Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLMI HANNES JÓNSSON fyrrv. skrifstofustjóri, Fornhaga 17, andaðist í Borgarspítalanum laugardaginn 3. október. Ágústa Júliusdóttir, Pétur Pálmason, Elín Pálmadóttir, Sólveig Pálmadóttir, Árni Jón Páimason, Helga Pálmadóttir, tengdabörn og barnabörn. + Elsku drengurinn okkar, bróðir og mágur, ÓLAFUR GUÐNI FRIÐRIKSSON, lést á heimili sínu föstudaginn 2. október. Hulda Bára Jóhannesdóttir, Friðrik Bogason, Jóhannes Gestur Friðriksson, Lovfsa Shen, Bogi Þórarinn Friðriksson, Magnea Kristín Jakobsdóttir. + Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir, BRYNHILDUR SIGÞÓRSDÓTTIR, Háaleitisbraut 34, lést laugardaginn 3. október í Landspítalanum. Haraldur Sigurðsson, Anna Snjólaug Haraldsdóttir, Þorgeir Pálsson, Gunnar Haraldsson, Ásta Benný Hjaltadóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLÖF RAGNARSDÓTTIR, frabakka 10, lést í Landspítalanum laugardaginn 3. október. Ragnar Guðlaugsson, Erna Martinsdóttir, Rósa Martinsdóttir. + Ástkær faðir okkar, MAGNÚS EIRÍKSSON fyrrum bóndi á Skúfslæk, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands 2. október. Börn hins látna. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVALDUR HALLGRÍMSSON, Kaupvangsstræti 3, Akureyri, andaðist 4. október. Sigriður Þorvaldsdóttir, Ólafur Larsen, Halla Þorvaldsdóttir, David Jakes, Gunnar Þorvaldsson, Katrín Pálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, GUÐSTEINA SIGURÐARDÓTTIR, Furugerði 1, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum aðfaranótt sunnudagsins 4. október. Ingimar Vigfússon, Kristín Vigfúsdóttir, Steinunn Vigfúsdóttir. + Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðír, afi og langafi, MAGNÚS SNÆBJÖRNSSON, Neðstaleiti 5, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 4. október. Laufey Árnadóttir, Kristinn Magnússon, Auður Böðvarsdóttir, María Magnúsdóttir, Tryggvi Tryggvason, barnabörn og barnabarnabörn. Minning Helga Jónsdóttir Fædd 31. júlí 1895 Dáin 28. september 1992 Okkur langar til að minnast nokkrum orðum vinkonu okkar, Helgu Jónsdóttur, sem er til moldar borin í dag. Kynni okkar við Helgu hófust á æskuslóðum okkar allra, Miðfírði í Húnavatnssýslu, og þau vinabönd sem við tengdumst þar hafa haldist gegnum öll þau ár, sem liðin eru. Við ætlum ekki að rekja ættir né æviferil Helgu, vinkonu okkar, heldur eru þessa línur hugsaðar sem örlítill þakklætisvottur fyrir órofa vináttu. Helga Jónsdóttir var um áratug eldri en við hinar vinkonumar og hafði flutt til Reykjavíkur á undan okkur hinum. Þar giftist hún manni sínum, Guðmundi Magnússyni, sem látinn er fyrir nokkrum ámm, og stofnuðu þau heimili, sem lengst af var á Hverfísgötu 29, en Guð- mundur starfaði um áratugi hjá danska sendiráðinu, með Helgu sér við hlið. Myndarskap Helgu var við- brugðið, hvort sem um var að ræða matargerð, saumaskap, eða annað sem að heimilishaldi lét. Fyrir meira en hálfri öld voru það mikil viðbrigði fyrir ungar sveita- stúlkur að flytja til höfuðborgarinn- ar, en heimili þeirra hjóna stóð okk- ur alltaf opið, og Helga og Guð- mundur voru alltaf reiðubúin til að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að létta undir með okkur. Sá vinar- hugur sem Helga sýndi okkur þá, er okkur ofarlega í huga í dag. Sem lítið dæmi má nefna að þegar ein okkar eignaðist bam, sem veiktist alvarlega á fyrsta ári, þá kom Helga óbeðin til hennar og dvaldi nokkum tíma hjá henni til að létta undir. Heimsóknir okkar á Hverfísgöt- una urðu margar í gegnum árin, og það var alveg sama hvenær kom- ið var, alltaf fóm gestir þaðan end- umærðir bæði á sál og líkama. Gestrisnin var Helgu í blóð borin, enda var oft mannmargt hjá henni, og þaðan fór enginn án hlýrra orða og blessunar, svo ekki sé minnst á góðgerðimar. Makar okkar og böm vom einnig ávallt aufúsugestir hjá Helgu og Guðmundi og bömum þeirra þrem, Magnúsi, Pétri og Rögnu. Nú, þegar vinkona okkar, Helga Jónsdóttir, er komin yfír móðuna miklu, til síns kæra Guðmundar, og Krists sem hún trúði á af sann- færingu, viljum við með þessum fátæklegu orðum reyna að þakka vináttu hennar, sem hefur yljað okkur gegnum árin, og vottum bömum hennar og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Það er gott að minnast Helgu Jónsdóttur, verka hennar og orða — hver sem á slíkar minningar er ekki fátækur. Hulda, Svanborg og Junna. t MARTA JÓNSDÓTTIR, Skipasundi 74, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 3. október. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. október kl. 10.30. Sigrún Helgadóttir Hallbeck, Eric Hallbeck, Sigurður St. Helgason, Guðrún Matthíasdóttir, Margrét Helgadóttir, Hafþór V. Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, MAGNHILDAR INDRIÐADÓTTUR frá Drumboddsstöðum. Guð blessi ykkur alltaf. Sveinn Kristjánsson, Svavar Ásmundur Sveinsson, Laufey Eiríksdóttir, Ragnhelður Sveinsdóttir, Guðrfður Sveinsdóttir, Pétur Gauti Hermannsson, Gfsli Rúnar Sveinsson, Sigurveig Helgadóttir, Baldur Indriði Sveinsson, Betzy Marie Davfðson og barnabörn. + Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, áðurtil heimilis á Sogavegi 194, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, sunnudaginn 4. október. Ragnar Þorsteinsson, Baldur Ragnarsson, Þórey Kolbeins, Gyða Ragnarsdóttir, Árni Steinsson, Aldís Ragnarsdóttir, Nanna Ragnarsdóttir, Ragnar Aðalsteinn Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GRÉTAR SVEINBERGSSON bifreiðastjóri, Skúlabraut 27, Blönduósi, lést 2. október sl. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Steingrfmsdóttir, Steingrfmur Albert Grétarsson, Esther Arnardóttir, Guðlaug Grétarsdóttir, Auður Sandra Grétarsdóttir, Grétar Bragi Steingrfmsson. Látin er í Reykjavík, amma mín, Helga Jónsdóttir, Dalbraut 27, á 98. aldursári. Hún var fædd 31. júlí 1895 á Kollafossi í Vesturárdal í Vestur-Húnavatnssýslu, dóttir hjónanna Júlíönu Jónsdóttur og Jóns Jónssonar, sem bjuggu lengst af á Búrfelli í Miðfírði og þar ólst Helga upp ásamt sex systkinum sínum sem öll eru látin. Bjuggu bræður hennar Pétur og Guðjón lengi á Búrfelli eftir foreldra sína og stofnuðu eitt fyrsta og stærsta refabú í Húnavatnssýslu. Einnig voru þeir einna fyrstir bænda þar um slóðir til að virkja bæjarlækinn til rafmagnsframleiðslu. Helga fór ung úr foreldrahúsum og lagði stund á saumaskap í Reykjavík og alla ævi var hún mik- il handavinnukona. Hún giftist 4. október 1924 Guðmundi Magnús- syni, sem þá var umsjónarmaður í danska sendiráðinu við Hverfísgötu og var þá gjaman kallaður Guð- mundur hjá sendiherranum, enda var lengst af 41 árs ferils hans í danska sendiráðinu enginn sendi- herra búsettur hérna nema danski sendiherrann. Eftir að Guðmundur hvarf úr sendiráðinu, sjötugur að aldri, starfaði hann í nærri 20 ár hjá Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar og hætti ekki þar fyrr en 89 ára gamall. Hann lést 13. maí 1985 á 93. aldursári. Þau Helga og Guðmundur eign- uðust tvo syni, Magnús, fyrrverandi sóknarprest í Grundarfirði sem kvæntur er Áslaugu Sigurbjöms- dóttur og Pétur, verkfræðing, fram- kvæmdastjóra hjá Fjarhitun hf., sem er kvæntur Steinunni Ólafs- dóttur. Enn fremur áttu þau kjör- dóttur, Rögnu, sem er gift Anthony Moyer og búa þau í Bandaríkjunum. Þá ólu þau upp dóttur Rögnu Helgu Júlíönu, sem gift er Þorvari Haf- steinssyni, hljóðupptökumanni. Eftir að þau hurfu úr sendiráðinu bjuggu þau á ýmsum stöðum í borg- inni, uns þau fengu íbúð á dvalar- heimili aldraðra við Dalbraut, en Guðmundur naut þess ekki nema fáa mánuði en Helga hefur dvalist þar í einstaklingsíbúð sl. 7 ár og var mjög ánægð með hlutskipti sitt þar. Við amma áttum sama afmælis- dag 31. júií og héldum oft upp á hann saman nú síðast í júlí sl. en amma átti þau 97 ára afmæli. í þessu afmæli vildi svo skemmtilega til að næstum öll bama- og barna- bamabömin vom saman komin til að samfagna henni. Á árum áður komu Helga amma og Guðmundur afí oft í heimsókn til Grundaríjarð- ar og þá gjaman í kringum afmæl- ið mitt. Var það jafnan mikið til- hlökkunarefni og em þessar heim- sóknir kær bemskuminning. Helga var sívinnandi alveg fram yfir 97 ára afmælið og pijónaði fjöldann allan af vettlingum sem þóttu fallegir og vom mjög eftir- sóttir. Nutum við barnabömin góðs af og einnig bömin okkar. Þá mun- aði um hana í basarstarfí KFUK og síðast í fyrra saumaði hún út jóladregil eins og hún hafði gert í mörg ár. Hún naut alla tíð góðrar sjónar og heymar og var dugleg að sækja fundi og fara í ferðalög, t.d. fór hún í vorferð með Parkinsonssamtökun- um ásamt foreldmm mínum í júní sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.