Morgunblaðið - 06.10.1992, Side 18

Morgunblaðið - 06.10.1992, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 AÐ MARKA SPOR Békmenntir Jenna Jensdóttir IL GREIN Mánudaginn 7. september voru yfír 500 manns saman komin í Haus am Kollnischen Park, stóru ráðstefnuhúsi í Austur-Berlín, sem flokkurinn hafði áður átt en var nú í eigu ríkisins. Virtust húsakynnin vart öðrum lík hvað stærð og fullkomnun innanhúss snerti. Veggspjöld, myndir úr bama- bókum, bækur á langborðum og í hillum blöstu við gestum í víð- áttumiklum efri forsal. Þar voru einnig afhent ráðstefnugögn. Fréttastofa „pressunnar" blasti þar við. í forstofu niðri hafði starfsfólk frá Rauða krossi aðset- ur. Og þama í efri forsal trónaði Gosi, í fullri líkamsstærð, sem nokkurs konar lukkutröll ráð- stefnunnar og hver gestur fékk einnig iitla Gosafígúru með gögn- unum. Stór matsalur var inn af forsal og til hliðar var sjálfur ráðstefnu- salurinn sem rúmaði sæti fyrir mun fleiri en 500 manns. Myndlist, tónlist og orðlist sameinuðust á stóm sviði. Allt þetta baksvið bamabókmennt- anna gerði andrúmsloftið friðsælt og vinalegt. Það snart innstu strengi er kunnuglegt verk eftir Mozart barst frá stórri hljómsveit á sviðinu, þar sem hver hljóm- sveitarmaður var klæddur skraut- legum búningi með parruk á höfði. Var þetta yfírborð? Sauð hvergi undir niðri þegar rithöf- undur frá Bandaríkjunum, rithöf- undur frá írak og myndlistarmað- ur frá Tékkóslóvakíu sátu hjá forustumönnum ráðstefnunnar á sviðinu og biðu þess að æðstu bamabóka- og myndlistarverð- laun í heimi yrðu afhent. En það var á hreinu að tilfínningin fyrir því að vera íslendingur og þekkja hvorki „vopn né blóð“ blandaðist hlýju til hvers þess einstaklings sem skapaði svo góða list að slík verðlaun hlaut verka sinna — sama hverrar þjóðar sá var. Ráðstefnustjórinn Renate Raecke hóf fyrst mál sitt, síðan töluðu formaður dómnefndar og forseti Ibby — sem öll settu úrval bamabóka (og myndskreytinga) á bekk með bestu heimsbók- menntum. Ronald Jobb forseti afhenti síð- an Virginiu Hamilton H.C. And- ersen verðlaunin 1992. Rithöfundurinn Virginia Hamilton er fædd í Ohio í Banda- ríkjunum 1936. Hún nam bók- menntasögu við Ríkisháskólann í Ohio. Síðan nam hún sagnaritun við New School for Social Rese- arch í New York. Virginia Hamilton settist að í Ohio og er einnig þekkt sem kennari og greinahöfundur. Hún hefur skrifað 27 bamabækur og 15 skáldsögur. Bækur hennar þykja iýsa mikilli þekkingu og næmum skilningi á mannlegum tilfinningum, skrifaðar á ljóð- rænu, litríku máli. Hún hefur hlotið næstum öll verðlaun og viðurkenningar sem veitt hafa verið í fylki hennar. Skáldsaga hennar, M.C. Higgins (1974) hef- ur verið þýdd á mörg tungumál m.a. japönsku. Bækur hennar um samskipti hvítra og svartra í Ameríku og misjöfn kjör þeirra hafa þó vakið mesta athygli. I B BY BERUN 19 9 2 Engin bóka hennar hefur verið þýdd á íslensku. Myndlistarkonan Kveta Pacovsk frá Tékkóslóvakíu tók síðan á móti verðlaunum fyrir myndskreytingar. Hún er fædd í Prag 1928. Stundaði nám við Listaháskólann þar og hefur bæði unnið að málaralist og grafík auk þess að myndskreyta bækur, m.a. yfir fímmtíu bamabækur. Mynd- skreytingar hennar vekja alls