Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 Álitsgerð um mál Eðvalds Hinrikssonar HÉR fer á eftir álitsgerð, sem Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor, og Eiríkur Tóm- asson, hæstaréttarlögmaður, hafa tekið saman að beiðni Þorsteins Pálssonar dóms- málaráðherra vegna ásakana Simon Wies- enthal-stofnunarinnar á hendur Eðvald Hin- rikssyni. 1. Inngangur. í tilefni af þeim ásökunum, sem fram koma í bréfi Simon Wiesenthal stofnunarinnar til forsætisráðherra íslands, Davíðs Oddssonar, dagsettu 18. febrúar sl., í garð Eðvalds Hinriks- sonar (áður Evalds Mikson), höfum við undirrit- aðir tekið saman eftirfarandi álitsgerð um málið, að beiðni dómsmálaráðherra, Þorsteins Pálssonar. í bréfi þessu er Eðvald m.a. sakaður um óhæfuverk í garð gyðinga og annarra borg- ara í Eistlandi í heimsstyijöldinni síðari, þ. á m. er honum gefið að sök að hafa tekið suma þeirra af lífi. í bréfi stofnunarinnar tii dómsmálaráðherra, dagsettu 23. febrúar 1992, er í fyrsta lagi spurst fyrir um hvaða íslensk lagaákvæði gildi um þá háttsemi sem stofnunin sakar Eðvald um, í öðru lagi hvort rannsókn á hendur honum geti hafíst á íslandi ef þessar ásakanir væru nægum gögnum studdar, í þriðja lagi hvort unnt sé að framselja hann til Eistlands, til Sovétríkjanna eða til ísraels og loks í fjórða lagi hvort unnt sé að lögsækja hann fyrir brot á íslenskri innflytjendalöggjöf. Með bréfí dómsmálaráðuneytisins, dagsettu 1. mars sl., var okkur undirrituðum falið að veita lögfræðileg svör við fyrrgreindum spurn- ingum og jafnframt að láta í ljós álit okkar á því hvort rétt sé eða skylt að hefja hér á landi opinbera rannsókn á hendur Eðvald á grund- velli þeirra gagna sem okkur hafa borist. Hins vegar viljum við taka sérstaklega fram að við höfum ekki rannsakað sjálfstætt þær ásakanir, ‘sem bomar eru á Eðvald, enda teljum við okk- ur ekki hafa heimild til þess að framkvæma slíka rannsókn. Við samningu greinargerðar- innar höfum við stuðst við eða haft hliðsjón af eftirgreindum gögnum: A. Gögnum frá dómsmálaráðuneytinu um það hvenær Eðvald Hinriksson kom hingað til lands, hvenær og með hvaða hætti honum var veitt landvistarleyfí og síðar íslenskur ríkis- borgararéttur. B. Bréfum Simon Wisenthal stofnunarinnar til forsætisráðherra og dómsmálaráðherra ásamt ljósrituðum gögnum, sem stofnunin hef- ur sent forsætisráðherra með bréfí, dagsettu 10. júní sl., en þar er annárs vegar um að ræða skjöl úr þjóðskjalasafninu í Tallinn í Eist- landi og hins vegar skjal úr skjalasafni fínnsku ríkislögreglunnar, sbr. lista yfír skjölin sem fylgdi bréfínu. C. Greinargerð Eðvalds Hinrikssonar, dag- settri 24. febrúar 1992, ásamt gögnum, er hann hefur sent dómsmálaráðherra, þ. á m. ljósrit af yfírheyrslum yfír honum sjálfum og fjölmörgum öðrum vitnum fyrir sænskum yfír- völdum árið 1946. Ennfremur greinargerð hans, dagsettri 9. september 1992, ásamt fjöl- mörgum fylgiskjölum, þ. á m. blaðaúrklippum og bréfum, en greinargerð þessi barst okkur frá lögmanni Eðvalds, Gunnari Guðmundssyni, héraðsdómslögmanni. D. Upplýsingum um löggjöf um stríðsglæpi