Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.10.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 25 Gorbatsjov ósáttur við ferðabann Fyrsti andófsmaður Rússlands sem neitað er um vegabréfsáritun Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, gagnrýndi um helgina harðlega þá ákvörðun rússneskra stjórnvalda að banna honum að ferðast úr landi. Sagði hann að þarna væri um valdníðslu og mannréttindabrot að ræða. I yfirlýsingu frá blaðafulltrúa Gorbatsj- ovs segfir að forsetinn fyrrverandi sé nú orðinn að fyrsta andófsmanni Rússlands sem neitað sé um vegabréfsáritun. Ástæðan fyrir ferðabanninu sem lagt hefur verið á Gorbatsjov er sú að hann neitar að bera vitni fyrir stjórnlagadómstóli Rússlands. Þar er nú tekist á um það hvort leyfa eigi starfsemi kommúnistaflokks lands- ins og hvort löglegt hafi verið að banna flokkinn á sínum tíma. Gorb- atsjov hefur verið kvaddur til að bera vitni enda var hann aðalritari flokksins fram til þess er hann var bannaður á síðasta ári. Utanríkis- ráðuneyti Rússlands og öryggismála- ráðuneytið hafa að beiðni dómstóls- ins bannað Gorbatsjov að fara úr landi. I fréttatilkynningu Gorbatsjovs segir að þetta bann sé ólögmætt vegna þess að það stangist á við rússnesku stjómarskrána og fari í bága við þjóðarétt. í raun sé fram- kvæmdavaldinu misbeitt — um sé að ræða valdníðslu — og endurvakinn sé sá siður að svipta menn réttindum af pólitískum ástæðum. Reuters- fréttastofan fullyrðir að með þessu orðalagi sé verið að vísa til stjórnar- hátta Stalíns. Margar utanlandsferðir voru á dagskránni hjá Gorbatsjov á næst- unni og hefur hann þegar aflýst heimsókn til Suður-Kóreu í þessari viku. í fréttatilkynningu Gorbatsjovs er á það minnt að hann hafi mjög beitt sér fyrir umbótum í mannréttinda- málum. „Það er engin tilviljun að fyrsta fórnarlamb valdníðslunnar skuli vera maður sem tengdur er þeirri staðreynd áð byijað var að tala um mannréttindi í þessu landi án þess að nota gæsalappir." Varar Georgíumenn við að taka rússnesk vopn Moskvu. Reuter. Pavel Grachev, varnarmálaráðherra Rússlands, beindi orðum sínum til Georgíumanna í gær og varaði þá við að taka traustataki rússnesk vopn, sem geymd hefðu verið í Georgíu. Hann kvað það geta komið af stað átökum við rússneska hermenn. Stjómin í Georgíu tilkynnti á laug- ardag, að hún áskildi sér rétt til umráða yfir rússnesku hergögnum í landi sínu til þess að styrkja stöðu sína í síðharðnandi hemaðarátökum við uppreisnarmenn í Abkhazíu-hér- aði við Svartahaf. Leiðtogi Georgíu, Edúard She- vardnadze sagði á laugardag, að hann sæi enga leið út úr átökunum í Abkhazíu og þau virtust vera að þróast í allsheijar borgarastyijöld. „Ég get ekki séð, að friður sé mögu- legur í stöðunni," sagði hann. Þar var fagnað þeirri ákvörðun að allir starfsmenn skyldu fljúga á fyrsta farrými og vitnað í athugan- ir heilsugæslu SÞ sem sagði ferða- lög í venjulegu farrými geta skaðað heilsu manna vegna „takmarkaðs rýmis, hreyfingarskorts og upp- þornunar“. Núverandi framkvæmdastjóri, Boutros Boutros-Ghali, hefur sagst ætla að hreinsa til í stofnuninni, og lét nýlega hafa eftir sér harðorð ummæli í arabísku blaði, sem gefið er út í London. Hann sagði meðal annars að í stofnunum SÞ í Genf ynni ekki nema helmingur starfs- liðsins og hann hygðist „koma á aga á ný í stofnun þar sem van- ræksla og sundurþykkja eru land- læg“. Þeir sem taka undir gagnrýni á störf Sameinuðu þjóðanna halda því ekki endilega fram að starfsfólk þeirra hafí brugðist trausti þjóða heims. Þvert á móti má skrifa stór- an hluta af vanda hennar á reikning þrætugjarnra ríkisstjóma, sem voru ekki reiðubúnar að gefa SÞ nein raunveruleg völd á sinn kostnað, þannig að stór hluti þeirra varð að gagnslitlu málþingi og blekverk- smiðju. Kalda stríðið lamaði allt starf, þar sem Vesturveldin og Sov- étríkin beittu neitunarvaldi á