Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 HARKUR Áhrifaríkur hárkúr með Biotíni fyrir hár, húðog neglur. Vítamín, stein- efni, amínó- sýrur, protein. Hugsaðu vel um hárið! BIO-SELEN UMB. SIMI 76610 Ríkisfjármál IIIMT® TIME RECORDER CO. Stimpilklukkur fyrir nútíð og framtfð OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavik Simar 624631 / 624699 Ný gerð bamabílstóla * Fyrir böm frá fæðingu til 5 ára aldurs. * Þægilegar 5 punkta fest- ingar með axlapúðum. * Stillanlegur. * Stólnum má snúa með bakið fram (->9kg.) eða aftur (9-18kg.). * Má hafa frístandandi. * Vasi á hlið, fyrir leikföng eða annað. * Auðvelt að taka áklæðið af og þvo það. * Viðurkenndur. * Verökr. 10.998,- Borgartúni 26 Sími: (91) 62 22 62 Mynds.:(91) 62 22 03 Nýja-Sjálmid hf. The Economist. RIKISSTJÓRNIR krefjast þess að skráð almenningshlutafélög leggi fram endurskoðaða reikninga samkvæmt viðurkenndum reiknings- skilavenjum. En sjálfar hafa ríkisstjórnirnar hunsað þessar reglur. Eina undantekningin er Nýja-Sjáland. Stjarnfræðilega er Nýja-Sjáland fyrsta iðnríkið sem sér til sólar dag hvem. Hugsanlega er þar ein lítil skýring þess að Nýja-Sjáland varð fyrst ríkja til að birta raunhæfa ríkisreikninga, svipað því sem tíðk- ast hjá almenningshlutafélögum. Efnahagsreikningur sýnir eignir og skuldir ríkisins og í rekstrar- reikningi er tekjum og gjöldum dreift yfir raunverulegan myndun- artíma þeirra. Fram að þessu hafa ríkisstjórnir notað greiðslutengdar aðferðir (cash-based) til að mæla fjárlaga- halla. Skattar og útgjöld eru þá færð til bókar um leið og greiðslur eiga sér stað. Með hinni nýju að- ferð eru tekjur og gjöld hins vegar skráð jafnóðum og til þeirra er unnið eða stofnað, óháð því hvenær greiðslur kunna að vera inntar af hendi. Greiðslutengd reikningsskil veita falska öryggiskennd varðandi þær afleiðingar sem núverandi stjómarstefna mun hafa um ókomna tíð. Ekki er greint á milli Fundur * Astand og úrræði íat- vinnulífinu VERSLUNARRÁÐ íslands held- ur fyrsta morgunverðarfund sinn á þessum vetri á morgun, miðvikudaginn 7. október í Átt- hagasal Hótels Sögu. Fundurinn, sem mun standa frá kl. 8.00-9.30, tekur til umfjöllunar stöðu og framtíð íslensks atvinnulifs. Framsögumenn á morgunverðar- fundinum verða Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Vífilfells hf. og Einar Oddur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Hjálms hf. á Flat- eyri. Með þeim verða við pallborð Lára V. Júlíusdóttir, framkvæmda- stjóri ASÍ og Sigurður B. Stefáns- son, framkvæmdastjóri Verðbréfa- þings íslandsbanka hf. Fundar- og umræðustjóri verður Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Versl- unarráðs. Fundurinn er öllum opinn, en nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku fyrirfram til skrifstofu Verslunar- ráðs. þess hvort útgjöld stafa af líðandi kostnaði eða fjárfestingu til' langs tíma. Ekkert er heldur hirt um þann kostnað sem stjómvöld leggja á komandi kynslóðir, til dæmis með því að vanrækja viðhald sam- göngukerfis og stofna til lífeyris- skuldbindinga án tilsvarandi tekju- öflunar. Nýju reikningamir ættu að gefa nákvæmari mynd af íjárhagsstöðu ríkisstjórnarinnar þar sem fylgst er með breytilegu virði eigna og skulda. Fjárfesting yrði afskrifuð á endingartíma eignarinnar í stað þess að afskrifa upphæðina alla þegar greiðsla fer fram, eins gert er í hefðbundnum ríkisreikningum. Á sama hátt yrði greiðsluskuld- binding vegna áunnins lífeyris færð til skuldar. Ef ríkisstjórnir héldu reikninga sína með svipuðum hætti og fyrir- tæki gera, fengju þær nauðsynleg- ar upplýsingar varðandi ákvarðan- ir til lengri tíma. En um leið yrði flett ofan af öllum brellunum í hefðbundnum ríkisreikningum, svo sem þeirri að selja eignir til að minnka fjárlagahalla. Þannig má ef til vill skýra hvers vegna slóttug- ir stjómmálamenn_ vilja halda í gömlu aðferðimar. I nýju reikning- unum hefði sala ríkisfyrirtækja þau áhrif að eignir og skuldir minnkuðu álíka mikið. Engin breyting yrði þar af leiðandi á hreinni eign og rekstrarafkomu ríkissjóðs. Hvað sýna svo reikningar Nýja- Sjálands? í lok desember 1991 voru skuldir umfram áætlaðar eignir ríkisstjórnarinnar 14,4 millj- arðar nýsjálenskra dala (420 millj- arðar ISK). Með öðrum orðum væri fyrirtæki í sömu stöðu trúlega gjaldþrota. Sú niðurstaða þarf varla að koma