og skyld afbrot frá ýmsum löndum, svo og upplýsingum um meðferð sambærilegra mála í sumum þeirra. E. Fræðiritum og fræðigreinum, jafnt inn- lendum sem erlendum, um refsirétt og þjóðarétt. Álitsgerðinni er skipt í þijá hluta, auk þessa inngangskafla. í öðrum kafla er gerð grein fyrir þeim ákvæðum í íslenskum lögum og þjóð- réttarheimildum sem málið kunna að varða. Í þriðja kafla er fjallað um atvik málsins, miðað við þau gögn sem fyrir liggja, og sakargiftir á hendur Eðvald Hinrikssyni. Loks eru í fjórða kafla dregnar saman helstu niðurstöður. 2. íslensk lög og þjóðréttarreglur 2.1. íslensk refsilögsaga. Réttarreglur um refsilögsögu íslenska ríkis- ins er að finna í I. kafla almennra hegningar- Iaga nr. 19, 12. febrúar. 1940, með síðari breyt- ingum. f refsilögsögu ríkis felst jafnt vald til þess að setja refsilög og vald til þess að fram- fylgja slíkum lögum með rannsókn, dómi og fullnustu refsingar. Meginreglan um refsilögsögu íslenska ríkis- ins kemur fram í 4. gr. alm. hgl., en þar segir að refsað skuli eftir íslenskum hegningarlögum fyrir (a) brot framin innan íslenska ríkisins og (b) brot framin á íslenskum skipum eða í ís- lenskum loftförum, hvar sem þau hafa þá ver- ið stödd. Til viðbótar þessari reglu er að finna aðrar reglur, sem rýmka lögsögu íslenska ríkis- ins, þ. á m. er að fínna slíka reglu, svonefnda þegnreglu, í 5. gr. alm. hgl. I 1. mgr. 5. gr. alm. hgl. segir orðrétt: „Fyr- ir verknað, sem íslenskir ríkisborgarar eða menn, búsettir á íslandi, hafa framið erlendis, skal refsað eftir íslenskum hegningarlögum: 1. Ef brot er framið á stað, sem refsivald annaira ríkja nær ekki til að þjóðarrétti, og var þá jafnframt refsivert eftir lögum heimarík- is sakbomings. 2. Ef brot er framið á stað, sem refsivald annars ríkis nær til að þjóðarrétti, og var þá jafnframt refsivert eftir lögum þess.“ Að þessum skilyrðum uppfylltum skal, sam- kvæmt þessu ákvæði, refsa íslenskum ríkis- borgurum eftir íslenskum refsilögum án tillits til þess hvar brot var framið. Ekki skiptir máli hvort sá, sem brot hefur framið, hefur verið íslenskur ríkisborgari þegar hann framdi brotið, heldur er miðað við það hvort sakbom- ingur sé íslenskur ríkisborgari þegar mál er höfðað, sbr. orðalagið „hafa framið erlendis" í fyrrgreindu lagaákvæði. (Sjá nánar Alþingistíð- indi 1939 A, bls. 355.) Sú regla, að íslenskum ríkisborgurum skuli refsað eftir íslenskum refsi- Iögum, er nátengd þeirri reglu, sem fram kem- ur í 2. gr. laga nr. 13, 17. apríl 1984, um fram- sal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum, þar sem segir að ekki megi framselja íslenska ríkisborgara til annars ríkis. 