Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 Ást er... Með mortfunkafiinu ... að sjá til þess að hann vakni. TM Reg. U.S Pat Otfall ríghts reserved • 1992 Los Angeles Times Syndicate T—-f* Ertu viss um að hún sé ekki þarna niðri ...? Hef ég ekki undirstrikað að staður eiginkonunnar er innan veggja heimilisins! HÖGNI HREKKVÍSI /, HAH!.. <S*eiP'AMN ! " BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reylqavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Fortíðarvandi í nútíðinni Frá Ernu Gunnarsdóttur: Atvinnuleysið er mikið böl. Nú er svo komið í okkar landi að atvinnu- leysið hefur ekki verið meira í marga áratugi — og eftir spám vegna minnkandi veiðiheimilda á það eftir að aukast. Ástandið er langverst á Suðurnesjum. Þegar 10% félagsmanna eins verkalýðs- félags eru atvinnulaus, þá er ástandið uggvænlegt. Mest er at- vinnuleysið meðal kvenna. Af skrám hefur það mælst yfír 9%, en það segir ekki nema hálfa sögu, því margar sem mundu vilja vinna fara aldrei á atvinnuleysisskrá. Þótt varið verði fé til framkvæmda á Keflavíkurflugvelli er eitt víst að konur byggja hvorki flugskýli né leggja olíuleiðslur og einnig á ég bágt með að sjá að margar konur réðu sig í álver þó að það rísi á Keilisnesi. Ekki fysilegt Bæjar- og sveitarfélög vilja helst ekki reka neinn atvinnu- rekstur, nema sem lýtur að hinni hefðbundnu þjónustu. Fólkið segir: „Það verður að gera eitthvað." En hver á að gera eitthvað? Ástandið í þjóðfélaginu er nú ekki uppörvandi og ekki fýsilegt að stofna til atvinnureksturs. Fyrir- tækin gefast upp. Gjaldþrot eru daglegir viðburðir og hafa verið undanfarin 2-3 ár. En við skulum aðeins staldra við og athuga or- sakirnar. Eg las í vetur viðtalsgrein í Mannlífi, þar sem Ómar Valdi- marsson blaðamaður ræddi við Guðjón B. Ólafsson, forstjóra Sambandsins og ætla ég að vitna orðrétt í nokkrar setningar: „Fyrstu árin eftir að ég kom heim og tók við fyrirtækinu, það er árið 1987, ’88 og ’89, upphefst í þessu þjóðfélagi eitthvert hrika- legasta tímabil í stjómun efna- hagsmála, sem skráðar heimildir Víkveqi Víkveiji dagsins varð fyrir því óláni fyrir skömmu að aftur- rúða í bíl hans brotnaði og virðist svo sem bilun í afturrúðuhitaran- um hafi valdið þessu. Þetta reynd- ist vera talsvert meira ijárhagstjón en búist var við í fyrstu, þar sem ný rúða kostaði rúmar 40 þúsund krónur hjá viðkomandi umboði. Jafnframt átti ísetning að kosta ríflega um 13 þúsund krónur hjá verkstæði umboðsins. Víkvetji fór á stúfana til að kanna hvort aðrir möguleikar væru fýrir hendi og komst þá að því að slíkar afturrúð- ur voru hvergi fáanlegar annars staðar, hvorki hjá bílapartasölum eða fýrirtækjum sem sérhæfa sig í rúðuísetningum. Hins vegar reyndist unnt að fá annað fyrir- tæki til að setja rúðuna í fyrir um 6 þúsund krónur. Þetta leiðir hug- ann að stöðu neytenda gagnvart bílaumboðum í þeim tilvikum þar sem ekki er um að ræða sam- keppni við önnur fyrirtæki á yara- hlutamarkaðnum. Hér skal ekki fullyrt að álagning hafi verið óeðli- lega há í verði bílrúðunnar, en umboðið þurfti hins vegar ekki að lúta aga samkeppninnar sem eru til um. Þetta var þegar hér ríkti svokölluð fastgengisstefna, en verðbólgan var á bilinu 30-50%. Utflutningsatvinnuve- girnir voru hreinlega rústaðir á tveimur til þremur árum. Skuldim- ar sem voru geigvænlegar í árslok 1986, tvöfölduðust á einum til tveimur árum. í júlí 1988 vora atvinnuvegimir að greiða yfir 100% ársvexti af dýrastu lánun- um. Þeir menn, sem báru ábyrgð á stjórn efnahagsmála þjóðarinnar á þessum tíma, hljóta að bera þunga siðferðisábyrgð gagnvart þjóðinni.