Morgunblaðið - 12.11.1992, Side 20

Morgunblaðið - 12.11.1992, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 Ríkísvald og markaðir eftir ívar Jónsson Efnahagslegir yfirburðir Jap- ana og ýmissra ný-iðnvæddra landa A-Asíu hafa orðið til þess að menn rannsaka hlutverk ríkis- valdsins í efnahagslífinu með opn- ari huga en áður. Endalok kalda stríðsins hafa einnig hvatt menn til að skoða tengsl ríkis og mark- aða með nýjum hætti. í þessari grein er fjallað um leiðbeinandi hlutverk ríkisvaldsins í Taiwan og ætlunin er að fjalla í annarri grein um Japan. Tilefni þessara greina- skrifa er nýlegur ritdómur í Við- skiptablaði Morgunblaðsins eftir Þorkel Sigurlaugsson um bókina Innri hringurinn og íslensk fyrir- tæki, sem uridirritaður er einn höfunda að. í ritdómnum var hug- myndafræði kalda stríðsins í há- vegum höfð og höfundar vændir um alræðishyggju þar sem þeir leggja áherslu á hlutverk ríkis- valdsins í efnahagsþróuninni. Rit- dómnum svaraði ég í grein sem birtist í Morgunbláðinu 13. októ- ber, en fávíslegar kaldastríðshug- myndir af þessu tagi eru algengar og því er þarft verk að hefja fordó- malausa umræðu um framsækið hlutverk hins opinbera í efnahags- lífínu. Homsteinar nýrrar efnahagsstefnu Efnahagsumræðan hér á landi er langt á eftir því sem gerist á Vesturlöndum. Á meðan menn eru í óða önn að rannsaka og útfæra starfsemi hins opinbera þannig að hún nýtist atvinnulífínu markvisst og skilvirkt, eru menn hér á landi ennþá lokaðir inni í einföldum hugarheimi þar sem markaður og ríkisvald _ eru ósættanlegar and- stæður. í þessum hugarheimi er ekki rúm fyrir samstarf ríkisvalds, fyrirtækja og hagsmunasamtaka um þróun framsækinnar langtíma efnahagsstefnu. Frá þessum einfalda hugar- heimi má þó nefna nokkrar mikil- vægar undantekningar. Athyglis- verð tillaga og skýrsla um Aflvaka Reykjavíkur hf. sem Iögð hefur vrið fyrir borgarstjóm er eitt dæmi. Hér er um að ræða þróunar- félag sem fyrirtækjum borgarinn- ar er ætlað að standa að og er hugmyndin að Aflvakinn stuðli að tækniþróun, nýsköpun og atvinnu- sköpun í atvinnulífi Reykvíkinga í framtíðinni. Miklum fjölda slíkra þróunarfélaga hefur verið komið á legg á Vesturlöndum á undan- förnum árum og sem dæmi má nefna að ríkisstjórn Thatchers á Bretlandi beitti sér mjög á þessu sviði. Gallinn á skýrslunni um Aflvakann er þó sá að þar skortir greiningu á tengslum nýsköpunar, rannsókna- og þróunarstarfsemi og atvinnustefnu og hvernig þess- ir þættir vinna saman til langs tíma. Hér á landi er mikill skortur á sérmenntuðu fólki á þessu sviði. Undirritaður er eini aðilinn sem hlotið hefur slíka menntun svo vitað sé. í grófum dráttum má segja að á áttunda áratugnum var mönnum orðið ljóst á Vesturlöndum að keynesísk efnahagsstefna var orð- in gagnslaust tæki. Þó svo að draga megi úr skammtíma hag- sveiflum með gagnvirkum umsvif- um hins opinberá, þá var orðið ljóst að atvinnuleysi minnkaði ekki til lengri tíma þrátt fyrir aukin opin- ber umsvif. Jafnframt jókst verð- bólga. Ástæðurnar voru í grófum dráttum þessar: Markaðir fyrir fjöldaframleiddar vörur, einkum heimilistæki, höfðu mettast. Fjár- festingar í rannsóknum og þróun- arstarfsemi skiluðu minni fram- leiðniaukningu þrátt fyrir aukinn kostnað. Milliríkjaverslun hafði aukist til muna á undangengum áratugum, m.a. vegna stóraukinna umsvifa fjölþjóðlegra fyrirtæka. Þensluaðgerðir ríkisstjórna á sam- dráttartímum skiluðu því stöðugt minni árangri því innflutningur hafði aukist og því komu aðgerð- irnar innlendum iðnaði minna að gagni en áður. Á níunda áratugnum voru víða á Vesturlöndum gerðar tilraunir með mónetarisma, sem áttu að leysa keynesismann af hólmi. Megininntakið var að ná tökum á peningamagni í hagkerfunum og samræma það