2.2. Islensk lagaákvæði um framsal saka- manna. Með framsali sakamanns er átt við það að maður sé fluttur nauðugur og afhentur erlendu ríki vegna refsiverðrar háttsemi sem hið er- lenda ríki sakar manninn um eða hefur ákært eða dæmt hann fyrir. Ríki er almennt ekki skylt að þjóðarétti að framselja til annars ríkis einstaklinga sem búa í ríkinu eða hafa leitað þar hælis, svo sem síðar verður sýnt fram á. Hins vegar ber annað hvort að refsa brota- manni í því ríki, þar sem hann býr eða hann hefur Ieitað hælis í, eða framselja hann til þess ríkis þar sem brot var framið. Viðleitni þjóða til þess að beijast gegn refsi- verðri háttsemi hefur Ieitt til þtss að teknar hafa verið upp reglur um framsal sakamanna og er meginreglan sú, séu skilyrði framsals fyrir hendi, að sakamennn eru framseldir til þess ríkis þar sem brot var framið. Heimildir til framsals geta ýmist verið í landslögum eða í þjóðréttarsamningum milli ríkja. Oftast er hvoru tveggju til að dreifa. Framsal getur ver- ið mjög íþyngjandi fyrir þann, sem það beinist að, og er því óheimilt nema fyrir hendi sé heim- ild í lögum eða þjóðréttarsamningi. Það er sem fyrr segir meginregla íslenskra laga að íslenskum ríkisborgurum skuli refsað eftir íslenskum lögum, en um framsal saka- manna og aðra aðstoð í sakamálum gilda nú lög nr. 13/1984. Lög þessi voru sett vegna fyrirhugaðrar aðildar Islands að samningi Evr- ópuráðsins um framsal sakamanna (ásamt tveimur viðbótarsamningum) og samningi ráðs- ins um gagnkvæma aðstoð í sakamálum (ásamt viðbótarsamningi). Lögin eru byggð á því sjón- armiði, sem að framan greinir, að með fram- sali sé um að ræða alvarlega skerðingu á frelsi einstaklings og ætti það því einungis að eiga sér stað samkvæmt skýrri lagaheimild. Skilyrði laganna um framsal eru ennfremur lágmarks- skilyrði og þess vegna er unnt að hafna beiðni um framsal af ástæðum, sem ekki eru lögfest- ar, ef ekki hefur verið samið um annað með þjóðréttarsamningi. (Alþt. 1983/1984 A, bls. 788 og 790.) í 2. gr. laga nr. 13/1984 segir orðrétt: „Ekki má framselja íslenska ríkisborgara." Sam- kvæmt þessu orðalagi skiptir ekki máli hvort sá, sem brot hefur framið, hefur verið íslensk- ur ríkisborgari þegar brot var framið, sbr. það sem fyrr segir um 1. mgr. 5. gr. alm. hgl. Þá er rétt að vekja athygli á 7. gr. laga nr. 13/1984 sem er svohljóðandi: „í sérstökum til- fellum má synja um framsal ef mannúðarástæð- ur mæla gegn því svo sem aldur, heilsufar eða aðrar persónulegar aðstæður." Um þetta ákvæði segir m.a. svo í greinargerð þeirri sem fylgdi frumvarpi til laganna: „Það má þó fyrir- fram ekki útiloka að upp geti komið tilfelli þar sem þær afleiðingar sem framsal hefur í för með sér fyrir viðkomandi séu í svo miklu ósam- ræmi við málavexti og eðlilega hagsmuni er- lenda ríkisins í að til framsals komi að telja má það ósamræmanlegt mannúðarsjónarmiðum að heimila framsal. — Með hliðsjón af þessum atriðum hafa hin Norðurlöndin gert fyrirvara við Evrópusamning um framsal sakamanna, um að heimilt sé að synja beiðni um framsal ef telja má framsal með tillit til aldurs, heilsu- fars eða annarra persónulegra aðstæðna hafa í för með sér alvarlegar afleiðingar sem eru í fullkomnu ósamræmi við málavexti ... — Þegar í frumvarpinu er talað um „aðrar persónulegar aðstæður" en aldur og heilsufar eru hafðar í huga félagslegar aðstæður mannsins í heild. Við mat á því getur m.a. skipt máli hvort við- komandi á fjölskyldu hér á-landi, hversu lengi hann hefur búið hér og hvort hann reki hér atvinnustarfsemi eða