víxl í öryggisráðinu og mörg ríki, ekki síst hin nýfrjálsu, potuðu óhæfum mönnum í feitar yfirmannastöður á grundvelli pólitískra tengsla frekar en hæfni. Bókasafn SÞ í New York var rekið af Sovétmönnum lengi vel, sem notuðu aðstöðuna til að þýða bandarísk skjöl á rússnesku á kostnað heimsbyggðarinnar á með- an venjulegir viðskiptavinir voru litnir hornauga. Blikur á lofti Segja má að SÞ hafi vaknað úr dvala við endalok Kalda stríðsins. Frelsun Kúveit var háð eftir nær gleymdri uppskrift frá stofnun sam- takanna um sameiginleg viðbrögð við árás eins ríkis á annað og var því „réttlátt stríð“ samkvæmt al- þjóðalögum, hvað sem mönnum finnst að öðru leyti um framkvæmd þess. Mjög vel þótti takast til þegar Namibía fékk sjálfstæði undir eftir- liti SÞ árið 1987 á friðsamlegan hátt, sem glæddi vonir manna um mátt samtakanna við friðargæslu. Margar blikur eru á lofti í sam- bandi við friðargæsluverkefni SÞ nú; margir gæsluliðar hafa verið drepnir eða særðir í Bosníu, nær stjórnlausir hópar byssumanna ógna fámennu liði í Sómalíu og í Kambódíu hóta Rauðu khmerarnir að íjúfa friðarsamninga og þá jafn- vel að snúast gegn sveitum SÞ þar. Eitt vandamálið við friðargæsluna er hluti af vanda stofnunarinnar í heild; fjármálin og bókhaldið eru í óreiðu. í Kambódíu, þar sem um er að ræða verkefni sem á að kosta um 90 milljarða íslenskra króna, er fimmfalt hærri upphæð varið í áskriftir í blöð og tímarit handa gæsluliðum og starfsfólki SÞ en í endurskoðun og bókhald. Vesturveldin og ekki síst Banda- ríkin leggja nú hart að Boutros- Ghali að skera duglega niður úrelt- ar og verkefnalitlar deildir til að mæta aukinni fjárþörf við friðar- gæslu, en niðurskurður mætir mik- illi andstöðu hjá þriðja heiminum. Ríki sem samanlagt leggja til minna en tvö prósent af framlögum til SÞ ráða yfír tveimur þriðju hlutum at- kvæða á allsheijarþinginu. Sum ríki þriðja heimsins vilja einnig fá föst sæti og neitunarvald í öryggisráðinu, sem nú eru forrétt- indi fímm sigurvegara úr síðari heimsstyrjöld: Bandaríkjanna, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Kína. Þjóðveijar og Japanir hafa einnig óskað eftir fastafulltrúum í öryggisráðinu í krafti efnahags- styrks síns. Það er því hætt við að það verði sviptingasamt á næstu árum í alþjóðastofnuninni og vindar breytinga blasi jafnt um værukær möppudýr og háttsetta díplómata. Reuter Kúveiskar konur með mótmælaspjöld fyrir utan einn kjörstaðinn. Þær krefjast kosningaréttar og vonast til að vera búnar að fá hann eftir fjögur ár. Kosið í Kúveit Aðeins út- valdir fá að kjósa Kúveitborg. Reuter, Daily Telegraph. KOSIÐ var til þings í Kúveit í gær en kjósendur eru 81.400 talsins, allt karlmenn 21 árs eða eldri. í Kúveit búa um 1,2 milljónir manna og það er ekki aðeins, að konum sé bannað að kjósa, heldur einnig öllum þeim, sem ekki eru Kúveitar að langfeðgatali, jafnvel þótt þeir hafi fengið kúveiskan ríkis- borgararétt. I kosningunum var ekki aðeins • tekist á um þingsætin, heldur einnig um völd þingsins gagnvart furstan- um, Jaber al-Ahmed al-Sabah, og lýðræðislega þróun í landinu. Því er hins vegar.spáð, að stuðningsmenn furstans muni eftir sem áður verða í meirihluta á þinginu og líkur á ein- hveijum breytingum eru því litlar. ALLAR HELGAR Hinir einu sönnu Hljómar: Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Engilbert Jensen, Erlingur Björnsson ásamt Shady Owens rifja upp hina einstöku stemningu áranna frá '63-'69 með lögum eins og Fyrsti kossinn, Bláu augun þín, Æsandi fögur og fleiri gullkornum íslenskrar dægurtónlistar. Verð kr. 4.950,- Án matar kr. 2.000,' Wtatseðitf: ']{œkjuk.óng(isúpa íjrittsteiktur (ambafuyggvöðvi, (Foncíant (}rönsk_súkfuCaðimús Cointrau Stórhljómsveit undir stjórn Gunnars Þórðarsonar. Húsið opnað kl. 19.00. Borðapantanri í slma 687III.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.