Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 37 Dagnr frímerkisins og ný frímerki 9. okt. nk. rrmriT> r ihi i*r‘r*r'r,>*w 'i isissfegÉS . ■rrrrrw *■> »rrrrrr»r w otrusA »•** < ^ _,at. ■a.fc>.á.ádaAAáá>ááááa.áá. _________Frímerki______________ Jón Aðalsteinn Jónsson Nokkuð er umliðið, síðan póst- stjómin gaf út síðustu frímerki sín eða tæpir fjórir mánuðir. Nú verður ekki annað sagt en hún bæti vel um á Degi frímerkisins, sem verður næstkomandi föstudag, 9. þ.m. Þann dag koma sem sé út sex ný frí- merki. Af þeim hafði hún áður boðað útkomu sérstakra merkja til þess með nokkrum hætti að minnast Dags fnmerkisins. Eru það frímerki, sem sýna með myndum bifreiðir af þeim gerðum, sem notaðar voru til póst- flutninga frá um 1920 og fram yfir miðja öldina. Þessi frímerki eru að sjálfsögðu í beinu framhaldi af þeim frímerkjum, sem komu út fyrir réttu ári á þessum sama degi, en þá báru þau myndir af skipum, sem flutt höfðu póst með ströndum fram og eins til útlanda. Þau frímerki voru hin fallegustu, enda eftirsótt af söfnurum, og svo segir mér hugur um, að verði einnig með þessi frí- merki. í stuttu máli er greint frá því í tilkynningu póststjómarinnar, hvemig póstflutningum var háttað á landi hér á fyrri tíð, en þar kom að sjálfsögðu þarfasti þjónninn, sem svo var oft nefndur, hesturinn, helzt við sögu. Þegar vegabætur hófust að marki í lok síðustu aldar, komu hest- vagnar til sögunnar. Um svipað leyti voru erfiðustu farartálmar Suður- lands brúaðir, Ölfusá og Þjórsá. Á þessum árum og fram yfir 1920 komu hér einkum við sögu við þessa flutn- ing þeir feðgar, Hannes Hansson póstur og Hans póstur. Er sá þáttur þeirra í samgöngum og póstflutning- um Suðurlands enn mörgum í minni. Hans póstur • notaði „Gamla Ford til póstflutninga 1920-26. Snjóbflar komu til sögunnar 1929 og voru notað- ir á erfiðustu fjallvegum yfir vetrartím- ann. Sérstakur póstbfll var tekinn í notkun árið 1933 og einkum hafður til póst- og farþegaflutninga milli Reykjavíkur og Akureyrar. Loks urðu sérleyfisbifreiðir algengar eftir 1940. Myndir af þessum gerðum prýða hin nýju frímerki. Hönnuður merkjanna er sá hinn sami og teiknaði skipamerkin í fyrra, Þröstur Magnússon. Þarf þá ekki að spyija frekar um handbragðið. Prentsmiðja og prentunaraðferð er hin sama og áður. Stærðin er einnig hin sama. Eins koma frímerkin út í „smáörk“ eða átta samhangandi. Þannig má fá fram ýmsar samsetn- ingar þeirra, ef menn vilja. í fyrra var gefíð út sérstakt „hefti með skipamerkjunum" án þess að getið væri um það fyrirfram. Olli það að vonum verulegri óánægju meðal safnara. Enda þótt slíkt hefti sé ekki heldur boðað að þessu sinni, hef ég vissu fyrir því, að sú muni samt verða raunin. Að sjálfsögðu hefði þetta átt að koma fram í tilkynningunni. Verðgildi hvers merkis er óbreytt til almenns burðargjalds, 30 krónur, innanlands ogtil Norðurlanda. Endur- speglar þetta þann stöðugleika, sem hefur verið í Qármálum okkar um alllangt