hafí fasta atvinnu. — Við mat á því hvort framsal er í ósamræmi við mannúðarástæður verður að hafa í huga í fyrsta lagi að ekki má beita þeim sjónarmiðum nema í alveg sérstökum tilfellum því annars missir framsalskerfíð gildi sitt í alþjóðlegu samstarfi á sviði afbrotamála og að þeim atriðum sem mæla gegn framsali af framangreindum ástæð- um ber að beita með hliðsjón af þeim hagsmun- um sem erlenda ríkið hefur af framsali, m.a. með tilliti til grófleika afbrotsins og hversu langt er um liðið síðan það var framið." (Alþt. 1983/1984 A, bls. 799.) Samkvæmt því, sem nú hefur verið rakið, telst óheimilt að gildandi íslenskum lögum að framselja íslenska ríkisborgara til annarra ríkja nema fyrir því sé skýr heimild í þjóðréttarsamn- ingi sem lögtekinn hefur verið. 2.3. Fyming sakar að íslenskum rétti og skyld atriði. I 1. mgr. 2. gr. alm. hgl. segir orðrétt: „Hafí refsilöggjöf breyst frá því að verknaður var framinn til þess er dómur gengur, skal dæma eftir nýrri lögunum, bæði um refsinæmi verkn- aðar og refsingu. Aldrei má þó dæma refsingu, nema heimild hafí verið til þess í lögum, þegar verk var framið, og ekki þyngri refsingu en orðið hefði eftir þeim lögum." Samkvæmt 272. gr. alm. hgl. öðluðust lögin gildi sex mánuðum eftir að þau hlutu staðfest- ingu konungs, þ.e. 12. ágúst 1940. Fram að þeim tíma giltu hér á landi almenn hegningar- lög handa Islandi frá 25. júní 1869. Með fymingu sakar er átt við það að réttur til þess að höfða mál á hendur manni fyrir refsi- vert brot sé niður fallinn ef tiltekinn timi er lið- inn frá því að brotið var framið. Reglur um fymingu sakar styðjast öðrum þræði við réttarf- arsástæður, en öflun sönnunargagna og mat á sönnun verður að sjálfsögðu mun erfíðara eftir því sem lengri tími líður frá því að brot var framið. Reglumar styðjast einnig við það sjónar- mið að refsing er ekki talin ná tilgangi sínum þegar langur tími er liðinn frá broti. I 81. gr. alm. hgl., eins og henni var breytt með 5. gr. laga nr. 20, 18. maí 1981, er mælt fyrir um fymingu sakar samkvæmt íslenskum refsilögum. í 4. tl. 1. mgr. segir orðrétt að sök fyrnist „á 15 árum, ef þyngsta refsing við broti er 16 ára fangelsi eða lengra tímabundið fang- elsi.“ Af þessu ákvæði verður dregin sú gagn- ályktun, svo sem skýrt er tekið fram í greinar- gerð með fmmvarpi því, sem varð að lögum nr. 20/1981, að brot, sem ævilangt fangelsi liggur við, séu ekki háð fymingu. (Alþt. 1980-81 A, bls. 324.) Brot þessi em landráð, sbr. 86. og 87. gr. alm. hgl., brot gegn stjóm- skipan ríkisins, sbr. 98. og 100. gr. alm. hgl., bamsrán, sbr. 193. gr. alm. hgl., manndráp, sbr. 211. gr. alm. hgl., mannsrán, sbr. 2. mgr. 226. gr. alm. hgl., og ítrekað rán, sbr. 255. gr. alm. hgl. Þyngri viðurlög lágu við flestum af þessum brotum samkvæmt eldri hegningar- lögum, sbr. 72., 73., 86., 187. og 245. gr. þeirra laga, þó að undanskildum árás á Alþingi, bams- og mannsráni, sbr. 100., 193. og 2. mgr. 226. gr. alm. hgl. Þess má geta að til skamms tíma var lögð allt að ævilangri fangelsisvist við nauðgun, sbr. 194. gr. alm. hgl., en með 2. gr. lága