Morgunblaðið - 12.11.1992, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 12.11.1992, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 ÞING NORÐURLANDARAÐS IAROSUM Utanríkismál rædd formlega í Norðurlandaráði í fyrsta sinn Breytingar í umheiminum færa Norðurlöndin nær hvert öðru Árósum. Frá Ólafí Þ. Stephensen, blaóamanni Morgunblaðsins. UMRÆÐUR um utanrfldsmál settu svip sinn á lokadag 41. þings Norð- urlandaráðs í gær. Utanríkismál hafa ekki áður verið formlega á dagskrá þingsins og lýstu flestir ræðumenn ánægju sinni yfír þessum tímamótum. Evrópumálin voru efst á baugi, eins og búast mátti við. Margir þingmenn lögðu áherzlu á öryggishlutverk Evrópubandalags- ins í Evrópu. Annað mál, sem var ofarlega á baugi, var útvíkkun bFyggisbugtaksins — tenging öryggis-, efnahags- og umhverfísmála. í framhaldi af ummælum Thorvalds Stoltenbergs, utanríkisráðherra Noregs, um að Norðurlönd kynnu innan tíðar að starfa saman að „hefðbundnum hliðum öryggismálanna“ var jafnvel rætt um hugsan- legt varnarsamstarf Norðurlandanna, sem hefði einhvem tímann þótt saga til næsta bæjar. Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Dan- merkur, sagði í umræðunum að Norðurlandabúar gætu ekki þakkað sjálfum sér að rfldn hefðu færzt nær I utanrflds- og öryggismálum, það væru hinar gífurlegu umbyltingar á alþjóðlegum vettvangi, sem hefðu knúið fram breytingar í hópi Norðurlandanna. Utanríkisráðherr- ann hefur ekki setið Norðurlandaráðsþing í áratug, vegna formlegs banns við umræðum um utanrfldsmál. Anker Jorgensen, fyrrverandi for- sætisráðherra Danmerkur, hóf um- ræðuna. Á árum áður varð hann oft til að stinga upp á því að utanríkis- mál væru rædd í Norðurlandaráði, en talaði yfírieitt fyrir daufum eyr- um. Jorgensen sagði að hrun kom- múnismans og aukin alþjóðleg tengsl Norðurlandanna við önnur ríki hefðu gert umræður um öryggis- og utan- ríkismál eðlilegar í Norðurlandaráði. Hins vegar hefðu fulltrúar á Norður- landaráðsþingum verið alltof varkár- ir í þessum efnum til skamms tíma. EES og öryggismálin Anneli Jáatteenmaki, þingmaður Miðflokksins í Finnlandi og talsmað- ur miðjumanna í Norðuriandaráði, ræddi sérstaklega um EES-samn- inginn ogþýðingu hans fyrir Norður- lönd. „Með þeim breytingum, sem hafa átt sér stað í Evrópu, hafa for- sendur í öryggismálum breytzt. Óvinaímyndimar em ekki þær sömu og fyrr,“ sagði hún. „Með EES- samningnum munu allar Norður- landaþjóðimar bindast nýju öryggis- samstarfi í Evrópu nánari böndum. Þetta kann að hljóma langsótt, en ef maður greinir sáttmálann, hefur fjórfrelsið í för með sér að við erom hluti hins nýja öryggismálasam- starfs í Evrópu. EES-samningurinn innleiðir, samhliða kjamanum í gamla öryggissamstarfinu, mýkri og mannlegri vídd. Spumingin er ekki lengur aðeins hversu margar her- deildir og hermenn hin og þessi lönd hafi til umráða, heldur hvernig lífs- kjör íbúa landanna ero, eða hvort þeir, í samræmi við samninginn, ákveða að flytja til annars lands." Geir H. Haarde, þingflokksfor- maður Sjálfstæðisflokksins, talaði fyrir hönd þingmannahóps íhalds- manna og gerði að umtalsefni hinar gífuriegu brejrtingar í heimsmálum á undanfömum árum. „Af þessum atburðum hefur leitt, að veruleikinn hefur einnig breytzt hjá löndum í okkar eigin hópi,“ sagði Geir. „Finn- land hefur öðlazt nýtt athafnafrelsi í utanríkismálum, sem Finnar ero staðráðnir í að nota vel. í Svíþjóð hefur ástandið einnig breytzt og hlutleysishugtakinu þarf að fá nýtt innihald." Geir sagði að áherzlur hinna nýju lýðræðisríkja í Austur-Evrópu sýndu fram á að ábendingar íhaldsmanna um samhengi fijáls markaðsbúskap- ar og pólitísks fijálsræðis hefðu ver- ið og væro réttmætar. „Samfélag, sem ekki virðir ákvarðanir einstakl- inganna á efnahagssviðinu, skortir að okkar mati forsendur til að tryggja það pólitíska frelsi, sem fólk óskar eftir," sagði hann. Norðurlöndin hafa nálgazt í utanríkis- og öryggismálum Sten Andersson, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Svía og talsmaður sós- íaldemókrata, sagði