“ Þetta eru þung orð en ég dreg þau ekki í efa. Þetta er undirrót þessara hörmunga sem dunið hafa yfir íslenskt atvinnulíf á undan- förnum áram og sér enn ekki fyr- ir endann á. Skuldirnar jukust geigvænlega eins og fyrr segir og menn hættu að geta staðið í skilum og þá koma vanskilavextirnir. Þeir era reiknaðir mánaðarlega og vora á áranum 1989-1991 á bilinu 21-45% og í ár 1992, í sáralítilli verðbólgu 18,5-23%. (Samkvæmt töflu í Morgunblaðinu). Fjármagn hefur verið 2-3 sinnum dýrara hér á landi en annars staðar, svo það er nú ekki uppörvandi að stofna til atvinnureksturs. Vextina verður að lækka. Við konur höfum oft horft til iðnaðarins, sem væn- legan fyrir okkur. En hvað á að framleiða? Innflutningurinn Það kom nýlega fram í fréttum að við flytjum inn iðnvaming fyrir 20 milljarða á ári, sem við gætum framleitt hér á landi og veitt a.m.k. 5.800 manns vinnu. En það er eins og öllum sé nákvæmlega sama um framleiðsluiðnaðinn, nema þeim sem vinna við hann. Það er engu líkara en hann sé feimnismál stjómvalda. Undantekning er stóriðjan, það er einblínt á hana. Það væri skrifar tryggir jafnan best hag neytenda. xxx Vinkona Víkveija kom að máli við hann fyrir nokkru og benti á þá einkennilegu ákvörðun bæjaryfirvalda í Hafnarfirði að setja göngubraut yfír Reykjanes- brautina, sem fyrst og fremst er nýtt af bömum, þar sem yfír hana fara þeir sem fótgangandi eiga leið á nýtt íþróttasvæði Haukanna þar í bæ. Konan, sem býr í ná- grenninu, sagði að einn þáttur í uppeldi bama sem búa nærri brautinni væri að koma málum þannig að börnin færu undir eng- um kringumstæðum nálægt henni, hvað þá yfír hana, enda umferðar- þunginn gífurlegur. Henni fannst með ólíkindum sú ákvörðun að setja göngubraut og gönguljós, jafnvel þótt umsjónarmaður væri þar frá bænum að degi til og koma þar með þeim skilaboðum til barna að fótgangandi mættu fara út á Reykjanesbrautina. Þessi ákvörð- un er ekki bara umhugsunarefni foreldra á svæðinu, heldur þeirra fjölmörgu sem leið eiga um Reykjanesbrautina. Á henni hafa óskandi að framleiðsluiðnaðurinn á landinu ætti eins duglega for- svarsmenn á Alþingi og landbún- aðurinn. Þegar á döfínni var að flytja inn viðbit sem líkist „Léttu og laggóðu", ætlaði allt um koll að keyra. Hér á landi er hömlulaus innflutningur, andstætt við marg- ar aðrar þjóðir, sem finna upp öll hugsanleg ráð til þess að vernda sína framleiðslu þrátt fyrir við- skiptabandalög, samanber Frakk- ar. „Þeim tókst að tryggja framtíð tveggja stórra bílaverksmiðja í Frakklandi. Þeir hafa látið allt fijálsræðistal sem vind um eyru þjóta, en tryggja í þess stað hags- muni hinna frönsku fyrirtækja með „kjafti og klóm“, og nota alls- konar aðgerðir til þess að hefta innflutning keppinauta. Þannig hafa japanskir bílar og japönsk myndbandstæki, svo dæmi séu nefnd, ekki átt greiða leið inn á franskan markað“. (Morgunblaðið 22. ág. ’92). Einnig hafa t.d. Þjóð- veijar, Norðmenn og Danir vernd- að sinn iðnað. Við Islendingar er- um óábyrgir í þessum efnum eins og áður sagði, (nema um landbún- aðarvörur).-í>að skiptir engu hvort framleiðslufyrirtækin lifa eða deyja, eða hvort þúsundir manna verði atvinnulausir. Stjómvöld lýsa bara áhyggjum sínum vegna atvinnuleysisins og segja að stuðla þurfí að uppbygg- ingu atvinnulífsins, — en gera ekkert í því að treysta og styrkja þau framleiðslufyrirtæki í iðnaði, sem fyrir era í landinu. Við erum ein skuldugasta þjóð veraldar! Skuldum 230 milljarða og alltaf bætist við. Er ekki mál til komið að við hægjum aðeins á eyðslunni og hugum meira að okk- ar eigin verðmætum. Atvinna fyr- ir alla vinnufæra menn. Það er okkar þjóðarauður. Lifíð heil. ERNA GUNNARSDÓTTIR í atvinnumálanefnd Keflavíkur. orðið hörmulegir árekstrar og slys í gegnum tíðina og ökumenn þurfa að gæta ítrastu varkárni, þótt ekki bætist við að búast megi við bömum nálægt veginum. Þetta er ekki síst umhugsunarefni þegar vetur, dimma og hálka eru á næsta leiti. xxx Margir þeir sem hafa dvalist erlendis hafa vakið athygli á því hversu óöguð íslensk börn séu. Á það skal ekki lagður neinn dómur hér en örstutt saga úr milli- landafluginu styður óneitanlega þessa fullyrðingu. í flugi til vin- sæls sumarleyfisstaðar Islendinga kvartaði fjöldi farþega yfír barni sem gekk laust um vélina. Þar sem enginn skipti sér af hinum unga gesti, hófu flugfreyjumar leit að foreldram eða öðram ábyrgðar- mönnum. Þegar móðir barnsins fannst um síðir, báðu flugfreyjurn- ar hana vinsamlegast að hafa hemil á barninu, þar sem það trufl- aði aðra farþega. Hún var hreint ekki á því, sagðist vera komin í frí...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.