Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D |N*rcffiuiM*Mfe 259. tbl. 80. árg. STOFNAÐ 1913 FIMMTUDAGUR 12. NOVEMBER 1992 Enska biskupakirkjan kann að klofna vegna umdeildrar ákvörðunar Konum leyft að taka prestvígslu Páfagarður segir ákvörðunina hindra sættir við kaþólsku kirkjuna Lundúnum, Páfagarði. Reuter. KIRKJURÁÐ ensku biskupakírkjunnar samþykkti í gær að heim- ila konum að taka prestvígslu. Þessi ákvörðun markar tímamót hjá kirkjunni og er talin sú mikilvægasta sem hún hefur tekið frá því hún klofnaði frá kaþólsku kirkjunni fyrir um 450 árum. í yfirlýsingu frá Páfagarði sagði að ákvörðunin væri „ný og alvarleg hindrun fyrir sáttum við kaþólsku kirkjuna". Tillagan um að heimila konum tveimur atkvæðum, að tillagan að taka prestvígslu var samþykkt með tilskildum meirihluta, tveim- ur þriðju hluta atkvæða, í öllum þremur deildum kirkjuráðsins, þ.e. deildum biskupa, presta og leikmanna. Heitar umræður voru í ráðinu í fimm klukkustundir áður en gengið var til atkvæða og margir af stuðningsmönnum tiílögunnar grétu af gleði þegar úrslitin lágu fyrir. Fyrsta konan tekur ekki prest- vígslu fyrr en í fyrsta lagi eftir 18 mánuði. Búist er við hörðum viðbrögðum þúsunda leikmanna, sem eru andvígir því að konur fái að taka prestvígslu, og því hefur jafnvel verið spáð að kirkj- an klofni vegna þessa máls. Litlu munaði, eða aðeins yrði felld í leikmannadeild kirkju- ráðsins. Biskupadeildin sam- þykkti hana með 75% atkvæða, prestadeildin með 70,5% og leik- mannadeildin 67,3%. Áður en gengið var til atkvæða var þögn um stund í kirkjuráðinu á meðan leitað var leiðsagnar guðs. Algjör þögn var einnig þegar úrslitin voru tilkynnt, að beiðni erkibiskupsins af Kantara- borg, George Carey. Kirkjuráðið gerði sér augljós- lega grein fyrir möguleikanum á því að fjöldi presta segði af sér vegna þessarar ákvörðunar. Ráð- ið ræddi meðal annars fjárhags- aðstoð við þá presta sem kynnu að segja af sér. Reuter Konur fagna sigri Mikil fagnaðarlæti brutust út fyrir utan fundarstað kirkjuráðs ensku biskupakirkjunnar í gær þegar það samþykkti að heimila konum að taka prestsvígslu. Hætta er talin á að kirkjan klofni vegna þessarar samþykktar. Bjartsýni ríkir um GATT- samning strax í næstu viku Brussel, Genf. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. BÚIST er við að viðræður milli Bandaríkjanna og Evrópubandalags- ins, EB, um nýjan GATT-samning verði teknar upp aftur í næstu viku og virðast flestir bjartsýnir á árangurinn. Þá hefur verið ákveðið að Ray MacSharry, sem fer með landbúnaðarmál í fram- kvæmdastjórn EB, taki aftur við samningsforystunni fyrir banda- lagið en hann baðst undan henni þegar viðræðurnar við Bandarík- in fóru út um þúfur fyrir rúmri viku. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, og John Major, forsætisráðherra Bretlands, áttu með sér fund í Oxford á Englandi í gær og kváðust að honum loknum vera vissir um að nýr GATT-samningur væri á næstu grösum. Bruno Dethomas, talsmaður framkvæmdastjórnar EB, sagði í Brussel í gær að líklega hæfust viðræðurnar við Bandaríkjamenn aftur í næstu viku og hefur Frans Andriessen, sem sér um viðskipta- samninga EB, verið falið að skipu- leggja þær. MacSharry, formaður samninganefndarinnar, sagði í gær að hann væri bjartsýnn á nýjan QATT-samning strax í næstu viku og þykja þau ummæli og ákvörðun hans um að taka aftur við samn- ingsforystunni fyrir EB benda til þess að Frakkar muni ekki standa í veginum að þessu sinni. Viðræður Bandaríkjanna og EB í síðustu viku slitnuðu á ágreiningi um fræolíuframleiðslu, sem er mik- ið niðurgreidd innan Evrópubanda- lagsins. Hafði EB fallist á að draga verulega úr henni og mátti heita að samningurinn lægi á borðinu þegar hann.strandaði á skilgrein- ingaratriði, sem getur vissulega skipt máli. Bandaríkjamenn vildu að niðurskurðurinn yrði í tonnum en EB í landi sem tekið yrði úr ræktun. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, og John Majör, forsætisráð- herra Bretlands, sögðu að loknum fundi sínum í Oxford í gær að það sem efnahagslífið í heiminum þyrfti nú á að halda væri nýr GATT-samningur en ekki vopna- skak og stóryrði. Sögðust þeir viss- ir um að „skynsamleg málamiðlun" næðist fljótt en Kohl vildi ekki kenna Frökkum fremur en öðrum um viðræðuslitin í fyrri viku. Þá lýsti Kohl einnig miklum skilningi á þeirri ákvörðun bresku stjórnar- innar að fresta staðfestingu Maas- tricht-sáttmálans. Prentsmiðja Morgunblaðsins ±13BXXSL 3L blóðugu uppgjöri í Kosovo Belgrad. Reuter. ÓTTAST var í gær að blóðugt uppgjör væri í uppsiglingu milli Serba og Albana í Kosovo-héraði eftir að átök blossuðu upp fyrir utan höfuðstöðvar serbneska hersins í Pristina, höfuðstað hér- aðsins. Að sögn serbneskra yfirvalda í héraðinu réðust þrír Kosovo-búar af albönskum uppruna á serbneskan hermann með hnífi og notuðu riffil hans til að skjóta á annan hermann. Einn af árásarmönnunum hefði ver- ið skotinn til bana og hinir flúið. Albanska lýðræðisbandalagið í Kosovo sagði að hermenn fyrir utan höfuðstöðvarnar hefðu ógnað gang- andi vegfarendum og einn þeirra hefði náð byssu af hermanni og hafíð skothríð. Stjórnvöld í Serbíu hafa fjölda her- og lögreglumanna í Kosovo til að koma í veg fyrir óeirðir á meðal Albana í héraðinu. Albanir eru átta sinnum fleiri en Serbar í Kosovo, sem var sjálfstjórnarhérað þar til Slobodan- Milosevic, forseti Serbíu, færði það undir stjórn Serbíu. Það olli miklum óeirðum í héraðinu árið 1990 og í fyrra, sem kostuðu 70 manns lífið. Leiðtogar albanska meirihlutans hafa ekki haft samband við serb- nesk yfírvöld undanfarin þrjú ár. Flestir Albanir hafa sniðgengið stofnanir undir stjórn Serba, svo sem skóla og sjúkrahús, og hunsað kosningar og þjóðaratkvæðagreiðsl- ur sem Serbar hafa boðað til. Alban- irnir hafa á hinn bóginn varast að beita ofbeldi til að ná fram pólitísk- um markmiðum sínum. Erlendir stjórnarerindrekar telja þó að al- banski meirihlutinn sé nú að missa þolinmæðina. „Albönsku leiðtogun- um hefur ekkert orðið ágengt und- anfarin þrjú ár. Serbar hafa sterk- ari tök á héraðinu en nokkru sinni fyrr, en neyð albönsku íbúanna fer síversnandi," sagði vestrænn stjórn- arerindreki. „Ef til vill hafa hófsömu öflin á meðal Albana orðið undir í baráttunni við þau herskáu." ísraelar í vígahug Sidon, Ottawa. Reuter. HER ísraels var með mikinn viðbúnað í suðurhluta Líbanons í gær og sendi þangað stórskotalið og skriðdreka. Reuter Liðsmenn ísraelskrar skriðdrekasveitar mynda sigurmerki með fingrunum er þeir fóru yfir landamærin til Suður-Líbanons í gær. ísraelar hótuðu að gera árás á múslimska skæruliða í ^ibanon ef þeir hættu ekki flugskeytaá- rásum sínum á norðurhluta ísra- els. Skæruliðarnir héldu að sér höndum í gær en hótuðu sjálfs- morðsárásum á ísrael. „Þeir verða að drepa okkur öll, eyði- leggja húsin okkar og jafnvel myrða yngstu börnin okkar ef þeir vih'a binda enda á andstöðu okkar," sagði leiðtogi Hizbollah- hreyfingarinnar í Líbanon. Fulltrúar ísraels tilkynntu í gærkvöldi að þeir myndu ekki taka þátt í ráðstefnu um flótta- menn í Miðausturlöndum, sem haldin er i Ottawa með þátttöku 35 ríkja. Þeir sögðu ástæðuna þá að formaður palestínsku sendinefndarinnar væri félagi í Frelsissamtökum Palestínu- manna (PLO).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.