staðar athygli og eru vel þekktar í mörgum löndum, enda hefur hún hlotið nokkur alþjóðaverðlaun, auk verðlauna í heimalandi. íraninn Hooshang Moradi Kermani hlaut auka bókmennta- verðlaun Ibby 1992. Hann hefur tvisvar áður verið á Honour lista. Hann er fæddur 1944 í sveita- þorpi nálægt Kerman í íran. Hann lauk prófí í ensku og bók- menntum í Theheran og gerðist síðar starfsmaður heilbrigð- isráðuneytisins þar. Hann hefur skrifað 9 bækur fyrir böm og unglinga. Einkum hafa þó smá- sögur hans gert hann þjóðfræg- an. Hefur hann hlotið mikið lof fyrir hve vel honum hefur tekist að lýsa hinu stranga lífi bænd- anna í fjallaþorpunum og fátækt- inni, um leið og hann leggur áherslu á lífsgildi mannsins. Bamabækur hans eru sagðar Hooshang Moradi Kermani gefa góða innsýn og svo skiljan- legar bömum að þau geta sjálf fært sig og séð inn í hið erfiða bændalíf í Iran — líf sem höfund- urinn ólst upp við. í lok virðulegrar athafnar þökkuðu verðlaunahafar og ungl- ingahljómsveit með alla stórkost- lega tækni nútímans Iék við mik- inn fögnuð viðstaddra. Gaman var að sjá og skoða hinar geysimörgu barnabækur á borðunum, sem flestar vora á þýsku, þótt margar væra á ensku og öðram málum. Það var hrífandi að sjá bók Iðunnar Steinsdóttur, Gegnum þyrnigerðið, meðal þeirra bóka er voru á heiðurslista Ibby 1992. Bæði var bókin viðameiri en flest- ar hinna og fyrir þann sem skrif- aði ritdóm um hana heima á ís- landi lék enginn vafi á að þarna var saga um áhugavert efni, sem einkenndist af innsæi og listrænni frásögn á vönduðu máli. Efi sótti á um það að hér væra aðrar barnabækur betri. Bókin er vænt- anleg hjá þýsku útgáfufyrirtæki, sem gefur út úrval bamabóka. Rithöfundamir Kristín og Ið- unn Steinsdætur gáfu líka ungum Þjóðveijum innsýn í snjallar, ís- lenskar bamabækur er þær lásu Kveta Pacovsk Virginia Hamilton upp í skólum í Berlín við sérlega góðar undirtektir. Áhuga þeirra er sáu og skoð- uðu vöktu tvær ágætar barnabækur (útkomnar á þýsku) eftir Andrés Indriðason, sem meðferðis vora. Vonandi fá þýsk börn í tveim skólum að kynnast þeim í vetur. Pési á ensku með samantekt Ibby á íslandi, yfir íslenskar barnabækur útgefnar 1991, hvarf eins og dögg fyrir sólu við hliðina á pésum margra annarra þjóða, sem sumir hvetjir lágu eftir næsta ósnertir. Heimspekin, þrosk- inn o g farsældin Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson Kristján Kristjánsson: Þroska- kostir, Rannsóknastofnun í sið- fræði, 1992, 266 bls. Ritdómara er alltaf nokkur vandi á höndum að ijalla um góða bók. Þetta á ekki sízt við góða heimspeki- bók, sem er full af andlegu fjöri, skemmtilegum, rökstuddum skoðun- um og vel hugsuðum kenningum. Mér er nefnilega svo farið að vilja reyna góðar kenningar og sjá, hvort á þeim fínnast snöggir blettir. Hætt- an er síðan sú að eyða ritdómnum í að skoða snöggu blettina en gleyma hinu, sem vel er gert og skemmtilegt. Bók Kristjáns Kristjánssonar, Þro- • skakostir, sem er nýkomin út, hefur alla kosti góðrar bókar. Hún er skemmtileg, barmafull af andlegu fjöri, rökstuddum, djörfum skoðun- um um hvaðeina, sem mestu máli skiptir í mannlegu lífí. Svo er hún skrifuð á svo fjölbreytilegu og fáguðu máli, að hún verður á köflum stíl- nautn. Ég