Morgunblaðið - 12.11.1992, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992
11
Safn til Iðnsögn íslendinga
___________Bækur_________________
Bjarni Ólafsson
Brotin drif og bílamenn,
365 bls. kom út 1988.
Afram veginn...
465 bls. kom út 1991.
Höfundur: Asgeir Sigurgestsson.
Utgefandi: Hið íslenska bók-
menntaféiag. Ritstjóri Jón Böðv-
arsson.
Saga bifreiðaviðgerða - Brotin
drif og bílamenn
Fyrra bindið sem út kom 1988
fjallar einkum um bíla og viðgerðir
þeirra á fyrri helming þessarar ald-
ar, segir frá tilraunum við að nota
bíla eða mótorvagna, eins og þeir
nefndust í fyrstu. Þar segir frá upp-
hafi bílaviðgerða og þrotlausum erf-
iðleikum.
Síðara bindið: Áfram veginn... b,
segir frá árunum eftir heimsstyijöld-
ina, seinni helmingi tuttugustu aldar.
Féiag bifvélavirkja var tekið til
starfa og náði fótfestu og viðurkenn-
ingu sem stéttarfélag.
Um þessar tvær bækur sem ég
rita um hér í greininni eru merkileg
heimildarit um nýja iðngrein, hvemig
hún verður til. Hvernig greinin vex
frá vankunnáttu og lítiltar þekking-
ar, fátæklegum og frumstæðum
verkfræðum, til þess að verða vel
menntuð stétt með margskonar verk-
færi á fjölbreyttu sviði háþróaðrar
tækni. Nokkrir brautryðjendur þess-
arar ungu atvinnugreinar gefa les-
endum ómetanlegar upplýsingar er
hvergi eru til annars staðar í rituðu
máli.
Fáir vegir, illa bílfærir
Nútímafólk á bágt með að setja
sig inn í þær aðstæður er voru í
byijun aldarinnar þegar fyrstu bíl-
arnir komu til landsins. Þorri þjóðar-
innar bjó í sveitunum og hafði mikla
fordóma gegn þessum hávaðasömu
„mótorvögnum“ sem skröngluðust
með vélarháreysti ef þeir þá komust
leiðar sinnar.
Ýmisiegt var skrafað um þessa
vagna og kynjasögur sagðar. Þing-
menn skiftust í tvær fylkingar, með
vögnunum eða móti þeim. Sumir
þingmenn töldu nauðsyn til að reyna
notkun „mótorvagnanna", töldu jafn-
vel að þeir gætu orðið þjóðinni til
gagns við flutninga. 1904 gerði fjár-
laganefnd tillögu um að veittur yrði
styrkur kr. 2.000 í tvö ár til þess
að gerð yrði tilraun með „mótor-
vagna". Þingmenn voru ekki á einu
máli. Um þetta má lesa í fyrri bók-
inni: Menn gátu beitt háði oggaman-
máli. Hér kemur smá brot úr einni
ræðunni: „Ef þingið veitir þessa upp-
hæð, þá munu verða fleiri jarðarfar-
ir árið 1905 en nokkru sinni áður,
svo það yrði mesta nauðsyn að fjölga
prestum til að jarða alla þessa menn,
og læknum þó ekki væri nema til
annars en að gefa dánarvottorð."
Bls. 27.
Vegir voru mjóir og þoldu lítinn
þunga, ef einhveijir vegir voru. Víða
voru engir vegir, aðeins reiðgötur.
