Morgunblaðið - 12.11.1992, Síða 24

Morgunblaðið - 12.11.1992, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 Clinton um Mið- Austurlönd Vill stöðva útbreiðslu eldflauga Littie Rock. Reuter. BILL Clinton, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, leggur áherslu á að stöðva útbreiðslu eldflauga í Mið-Austurlöndum og koma í veg fyrir að gjöreyðingavopn lendi í höndum íraka, írana, Sýrlendinga og Líbýumanna. Kemur þetta fram í viðtali við tímaritið Middle East Insight, Clinton sagði að auk þess að koma í veg fyrir útbreiðslu gjöreyð- ingarvopna myndi stjórn hans leggja á það áherslu að ísraelar yrðu vel vopnum búnir og á deilur Israela og araba yrði litið út frá því að tilvera ísraels væri að veði. Clinton ræddi í gær í gegnum síma við þá Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, og Fahd, konung Saudí-Arabíu, um ýmis málefni Mið-Austurlanda. Sagði George Stephanopoulos, talsmaður hans, að hann vildi að friðarviðræðurnar héldu áfram og til greina kæmi að James Baker, fyrrum utanríkisráð- herra, hefði áfram það hlutverk að ræða við ísraela og araba. Jeltsín í Ungveijalandi Reuter. Borís Jeltsín kom í gær í opinbera heimsókn til Ungverjalands i fyrsta sinn. Markmið heimsóknarinnar er að leggja grunninn að vinsamlegum samskiptum rikjanna í framtíðinni. Jeltsín samþykkti á fundi með Jozsef Antall, forsætisráðherra Ungveijalands, að falla frá fyrri kröfu Rússa um að Ungveijar greiddu fyrir þau mannvirki sem sovéski herinn skyldi eftir er hann yfirgaf landið í fyrra. Á móti féllust Ungveijar á að hætta við að fara fram á skaðabætur vegna umhverfisspjalla Rauða hersins. Leiðtogunum tókst hins vegar ekki að ná samkomulagi um hvemig greiði eigi viðskiptaskuldir fyrrum Sovétríkjanna við Ungveija- land en þær nema um tveimur milljörðum dollara. A myndinni má sjá Jeltsín leggja blómsveig á síðasta sovéska minnismerkið sem enn er að finna í Búdapest. Öll önnur voru eyðilögð í kjölfar skipbrots kommún- ismans vorið 1990. Hrefnuveiðar Norðmanna Umhverfissamtök í Banda- ríkjimum undirbúa aðgerðir Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. BANDARÍSK umhverfisvemdarsamtök undirbúa nýjar aðgerðir gegn Norðmönnum vegna hvalveiða þeirra. Einkum beinist athyglin að þvi að fá bandaríska neytendur til þess að sniðganga norskar framleiðsluvörur. Samtökin Humane Society, sem segjast hafa 1,6 milljónir félags- manna í sínum röðum, hafa til að mynda haft í hótunum við fyrirtæki sem flytja inn vörur frá Noregi. Mótmæli þau ekki og þrýsti á norsk stjómvöld að falla frá þeirri ákvörð- un að hefja aftur hvalveiðar muni samtökin beina aðgerðum sínum gegn fyrirtækjunum. „Ég get fullvissað ykkur um að bandarískur almenningur mun taka málið í eigin hendur og neita að kaupa norskar sjávarafurðir verðið þið ekki við beiðni okkar um að knýja á stjómvöld um að hætta við hvalveiðamar," sagði í bréfí sem fyrirtækinu Frionor USA barst frá Humane Society og undirritað er Hryggur forseti George Bush, fráfar- andi forseti Banda- rilqanna, mætti í fyrrakvöld til kvöld- verðar, sem haldinn var honum til heiðurs og nýjum þingmönn- um repúblikana. „Ég vildi ekki koma hing- að, en ég er feginn að ég gerði það,“ sagði Bush þegar hann ávarpaði veislu- gestina. Átti hann augljóslega erfítt með að sætta sig við ósig- urinn í kosningunum því að ræðunni lokinni grúfði sig niður með hendumar fyrir and- litinu til að veijast gráti. af framkvæmdastjóranum Patricia Forkan. Charles B. Dillon forstjóri Frio- nor USA segir að fyrirtækið sé þegar farið að fínna fyrir áhrifum hvalveiðistefnu norsku stjómarinn- ar. Veitingahúsakeðjan Burger King hefði nýlega tilkynnt að þó svo Frionor USA hefði boðið best af öllum físksölum í júlí sl. þegar leitað var eftir samningum um hrá- efniskaup myndi hætta viðskiptum. Humane Society segir í bréfinu til Frionor USA að samtökin eigi sinn þátt í því að Burger King hættir fískkaupum af fyrirtækinu. Norska sendiráðið í Washington hélt nýverið fund með bandarískum umhverfísvemdarsamtökum í þeim tilgangi að reyna að upplýsa þau um sjónarmið Norðmanna í hval- veiðimálum. Sendiráðið hefur einn- ig gefíð út upplýsingabæklinga um þetta efni til dreifíngar. Þá hefur sendiráðið fengið lög- fræðifyrirtækið Akin Gump í Wash- ington D.C. til að tala máli Norð- manna gagnvart þingmönnum og reyna að hafa áhrif á bandarísk stjómvöld þann veg að þau láti ekki undan þrýstingi umhverfís- sinna um refsiaðgerðir gegn Norð- mönnum. Bill Clinton nýkjörinn Bandaríkjaforseti útnefndi