ákvað að stilla mig um að reifa eitt og annað, sem kannski orkar tvímælis, en rekja kosti bókar- innar í þessum ritdómi. Bókin á ekk- ert annað skilið. Kristján Kristjánsson er lesendum Morgunblaðsins að góðu kunnur. Hann hefur öðra hvoru birt ítarlegar greinar í Lesbók blaðsins um hugðar- efni sín og einnig í Morgunblaðinu. Kannski taka menn ekki eftir því, sem vel er gert nú á dögum, en þeir hefðu átt að veita þessum greinum athygli vegna þess að til þeirra var vandað á allan hátt. Nú hefur Krist- ján safnað í eina bók þessum greinum og ýmsum fleirum, sem sumar hafa birzt í ritum eins og Skími og Nýjum menntamálum, en nokkrar eru áður óprentaðar. Það á við um mig, að ég las flest- ar þessar greinar, þegar þær birtust. Þær era því eins og gamlir kunningj- ar, sem maður hafði ekki séð nokkra hríð, en birtast nú allt í einu aftur. Bara vegna þess, að ritgerðirnar birt- ast allar saman í einni bók, bregða þær birtu hver á aðra og ýmislegt í þeim verður skýrara og ljósara en áður. Það vill oft verða svo, að ritgerða- söfn verða nokkuð ósamstæð, sem er ýmist kostur eða galli. Um þetta safn gildir, að það er merkilega sam- fléttað. Þannig er nýjasta greinin um alhliða þroska nátengd fyrstu grein- inni í safninu um siðferðilega hlut- hyggju, sem er elzt. En hver er þessi heildarhugsun, sem ofín er i þessum greinum? Mér virðist hún líta ein- hvem veginn svona út: siðferði er ekki háð munnmetum ólíkra einstak- linga og staðhæfíngar um það eru sannar eða ósannar eftir atvikum, rétt eins og staðhæfíngar um hinn efnislega veraleika. Þetta er nátengt algildri reyndarkenningu um mann- eðlið sem fullnun þeirra kosta, er búa í hveijum og einum. Þessu fylgir síð- an farsældarkenning um gott og illt og rétt og rangt: verknaður er réttur að svo miklu leyti, sem hann stuðlar að farsæld en rangur að svo miklu leyti, sem hann kemur í veg fyrir hana. Þessar hugmyndir eru síðan út- færðar sérstaklega fyrir menntun og þroska. Kristján fjallar einnig um heilindi, sjúkdómshugtakið og alkó- hólisma og túlkun á siðaboðskap ís- Krislján Kristjánsson lendingasagna. Ég hygg, að ýmis útfærsluatriðin séu umdeilanleg, þótt þau séu prýði- lega rökstudd í bókinni. Ég þykist vita, að ýmsir eigi erfitt með að sætta sig við þá skoðun höfundar, að alkóhólismi sé ekki sjúkdómur heldur breyzkleiki. Sömuleiðis hafa skoðanir hans á ýmsum nýjungun í skólastarfí og kenningum um skóla- starf vakið deilur. Honum hefur jafn- vel verið núið því um nasir, alsaklaus- um, að vera þý íhaldsins í iandinu, jafnvel að hann væri fijálshyggju- maður, en meiri ógæfa getur vart hent nokkum mann, að því er virð- iSt. En ég held, að öllum, sem lesa þessa bók óspilltum augum, eigi að vera ljóst, að skoðanir höfundarins í þessum efnum ráðast af rökum máls- ins. Mér virðist raunar, að Kristján hafí á réttu að standa í deilum sínum um alkóhólismann og kennslumálin. Það er ástæða til að nefna upp- byggingu bókarinnar, en fyrri hluti hennar er greinar, sem eru almenn- ari og fræðilegri, en þær, sem á eft- ir koma. Lesendur ættu ekki að láta þetta fæla sig frá lestrinum. í þessum fyrri hluta langar mig til að nefna tvær ritgerðir sérstaklega. Sú fyrri er „Frelsi og