Sami þingmaður sagði ennfremur:
„Ekki hlaupa þeir (mótorvagnarn-
ir) þó yfir holt og hæðir, urðir og
allan skrattann. Því þó þjóðvegir séu
víða komnir, þá eru þeir bara á köfl-
um, og mikil til of mjóir. Jafnvel
vegurinn austur í Árnessýslu væri
of mjór fyrir mótorvagn. En að sérs-
takir vegir fyrir mótorvagna verði
búnir til, því hefi ég ekki mikla trú
á.“ Bls. 27. Hér eru teknar tvær til-
vitnanir úr ræðu þingmanns Dala-
manna, Björns Bjarnasonar. Málin
horfðu misjafnlega við hinum ýmsu
landshlutum, hér er vitnað í ræðu
Skúla Thoroddsens alþingismanns:
Mótorvangabrautir við hliðina á
strandferðum hljóta að verða okkar
aðflutningavegir. Ég álít ekki horf-
andi í að taka stór lán til að koma
upp mótorvagnabraut til Akureyrar,
það mundi hafa afar mikla þýðingu
fyrir landsbúa. Mótorbrautirnar
munu fá líka þýðingu hjá okkur eins
og jámbrautir hjá öðrum þjóðum, en
fram með járnbrautunum þjóta, svo
sem kunnugt er, upp býli og þorp,
og þá mundu menn sjá sér fært að
leggja eitthvað í kostnað til að rækta
jörðina, og til annarra búnaðarframf-
ara, er þeir hefðu fengið greiðan veg
Ford Vestur-íslendinganna, bíllinn
gætu komið að gagni á Islandi.
til að koma greiðlega frá sér afurð-
um.“ Bls. 27.
Þarna heyrðist annar tónn. Skúli
Thoroddsen virðist hafa séð betur
þá framtíð sem beið þjóðarinnar.
Það er styrkur fyrir bækur eins
og hér er ijallað um úr iðnsögunni,
að höfundar tengi aldarhátt og hug-
arfar fólksins í landinu inn í sögur
af athöfnum.
Bifreiðaöldin var að hefjast á ís-
landi en nauðsynlegt er fyrir okkur
að gera okkur nokkra grein fyrir
þeirri byltingu sem var að hefjast í
íslensku þjóðlífi.
Þetta kemur fram í ræðum þing-
manna sem höfundur bókanna tekur
dæmi úr og fleiri tilvitnanir má nefna
er varpa skírara ljósi á hve vanbúin
þjóðin var til að geta notað „mótor-
vagnana".
Það voru ekki til margir hestvagn-
ar á landinu. Til flutninga var ýmist
notast við hesta með klyfbera og
baggar bundnir upp eða klyfjar, tré
voru oft bundin upp i annan endann
og hesturinn látinn draga þannig að
aftari endar viðarins dróst við jörðu.
Þá voru ferðakoffort einnig hengd á
klyfberana, tunnur og sekkir.
Vegir og götur
í fyrri bók Ásgeirs gefur að lesa
nokkrar lýsingar á því hve vegalagn-
ing var enn skammt á leið komin,
þegar menn tóku að gera tilraunir
með bílanotkun hér á landi, eins og
ég hefi nefnt dæmi um hér að fram-
an.
Gömlu götumar sem farnar voru
fyrir bílaöld, eru enn vel sjáanlegar,
einkum á heiða- og fjallvegum. Tel
ég þessar götur vera meðai hinna
merkari minja um fyrri tíða mann-
virkjagerð. Gerir höfundur þessu
fyrsta tímabili bílanna allgóð skil og
er skemmtilegt að lesa sitthvað sem
þar kemur fram.
Einnig segir hann all ítarlega frá
undirbúningi að kaupum fyrstu bíla
til landsins, bæði til Reykjavíkur og
Akureyrar. Þau kaup voru illa heppn-
uð í báðum tilvikum, bílarnir notaðir
og vélarlitlir miðað við eigin þyngd.
Kaup þeirra og reynsla af notkun
þeirra dró mjög úr áliti fólks á að
þessi farartæki væru nothæf hér á
landi.
Bílar og viðgerðir
Þessar tvær bækur sem Ásgeir
Sigurgestsson hefur skrifað um sögu
bifreiðaviðgerða á íslandi frá upp-
hafi bílanna segja auðvitað aðallega
frá því hvernig þessi iðnaðarstétt
varð til, mótaðist og þróaðist í að
verða háþróuð tæknistétt.
