Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 Heimildarmynd um Amarfjörð komin út Bfldudal. VALDEMAR Ottósson kvikmyndaáhugamaður hefur gefið út heim- ildarmynd um Arnarfjörð. Myndin fjallar um landnám, sögu og versl- unarsögu Bíldudals. Einnig eru sagðar draugasögur, þjóðsögur og sannar sögur úr hverjum dal i Amarfirði frá Kóp út að Sléttanesi. Handritið er eftir Hafliða Magn- ússon, rithöfund á Bíldudal. Það er rúmt ár frá því Valdemar hóf tökur á myndinni og lauk síðustu tökunni um miðjan september. „Amarfjörð- ur“ er 110 mín. löng heimildarmynd. Valdemar ber allan kostnað af út- gáfu myndbandsins. Um 40 manns tóku þátt í að gera myndina í sjálf- boðavinnu. Tónlistin er eftir Ástvald Jónsson og þulur er Pétur Bjarnason fræðslustjóri Vestfjarða. „Viðtök- umar hafa verið hreint frábærar. Ég lét fjöifalda 50 eintök og eru þau öll seld. Nú er verið að fjölfalda 40 eintök til viðbótar, þannig að ég get ekki annað en verið bjartsýnn,“ sagði Valdemar í samtali við Morgunblað- ið. Þess má geta að Hafliði Magnús- son gaf út bókina „Arnarfjörður" á þessu ári og seldist hún upp á stutt- um tíma. Myndin er gerð út frá handriti bókarinnar. Myndin er tekin á Super VHS 707 tökuvél sem Valdemar á sjálfur. Hann hefur unn- ið fj'ölmarga samtalsþætti undanfar- in ár og á um 50 myndbönd af ýmsum fróðleik. Valdemar hefur verið fréttaritari ríkissjónvarpsins frá því að sjónvarp kom til Bíldudals. R. Schmidt. Morgunblaðið/Kóbert Schmidt Valdemar Ottósson gefur mynd- bandið út sjálfur en um 40 manns tóku þátt í að gera myndina. Ný vísnaplata komin út Á EINU MÁLI heitir ný vísna- plata með djass- og blús-ívafi sem útgáfufélagið Dimma hefur sent frá sér. Flytjendur eru Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson og Anna Pálína Amadóttir. Aðalsteinn Ásberg er höfundur allra textanna utan eins sem er Maístjaman eftir Halldór Laxness sem kemur nú út í fyrsta skipti með upprunalegu lagi. Á einu máli inniheldur auk framsamdra laga vel þekkt vísnalög. Allar útsetningar vom í höndum Þóris Baldurssonar en auk hans önnuðust hljóðfæraleik þeir Tómas R. Einarsson, Pétur Grétarsson, Eyjólfur Kristjánsson, Gísli Helga- son, Reynir Jónasson, Szymon Kuran, Sigurður Halldórsson og Eiríkur Örn Pálsson. Aðalsteinn Ásberg og Anna Pál- ína hafa um árabil flutt vísnatónlist bæði hér á landi og erlendis. Á einu AOAlfTIINN ACIiltO .li(un>i«m ANNA,AAl.lNA máli kemur út á geisladiski og snældu og það er Japis sem annast dreifingu. WtÆLW>AUGL YSINGAR Vélstjóra og beitingamann vantar á 180 tonna línubát frá Patreksfirði. Upplýsingar í símum 94-1546, 985-22323 og á kvöldin í síma 94-1139. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm ÓSKAST KEYPT Lyftari óskast ca 2,5-3ja tonna, í skiptum fyrirToyota Lite Ace árg. 1987, diesel, vel útlítandi. Upplýsingar í símum 680030 og 31630. Atvinnuhúsnæði óskast Atvinnuhúsnæði óskast til leigu. Þarf að vera á jarðhæð með innkeyrsludyrum. Æskileg stærð 80-100 fm. Upplýsingar í símum 650365 og 76365. 72 fm - Eiðistorg Til leigu er 72 fm skemmtileg skrifstofueining á 2. hæð í hinum vaxandi þjónustukjarna við Eiðistorg. Vel búin sameign með lyftu og góðum bílastæðum. Upplýsingar í síma 688067 milli kl. 9 og 13 virka daga. Sumarbústaðaeigendur ísland Tours er ferðaskrifstofa í eigu íslend- inga, sem rekur skrifstofur í Þýsklalandi, Hollandi, Sviss og Austurríki. Hafið þið áhuga á að leigja út sumarbústað- inn ykkar í t.d. 3-6 vikur samliggjandi eða stakar vikur næsta sumar, fyrir erlenda ferða- menn? Nánari upplýsingar gefur Guðmundur í síma 658866 7. og 8. októberfrá kl. 10.00-13.00. Enskunám Er ekki rétt að bæta við enskukunnáttuna? Skólinn, English 2000, School of English, í Bournemouth, býður þig velkominn til náms. Upplýsingar gefur Páll G. Björnsson, sími 98-75888, heimasími 98-75889. Ferðaskrifstofa Meðeigendur óskast að lítilli ferðaskrifstofu. Águgasamir sendi fyrirspurn til auglýsinga- deildar Morgunblaðsins fyrir 9. október merkta: „Ferð - 9871“. Byggingarlóð - 2.200 fm hús Til sölu er byggingarlóð undir skrifstofuhús við eina af umferðarmestu götum landsins. Er gert ráð fyrir byggingu 2.200 