hagvaxtarstiginu. Dregið var úr ríkisumsvifum eftir mætti og skattar lækkaðir. Jafn- framt voru ríkisfyrirtæki einkav- ædd til að skapa olnbogarými fyr- ir samkeppni. Einokunarfyrirtæki voru einnig einkavædd. Thatcher- isminn og Reaganisminn eru þekktustu dæmin um þessar til- raunir. Þrátt fyrir að þessar stefn- ur hafi verið við lýði á Bretlandi og í Bandaríkjunum frá byijun níunda áratugarins og að mestu enn þann dag í dag, hafa þær ekki skilað þeim árangri sem vænst var. Verðbólga hefur að vísu minnkað, en hagvöxtur hefur verið minni og viðskiptajöfnuður iðnaðar óhagstæður samanborið við helstu samkeppnislöndin, þ.e. Japan og Þýskaland og ný-iðnv- ædd ríki eins og Taiwan og S- Kóreu. Meðfylgjandi línurit sýnir yfírburði þessara ríkja gagnvart Bandaríkjunum og Bretlandi með tilliti til hagvaxtar. I dag viðurkenna æ fleiri að hvorki keynesisminn né mónetar- isminn séu vænlegar stefnur til að auka hagvöxt til lengri tíma og ná upp forskoti Japans og ný- iðnvæddu ríkjanna tveggja. Vandamálið er mun flóknara en efnahagsstefnurnar hér að ofan gera ráð fyrir og því leita menn skýringa í þjóðfélagslegu og stofn- analegu umhverfí fyrirtækja. Þrennt er einkum_ mikilvægt í þessu sambandi. í fyrsta lagi tengsl ríkisvalds og fyrirtækja. í öðru lagi eignartengsl milli fyrir- tækja og tengsl iðnaðar- og banka- fyrirtækja. I þriðja lagi nýsköp- unarkerfi landa, þ.e. skipulag rannsókna- og þróunarstarfsemi og hagnýting nýrrar tækni. Þessa þætti má nefna ytri stærðarhag- kvæmni fyrirtækja til aðgreining- ar frá innri stærðarhagkvæmni, sem lýtur að samræmingu aðfanga framleiðslu með tilliti til hámörk- unar framleiðni. Ytri stærðarhag- kvæmni er mikilvæg fyrir sam- keppnishæfni fyrirtækja og um leið hagvöxt þegar til lengri tíma er Iitið. Efnahags- og þróunar- stefnur, sem beinast að því að ívar Jónsson „í dag viðurkenna æ fleiri að hvorki keynes- isminn né mónetarism- inn séu vænlegar stefn- ur til að auka hagvöxt til lengri tíma og ná upp forskoti Japans og ný- iðnvæddu ríkjanna tveggja.“ þróa þessar forsendur samkeppn- ishæfni með beinum hætti eru nefndar strúktúralismi eða form- gerðarstefna til aðgreiningar frá keynesisma og mónetarísku til- raununum. Ég hef fjallað um ný- sköpunarkerfi í mörgum tímarits- greinum, en rúmsins vegna ein- beiti ég mér aðeins að tengslum fyrirtækja og ríkisvalds hér. Hlutverk ríkisvaldsins á Taiwan Á Taiwan búa um 20 milljónir manna, en á tímabilinu 1952 til 1988 nær fimmtíufölduðust þjóð- artekjur á mann og hækkuðu úr 153 Bandaríkjadölum í 7.600 dali. Olíkt því sem gerst hefur í mörgum öðrum þróunarlöndum hefur tekju- jöfnuður verið mikill á þessu há- vaxtarskeiði. Árið 1988 fékk sá fimmtungur þjóðarinnar sem tekjuhæstur er 4,85 sinnum meira í sinn hlut en tekjulægsti fimmt- ungurinn. Til samanburðar má nefna að 1989 var sambærileg tala á íslandi 10,2. Tekjumunur er hér mun meiri. Efnahagsstefna á Taiwan hefur í grófum dráttum fylgt kenningum dr. Sun Yat-sens, helsta hugmyndafræðings stjórn- arflokksins, Kuomintang. Megin- inntak sunismans er að ríkisvaldið leiki lykilhlutverk í að auka hag- vöxt og framfarir, hafa stjóm á einkageiranum, sérstaklega er- lendum fyrirtækjum, þannig að tryggt sé að hann leggi sitt af mörkum til framfara. Ríkisvaldið á að tryggja bætt lífskjör og jafna tekjur. I stuttu máli hefur efna- hagsstefnan, eða öllu heldur þró- unarstefnan, færst úr verndartolla- stefnu á 6. áratugnum, til útflutn- ingsstefnu á 7. áratugnum. Á 9. DUNULPUR M Verð kr. 7.990,- Stærðir: S-XXL. Utir: Blátt, rautt, og grænt. Stærðir: 140-170. Verð kr.6,490.