Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.11.1992, Blaðsíða 10
10 MORGÚNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 Zheng-Rong Wang er einleikari á sinfóníuhljómleikunum í kvöld Margfaldur verðlaunahafi í fiðluleik HÚN ER komin til að Ieika einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands í kvöld, ungur fiðlusnillingur af kínverskum uppruna. Áhugavert að hlusta þegar fiðlan mætir einstaklingi með tónlistarnám að baki í anda Konfúsíusar, sem vildi að hver maður næði fullkomnun á sínu sviði; einkum þegar sami einstaklingur er búinn að vinna marga alþjóðlega samkeppni fiðluleikara frá 14 ára aldri. Zheng- Rong Wang vann fyrstu verðlaun í Lexus-keppninni á Nýja Sjá- landi, þar sem Sigrún Eðvaldsdóttir varð í öðru sæti. Og hún er mætt hingað með aðeins viku fyrirvara. Auður Hafsteinsdóttir fiðluleik- ari átti að vera einleikari með Sin- fóníuhljómsveit íslands í kvöld, en varð fyrir því óhappi að togna illa á hendi. Þá var haft samband við Zheng-Rong sem er við nám í Boston í Bandaríkjunum. Hún seg- ist hafa haft fjóra daga til að hugsa sig um eg þurft að spila á tónleik- um í millitíðinni. Það sem togaði í hana hingað var fyrst og fremst vinkona hennar, Lin Wei, sem spil- ar með Sinfóníuhljómsveit íslands. „Við höfum verið vinkonur frá því við vorum litlar. Vinátta okkar er dýrmæt, erfiðara að eignast nána vini eftir því sem maður eld- ist,“ segir þessi unga Austurlanda- stúlka. Zheng-Rong kom til lands- ins á þriðjudagsmorgun og var að koma af fyrstu æfingu með hljóm- sveitinni þegar blaðamaður hitti hana. Önnur æfing að morgni, hljómleikar að kvöldi. En Zheng- Rong hlakkar til að spreyta sig. „Gaman að spila með góðri hljóm- sveit,“ segir hún brosandi. Hún er líka ánægð að fá tæki- færi til að koma hingað. Fer ekki til baka fyrr en á mánudag. Segist hlakka til að skoða Reykjavík og njóta heitu hveranna. - Skyldi hún oft hafa spilað Fiðlukonsert í g-moll eftir Max Bruch - viðfangsefnið á tónleikun- um? „Lærði konsertinn þegar ég var 12 ára. Síðan hef ég ekki spilað hann fyrr en ég fékk símhringingu frá íslandi. Margt sem maður nem- ur ungur gleymist aldrei,“ er svar- ið. Zheng-Rong var aðeins 6 ára þegar henni var veitt innganga í Tónlistarháskólann í Peking. Vin- kona hennar, Lin Wei, kom í skól- ann þremur árum síðar. Hún segir að í Kína tíðkist, að börn séu látin einbeita sér að ein- hverju sérnámi með skólanum frá unga aldri. „Ég var mjög ung þeg- ar mamma fór með mig til tónlist- arsérfræðings," segir hún. „For- eldrar mínir eru bæði menntaðir læknar, en hafa almennan skilning á klassískri tónlist og dýrka hana, einkum marnrna." Píanó var keypt á heimili Zheng- Rong í stað sjónvarps. Og Zheng- Rong var mjög ung þegar báðir foreldrar fylgdu henni í píanótíma og skrifuðu niður allt sem kennar- inn sagði. Síðan notaði fjölskyldan hverja frístund til að afrita nótur, en eldri systir Zheng-Rong lærði einnig á fiðlu og spilar nú með sinfóníuhljómsveit í Genf. „Þá stóð menningarbyltingin yfir heima og mjög erfitt að ná í vestræna tón- list.“ Fiðlunámið hófst svo jöfnum höndum með píanóinu. Frá átta ára aldri voru þriggja tíma æfingar á fiðluna daglegur liður, píanóæf- ingar að auki. „Foreldrar mínir vildu að ég notaði tímann vel; vildu gefa mér eitthvað sem ég byggi að alla ævi og tókst það svo sann- arlega." Zheng-Rong er hamingjusöm Við opnun menningarkynningar- innar á þriðjudaginn söng kór Kárs- nesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur, og þá var opnuð sýn- ing á ljósmyndum Guðmundar Ing- ólfssonar, Ragnars Axelssonar, Páls Stefánssonar og Nönnu Bisp Buchert. í gær voru síðan haldnir tónleikar Marteins Hunger Friðriks- sonar organista og Sigrúnar Eð- með fiðluna. „Fiðlan svarar manni svo vel,“ segir hún, „auðvelt að gera góða hluti með góðu hljóð- færi. Rétt val á hljóðfæri til túlkun- ar má