okkur I fjölskyldunni jóla- stjörnur fyrir hver jól. Núna í sept- ember, aðeins viku fyrir andlátið, var hún farin að gera ráðstafanir fyrir næstu jól, slík var fyrirhyggj- an. Ljóðmæli og kvæði vom ömmu hugleikin. Hún kunni rímur úr sveitinni þar sem sveitungar ortu hver um annan í gamansömum dúr. Hún pikkaði jafnan í mig og hló, þegar hún hafði farið með slík- an brag fyrir mig. Einnig fór hún oft með trúarleg ljóð og var Hall- grímur Pétursson í miklu uppáhaldi hjá henni. Oft þegar ég sat á rúm- stokknum hjá henni og hlustaði á hana, hugsaði ég um það hvílík forréttindi það væra að fá að hlusta á allan þann fróðleik sem frá henni streymdi. Munnmæli sem hvergi eru skráð. Síðustu ár ömmu sá Margrét, dóttir hennar um hana. Hún hlúði að móður sinni og umvafði hana með kærleika og hlýju. Við í fjöl- skyldunni eram Möggu innilega þakklát fyrir hennar umhyggju og við vitum að við hefðum aldrei haft ömmu svona lengi hjá okkur nema af því að hún fékk að eiga sín síðustu ár heima. Amma var yndisleg kona, sem gaf öllum mik- ið af sjálfri sér. Mér þótti vænt um .hana og hugsa með þakklæti til allra þeirra stunda sem við áttum saman. Amma kvaddi mig oft eins og það væri í síðasta sinn sem við sæjumst og þakkaði mér fyrir sam- fylgdina og óskaði mér alls hins besta í lífínu. Hún ætlaði ekki að láta það ógert að kveðja. Mér er minnisstæð síðasta heimsókn okkar hjónanna til ömmu nú á dögum. Hún benti á vegginn í herberginu sínu og sagði með glampa í augum, að þama væra sólargeislamir sínir. Sólin hafði þá náð að senda geisla sína inn um gluggann rétt áður en hún settist. Það er komið haust, líf slokknar, langri ævi er lokið. Minningin um ömmu lifír. Vaktu, minn Jesú, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Andrés. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin bjðrt upp runnin á bak við dimma dauðans nðtt Ffyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og ogtt er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal heija, ei hér má lengur tef a i dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljðssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Langri ævi er lokið. Það er sárt að kveðja mína elskulegu ömmu, en þó svo ljúft því að hún hefur öðlast það sem hún þráði heitast, hvíldina. Ég á því láni að fagna þegar ég fæðist, að þá búa foreldrar mínir hjá ömmu og afa, Kjartani Ólafs- syni bónda að Vestra-Geldingaholti í Gnúpveijahrepþi. Ég var nokk- urra daga gömul lögð í hennar kærleiksríka faðm, sem umvafði mig alla tíð. Þegar afí og amma bregða búi haga örlögin því þannig að við mæðgumar flytjumst með þeim í bæinn og þeirra heimili varð okkar heimili. Eftir að afí deyr og mamma fer út að vinna má segja að ég verði skugginn hennar ömmu. Það þurfti ekki orð til að vita líðan hinnar. ' Amma hafði góða frásagnargáfu og sérstaklega gott minni. Þegar við voram einar sagði hún mér sögur úr sveitinni, frá æsku sinni og myndarheimili foreldra sinna í Sandlækjarkoti, þeirra Jóns Bjarnasonar og Margrétar Eiríks- dóttur. Hún minntist þeirra með virðingu og kærleika svo og sinna góðu systkina. Þá sagði hún frá uppeldi þeirra, leilqum og lífi, þjóð- félagsháttum öllum og þeim ótrú- legu breytingum sem orðið hafa á einni