- 300 gr. dúnn. Ytra byrði: 100% bómull 5% staðgreiðslu afsláttur. Sendum i póstkröfu. »hummel* SPORTBUÐIN ÁRMÚLA 40, SI'MAR 813555, 813655 Hagvöxtur 1971-1988 1 ■— Bándaríkin □— Bretland ♦— Japan o— Taiwan 71 heimildrOECD Economic Outlook og S. Chan IC. Clark: Flexibility, Foresight and Fortune in Taiwan’s Development, London 1992. áratugnum var áherslan á þróun hátækniiðnaðar, enda höfðu laun hækkað verulega á undanförnum áratugum. Grunntónninn í efnahagsstefn- unni hefur verið aðlögun að út- flutningsmörkuðum með umbótum sem auka samkeppnishæfni inn- lendra fyrirtækja. Ríkið hefur stað- ið að baki 35-60% af íjármuna- myndun og því verið virkur þátt- takandi í efnahagsþróuninni. Aðild ríkisvaldsins að fjárfestingum 9. áratugarins hefur verið með ýmsu móti. Ríkið á alfarið stálfram- íeiðslufyrirtæki. Fyrirtæki í olíu- efnaframleiðslu er sameign ríkis, innlendra fyrirtækja og fjölþjóð- legrá, erlendra fyrirtækja. Flest hátæknifyrirtæki eru tiltölulega smá einkafyrirtæki, sem njóta fyr- irgreiðslu ríkisins. Þessi fyrirtæki eru afar virk í nýsköpunarstarfi. Stjórnvöld á Taiwan hafa alltaf verið varkár gagnvart erlendum fyrirtækjum og gætt þess að starf- semi þeirra á Taiwan þjóni lang- tímamarkmiðum efnahagsstefn- unnar. Stjórnvöld hafa jafnframt beitt mjög sértækum aðgerðum og boðið hinum erlendu fyrirtækjum upp á mjög ólíka aðstöðu. Þeim mun mikilvægari sem fyrirtæki er talið í ljósi langtímaefnahagsstefnu stjórnvalda, þeim mun hagstæðari samningar er þeim boðið. Fyrir- tækjunum er boðið skattleysi í allt að 5 ár og hámark 25% veltu- skatt, háar afskriftir, undanþágur frá útflutningssköttum o.s.frv. í byijun 9. áratugarins var raftækja- iðnaður talinn hávaxtaiðnaður í framtíðinni og hafði því forgang. Erlend fyrirtæki í raftækjaiðnaði nutu því mestra skattaívilnana. Fjárfestinganefnd efnahagsráðu- neytisins metur hveija einstaka umsókn erlendra fyrirtækja sem vilja hefja rekstur á Taiwan. Það eru einkum fyrirtæki sem fram- leiða samskonar vörur og innlend fyrirtæki sem ekki fá náð hjá nefndinni. Nefndin gætir þess einnig að ekki séu erlend fyrirtæki á Taiwan, sem gætu fengið yfir- burðastöðu eða einokunarstöðu í viðkomandi atvinnugrein. Sem dæmi um þetta má nefna olíu- hreinsun og olíuefnaiðnað. Stefnan er að erlend fyrirtæki styrki stöðu innlendra fyrirtækja, en komi ekki í stað þeirra. Markmiðið er einnig að þjónusta við þau verði tilefni til þess að innlend fyrirtæki þróist i átt að hátækniframleiðslu. Auk stýringar með sköttum hafa stjórnvöld fylgt sértækri eigna- stefnu gagnvart erlendum fyrir- tækjum. Þannig fer það eftir því hversu mikilvæg fyrirtækin eru hversu stóran hlut hin erlendu fyr- irtæki mega eiga í fyrirtækjum á Taiwan. Þetta gildir einnig um fjármagnsfreka framleiðslu, hvort um er að ræða hátæknifyrirtæki og hversu mikill hluti aðfanga hinna nýju fyrirtækja verði rakinn til innlendrar virðisaukningar. í sumum tilfellum skilgreina stjórn- völd leyfilegt lágmarkshlutfall inn- lendrar virðisaukningar í fram- leiðslunni. T.d. er þess krafist að farþegabílar innihaldi a.m.k. 70% taiwönsk aðföng. í mörgum tilfell- um eru innflutningshöft á vörum til að fylgja eftir stefnu stjórnvalda gagnvart hinum erlendu fyrirtækj- um. Einnig má nefna að stjórnvöld hafa strangt eftirlit með öllum gjaldeyrisviðskiptum erlendra fyr- irtækja vegna íjárfestinga þeirra, flutnings hagnaðar úr landi, greiðslna vegna fjármagnskostn- aðar o.s.frv.. Herlög hafa ríkt á Taiwan frá stríðslokum og fram á síðustu ár. Einhveijir gætu dregið þá ályktun af því, að herlög og alræðiskerfi sé nauðsynleg forsenda leiðbein- andi hlutverks ríkisvaldsins og mikils hagvaxtar. Þegar efnahags- saga Japans er skoðuð, kemur í ljós að svo er ekki, en í annarri grein mun ég fjalla um tengsl ríkis- valds og markaða í Japan. Höfundur er doktor í félagshagfræði tækniþróunar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.