líkja við, hvort lífið leikur við mann eða ekki. Ég hef tekið þátt í sex eða sjö alþjóðlegum samkeppnum fiðlu- leikara og unnið þær allar nema eina,“ segir þessi fínlega Austur- landastúlka yfirlætislaust og blátt áfram. Í umsögn frá Nýja Sjálands keppninni segir í einu dagblaðanna um sigurvegarann: „Frá því augnabliki sem þessi glæsilegi fiðluleikari steig á sviðið, greip sú tilfinning um sig meðal áheyranda, að hún væri sérstök. Túlkunin var sérstæð; kraftmikil, sterk og áhrifamikil með fáguðu yfirbragði; tæknin einstæð; tónarnir tærir og mikill tilfinningahiti lá undir niðri.“ - Hvað gefa allar þessar viður- kenningar Zheng-Rong? „Þær hafa gefið mér möguleika til að koma fram með þekktum hljómsveitum í Bandaríkjunum, á Englandi og Nýja Sjálandi. Ég hef verið mjög heppin og komið víða fram, aðallega í Evrópu, en í júlí næsta sumar fer ég í hljómleika- ferð um Nýja Sjáland.“ í fiðlusamkeppni í Póllandi kynntist Zheng-Rong núverandi kennara sínum, Roman Totenberg, Zheng-Rong Wang skilur fiðluna sjaldan við sig. frægum prófessor við Tónlistarhá- skólann í Boston. Hann hvatti hana til náms hjá sér og fyrir sex árum flutti Zheng-Rong til Bandaríkj- anna og hefur verið hjá prófessor Totenberg síðan. Hún lauk prófi frá skólanum með láði 1989, en hélt áfram og lauk Artist Diploma í maí á þessu ári. „Roman Totenberg er mér meira en kennari," segir hún, „hann er líka einstaklega góður maður sem hefur hjálpað mér við að yfirstíga margt. Sérréttindi að fá að vera nemandi hjá honum.“ Og Zheng-Rong segist enn eiga mikið ólært hjá prófessor Toten- berg og stefnir að því að vera undir hans handleiðslu eins lengi og hún dvelur í Boston. Zheng-Rong hefur ekki komið heim síðan hún yfirgaf foreldra sína fyrir 6 árum. Oft hefur heim- þráin kvalið og hún saknað foreldr- anna, en hún þorir ekki heim. „Alls ekki öruggt að mér væri sleppt þaðan í bráð,“ segir hún. - Var erfitt að semja sig að ólík- um þjóðfélagsháttum? „Kom mér mest á óvart að þurfa allt í einu að taka eigin ákvarðan- ir; erfitt að standa frammi fyrir því að velja og hafna, hvað væri best. Heima í Kína sáu foreldrar mínir um allt fyrir mig. En ég hef breyst mikið; er orðin miklu sjálf- stæðari," segir hún og hlær. - Framtíðaráform? „Að læra meira, halda fleiri tón- leika.“ Og Zheng-Rong Wang seg- ist njóta þess að spila, halda ein- leikstónleika, spila með stórum hljómsveitum og ekki síður að spila kammertónlist. Hún minnist sér- staklega hvað hún hafi notið þess að spila með Boston Pops hljóm- sveitinni undir stjórn Johns Will- iams á vortónleikum í Vermont. Vonandi á hún eftir að njóta þess að spila með Sinfóníuhljómsveit íslands í kvöld. Verðlaunafé nemur 200.000 finnskum mörkum, eða tæpum tveimur og hálfri milljón króna, og eru þetta hæstu peningaverð- laun sem veitt eru árlega á sviði myndlistar á Norðurlöndum. Einn- ig verður gefin út bók með mynd- skreyttu yfirliti yfir verk vinnings- hafa, og fara verk eftir hann í sýningarferð milli finnskra lista- safna. Fyrst til að hljóta Ars Fennica-verðlaunin var Maaria Wirkkala árið 1991, og ári síðar hlaut málarinn Johan Scott þau. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, tekur við blómvendi við opnun Norrænu menningarkynningarinnar í Barbican-menningar- miðstöðinni í London. íslensku sendiherrahjónin 1 London, Hervör Jónasdóttir og Helgi Ágústsson, fylgjast með. Norræna menningarkynningin í London Sýning á verkum íslenskra myndlistarmanna opnuð SÝNING á verkum íslenskra myndlistarmanna samtímans verður opnuð í dag á Norrænu menningarkynningunni sem hófst í Barbican- menningarmiðstöðinni í London síðastliðinn þriðjudag að viðstöddum Jjjóðhöfðingjum allra Norðurlandanna og Elísabetu Bretadrottningu. Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra opnar myndlistarsýning- una að viðstöddum forseta Islands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. valdsdóttur fiðluleikara, sem lék við undirleik Robins Koch. Auk mynd- listarsýningarinnar verður í dag opnuð sýning á norrænni hönnun, en þar eru íslenskir hönnuðir og arkitektar meðal þátttakenda, og um kvöldið verður sýning á Banda- mannasögu í leikgerð og leikstjórn Sveins Einarssonar. Finnsku Ars Fennica-verðlaimin Signrður Guðmundsson til- nefndur fyrstur Islendinga Listasjóður Henna og Pertti Niemistö, sem staðsettur er í Hels- inki í Finnlandi, tilnefndi í gær sjö myndlistamenn frá öllum Norð- urlöndunum til- Ars Fennica- verðlaunanna árið 1993, og er þetta í fyrsta skiptið frá stofnun sjóðsins sem listamenn frá öðrum lönd- um en Finnlandi koma til greina sem verðlaunahafar. Verðlaunaf- éð nemur 200.000 finnskum mörkum, eða hátt í tvær og hálfa milljón króna, auk þess sem verðlaunahafi fær útgefið yfirlit verka sinna og fara þau á farandsýningu milli finnskra listasafna. Þeir sem útnefndir eru að þessu sinni hafa allir sýnt verk sín í Finn- landi nýverið, Þeir eru: Mynd- höggvararnir Martti Aiha, Kain Tapper frá Finnlandi og Bárd Brei- vik frá Noregi, málararnir Per Kirkeby frá Danmörku og Olav Cristopher Jenssen frá Noregi, og fjöllistamennirnir Eva Löfdahl frá Svíþjóð og Sigurður Guðmundsson frá Islandi. í áliti dómnefndar seg- ir: „Ákvörðun þessi byggist ekki á úrtaki manna frá einstöku landi, heldur á efnistökum, áhugasviði og metnaði hvers listamanns sem einstaklings.“ Listajóður Henna og Pertti Niemistö var stofnaður árið 1990, og hefur frá þeim tíma veitt lista- mönnum Ars Fennica-verðlaunin sem er viðurkenning sjóðsins fyrir sköpun og einstök gæði listaverka, og einskorðast ekki við aldur lista- mannanna eða sérstakar sýningar, heldur samanlagt framlag til list- heimsins frá upphafi ferilsins. í fyrsta skiptið síðan sjóðurinn var stofnaður koma norrænir lista- menn utan Finnlands til greina sem verðlaunahafar. Markmið sjóðsins er að örva listsköpun, skapa alþjóð- leg tengsl í heimi myndlistar og vekja áhuga almennings á listum. í valnefnd sjóðsins fyrir árið 1993 sitja safnstjórinn Tuula Arkio, höggmyndarinn Harry Kivijárvi, málarinn Juhani Linnovaara og Henna Niemistö, sem er nefndar- formaður. Verðlaunin verða veitt í mars á næsta ári, og mun list- rænn ráðgjafi listasjóðsins, Maria de Corrol, safnstjóri Museo Naci- onal Centro de Arte Reina Sofia í Madrid á Spáni, heimsækja vinnu- stofur þeirra sem tilnefndir eru í ársbyrjun og velja vinningshafa. Sigurður Guðmundsson Finnskt kvöld í Listasafni tslands LISTASAFN Islands efnir nú til finnsks kvölds í safninu í ann- að sinn, fimmtudaginn 12. nóvember. Þessi starfsemi hefur hlot- ið mjög góðar undirtektir gesta og því er ráðgert framhald á henni. Á finnska kvöldinu síðastlið- inn fimmtudag ræddi sendiherra Finnlands á Islandi, hr. Hákan Branders, um finnskt þjóðlíf og sýndi myndir. Þá fengu gestir leiðsögn um sýninguna Finnsk aldamótalist og að lokum var bragðað á finnskum réttum. Dagskráin á finnska kvöldinu fimmtudaginn 12. nóvember verður með svipuðum hætti, nema að í stað sendiherrans mun Timo Karlsson ræða um finnskar bókmenntir og tengja frásögn sína við sýninguna sem nú stend- ur yfir. Timo var um árabil sendi- kennari við Háskóla Islands og hann mun tala á íslensku. Miða- pantanir og sala er í Listasafninu kl. 12-18. Sýning Listasafnsins á finns- kri aldamótalist hefur fengið frá- bærar viðtökur enda er hér um að ræða einstaklega aðgengilega og fallega sýningu. Verkin end- urspegla ekki einungis myndlist- ina í Finnlandi um síðustu alda- mót heldur einnig þær þjóðfé- lagshræringar, sem síðar áttu eftir að leiða Finnland til full- komins sjálfstæðis. Skólar hafa sýnt sýningunni mikinn áhuga og á hveijum degi koma tugir skólabarna og skoða hana í fylgd safnakennara. Sýningin stendur til 13. desember. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.