nr. 40, 26. maí 1992 var ákvæðinu breytt og mælt fyrir um að þyngsta refsing fyrir nauðgun skyldi framvegis vera 16 ára fangelsi. í íslenskum lögum er ekki að fínna refsi- ákvæði, sem lúta sérstaklega að stríðsglæpum, glæpum gegn mannkyninu eða þjóðarmorði (hópmorði) (á ensku ,,genocide“), en hugtök þessi eru skilgreind í kafla 2.5.2 hér á eftir. Stríðsglæpir, glæpir gegn mannkyninu og þjóð- armorð teljast því ekki sjálfstæð afbrot (á lat- ínu „delicta sui generis") að íslenskum rétti, heldur ber að beita viðeigandi refsiákvæðum, t.d. ákvæðinu um manndráp í 211. gr. alm. hgl., eftir því sem við á. 2.4. Höfðun opinbers máls að íslenskum rétti. Samkvæmt V. kafla laga um meðferð opin- berra mála nr. 19, 26. mars 1991, sem tóku gildi 1. júlí 1992, er ríkissaksóknari æðsti hand- hafi ákæruvalds nema í þeim undantekningar- tilvikum þar sem mál skal því aðeins höfða að dómsmálaráðherra hafí mælt svo fyrir, sbr. t.d. 97. og 150. gr. aim. hgl. Samkvæmt 1. mgr. 26. gr. laga nr. 19/1991 hefur dómsmálaráð- herra eftirlit með framkvæmd ákæruvalds og getur krafíð ríkissaksóknara skýrslna um ein- stök mál, en ráðherra getur hins vegar hvorki gefíð ríkissaksóknara fyrirmæli um hvort rann- sókn skuli hefja í tilteknu máli né hvemig stað- ið skuli að rannsókn þess. Frá þeirri reglu er gerð smávægileg undantekning í 2. mgr. sömu greinar, en hún skiptir engu máli varðandi það álitaefni sem hér er til úrlausnar. Hlutverk ríkissaksóknara er orðað svo í 1. mgr. 27. gr. laga nr. 19/1991: „Ríkissaksókn- ari skal, eftir því sem unnt er, fylgjast með því að þeir sem afbrot fremja verði beittir lög- mæltum viðurlögum." Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar höfðar ríkissaksóknari opinber mál, önnur en þau sem hann felur öðmm saksókn- umm eða falin eru lögreglustjórum. Svo sem fram kemur í í greininni hvílir sú frumskylda á ákæmvaldinu að höfða mál á hendur manni sem með rökum er borinn þeim sökum að hafa framið afbrot. Þessi skylda er þó takmörkuð af öðrum meginreglum sem gilda um meðferð sakamála samkvæmt íslenskum lögum og þjóðréttarsamningum sem ísland hefur gerst aðili að. Samkvæmt 45. gr. laga nr. 19/1991 hvílir á ákæruvaldinu „sönnunarbyrði um sekt sak- bomings og atvik, sem telja má honum í óhag“. Sama regla kemur fram í 2. mgr. 6. gr. Evrópu- ráðssamningsins um vemdun mannréttinda og mannfrelsis. Það leiðir af þessari meginreglu að ákæmvaldið höfðar því aðeins mál að fyrir liggi sönnunargögn í málinu sem séu nægileg eða líkleg til sakfellingar. Leiki vafí á sekt þess manns, sem sökum er borinn, er mál fellt niður, a.m.k. að svo stöddu, sbr. 76. og 112. gr. laga nr. 19/1991. í sumum ríkjum ber ákæruvaldinu skylda til þess að höfða mál ef það telur, miðað við þau sönnunargögn sem fyrir liggja, að sakborning- ur verði fundinn sekur fyrir dómi, lögmætisregl- an („legalitets princippet"). í rétti margra ann- arra ríkja, þ. á m. í íslenskum rétti, gildir þó önnur regla, þ.e. heimildar- eða matsreglan („opportunitets princippet"). Þannig er ríkis- saksóknara heimilt samkvæmt íslenskum lög- um að falla frá saksókn