skeið. Tvö önnur frímerki fljóta með sama dag, alveg óvænt, því að ég minnist þess ekki, að þau hafi áður verið boðuð. Hér er um tvö frímerki, sem á er mynd af tveimur brúm, sem voru miklar samgöngubætur á sinni tíð. Mun þessi útgáfa vera upphaf að fleiri frímerkjum með þessu mynd- efni. Á lægra verðgildinu, 5 kr., er mynd af Fnjóskárbrú frá 1908, en hún var mikil samgöngubót fyrir Norðlendinga á leiðinni austur frá Akureyri. Þetta var steinbogabrú og hann talinn hinn lengsti á Norður- löndum á þeim tíma. - Hitt frímerkið er 250 kr. Á því er mynd af Ölfusár- brú, sem smíðuð var 1890-91. Við þá sögu kom Tryggvi gamli Gunnars- son mjög, svo sem alkunna er. Brúin var geysilegt mannvirki á sinni tíð og að sjálfsögðu mikil samgöngubót. Sagt var, að brúin ætti að geta borið 1000 meðalmenn í einu eða jám- brautarlest, en á þeim árum kom ein- mitt upp sú hugmynd að leggja jám- braut frá Reykjavík um Suðurland. Þessi frímerki hefur Helgi Hann- esson hannað fyrir póststjómina. Eftir myndum að dæma virðist myndefnið koma vel til skila. Þessi frímerki em offset-prentuð í Hol- landi. Að venju verða sérstimplar not- aðir til fyrstadagsstimplunar. Því miður mun ekki vera von á sérstökum stimpli, sem minnir á Dag frímerkis- ins. Munu fleiri en ég sakna hans. Vel má vera, að póstmönnum þyki alveg nóg að nota tvo stimpla þenn- an dag, en vitaskuld em þeir engan veginn tengdir þessum sérstaka degi, sem á einmitt að minna almenning á frímerkin og gildi þeirra, en þó einkum á frímerkjasöfnun. Ekki mun því miður verða um mikil umsvif meðal safnara þennan dag, svo sem gerist hins vegar á öðmm Norðurlöndum. í fyrra var póststjómin með kynningu á nýjum frímerkjum og sölu í Kringlunni, og sá Guðni F. Gunnarsson um það framtak. Tókst það mjög vel. Verður það endurtekið að þessu sinni þennan dag og svo haldið áfram fram á helg- ina. Fer vel á því, að póststjómin hafi hér fmmkvæðið, en auðvitað væri æskilegt, að safnarar létu hér einnig til sín taka. NORDIA 92 Dagana 8.-11. þ.m. verður haldin samnorræn frímerlqasýning, NOR- DLA 92, í Kristiansand í NoregL- Nokkrir íslenzkir safnarar taka þátt ^ í þessari sýningu, og eins eigum við menn í dómnefnd hennar. Því miður gefst ekki tóm til þess hér að segja nánar frá sýningunni, en ég vænti þess, að úr verði bætt síðar. Eins verður þá greint frá nokkmm öðmm sýningum, sem safnarar héðan hafa tekið þátt í á undanfömum mánuð- um. skólar/námskeið ■iÆf handavinna ■ Saumur og myndverk. Lærið að mála á silki, sauma eigin föt, gera myndverk úr efnisbútum. Upplýsingar i síma 611614. Björg Isaksdóttir. ■ Ódýr saumanámskeiö Aðeins 5 nemendur í hóp. Faglærður kennari. Upplýsingar í síma 17356. myndmennt ■ Handmenntaskóli íslands Bréfaskólanámskeið: Teikning, litameðferð, listmálun með myndbandi, bamanámskeiö, skraut- skrift, hýbýlafræði, innanhússarkitektúr, garðhúsagerö og hæfdeikapróf. Fáóu sendar upplýsingar um skól- ann með því að hringja í síma 627644 allan sólarhringinn. ■ Málun - teiknun Myndlistamámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Undirstöðuatriði kennd í teiknun og meðferð vatns- og olíulita. Myndbygging. Upplýsingar og innritun eftir kl. 13.00 alla daga Kennari: Rúna Gísladóttir, listmálari súni 611525. starfsmenntun ■ íslenskunámskeið 1. Stafsetningarnámsk., 20 stundir. Hentar öllum aldurshópum. 