Það er næstum ósambærilegt að
líta á hin frumstæðu tæki og einföldu
verkfæri sem notast var við á fyrstu
árum bílanna og að líta nú til búnað-
ar á góðu bifreiðaverkstæði.
í fyrri bókinni: Brotin drif og bíla-
menn, er sérstakur kafli sem ber
yfirskriftina: IV. Upphaf bifreiðavið-
gerða á íslandi. í þeim kafla gerir
höfundur grein fyrir frumraunum og
fátæklegum búnaði, hversu menn
máttu þreyfa sig áfram og smíða sér
nauðsynleg hjálpartæki til viðgerð-
anna. Þykir mér áhugavert að lesa
um þessa þróun sem fór fram og
kallaði á hugvit og handlagni. Þar
gefur að líta nokkrar myndir af verk-
færum og bílum.
í þessum kafla kemur einnig fram
hve vanþekking á vélunum varð
stundum dýrkeypt svo sem eftirfar-
andi frásögn ber með sér:
„Kambarnir á Hellisheiði voru
einkar viðsjárverðir. Þar bræddu
margir Ford T-bílar úr sér og má
öðrum fremur sannaði að bílar
kenna um vanþekkingu og reynslu-
leysi. Bls. 58.
(Innskot, þetta orðatak „að bíll
bræði úr sér“ merkir á máli bifreiða-
viðgerðarmanna að sveifarásslegur
eyðileggist af smurningsleysi.)
Svo hagaði til með vélarsmurningu
í Ford T að svinghjólið aftast á vél-
inni eys olíu upp í litla trekt, þaðan
rennur olían fram eftir vélinni til að
tryggja að fremri hluti sveifarássins
fái einnig næga smurningu. Rörið
hallar fram svo að olían renni sjálf-
krafa eftir því. Ef bíllinn ekur upp
bratta brekku kann svo að fara að
rörið verði lárétt eða halli jafnvel
aftur þannig að olían hætti að renna
eftir því. Þá er hætta á að fremsta
stimpilstöngin fái ekki smurningu og
skemmist. Þess vegna var afar mikil-
vægt að næg olía væri á vélinni við
slíkar aðstæður. Á því vildi verða
misbrestur fyrstu árin og hvergi
munu fleiri T Fordar hafa brætt úr
sér en í efri hluta Kamba.
Bifreiðafélög og stöðvar
Áfram heldur sagan, strax með
fyrsta bílnum voru auglýstar öku-
ferðir. Eftir því sem fleiri bílar voru
fluttir til landsins varð notkun þeirra
meiri. Bifreiðafélag Reykjavíkur var
stofnað og varð að hætta sökum
erfiðleika á öflun varahluta o.fl.
vegna fyrri heimsstyijaldarinnar.
Ýmsir höfðu fljótlega atvinnu af
akstri eigin bíls og bíla. Steindór
Einarsson varð stórtækastur. Jafn-
hliða þurfti sífellt fleiri til starfa svo
að hægt væri að halda bílunum í
ökufæru standi. Þótt verkstæðin
væru oft í lélegu húsnæði var unnið
þar af seiglu og oft jafnt daga sem
nætur. Það valt mikið á að halda
bílunum sem notaðir voru við útgerð
eða önnur margháttuð störf gang-
andi.
Félag bifvélavirkja
Iðngreinin bifvélavirkjun á ekki
mjög langa sögu en segja má að hún
hafi vaxið út úr járnsmíðinni og vél-
virkjun að nokkru. í þessum tveimur
bókum er einkum fjallað um hvernig
iðngreinin varð til, hvernig hún mót-
aðist og hveijir lögðu grunn að iðn-
inni og að félagsstarfí Félags bifvéla-
virkja. Önnur grein óx á sama meiði
og varð all fyrirferðarmikil um sinn,
nefndist hún bifreiðasmíði. Sögu
hennar er áformað að geta í annarri
bók sérstaklega.