að breytingam- ar í Norðurlandasamstarfinu væru ótrúlegar og það sýndu umræðumar um utanríkis- og öiyggismál bezt. „Það eru ekki nema tvö ár síðan ég var mjög í efa um gildi þess að ræða þessi viðkvæmu mál í Norður- landaráði. En ég hef skipt um skoð- un vegna þess að atburðir í heims- málum hafa fært Norðurlöndin hvert nær öðru, einnig í utanríkismálum," sagði Andersson. „Þegar Thorvald Stoltenberg sagði í hinni einstöku greinargerð sinni að það væri mikill kostur að Finnland, Noregur og Svíþjóð kysu að semja um EB-aðild á sama tíma, þá töldum við það sjálf- sagða og ígrondaða afstöðu. En fyr- ir tveimur árom lagði ónefndur þing- maður í Norðurlandaráði til, með gífurlega varkáru orðalagi, að vinna bæri að því sama. Það leiddi til póli- tísks uppþots, stjómarkreppu í Nor- egi og reiðilegra yfiriýsinga frá for- seta Finnlands." Almenningnr teymdur inn í EB Hjá Kjellbjorgu Lunde, norskum þingmanni sósíalista og talsmanns þingmannahóps vinstrisósíalista í Norðurlandaráði, kvað við annan tón en hjá flestum öðrum ræðumönnum. Hún gagmýndi Stoltenberg utanrík- isráðherra fyrir að ganga út frá því að flest eða öll Norðurlöndin gengju í EB; meirihluti almennings í Noregi og Svíþjóð væri andsnúinn EB-aðiId, meirihluti þings og þjóðar á íslandi, mörk meiri- og minnihluta væru óijós í Finnlandi og Danir hefðu hafnað Maastricht-sáttmálanum. Ríkisstjórnir Norðurlandanna væro að reyna að teyma almenning inn í EB með ýmiss konar „gulrótum" og sú nýjasta væri að með því móti væri hægt að efla og styrkja Norður- landasamtarfið. Trú fyrri stefnu vinstrisósíalista krafðist Lunde um- ræðna um kjamorkuvopnalaus — og reyndar kjamorkulaus — Norður- lönd, afvopnun og niðurskurð út- gjalda til vamarmála. Norrænt varnarsamstarf? Carl I. Hagen, formaður norska Framfaraflokksins, lagði áherzlu á að GATT-samkomulag næðist sam- an, ekki sízt vegna hagsmuna þróun- arlandanna. Hann sagði að Norður- löndin hefðu um árabil ausið fé í þióunarhjálp, sem ekki hefði leyst nein vandamál. Leggja bæri áherzlu á uppbyggingu markaðskerfis og lýðræðis í þriðjaheimslöndunum. „Eins stór stuðningsaðili og Norður- löndin ero, ættu þau að geta gert kröfur um stjórnarhætti í þessum löndum, í stað þess að halda áfram að nánast halda einræðisherrom við völd,“ sagði Hagen. Hann sagði að vinstrisósíalistum yfirsæist öiyggis- hlutverk Evrópubandaiagsins, sem meðal annars kæmi fram í því að homlur væro lagðar á völd Þjóðveija í Evrópu. Hagen stakk upp á því að Noreg- ur, Svíþjóð og Finnland, ræddu möguleika á vamarsamstarfí. Hann lagði til að yfírmenn heija landanna ræddu saman um þau svið vamar- málanna, sem til greina kæmu. Kaci Kullmann Five, formaður norska Hægriflokksins, sagði að hið skuldbindandi samstarf aðildarríkja Evrópubandalagsins væri það sam- starfsform, sem gæfi möguleika á að leysa ýmis alþjóðleg vandamál, sem áður hefðu verið torleyst, og Evrópubandalagið væri eina alþjóða- stofnunin, sem hefði slíka mögu- Ieika. „í Noregi segja sumir að sam- starf sé gott, en það megi bara ekki vera bindandi; við verðum að halda sjálfsákvörðunairétti okkar,“ sagði Five. „Ég tel að í rauninni hljóti skuldbindandi samstarf að þýða skerðingu á sjálfsákvörðunarrétti. Því meiri áherzlu, sem við leggjum á sjálfsákvölðunarrétt, þeim mun frekar kjósum við að vilji hinna sterku ráði.“ Five sagði að af þessum orsökum gætu Norðuriöndin ekki sætt sig við EES-samninginn einn og sér, eins og sumir héldu fram. „Samningurinn Uffe Ellemann-Jensen: Atburð- irnir í kringum okkur hafa fært Norðurlönd saman. svarar ekki þessum pólitísku kröf- um. Við verðum að trj’ggja okkur áhrif og atkvæðisrétt í höfuðstöðv- um hinnar nýju Evrópu, í Evrópu- bandalaginu," sagði hún. EES ef til vill varanlegra Jón Sigurðsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra tók þátt í umræðun- um sem fulltrúi íslenzku ríkisstjóm- arinnar, en Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra komst ekki til Árósa, einn norrænu utanríkisráð- herranna. Jón ræddi meðal