einn af eigendum Akin Gump, Vemon Jordan, í síðustu viku til að velja fyrir sig menn til æðstu embætta í bandaríska stjómkerfínu. Kákasuslönd Rússneskt herlið frá Tsjetsjen Moskvu. Reuter. RÚSSNESKT herlið var flutt í gær frá Tsj etsj en-sjálfstj óraar- lýðveldinu í Rússlandi en í fyrradag hótaði leiðtogi þess að segja Rússum stríð á hendur hyrfu þeir ekki á braut. Hafði rússneska herliðið verið sent á vettvang vegna átaka milli þjóðarbrota í nágrannalýðveld- inu Íngúshetíu og í þremur héruðum, sem Tsjetsjen gerir tilkall til. Brottflutningurinn hófst eftir að leiðtogar Tsjetsjen og íngúshe- tíu komust að samkomulagi um landamæri rikjanna en Dzhokhar Dudayev, forseti Tsjetsjen, hótaði því á þriðjudag að reka rússneska herinn burt og skoraði jafnframt á landa sína „að rísa upp til vam- ar sjálfstæði Tsjetsjen" ef með þyrfti. Dudayev, sem þykir her- skár í meira lagi, fylgdi þessu eft- ir með því að lýsa yfír neyðará- standi í ríkinu í einn mánuð og kveðja alla karla, sem vettlingi geta valdið, til herþjónustu. „Það er betra fyrir Rússa að gleyma því ekki hvar landamæri Tsjetsjen liggja," hafði TASS- fréttastofan eftir Dudayev. Að öðram kosti, sagði hann, „verða Nazran (höfuðborg Íngúshetíu) og Vladíkavkaz (höfuðborg Norður- Ossetíu) sprengdar í loft upp“. Tsjetsjen-sjálfstjómarlýðveldið með sínar 1,3 milljónir íbúa hefur verið Borís Jeltsín, forseta Rúss- lands, erfíður ljár í þúfu og ekki bætir úr skák, að íngúshetar og Norður-Ossetar hafa að undan- fömu borist á banaspjót. Hefur Jeltsín lýst yfír neyðarástandi í Íngúshetíu af þeim sökum og skip- að bráðabirgðastjórn, sem lýtur stjóminni í Moskvu. Jegor Gaidar, starfandi forsætisráðherra í Rúss- landi, sagði í Vladíkavkaz í fyrra- dag, að óvandaðir stjómmálamenn bæru ábyrgð á óöldinni að undan- fömu, lýðskramarar, sem æstu fólk upp til að treysta eigin stöðu. Reutcr Rannsókn á líkum EB-aðildar Austur-Evrópuríkjanna Aðild að EFTA væri betri kostur í fyrstu FLEST ríki Austur-Evrópu hafa það sem yfirlýst markmið að gerast aðilar að Evrópubandalaginu, sem allra fyrst. Hefur al- mennt verið gert ráð fyrir að ekkert þeirra muni hafa möguleika á aðild fyrr en aðildarviðræðum við EFTA-ríkin Austurriki, Sví- þjóð, Finnland og Noreg er lokið og að aðild Póllands, Ungveija- lands og Tékkóslóvakíu kynni að geta orðið að veruleika skömmu upp úr aldamótum, að sögn breska blaðsins Financial Times. í nýrri rannsókn, sem unnin var af Richard Baldwin, hagfræðipró- fessor við Institut Universitaire des Hautes Etudes Intemationa- les í Genf og brátt verður gefin út af Centre for Economic Policy Research í London, er því hins vegar haldið fram að biðin kunni að verða lengri. Baldwin er þeirrar skoðunar að Austur-Evrópuríkin eigi að hætta að einblína á EB-aðild og veita fyrir sér aðild að EFTA til að byija með. Slík aðild myndi koma í veg fyrir hina efnahagslegu og pólitísku einangran sem hinir tví- hliða viðskiptasamningar Pól- lands, Ungveijalands og Tékkó- slóvakíu við EB fela í sér. Búlgar- ía og Rúmenía eiga nú í viðræðum um slíka samninga. Þá myndi EFTA-aðild auka möguleika fyrir- tækja í núverandi aðildarríkjum EFTA til að tengjast markaðinum fyrir austan þar sem væru gífur- legir vaxtarmöguleikar. Telur þrófessorinn að aðild þessara rílqa myndi styrkja samningsstöðu allra EFTA-ríkja gagnvart EB, einnig þeirra núverandi aðildar- ríkja sem vonast eftir EB-aðild á næstu áram. Því miður hafi hins vegar flest ríki Austur-Evrópu ekki viljað velta þessum kosti fyr- ir og útilokað allt annað en EB- aðild. Staðreyndin er hins vegar sú að hinar 100 milljónir íbúa ríkja Austur-Evrópu era fátækari og háðari landbúnaði en írar, sem telja 3,5 milljónir og era nú fátæk- asta ríki EB. Að meðaltali era Austur-Evrópuríkin helmingi háð- ari landbúnaði en ríki EB og þeir miklu möguleikar á framleiðslu- aukningu í landbúnaði, sem era þar til staðar, myndu torvelda mjög framkvæmd hinnar sameig- inlegu landbúnaðarstefnu EB. Baldwin kemst því að þeirri niður- stöðu að þessi ríki geti ekki orðið aðilar að EB fyrr en þau verði orðin ríkari eða þá íbúar EB örlát- ari. Ef þau myndu hins vegar tengjast EFTA yrði það til að hraða ferð þeirra inn í EB. Þau myndu auðgast hraðar og reynsla kæmist á þau í Evrópusamruna- ferlinum. Segir Baldwin að þó EFTA-aðild myndi ekki sjálfkrafa fela í sér aðild að EES væri hún líklega einfaldasta leiðin inn í EES sem hlyti að verða næsta skref ríkjanna á leið inn í EB.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.