nytsemd“, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins upphaf- lega. Þar er fjallað um túlkun á skoð- unum Johns Stuarts Mills og þá spumingu, hvort frelsisreglan stang- aðist á við nytsemdarlögmálið, en þetta tvennt er hvorutveggja grund- vallaratriði í kenningakerfi Mills. Svar Kristjáns er, að Mill sé sjálfum sér samkvæmur. En það er sérstök ástæða til að benda lesendum á, hve fimlega og örugglega er farið með flókið efni í þessari grein. Sama á við um greinina „Nytjastefnan", sem birtist í Skími upphaflega, en sú grein er alveg áreiðanlega það bezta, sem hefur verið ritað um nytjastefnu á íslenzku. Það er einnig rétt að nefna, að á nokkrum stöðum er vikið að austur- lenzkri heimspeki í þessari bók, sem er óvenjulegt í bókum nútíma heim- spekinga. Þar er rökrætt af umtals- verðum lærdómi um nokkrar undir- stöðuhugmyndir í þeim fræðum og rakið, hvernig þær tengjast fornri heimspeki í vestrænni hefð. Eitt einkenni þessarar bókar vona ég að falli almennum, íslenzkum les- endum vel í geð. Það er sú hneigð höfundar, að tengja mál sitt ís- lenzkri hefð og íslenzkum höfundum. Þetta kemur bæði fram í því að reglu- lega er vitnað til íslenzkra höfunda, sem hafa fjallað um sama efni, og í því, hvemig tilvísanir í íslenzka bók- menntahefð eru felldar inn í textann. Þetta gengur þó skýrast fram af auðugu og fjölskrúðugu málfari höf- undar, sem sumum fínnst kannski jaðra við sundurgerð eða ofhlæði, en það væri ósanngjamt mat. Við skulum taka dæmi úr ritgerð um heimsku: „Fáráðurinn, hrekk- leysinginn, heimóttin, þverúðarsegg- urinn, dúllarinn og flathyggjumaður- inn eru allt heimskingjar en þeir eru heimskir hver á sinn hátt. Hinum þrem fyrmefndu er ekki sjálfrátt um fákænsku sína og þjá þeim er hún því fremur vorkunnar- en ámælis- verð.“ (Bls. 236.) Þetta er kjamyrt og fjölskrúðugt málfar, sem skyggir aldrei á efnið sjálft. Bókin er vel úr garði gerð. Ég fann enga prentvillu í henni. Aftast er nafnaskrá og ritaskrá höfundar. Þetta er í alla staði hin vandaðasta bók og fengur öllum áhugamönnum um íslenzka heimspeki. íslenska óperan Uppselt á Luciu di Lammer- moor um næstu helgi ÓLÖF Kolbrún Harðardóttir, Óperustjóri, er afar ánægð með viðtökur áhorfenda við óperunni Lucia di Lammermoor eftir Doniz- etti. Óperan var frumflutt í fs- lensku óperunni síðastliðið föstu- dagskvöld og er nú þegar uppseit á báðar sýningamar um næstu helgi. Olöf Kolbrún sagði að áhorfendur um helgina hefðu tekið óperunni afar vel og um leið og hún hefði farið að spyijast út hefði eftirspum aukist. Þannig væri uppselt á báðar sýning- amar um næstu helgi, á föstudag og sunnudag. Þess má geta að ekki era fastir áskrifendur á sýningar. Ólöf sagði að þátttakendur í sýn- ingunni hefðu allir staðið sig mjög vel og ef vel væri að henni staðið væri hún þess eðlis að fólk heillaðist af tónlistinni. Því fyndist það hafa heyrt eitthvað af henni áður og kann- aðist við sumt. „Óperan er einn af konfektmolunum í verkefnavalinu," sagði Ólöf Kolbrún en í máli hennar kom fram að fólk á öllum aldri hefði ánægju af sýningunni og ekki síst böm. Hún var ánægð með eftirspum á sýninguna og kvaðst vona að aðsókn yrði góð í vetur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.