Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 Reynum að gleyma þessum kapítula í iífí okkar sem fyrst - segir Atli Eðvaldsson, sonur Eðvalds Hinrikssonar ATLI Eðvaldsson, sonur Eðvalds Hinrikssonar, segir að niður- staða sérfræðinganna sem dómsmálaráðherra fékk til að gefa álit á ásökunum Wiesenthal-stofnunarinnar í Jerúsalem á hendur Eðvald, staðfesti að þær hafi alla tíð verið úr lausu lofti gripn- ar. Asakanir Wiesenthal-stofnunarinnar hafi valdið djúpum sárum sem nái seint eða aldrei að gróa og sá hafi liklega verið tilgangur- inn. „Ég tel að þessu sé loksins lokið. Nú reynum við að gleyma þessum kapítula í lífi okkar sem fyrst og snúa okkur að nýjum verkefnum,“ segir Atli í samtali við Morgunblaðið. Eðvald Hinriks- son er staddur erlendis og vildi ekki tjá sig um málið. „Við erum auðvitað fegnir að þessu skul^vera lokið. Þessar ásak- anir hafa alltaf verið úr lausi lofti gripnar og þama er það staðfest af lögfræðingunum tveimur," sagði Atli. „Þetta mál hefur verið mjög erfítt fyrir föður minn og alla fjöl- skylduna. Álagið á pabba hefur verið mjög mikið en þetta er í annað skiptið sem hann hefur mátt þola að ganga í gegnum þetta,“ sagði hann. Að sögn Atla hefur málið ekki aðeins valdið föður hans miklu sálarstríði heldur hafi hann lagt mikla vinnu í að afla gagna vegna ásakananna í samvinnu við ævi- söguritara hans, rithöfundinn Ein- ar Sanden, sem hafí fylgst náið með málinu. „Það fór gífurleg vinna í þýðingar og símtöl og fleira sem hefur verið mjög kostnaðar- samt. Þetta var vinna allan sólar- hringinn í heila átta mánuði. Mað- ur sem kominn er á þennan aldur hefur nógan tíma til að hugsa og það komst ekkert annað að. Hann nær ekki að gleyma þessu. Hann var með hugann við þetta allan tímann," sagði Atli. „Honum fannst hann alltaf vera mjög einn í þessari baráttu þrátt fyrir mjög góða aðstoð lögfræðings síns, Gunnars Guðmundssonar, og annarra manna sem við leituðum til. Við vissum alltaf að þetta yrði niðurstaðan en þrátt fyrir það er alltaf erfítt að bíða svona lengi. Það fór verst með pabba hvað þetta dróst lengi. Það sem stendur eftir eru djúp sár sem lokast sennilega aldrei. Eg hugsa að það hafí verið tilgangurinn allan tímann," sagði Atli Eðvaldsson. Sjá álit lögfræðinganefndar- innar í heild á bls. 22,23 og 33. VEÐUR VEÐURHORFUR i DAG, 6. OKTÓBER YFIRLIT: Suður og austur af landinu «r víðáttumikil 1.030 mb hæð en skammt suðvestur af Hvarfi er vaxandi 995 mb lægð, sem þokast norð- norðaustur. Áfram verður hiýtt í veðri. SPÁ: Sunnan- og suðvestanstinningskaldi með rigningu suðvestan- og vestanlands en úrkomulaust annars staðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Suðvestanátt, víðast fremur hæg. Rigning eða súld á Vesturlandi og á annesjum norðanlands en léttskýjað á Aust- ur- og Suðausturlandi. Hlýtt í veðri. HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðvestanátt og skúrir við norðaustur- ströndina en annars hæg breytileg átt og þurrt. Léttskýjað á Suður- og Austurlandi. Lítið eitt kólnandi í bilí. HORFUR Á FOSTUDAG: Hæg suðvestanátt og aftur hlýtt um allt jand. Lítilsháttar súld vestanlands en annars þurrt og vfða bjartviðri. Svarsimi Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. ▼ Heiöskírt r r r r r r r r Rigning & A A O Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað * r * * * * * r * * r * r * * * Slydda Snjókoma V $ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig Súld Þoka V »tig.. FÆRÐA VEGUM: oai7.30ígær) Sumarfæri er á öllum helstu þjóðvegum landsins. Ekki er vitað um færð á hátendisvegum á norðanverðu landinu. Má þar nefna Sprengisands- veg norðanverðan, sem er: Eyjafjarðarieið og Skagafjarðarleið. Ekki er vitað um færð á Gæsavatnaleið. Kjalvegur og Fjallabaksleiðir nyðri og syðri eru snjólausar og sama er að segja um Lakaveg. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og á grænni línu 99-6315. ' Vegagerðín. m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 11 skýjsð Reykjavík 8 alskýjað Bergen 11 skýjað Helainkl 10 akýjað Kaupmannaböfn 11 skýjaö Narssarasuaq 7 rigning Nuuk 2 alskýjað Ósló 9 skýjað Stokkhólmur 11 skýjað Þórsböfn 10 skýjað Algarve 23 heiðsklrt Amsterdam 10 rigning og súld Barcelona 20 skýjað Berlín 9 alskýjað Chicago 8 heiðskírt Feneyjar vantar Frankfurt 13 skýjað Glasgow 12 skýjað Hamborg 11 alskýjað London 14 skýjað LosAngeles vantar Lúxemborg 10 súld Madríd 18 iéttskýjað Malaga 25 léttskýjað Mallorca 20 alskýjað Montreal 2 léttskýjað New York 7 skýjað Orfando 16 léttskýjað París 10 alskýjað Madeira 21 skýjað Róm vantar Vín 18 skýjað Washlngton 10 hálfskýjað Winnipeg 12 léttskýjað Morgunblaðið/Alfons Færeyski sjómaðurinn fluttur um borð í þyrluna á Rifí. Landhelgisgæslan Veikur sjómað- ur fluttur suður ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var kölluð til aðstoðar Eldeyjar- boða GK þar sem skipið var statt á veiðum á Breiðafirði á sunnu- dag. 37 ára gamall færeyskur sjómaður um borð þjáðist af kviðsliti og þurfti hjálp. Er þyrlan kom yfír skipið um klukkan 13.37 var svo mikil ókyrrð í veðri og veltingur á sjón- um að ekki var talið óhætt að hífa sjómanninn um borð í þyrl- una. I staðinn var læknir þyrl- unnar látinn síga niður í skipið og því síðan stefnt til Rifshafnar á Snæfellsnesi. Er Eldeyjarboði kom til Rifs beið þyrlan á flug- vellinum eftir sjómanninum og flaug með hann suður til Reykja- víkur. Var sjómaðurinn kominn á sjúkrahús ekömmu eftir klukk- an 18. Líðan hans mun eftir at- vikum góð. Loðnu- og síldveiði Tregt á miðunum TREG veiði var á loðnu- og síld armiðunum um helgina. Teitur Stefánsson, framkvæmda- stjóri Féiags fískmjölsframleiðenda, sagði að tregt hefði verið á loðnu- miðunum undanfarna daga. „Þeir verða varir við mikla loðnu en hún er dreifð og iliveiðanleg," sagði Teitur í samtali við Morgunblaðið. Aðeins var landað 4.245 tonnum fyrstu 4 daga mánaðarins, 1.000 tonnum í Grindavík, 2.700 tonnum á Siglufirði, 200 tonnum í Krossa- nesi og 300 tonnum á Þórshöfn. Alls eru 18 skip á loðnuveiðum um 90 mflur norður af Skagafirði. Hóimaborgin SU var eitt af þeim 4 skipum sem voru á síldveiðum í fyrrinótt. Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri, sagði að veiðst hefðu 10-100 tonn í kasti og veiðst hefði 450 tonn í ferðinni. Vantar þá 1.000 tonn upp { fullfermi. Aðspurður sagði Þorsteinn að síldin væri mjög góð en dreifð. Lóðningar væru litlar en töluvert af þeim. Þorsteinn sagði að ákveðið hefði verið að fara á síld vegna þess að ékkert hefði ver- ið að hafa á loðnumiðunum. Hann sagðist þó ekki búast við að verða lengi í síldinni þar sem kvóti skips- ins væri lítill. í gær kom Þórsham- ar með sfld til Norðfjarðar og Sig- hvatur Bjamason til Eyja. ----» ♦ ♦---- Málverkauppboð Gallerí Borgar Kjarvalfór á nær 1,4 millj. MÁLVERK eftlr Jóhannes Kjarv- al, Huldufólk, seldist á tæpar 1.400 þúsund krónur á uppboði Gallerí Borgar á Hótel Sögu sl. sunnudag. Er það uppnoðsverðið að viðbættum listaskatti. Boðin voru upp verk m.a. eftir Kjarval, Ásgrím Jónsson, Þórarinn B. Þor- láksson, Nínu Tryggvadóttur og Erró. Boðnar voru upp 84 myndir í uppboðinu. Bonnie og Clyde eftir Erró fór á 280 þúsund kr., Módel eftir Gunnlaug Blöndal fór á 600 þúsund kr., Uppstilling eftir Þorvald Skúlason fór á 430 þúsund kr. 10% leggjast ofan á kaupverð myndanna sem renna í höfundarsjóð. Skák Tveir íslendingar á útsláttarmót 1 Tilburg TVEIR íslenskir stórmeistarar, Jóhann Hjartarson og Margeir Pét- urssop, taka þátt í útsláttarskákmóti sem haldið verður í Tilburg í Hollandi. Alls taka 112 stórmeistarar þátt í mótinu, þar af 80 af 100 stigahæstu skákmönnum heims. Þekktustu keppendurnir eru Karpov, Ivantsjúk, Timman, Short og Anand. Mótið fer þannig fram, að 16 stigahæstu skákmennirnir sitja hjá í fyrstu umferð, en hinir 96 tefla fyrst tvær skákir með fullum um- hugsunartíma en fáist ekki úrslit í þeim tefla þeir styttri skákir þar til annar sigrar. Sá fer áfram I aðra umferð mótsins og síðan koll • af kolli þar til einn stendur eftir sigurvegari. Fyrsta umferð mótsins hefst á fimmtudaginn en önnur umferð á sunnudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.