annars um EES-samninginn og sagði að því væri oft haldið fram að hann væri aðeins tímabundin lausn á leið EFTA-ríkjanna inn í Evrópubanda- lagið. „En hver veit nema EES verði varanlegra? Á síðustu mánuðum höfum við heyrt braka í stoðum EB vegna gjaldeyriskreppu og deilna um framtíð Maastricht-sáttmálans," sagði Jón. „Sagan sýnir okkur að þróun Evrópubandalagsins — hvort sem um nánara samstarf eða útvíkk- un er að rasða — er á hveijum tíma háð bæði ytri aðstæðum og póli- tískri stemmningu. Jafnvel þótt þijú Norðuriönd sæki nú um aðild að EB er aðildin ekki staðreynd. Við alda- mót verður Evrópubandalagið ekki það sama og í dag.“ Jón ræddi um mikilvægi Atlants- hafsbandalagsins og sagði að efling Vestur-Evrópusambandsins (VES) sem Evrópustoðar NATO skipti miklu máli. Hins vegar þyrftu öll evrópsk aðildarríki NATO að vera með í VES og efling samtakanna mætti ekki verða á kostnað NATO eða veikja stöðu aðildarríkjanna í Norður-Ámeríku. „Út frá þessum forsendum tekur ríkisstjóm íslands þátt í samningaviðræðum um aðild að VES; sem hlekkur á Atlantshaf- inu milli lýðræðisríkjanna í Norður- Ameríku og Vestur-Evrópu," sagði hann. „Öryggishalli" á Norðurlöndum Margaretha af Ugglas, utanríkis- ráðherra Svía, ræddi um öiyggis- samstarf með hætti, sem enginn sænskur utanríkisráðherra hefði gert á árom áður. Hún sagði að ástandið í öryggismálum Norður- Evrópu væri nú nokkuð stöðugt, en umbyltingar í alþjóðamálum eftir upplausn Sovétríkjanna gætu þýtt meiri þrýsting á Norðurlönd í örygg- ismálum en Mið-Evrópu. „Það er óhætt að segja að það er ákveðinn öryggishalli á Norðurlöndum. Litlu ríkin okkar fimm ero ekki fullnægj- andi grundvöllur fyrir skuldbindandi samstarf í öryggismálum. Tengslin við Evrópu og yfir Atlantshafið eru þungamiðjan hjá norrænum ná- grönnum okkar, Danmörku, Noregi og íslandi, og ráða mestu um val þeirra í öryggis- og vamarmálum. Svíþjóð óskar einnig eftir nærvera bandarískra hersveita í Evrópu. Sömuleiðis höfum við áhuga á að taka fullan þátt í samstarfi Evrópu- ríkja um utanríkis- og öryggismál. Þegar Noregur, Svíþjóð og Finnland verða aðilar að Evrópubandalaginu mun utanríkis- og öryggismála- stefna Norðurlandanna verða sam- ræmd innan ramma bandalagsins," sagði af Ugglas. HLUTHAFAFUNDUR Hluthafafundur Olíufélagsins hf. veröur haldinn fimmtudaginn 19. nóvember 1992 aö Hótel Loftleiöum, Höföa, og hefst klukkan 13.15. DAGSKRÁ Kynning á kaupum félagsins á hlutabréfum Sambands ísl. samvinnufélaga í félaginu. Tillaga stjórnar um lækkun hlutafjár í félaginu. Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins og heimild stjórnar til að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta. Önnur mál. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18, 2. hæð, fram að hádegi fundardag. s Stjórn Olíufélagsins hf. « Olíufelagió hf í. 2. 3. 4. Forsætisráðherrar Norðurlanda Hvatt til sammnga í GATT-viðræðum Árósum. Frá Ólafi Þ. Stepbeosen, blaðamanni Morgunblaðsins. Forsætisráðherrar Norðurlandanna lýsa yfír stuðningi við frumkvæði framkvæmdastj óra GATT til að koma aftur á viðræð- um milli Evrópubandalagsins og Bandaríkjanna og hvetja til þess að reynt verði til þrautar að ná fullnægjandi árangri í viðræðun- um. „Staðan í viðræðum EB og Bandaríkjanna um iandbúnaðar- mál í samningunum um GATT hefur leitt tii mjög álvarlegrar þróunar í hinu alþjóðlega við- skiptakerfí. Viðskiptastríð myndi hafa miklar neikvaeðar afleiðingar fyrir öll lönd, ekki sízt þróunar- löndin og nýju lýðræðisríkin í Mið- og Austur-Evrópu," segir í yfirlýs- ingu, sem ráðherramir samþykktu á fimdi sínum í Árósum. Ráðherramir leggja áherzlu á þýðingu umsamdra reglna um fijálsa heimsverzlun til þess að ýta undir velferð, atvinnu og þró- un. „Efnahagur heimsins er nú upp á þann meðbyr kominn, sem vel heppnuð málalok í viðræðun- um geta gefið,“ segir í yfirlýsingu þeirra. Forsætisráðherramir segja að öllum aðilum beri að taka á sig ábyrgð og vinna að lausn í GATT-samningunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.