á óvart í ljósi viðvar- andi ijárlagahalla undanfama tvo áratugi. En neikvætt eigið fé hefur ekki sömu þýðingu fyrir ríkisstjórn og einkafyrirtæki. Ríkisstjórnir hafa vald til að leggja á skatta og bæta þannig fjárhaginn á skömm- um tíma. Neikvætt eigið fé þýðir ekki gjaldþrot, heldur auknar byrð- ar á skattgreiðendur morgundags- ins. Fyrsta tímabil hinna nýju reikn- inga var síðari helmingur ársins 1991. Á því tímabili nam rekstrar- halli ríkissjóðs 3,7 milljörðum nýsjálenskra dala. Gömlu greiðslu- tengdu reikningamir sýndu aðeins 500 milljóna dala halla. Muninn má að mestu skýra með 2,6 millj- arða dala gengistapi sem jók er- lendar skuldir ríkisins. Allt annað en auðvelt var að meta eignir ríkisstjómarinnar til fjár. Ríkisfyrirtæki vom metin á hið lægra af ílögðum kostnaði eða markaðsvirði; land og byggingar á markaðsvirði og vegir á afskrifuð- um kostnaði við endumýjun, í sam- ræmi við áætlaðan endingartíma. Meðal skulda hefur ríkisstjórnin fært áunninn framtíðarlífeyri fyrr- verandi og núverandi ríkisstarfs- manna. Hins vegar fá almennur lífeyrir og tryggingabætur ekki sömu meðferð enn sem komið er. Þær byrðar munu þyngjast eftir því sem þjóðin eldist. Ein kyrrmynd af eiginfjárstöðu ríkisstjómarinnar segir svo sem ekki mikið á meðan hagfræðikenn- ingar veita engar leiðbeiningar um kjörstöðu. En með tímanum mun þetta nýja reikningsskilakerfi gefa gleggri mynd af því hvort stjórnar- stefnan er lífvænleg og hvort eign- um á borð við vegakerfi er haldið við. Með því að skoða eldri fjárlaga- gögn fást nokkrar vísbendingar um hvernig eigið fé nýsjálensku ríkisstjómarinnar hefur breyst. Ef allur ijárlagahalli frá 1972 er lagð- ur saman, að frátöldum fjárfest- ingum en meðtöldum áhrifum lækkandi gengis á erlendar skuld- ir, þá hefur hreint virði nýsjálensku ríkisstjómarinnar minnkað um 12 milljarða nýsjálenskra dala á síð- ustu 20 árum. Nýja reikningsskilakerfið er reyndar aðeins hluti af mun víð- tækari endurbótum í opinberri stjórnsýslu á Nýja-Sjálandi. Yfir- menn ráðuneyta kallast nú aðal- framkvæmdastjórar og í stað ævir- áðningar fá þeir samning til fimm ára. Þeir hafa nú meiri völd til að ákveða ráðningu og launakjör starfsmanna og þeim er gert að ná ákveðnum rekstrarmarkmiðum. Frá júlí 1989 hafa ráðuneyti þurft að útbúa efnahags- og rekstrarreikninga með afskriftalið- um. Tilgangurinn er sá að gera stjórnendur meðvitaðri um eignir og skuldir ráðuneyta sinna. Reikn- inga allrar ríkisstjórnarinnar verð- ur að birta tvisvar á ári. Samhliða mun ríkisstjórnin þó halda áfram að birta gömlu greiðslutengdu reikningana til þess að fá óslitinn samanburð við fyrri ár. Betri upplýsingar um fjármál ættu að torvelda nýsjálensku ríkis- stjórninni að horfa fram hjá afleið- ingum skammsýni. Tíminn leiðir í Ijós hver árangurinn verður. Þetta gætu vissulega verið góðar fréttir fyrir skattgreiðendur morgundags- ins. Fréttirnar eru jafnvel enn betri fyrir alla þá endurskoðendur sem nýsjálenska ríkisstjórnin verður að ráða í vinnu. Eigið fé nýsjálensku ríkisstjórnarinnar* (Eignir að irádregnum skuldum)_+2 Milljarðar nýsjálenskra dollara (NZO) -2 \ 4 1 6 Rýrnun frá 1972-73 1 -8 er áætluð með því m aö leggja saman % Á "10 (sjá texta). ^ ' 1 -12 -14 1973 76 78 '80’82'84’86’88 ’90’91 Eignir, 3i.des. 1991 I Samtals: 42,0 milljaröar 1 nýsjálenskra dollara (NZD) 100 Annað 6 % Land og skógar 6 Byggingar Verksmiðjur og vélar Samgöngukerfi 16 80 7 60 15 Reiðufé og viðskiptakröfur Gjaldeyrisforði 10 40 11 Peningalegar fjárfestingar 20 20 Ríkisfyrirtæki 9 0 Skuldir, 31.des. 1991 1 Samtals: 56,4 milljarðar I nýsjálenskra dollara (NZD) Aðrar 100 skammtímaskuldir 6 % Lifeyris- 12 skuldbindingar 80 Erlend lán 37 60 40 Innlend lán 45 20 0 Heimild: Rikissjóöur Nýja Sjálands Laujþunnar lambasneiðar með lárperu, ananas, grcenum pipar og portvíni: Úr uppskriftabceklingi nr. 8. Lambaskankar með támötum og skessujurt: Úr lambakjötsbceklingi nr. 11. RETTIR A Ð HAUSTI — ú r nýju og Ijúffengu lambakjöti Það er á haustin sem kostur gefst á að matbúa úr nýju lambakjöti. Hvort sem þú kýst að elda eitthvað einfalt og fljótlegt eða glíma við margbrotna sælkeramatreiðslu er hægt að treysta því að nýtt lambakjöt er eitt besta hráefni sem hægt er að fá. Nýtt lambakjöt, náttúrulega gott. SAMSTARFSHÓPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.