2. íslenskunámsk. f. útlendinga, 20 stund- ir. Verð 5.500 kr. Reyndir kennarar. Innritun og uppl. í síma 675564 þri. kl. 20-21, mið. og fim. kl. 19-20. tómstundir ■ Nokkur sæti laus í eftirtalin nám- skeið sem hefjast á næstunni: Sænska, norska, bókfærsla, teikning, framhaldshópur, akrýlmálun, undirbún- ingur fyrir myndlistarnám. Tómstundaskólinn, s. 677222. tónlist ■- Píanókennsla Tek að mér nemendur í píanóleik. Anna M. Magnúsdóttir, Reynimel 74, sfmi 15436. ■ Kontrabassi - rafmagnsbassi Get tekið að mér nemendur á kontra- bassa og rafmagnsbassa, tón- og hljóm- fræði, svo og lestur bókstafahljóma fyrir þá, sem þess óska. Upplýsingar í sfmum 76966 og 681108, Einar Sigurðsson. tungumál ■ Esperanto. Námskeið: - Fyrir byrjendur. - Framhaldsnámskeið. - Les- og samtalshópar. Upplýsingar í súma 27288 kl. 16-18, á laugardögum kl. 10-12. Á kvöldin í síma 42810. ■ Enskuskólinn Við hjá Enskuskólanum bjóðum upp á markvissa kennslu í vinalegu umhverfi. Fjölbreytt námskeið í boði fyrir böm, fullorðna og fyrirtæki: Almenn enska með áherslu á talmál þar sem kennt er á 10 kennslustigum, rituð enska, viðskiptaenska, umræðu- og krá- arhópar, bókmenntir, tofel, Gmat- og gre-námskeið og einkakennsla. Hámark 10 nemendur í bekk. Hringið og fáið frekari upplýsingar. Enskuskólinn hf., Túngötu 5, sími 25330. Enska málstofan ■ Enskukennsla: Við bjóðum tíma í ensku í samræðuformi frá og meó 5. október. Einkatímar: Enska. Vióskiptaenska. Stærðfræöi (á öllum skólastigum). Allir kennarar em sérmenntaðir í ensku- kennslu. Upplýsingar og skráning í síma 620699 milli kl. 10 og 16 virka daga. ■ Fjögurra ára afmælistilboð: 25% afsláttur í október! FULLORÐINSNÁMSKEIÐIN „byrjun frá byrjun“ að hefjast: Gmnnur, fram- hald, talhópar. Enska, íslensk stafsetn- ing, ísl. f. útlendinga, sænska, danska, spænska, franska, ítalska, þýska, bók- hald, reikningur o.fl. Fullorðinsfræðslan, Laugavegi 163, sfmi 1-11-70. ýmisiegt NÁMSAÐSTQÐ ■ Námsaðstoðviö grunn-, framhalds- og háskólanema. Flestar námsgreinar. Einkatímar-hópar. Reyndir réttindakennarar. Innritun í síma 79233 kl. 14.30-18.30. Netnetiáaþjónustan sf. ■ Að rekja ættir sínar er auðvelt með góðri tilsögn. Ný námskeið með frábærri aðstöðu til ættarrannsókna. Ættfræðiþjónustan, s. 27100 og 22275. ■ Hraðlestur - námstækni Nemendum Hraðlestrarskólans ber sam- an um að skólanám verður miklu auð- veldara og skemmtilegra eftir þátttöku á hraðlestramámskeiði. Næsta námskeið hefst 21. okt. Skráning í síma 641091. HRAÐLESTRARSKÓLINN... námskeið með ábyrgð á árangri! ■ Tungumál - raungreinar Kennsla fyrir þig. Skóli