Morgunblaðið - 06.10.1992, Page 39

Morgunblaðið - 06.10.1992, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1992 39 Afmæli Alexander Stefánsson fv. ráðherra, Olafsvík í dag, 6. október, er Alexander Stefánsson fv. félagsmálaráðherra 70 ára, og í tilefni þessara merku tímamóta í lífi hans sendi ég honum og hans stóru fjölskyldu innilegar hamingjuóskir. Alexander sem er Snæfellingur og það mikil Snæfellingur í þess orðs bestu merkingu, í móðurætt ættaður frá Ólafsvík en í föðurætt ættaður frá Hjarðarfelli í Mikla- holtshreppi. Alexander ber sterk einkenni Hjarðarfellsættar. En sú ætt er þekkt fyrir skap- festu, metnað og fyrst og síðast dugnað og samviskusemi. Þessi ættarfylgja hefur gert honum kleift að takast á við stórhuga verkefni og sigrast á flestum torfærum. Mér var sagt að Alexander hafi verið frækinn íþróttagarpur á yngri árum og þykir mér það meira en trúlegt að hann hefur gengið að hverju verkefni sem sönnum íþróttaanda kappsfullur og ákveðinn að ná settu marki. Alexander nam við Héraðskólann á Laugarvatni og síðan Samvinnu- skólann 1942-1944. En að námi loknu tóku við ýmis störf í Ólafsvík m.a. sem kaupfélagsstjóri við Kaup- félagið Dagsbrún en síðar störf hjá Ólafsvíkurhreppi, lengst af sveitar- stjóri og oddviti. Það má segja að varla sé minnst á Ólafsvík án þess að nafn Alexand- ers beri á góma um leið, því fjöl- breytt störf hans blasa alls staðar við og í gamni og alvöru hefur bærinn oft verið kenndur við nafn hans, enda er Alexander stoltur af bænum sínum og þegar hann segir heim í Ólafsvík er sérstakur hreim- ur væntumþykju í röddinni. Ýmis trúnaðarstörf á vettvangi sveitarstjómar hlóðust snemma á herðar hans bæði hér á Vesturlandi og víða, Alexander var m.a. í stjórn sambands íslenskra sveitarfélaga í fjölda ára, í stjóm Hafnarsambands sveitarfélaga og á sama tíma gegndi hann mörgum trúnaðar- störfum fyrir Framsóknarflokkinn. Árið 1978 var Alexander kjörinn á þing en áður hafði hann verið varaþingmaður. Alexander vann mikið starf á Alþingi og var svip- mikill þingmaður og barðist fyrir mörgum framfaramálum. í ríkis- stjóm Steingríms Hermannssonar 1983 varð hann svo félagsmálaráð- herra. Það má segja með sanni að fáir hafi verið jafngjörkunnugir þeim málefnum sem það ráðuneyti hefur innanborðs en Alexander og naut hann sín vel sem ráðherra og kom í framkvæmd m.a. breytingum á húsnæðismálalöggjöfinni og breytingum á sveitarstjórnarlögum sem mörkuðu viss tímamót í sögu sveitarfélaganna. Fátt eitt hefur verið talið upp af verkum Alexand- ers hér sem vert væri að þakka. Ekkert hefur þó verið mikilvæg- ara í hans lífi en sú mikla gæfa sem hann hefur notið í einkalífi. Þvi hefur hann ekki verið einn og „bjarglaus" á gifturíkri vegferð. I hálfa öld hefur kona hans, Björg Finnbogadóttir, staðið við hlið hans og stutt í blíðu og stríðu. Stjómað stóru og einstaklega myndarlegu heimili og ekki látið sig muna um að eiga sex börn sem öll eru löngu orðið fulltíða fólk en þau em Finn- bogi héraðsdómari í Hafnarfírði kvæntur Sigríði Halldórsdóttur og eiga þau þrjú börn, Svanhildur flug- freyja gift Marinó Sveinssyni þau eiga tvö böm, þá kemur Stefán bif- vélavirki, kvæntur Lailu Michaels- dóttur, þeirra böm era fjögur. Lára Alda starfar á Landspítalanum gift Þórði Ólafssyni, þau eiga þijú böm. Öm Alexander er skipstjóri kvænt- ur Aðalheiði Eiríksdóttur, þau eiga fjögur börn og yngstur er Atli kenn- ari og forseti bæjarstjómar í Ólafs- vík kvæntur Elfu Ármannsdóttur, þeirra böm era þijú. Bamabama- bömin em orðin fímm svo af þess- ari upptalningu má sjá að fjölskyld- an er orðin stór og dæmigerð fyrir Alexander því hann er stór í hugsun á öllum sviðum. Þrátt fyrir að sjötíu ár sé nokkur aldur og mörg þung störf að baki er kempan Alexander léttur og glæsilegur á velli enn sem fyrr og gamla keppnisskapið bregst honum ekki. Eg óska Alexander, Björgu og afkomendum öllum allra heilla og blessunar á þessum tímamótum um leið og ég þakka fyrir vináttu og tryggð í minn garð. Ingibjörg Pálmadóttir. Alexander og Björg taka á móti gestum í félagsheimilinu á Klifí á laugardaginn kemur, 10. þ.m., kl. 17-19. ...síðasta HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐID! ★ Vilt þú margfalda lestrarhraöann og bæta eftirtektina? ★ Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? ★ Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér allt nám með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? ★ Vilt þú ná betri árangri á prófum og með bættri tækni? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax á sfðasta námskeið ársins sem hefst miðvikudaginn 21. október. Skráning í síma 641091. HRAÐLESTRARSKOLINN ...við ábyrgjumst að þú nærð árangri! E 1978 - 1992 CI MIÐAVERÐ AÐEINS KR. 600 DREGIÐ VERÐUR 9. 0KTÓBER HJARTAVERND SÍMI 013755 ÁRATUGA RANNSÓKNIR 00 FORVARNIR í ÞÍNA ÞÁGU 1. VINNINGUR: Til íbúðarkaupa kr. 1.500.000 2. VINNINGUR: Lancer langbakur m. aldrif árg. 1993 kr. 1.400.000 15 SKATTFRJALSIR VINNINGAR AD VERDMÆTI KR. 9.000.000 Með stuðningi frá: Sparisjóöur Reykjavíkurog nágrenras

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.