þó að hann hafi kom- ist að þeirri niðurstöðu að maður hafí framið afbrot og verði fundinn sekur fyrir dómi ef atvik máls eru mjög sérstök og óvenjuleg. Heimildar- eða matsreglan tekur m.a. mið af því að markmið refsingar eigi fyrst og fremst að vera tvíþætt, að vama því að aðrir fremji afbrot og að koma í veg fyrir að sami maður fremji afbrot að nýju, en síður að koma fram því, sem nefnt hefur verið endurgjald eða hefnd- ir, sbr. t.d. greinargerð með frumvarpi til alm. hgl. (Alþt. 1939 A, bls. 352-3.) Þá gefur regl- an svigrúm til þess að falla frá saksókn af réttarfarsástæðum, t.d. vegna fyrirsjáanlegra örðugleika á því að sanna sekt sakbomings vegna þess hve langt er liðið frá því að ætlað brot hefur verið framið jafnvel þótt sök sé enn ófymd. Reglunni verður þó því aðeins beitt að almannahagsmunir krefjist ekki málshöfðunar. í 2. mgr. 113. laga nr. 19/1991 segir þannig að falla megi frá saksókn „ef brot hefur valdið sakborningi sjálfum óvenjulegum þjáningum og málssókn þykir ekki biýn af almennum refsi- vörsluástæðum" eða „ef sérstaklega stendur á og telja verður að almannahagsmunir krefjist ekki málshöfðunar“. í 3. mgr. sömu greinar er gert ráð fyrir að telji ríkissaksóknari ástæðu til að falla frá saksókn, en álíti jafnframt vafa leika á heimild sinni til þess, geti hann óskað eftir að dómsmálaráðherra geri tillögu til for- seta íslands um niðurfellingu saksóknar sam- kvæmt ákvæðum 29. gr. stjómarskrárinnar nr. 33/1944. Telja verður að þessi meginregla í íslensku refsiréttarfari hafí þýðingu við úrlausn máls þessa eins og síðar verður rakið. 2.5. Alþjóðlegar refsiheimildir. Réttarheimildir á sviði þjóðaréttar eru eink- um venjuréttur, þjóðréttarsamningar og ákvarðanir, teknar af alþjóðlegum. stofnunum með löglegri heimild. 2.5.1. Þýðing. Það leiðir af ákvæðum stjómarskrárinnar nr. 33, 17. júní 1944, með síðari breytingum, að þjóðaréttur hefur ekki lagagildi hér á landi, þ. á m. ákvæði í þjóðréttarsamningum. Þjóða- réttur er því hvorki bindandi fyrir íslenska ríkis- borgara né stjórnvöld eða dómstóla hér á landi heldur aðeins fyrir íslenska ríkið sem slíkt. Dæmi eru þó til um það áð þjóðréttarreglur séu teknar upp í íslensk lög. Þegar svo stendur á'ber íslenskum dómstólum og stjórnvöldum að beita þeim reglum með venjulegum hætti og eftir atvikum gegn íslenskum ríkisborgurum. Þótt þjóðréttarreglur séu ekki teknar upp í sett íslensk lög er það hins vegar talin vera almenn regla, sem byggist á réttarvenju, að íslenskum dómstólum og stjómvöldum sé skylt að túlka íslenskar lagareglur í samræmi við þjóðarétt eftir því sem unnt er. Þjóðaréttur er samkvæmt þessu ótvírætt réttarheimild, svo sem meginreglur laga og eðli máls geta verið. Yfírleitt má fullyrða að ákvæði íslenskra laga og orðalag þeirra þurfí að vera alveg skýrt ef túlka á ákvæðin í andstöðu við þær reglur sem leiddar verða af þjóðarétti. Þær reglur, sem gerð hefur verið grein fyrir hér að framan, þ. á m. þegnreglan, eru öðrum þræði settar til þess að fullnægja þjóðréttarlegum skuldbind-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.