fer.metra skrifstofuhúss samkvæmt skipulagi. Á þess- ari lóð er mjög grunnt niður á fast land. Allar nánari upplýsingar eru veittar milli kl. 9 og 16 á daginn í síma 812300. TILKYNNINGAR Styrkirtil bifreiðakaupa Tryggingastofnun ríkisins veitir viðtöku um- sóknum vegna styrkja, sem veittir eru hreyfi- hömluðum til bifreiðakaupa. Nauðsyn bifreiðar vegna hreyfihömlunar skal vera ótvíræð. Umsóknareyðublöð vegna úthlutunar 1993 fást hjá afgreiðsludeild og uppiýsingadeild Tryggingastofnunar ríkisins, Laugavegi 114, og hjá umboðsmönnum hennar um land allt. Umsóknarfrestur er til 15. október. Tryggingastofnun ríkisins. Skrifstofuhúsnæði 700-800 fm Traust fyrirtæki í Reykjavík leitar að hentugu framtíðarhúsnæði fyrir starfsemi sína. Hús- næðið getur hvort sem er verið til leigu eða sölu. Húsnæðið þyrfti helst að vera með a.m.k. 70-100 fm á jarðhæð, sem mætti vera meira, og 600-700 fm fyrir skrifstofu- starfsemi sína. Þeir, sem hafa húsnæði, er hentað gæti fyr- ir þetta, eru vinsamlega beðnir um að leggja inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir föstudaginn 9. október nk. svar sem tilgreini stærðir, staðsetningu, leigu/söluverð, hvort sé inn- réttað eða óinnréttað og helst Ijósrit af grunnflatarteikningu. Svar sé merkt: „Hag- kvæmt húsnæði - 92“. Aðalfundur Fiskifélagsdeild Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og nágrennis heldur aðalfund fimmtudaginn 8. október 1992 kl. 20.30 í húsi Fiskifélags- ins, Höfn við Ingólfsstræti. Dagskrá fundarins: 1. Fundarsetning, kosning fundarstjóra og ritara. 2. Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram. 3. Tillögur að nýjum samþykktum fyrir deildina. 4. Kosning formanns. 5. Kosnir 4 meðstjórnendur og 4 til vara. 6. Kosnir 2 endurskoðendur og 2 til vara. 7. Kosnir 4 Fiskiþingsfulltrúar og 4 til vara. 8. Ávarp Þorsteins Gíslasonar, fiskimála- stjóra. 9. Þórður Ásgeirsson, fiskistofustjóri, ræð- ir um starfsemi Fiskistofu. 10. Málefni til 51. Fiskiþings. 11. Önnur mál. Stjórnin. O FJÖLNIR 59921Q0619 I Fjhst atkv. Frl. □ EDDA 5992100619 III 2 □ HELGAFELL 5992100619 VI I.O.O.F. Rb. 4 = 1421068 - 8<A> II □ Sindri 599206107 - Fj.h.f. Stokkseyringar! Aðalfundur Stokkseyringafélagsins í Reykja- vík og nágr. verður haldinn I Fóstbraeðraheimilinu, Lang- holtsvegi 111, sunnudaginn 11. október og hefst kl. 15.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffihlaðborð. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Miðvikudagur 7. október Myndakvöld Litskyggnu- og mynd- bandssýning Fyrsta myndakvöld vetrarins verður á miövikudagskvöldið 7. okt. I Sóknarsalnum, Skipholti 50, og hefst það stundvíslega kl. 20.30. Myndefni: Gönguferð Ferðafélagsins frá Snæfelli í Lónsöræfi síðastliðið sumar og Lónsöræfin þ.á m. eru sýndar myndir af Lónsöræfaskálanum nýja, Múlaskála og nágrenni. Við minnum á greinar sem birtust I Morgunblaðinu síðastliðinn föstudag um skálann og göngu- ferðina. Fyrir hlé verður lit- skyggnusýning, en eftir hlé verð- ur sýnt mjög skemmtilegt mynd- band Hjálmtýs J. Heiödal úr gönguferðinni. Athugið að myndbandið verður sýnt á stóru sýningartjaldi. Góðar kaffiveit- ingar í hléi. Fjölmennið, jafnt félagar sem aðrir og kynnist svæði sem lætur engann ósnort- inn. Ferðafélag íslands 65 ára 27. nóv. í auglýsingu frá Ferðafélaginu um helgina þar sem minnt var á 65 ára afmæli félagsins urðu þau mistök að þar sem standa átti að afmæliö yrði I nóvember stóð 1. nóvember. Ferðafélagiö er reyndar 65 ára þann 27. nóvem- ber. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ferðafélag Islands. ADKFUK , Fyrsta samvera vetrarins verður í kvöld í Viðeyjarkirkju. Mætið kl. 19.30 við Sundahöfn. Verð kr. 1.000,-. Sumarið kvatt og vetrarstarfi heilsað. Mætum allar og allir eru velkomnir. UTIVIST Hallveigarstig 1 • sinii 614330 Um næstu helgi 9. -11. okt. Hrunárkrókur - Lax- árgljúfur. Gengið niður með Stóru-Laxá I Hreppum. 10. -11. okt. Fimmvörðuháls. Gengið upp með Skóga, gist í Fimmvöröuskála. Á sunnudag er gengið yfir Hálsinn og niður I Bása á Goðalandi. Nánari uppl. og farmiöasala á skrifst. Útivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.