öld. Allt var þetta eins og ævintýri fyrir litla stúlku. Amma kenndi baminu sínu bæn- ir og sálma, en hún kunni ógrynni af þeim og var oft vitnað í Valdi- mar Briem, sem var prestur I henn- ar sveit þegar hún var ung. Þegar leiðinlegt var að æfa á píanóið, sat hún hjá mér með handavinnuna sína og þá gekk allt betur. Þegar amma var ung lærði hún fatasaum hjá klæðskerameistara hér í borg. Það var hennar líf og yndi að sitja við handavinnu og þá gleymdist oft umhverfið. Handa- vinnan var fyrir henni ekki bara vinna heldur list. Þó að aldurinn færðist yfir, þá var amma alltaf jafn ung í anda, fylgdist vel með og tók þátt í öllu. Éinkennandi fyrir ömmu var hin létta lund og gleði annarra var hennar gleði. Síðustu ár ævi sinnar dvaldi hún á heimili sínu í umsjón Margrétar dóttur sinnar. Ég vil þakka móður minni fyrir þá ein- stöku umönnun og það að gefa mér tækifæri að njóta daglegra samvista við ömmu sem var mér svo kær. Ég fæ aldrei þakkað ömmu þá miklu ást og umhyggju sem hún veitti mér. Eg er rík í hjarta mínu. Minningin um hana mun alltaf lifa. Elísabet Haraldsdóttir. Langar mig hér með nokkram orðum að minnast ömmu minnar þar sem ég get því miður ekki fylgt henni síðasta spölinn vegna búsetu og starfa erlendis. Amma eða langamma, eins og hún var oftast kölluð í mín eyra hin síðustu ár vegna fjölda bama- barnabama, en þau elstu eru nú komin í mið unglingsár, var sitt síðasta æviskeið elst allra íslend- inga, komin á eitthundraðasta og fímmta aidursár við andlátið. Elísabet, eins og hún var oftast kölluð af vinum og ættingjum, ólst upp hjá foreldram sínum á Sand- lækjarkoti í Gnúpveijahreppi í Ár- nessýslu. Giftist hún Kjartani Ól- afssyni, fæddum 12. október 1883, dáinn 19. desember 1961, og stund- uðu þau búskap á bænum Vestra- Geldingaholti í Gnúpveijahreppi, þar sem þau ólu upp dætur sínar þijár, Pálínu, Margréti og Ólöfu. Seldu þau jörðina 1961 og fluttu búferlum til Reykjavíkur þar sem Elísabet síðan bjó alla tíð upp frá því á Sólvallagötu 74. Elísabet var snilldar handa- vinnukona og er mörg fögur hann- yrðin til vitnis um það. Komin til Reykjavíkur drýgði hún tekjur sín- ar á stundum með fataviðgerðum. Er mér sagt að oft hafi hún gert flíkur án þess að taka mál og hafí þar vel dugað hennar næma tilfinn- ing og glögga auga. Var það henni þungur kross að bera, þegar sjón- inni fór að hraka, að geta ekki dundað sér við handavinnu. Varð ég þess heiðurs aðnjótandi að hljóta að gjöf að ég held síðustu hannyrð úr hennar höndum en það var fín- Iegt svart bindi, sem hún prjónaði úr mjög fínu gami, þá 96 ára göm- ul, og er í mínum augum hinn mesti dýrgripur. Önnur stór náðargjöf féll einnig í hennar hlut en það var einstak- Fædd 23. janúar 1992 Dáin 14. september 1992 Mig langar til að kveðja í örfáum orðum litlu, fallegu Thelmu Hrund Sigurgeirsdóttur, sem lést á Bama- spítala Hringsins þann 14. septem- ber slðastliðinn aðeins átta mánaða gömul. Ég geymi þá stund ætíð I huga mínum er ég sá litlu Thelmu Hrand I fyrsta sinn á vökudeild Landspítalans. Hún lá I kjöltu móð- ur sinnar sem talaði svo blíðlega og hvetjandi til hennar. Litli drengurinn minn dvaldi með Thelmu Hrund litlu á vökudeildinni og fylgdist ég því með henni dag- lega og