Eftir því sem lengra líður á efni
þessara tveggja bóka verður frásag-
an með meiri áherslu á störf bifvéla-
virkja og sögu félags þeirra. Segir
þar af fyrstu launakröfum þeirra,
félagsstofnun og betri kjörum. Einn-
ig er getið um marga af félagsmönn-
um, fæðingaár þeirra og hvaðan þeir
komu eða hvar þeir störfuðu. Þetta
er gagnlegur fróðleikur, einkum síð-
ar þegar lengra líður. Það er fróðlegt
og beinlínis spennandi að lesa um
hvernig iðngreinin þróaðist.
Þarna gefur að líta frásögn af
fyrstu húsunum sem beinlínis voru
byggð fyrir bílasölu og viðgerðir.
Skyldi nokkrum Reykvíkingi detta í
hug nú að húsið nr. 3 við Vatnsstíg
væri byggt 1919 sem bílaverslun og
verkstæði?
Bílasamsetningar
Á stríðsárum seinni heimsstyijald-
arinnar rak spennandi verkefni á
fjörur bifvélavirkja. í seinni bókinni:
Afram veginn... segir höfundur m.a.
frá merkilegum þætti í sögu bíla á
Islandi. Austur á Mýrdalssandi við
Kötlutanga strandaði flutningaskip í
febrúarmánuði 1941. Skip þetta var
hlaðið járni og í því var fjöldi vöru-
bíia sem voru ósamsettir. Af þessu
starfi er allgóð frásögn í bókinni
„Áfram veginn..." 1940 barst til
landsins svipað verkefni sem verk-
stæði Egils Vilhjálmssonar annaðist.
Þar voru settir saman 108 fólksbílar
af gerðinni Dodge 1940. Sú vinna
hófst snemma árs 1941. Þóttu bílar
þessir reynast mjög vel og vinna ís-
lenskra bifvélavirkja vönduð og góð.
Ásgeir segir frá fólksbílunum í fyrri
bók sinni „Brotin drif“.
Bækurnar tvær í Iðnsögu
Samanlagt telja bækur þessar 830
blaðsíður og er það vafalítið allmikið
afrek að ná saman öllum þeim fróð-
leik sem fólginn er 'í þeim. Margt er
skemmtilega skrifað í bókunum og
er það svo fróðleikur um liðinn tíma
og afhafnamenn er ávallt forvitnileg-
ur og skemmtilegur.
Mér finnst bækurnar, einkum hin
síðari, bera of mikinn svip af sögu
stéttarfélags bifvélavirkja og baráttu
félagsins fyrir kjörum og réttindum
félagsmanna.
Betur hefði farið ef gerð hefðu
verið skýr skil á milli stéttarfélags
sögunnar og iðnsögunnar. Það hefði
einnig stuðlað að betri tímaröð varð-
andi ýmsa atburði sem sagt er frá.
Frásagan verður óaðgengilegri sök-
um þess hve þetta ruglast.
Sem dæmi má t.d. nefna árið
1941, mjög sérstakt ár í sögu þessar-
ar iðngreinar. Þá voru byggðir 108
fólksbílar úr hlutum sem inn voru
fluttir ósamsettir. Sama ár voru einn-
ig settir saman margir vörubílar
austur á Mýrdalssandi. Frásögur af
þessum samsetningum eða bifreiða-
smíðum eru í sitthvorri bókinni, þótt
unnið sé á sama ári.
Vantar eitthvað
Það verður aldrei hægt að skrifa
svo bók, einkum sagnfræði, að ekki
megi fínna eitthvað sem vantar. Mér
þótti fengur að sjá frásöguna af bif-
reiðaviðgerðunum á Vinnuhælinu
Litla-Hrauni og verkstæði K.Á. En
voru ekki fleiri verkstæði utan
Reykjavíkur og Hafnarfjarðar?