sf., Hallveigarstíg 8, sfmi 18520. ■ Ný ættfræðinámskeið, sem standa ýmist í 4 vikur eða um 2 helgar, hefjast bráðlega (16 kennslust., stgrverð kr. 11.400). Frábær aðstaóa í nýjum húsakynnum. Ættfræðiþjónustan, Brautarholti 4, s. 27100,22275. MATREIÐSLUSKÓLINN Bkkar Bæjarhrauni 16, 220 Hafnarfjörður, sími 91-653850. ■ Matreiðsluskólinn okkar Námskeið haustið 1992 Haustnámskeiðin að hefjast. Skráning á námskeiðin hefst þriðjudaginn 6. október á skrifstofu skólans í Bæjarhrauni 16, Hafnarfirði, sími 91-653850. Gerbakstur 7.-8. október kl. 19.30- 22.30. Verð: 3.900,- Sláturgerð 10. október kl. 13.00- 17.00. Verð: 4.500,- Smurt brauð 14. október kl. 19.30- 22.30. Verð: 3.400,- Makróbíótískt fæði 15. október kl. 18.00-21.00. Verð: 2.900,- Almennt grunnnámskeið 21.-22. október kl. 19.30-22.30. Verð: 4.200,- Austurlensk matargerð I og II 26.-27. október kl. 19.30-22.30. Verð: 4.500,- Villibráð 4.-5. nóvember kl. 19.30- 22.30. Verð: 5.200,- Kökuskreytingar 9. og 10. nóvember kl. 19.30-22.30 (eitt kvöld hvort). Verð: 2.900,- Fiskréttir 16.-17. nóvember kl. 19.30- 22.30. Verð: 4.500,- Smákökubakstur 25.-26. nóvember og 2.-3. desember kl. 19.30-22.30. Verð: 3.900,- Almennt grunnnámskeið II 28. nóv- ember kl. 12.30-17.30. Verð: 4.200,- Jólakonfekt 27. og 28. nóvember. 14., 15., 16., 17. og 18. desember (eitt kvöld hvert námskeið). Verð: 2.900,- Veislumatur 9.-10. desember kl. 19.30-22.30. Verð: 5.200,- tölvur ■ Tölvuskóli f fararbroddi Námskeið sem henta öllum PC notend- um. Einnig námskeið fyrir Machintosh notendur. Gott verð. Góð kennsluað- staða. Reyndir leiðbeinendur. Fáðu senda námsskrá. ■ EXCEL tölvureiknir Yfirgripsmikið námskeið fyrir notendur PC og Macintosh 26.-30. okt. Jón B. Georgsson leiðbeinir. ■ Ritvinnslunámskeið Word f. Windows (PC og MAC), 12.-16. okt. kl. 13-16. AmiPro, 19.-23. okt. kl. 13-16. Word Perfect f. Windows (ísL útg.), 26.-30. okt. kl. 9-12. Ragna S. Guðjohnsen leiðbeinir. ■ CorelDraw myndvinnsla Námskeið 12.-16. okt. kl. 9-12 fyrir þá sem þurfa að nota grafík í auglýs- ingu, dreifi- og kynningarritum, eyðu- blöðum o.fl. Rafn Jónsson leiðbeinir. ■ Samvinnsla forrita undir Windows - nýtt námskeið Námskeið 19.-22. okt. kl. 13-16 fyrir þá sem vilja kynna sér ýmsa ófluga tengi- möguleika Windows umhverfisins s.s. OLE og DDE. Baldur Johnsen leiðbeinir. ■ Novelt netstjórnun 26.-30. okt. kl. 13—16. Ámi Gunnars- son leiðbeinir. ■ Quattro Pro töflureiknir Námskeið 19.-23. okt. kl. 9-12. ■ Works fyrir Windows Námskeið 12.-16. okt. kl. 16-19. ■ PageMaker umbrotsnámskeið 26.-30. okt. kl. 9-12. Kristín^Hreins- dóttir leiöbeinir. ■ Excel framhaldsnámskeið (PC og MAC) 20.-22. okt. og 10.-12. nóv. kl. 9-12. Tölvuskóli Stjórnunarfélags ísiands og Nýherja. Símar 621066 og 697768. stjómun ■ Breyttu áhyggjum í uppbyggjandi orku! ITC-námskeiðið markviss málflutningur. Sfmar: Kristfn 34159, Guðrún 46751 og Vilhjálmur 78996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.