bað góðan Guð að gefa henni heilsu svo hún gæti farið heim með mömmu, pabba og stóru systur sinni Önnu Ósk er þráðu það svo heitt. En ei varð mér að ósk minni. Þrátt fyrir aðhlynningu lækna og hjúkranarfólks svo og ómælda Iega gott minni, sem hún hélt alveg fram I það síðasta. Fylgdist hún m.a. alveg með öllum barnabama- börnunum sínum, tólf að tölu, og hafði aldur og nöfn þeirra allra á reiðum höndum alveg fram I lokin. Góða frásagnargáfu átti hún líka til að bera og heilmikinn húmor. Minnist ég margra góðra stunda við rúmstokkinn hennar, nú síðustu árin, þar sem hún hélt uppi sam- ræðum með bæði fróðlegum og hnyttnum frásögnum frá liðnum tímum og var eins og hún myndi heilu samræðumar orðrétt. Einnig fékk ég að heyra ógrynni af vísum, kvæðum, sálmum og fallegum bænum sem hún kunni og fór með svo reiprennandi að var alveg eins og hún læsi upp út bók. Veit ég að hinn mikli sjóður minninga hef- ur stytt henni stundimar á löngum tilbreytingarlausum dögum, síð- ustu aldursárin, þegar hún var orð- in rúmföst. Síðustu 6-7 árin var hún að mestu rúmliggjandi eftir gallsteina- kast sem hún fékk 98 ára gömul, sem ekki var meðhöndlað með skurðaðgerð fyrir aldurs sakir held- ur með lyfjum og rúmlegu. Hafa gallsteinarnir að líkindum hijáð hana talsvert sem eftir var. Veit ég að slðustu æviárin, þegar hún gat ekki lengur notið handa sinna til verka og líkamlegri heilsu fór að hraka, voru henni að vissu leyti þung og biðin eftir hinni hinstu hvílu löng. Ekki má láta hjá líða að nefna þá persónu sem mikið hefur á sig lagt til að gera henni síðustu árin sem léttbærast og gerði Elísabet það kleift að dveljast á sínu heim- ili þar til yfír lauk. En það er .dótt- ir hennar Margrét, sem sagði upp fyrra starfi til að geta annast og hjúkrað móður sinni alfarið. Held ég að fáir nú til dags séu reiðubún- ir að fórna svo miklu fyrir aðra og Margrét hefur gert fyrir móður sína. Á Margrét mikinn heiður skil- inn fyrir sína óeigingjörnu og fóm- fúsu þjónustu. Að lokum viljum við hjónin senda dætrum Elísabetar, nöfnu hennar Haraldsdóttur og öðrum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar. Lárus Þór Jónsson, Lundi, Svíþjóð. ást og hlýju foreldra, vina og ann- arra vandamanna auðnaðist þessari litlu prinsessu, er okkur sem hana þekktum og var svo kær, ekki að lifa og dafna hér I þessum heimi. Nú hvílir hún I hlýjum faðmi Guðs og bið ég hann að geyma hana um alla eillfð. Minningu henn- ar geymi ég ávallt I hjarta mínu. Elsku Herdís, Siddi, Anna Ósk og yndislegu ömmur og afar. Ég bið Guð að veita ykkur styrk og huggun I sorginni og birtu og yl um ókomin ár. Stundum verður vetur veröld hjartans I. Láttu fræ þín lifa ljóssins Guð I því. Gef oss þitt sumar sólu þinni frá. Kristur kom og sigra, kom þú og ver oss hjá. (Frostenson. Sbj.E.) Fjóla Þorsteinsdóttir. SACHS KÚPLINGAR í MAN Framleiðendur MAN og aðrir framleiðendur vandaðra vöru- og fólksflutningabifreiða nota SACHS kúplingar sem upprunalega hluta í bifreiðar sínar. Þekking Reynsla Þjónusta ÞAÐ BORGAR SIG ■F> Mk ■ mjr ■ ■. i ■ AÐ NOTA ÞAÐ BESTA! |/ILIVI N SUÐURLANDSBRAUT 8 • SÍMI: 81 46 70 • FAX: 68 58 84 Thelma H. Sigurgeirs- dóttir — Kveðjuorð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.