Eina frásögn sá ég um bíl sem
keyptur hafði verið gamall og óöku-
fær en gerður upp sem nýr.
Það var allstór þáttur eftir að
Sölunefnd setuliðseigna og Varnar-
liðs tók að selja notaða bíla, að menn
keyptu bíla og endurseldu eftir að
hafa endurbyggt þá. Almenningur
átti ekki kost á að kaupa nýja bíla
á fijálsum markaði um 20 ára skeið,
1939 og framyfír 1960. Vera má að
meira hefði mátt segja frá einstökum
bílategundum sem bifvélavirkjar
fengust mikið við, t.d. eftir stríðið
1945. Þá óku sýslumenn og prestar
í embættismannabílum sem þættu
litlir nú.
Bílaáhugi
Mönnum er nú Ijóst orðið að farar-
tækið sem kom sér vel að eiga eða
leigja til flutninga á þessari öld hefur
valdið og veldur miklum umhverfis-
skemmdum og því er hugsanlegt að
bifreiðar í núverandi gerð hverfi
brátt.
Þrátt fyrir það eru til svo margir
bílaáhugamenn, safnarar, keppnis-
menn í akstri, torfæru og fjalla
o.s.frv. að ætla má að sögufróðleikur
af þeirri gerð sem þessar bækur
geyma verði kærkomið lésefni um
ókomin ár. Höfundur þeirra hefur
unnið stórvirki og spái ég því að
bækur þessar verði taldar einstæð
heimild.
Jón Böðvarsson fyrrverandi rektor
hefur verið ritstjóri þeirra bóka sem
út hafa komið af safni til iðnsögu
íslendinga. Jón er þjóðkunnur maður
fyrir sakir söguþekkingar, kennslu-
starfa, skólastjórnunarstarfa og leið-
sögpi. Enginn vafi leikur á að rit-
stjórn jafn umfagnsmikillar útgáfu
sem safns til iðnsögu er, þarf að
vera í höndum manns er býr yfir
góðri starfsorku og dugnaði samfara
góðri þekkingu og áhuga. Það mun
álit margra að vel hafi tekist um val
ritstjórans og verður vonandi fram-
hald á starfi hans svo að verkið verði
sem heilstæðast.
Bækurnar tvær sem ég ræði um
í þessari grein, hljóta að eiga stóran
lesendahóp. Allir sem áhuga hafa á
að lesa og eiga iðnsögu Islendinga
þurfa að eignast þær og lesa, að ég
tali nú ekki um bílaáhugamenn,
bæði keppnismenn og fornbílasafn-
ara.
/------\
PETER
KAISER
SKÓVERSLUN
sími 689212
V J
-þýskír
gæðaskór
Ný sending s
STEINAR WAAGE
Notoðir bílar
í úrvali
Toyota Camry GLi 2000, árg.
’87, Digital mælaborð,
sjálfsk., 4 d., grásans, ekinn
105 þús. Verð 830 þús.
Daihatsu Charade CX, árg.
’88, 5 g., 5 d., gullsans, ekinn
61 þús. Verð 440 þús.
Lada Samara 1500, árg. ’90,
5 g., 5 d., grásans, ekinn 17
þús. Verð 400 þús.
MMC Lancer GLX, árg. ’86, 5
g., 4 d., blár, ekinn 88 þús.
Verð 380 þús.
nCWHM & LANDBÚNADARVÉLAR HF.
Suðurlandsbraut 14,
símar 681200 og 814060.
Höföar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!
Subaru Justy 4x4, árg. '88,
topplúga, 5 g., 3 d., hvítur,
ekinn 50 þús. Verð 400 þús.
VW Jetta, árg. '87, grásans,
ekinn 95 þús. Verð 440 þús.