Morgunblaðið - 12.11.1992, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 12.11.1992, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 Minning Þórey Þórðardóttir Fædd 26. nóvember 1912 Dáin 15. október 1992 Við Eyja kynntumst fyrir þrjátíu árum, báðar tiltölulega nýlega gift- ar. Hún um fimmtugt, ég um tví- tugt. Samt urðum við strax vinkon- ur. Bændur okkar störfuðu saman í músíkinni og höfðu líka strax orðið góðir vinir. Við hittumst þó nokkúð á þessum árum. Heimsótt- um hvert annað. Hjá Eyju og Dem- etz fékk maður í fyrsta skipti ekta ítalskt spaghettí, ólífur og kapers, allt kryddað eftir kúnstarinnar reglum. Demetz sýndi okkur skuggamyndir frá Týról, frá æsku- slóðunum í Ortisei. Hann sýndi okkkur líka skuggamyndir úr síld- inni fyrir norðan, þegar hann var kokkur á síldarskipi og sauð svið ofaní mannskapinn og þeir húð- skömmuðu hann fyrir að hafa þau heit, og allt það. Og svo sagði hann mergjaða, týrólska brandara. Og við Eyja spjölluðum margt. Svo fækkaði fundunum, því þau Eyja og Demetz fluttu út á land, fyrst til Isafjarðar og svo til Akureyrar. Demetz fór að kenna Isfirðingum og Akureyringum að syngja. — Löngu seinna sagði Eyja mér að hvergi hefði sér liðið betur en á Isafirði, og á Akureyri leið henni líka vel, því þar átti hún rætur frá því hún dvaldi þar, ung stúlka. Oft sagði hún mér frá æskuárunum, þegar þær systurnar, Regína Þórð- ardóttir leikkona og Eyja, voru ungar stúlkur á Akureyri og ævin- týrin biðu við hvert götuhorn. Síð- asta ævintýrið sagði hún mér í sumar, uppi í hlíðunum yfir Orti- sei, fæðingarbæ bónda hennar, Sig- urðar Demetz Franzsonar. Hún sagði mér líka frá draumnum sem hún ól í bijósti sér, þegar Regína systir hennar fór að læra leiklist á Konununglega leiklistarskólanum í Kaupmannahöfn, þá langaði Þó- reyju að læra listdans, og skyldi engan undra, svo fislétt, lipur og falleg í hreyfingum og elsk að tón- list sem hún var. Hún fékk að sönnu að fara til Kaupmannahafnar, eins og Regína, en það þótti ekki við hæfi siðprúðrar stúlku að hoppa um léttklædd fyrir áhorfendur, svo ekkert varð úr dansmenntinni. — Eyja sagði frá fleiru, líka sorginni, sem sló hana þegar hún missti fyrri mann sinn, Stefán Bjarnason, í blóma lífsins, og þeim þungu árum sem þá fóru í hönd, er hún varð að yfirgefa börnin sín og beijast við berklana, ein á heilsuhæli í ókunnu landi. Það var þýngra en orð fengu lýst. — En gæfan brosti við á nýjan leik. Hún var nýlega komin heim, búin að endurheimta heilsuna og börnin, þá bar svo við eitt sinn, að á vegi hennar varð Vinzenz Maria Demetz, söngkenn- ari og óperusöngvari frá Ítalíu. Hafði sungið á Scala og við alls konar fín óperuhús í Evrópu. — Þegar málið skýrðist nánar, vildi Ítalinn hennar helst vera Týróli, Suður-Týróli. Það var bara ennþá rómantískara. — Vinzenz þessi tók hana með sér heim til æskustöðv- anna í suðurhlíðum Alpafjalla, nyrsta héraðs Ítalíu, þar sem tind- arnir rísa fjögur þúsund metra yfir sjávarmáli og standa harðir í horn að taka og fastir fyrir uppúr skýja- breiðunni og blasa við í sjónlínu, þegar flogið er svo hátt yfir sléttum nágrannahéraða að húsin eru löngu hætt að sjást. — Og þar sem barr- trén rísa hnarreist og einstök, lóð- rétt útúr nærri þverhníptum hamraveggnum upp alla fjallshlíð- ina að endimörkum barrskógabelt- isins. — Og þar sem hann Vinzenz hafði klifið fjallatindana allt í kring og unnið sér til frægðar að renna sér á skíðum ofan snarbrattar hlíð- arnar — svona tvo kílómetra eða svo — í einni logu, — þangað leiddi Demetz brúði sína, þar sem þau voru gefin saman í lítilli kirkju, hátt uppí hlíð, þaðan sem sjá mátti alla dýrð þess týrólska ævintýra- lands sem hann var fæddur í, og þá varð Eyja ekki aðeins ástfangin af manninum sem hún hafði eign- ast heldur líka landinu og þjóðinni, sem hann var hluti af — og eftir það sagði hún alltaf — heima í Ortisei. — Enda áttu þau eftir að vera þar oft, jafnvel mánuðum sam- an, þau bjuggu á tímabiii á gamla heimili fjölskyldunnar, þar sem bóndi hennar hafði fæðst. Og svo seinni árin hafa þau átt athvarf á heimili ekkju yngsta bróður Dem- etz, sem lést fyrir fáum árum. Og þar voru þau í sumar, I síðustu heimsókn Eyju til tengdafólksins í Ortisei. En hvar sem þau hafa hald- ið heimili, á Akureyri, uppí Breið- holti, á Sólvallagötunni eða hvar sem er, alltaf hefur verið sannköll- uð hátíð að vera gestur á heimili þeirra. Ekki bara vegna þess, hve veislur þeirra voru glæsilegar, mat- urinn einstakur (alla rétti gat Eyja matreitt betur en flestir aðriij, hve gestgjafarnir voru skemmtilegir, hlýir og góðir. Það var líka hátíð að koma þangað einn, óboðinn eða bara í söngtíma, sama hvert erind- ið var, alltaf tók Eyja á móti manni opnum örmum, brosandi, hlý og glöð, jafnvel þegar hún var alltaf meira og minna lasin, eins og hún var síðustu árin. Já — það var oft gaman og glatt á hjalla hjá Dem- etz og Eyju. Þau skreyttu oftar en ekki veislur sínar með einum eða tveimur nemenda sinna er þau buðu til sín söngstjörnum utan úr heimi, sem komu héma við, á skerinu, að auðga anda hérlendra. Þá var nú heldur betur tekið lagið og allir, sem eitthvað til þess dugðu, létu í sér heyra. Já, — nemenda sinna, varð mér á að segja, það voru víst orð að sönnu, því allir nemendur Demetz urðu hennar hjartans börn líka og hún vakti yfir framförum Erfldrylckjur Giæsilegkaffi- hlaðborð íallegir saJir og mjög góð þjónustíL Upplýsingar ísíma22322 0 , FLUGLEIDIR HÚTKL LOFTLEiillR þeirra og umvafði þau eins og þau væru hennar eigin. — Það var líka einstakt við Eyju hvað hún var umtalsgóð manneskja og velviljuð. Samt var hún hreinskilin og laus við alla uppgerð. Hún átti bara svo auðvelt með að sjá kosti annarra. Það var margt fleira merkilegt við Eyju, t.d. það að hún hélt alltaf sinni ung-miðaldra „typu“. Alltaf glæsileg, létt og fix, og fallega 39 vaxin, hvort sem hún var í stelpu- legum týrólskum „Dirndlkleid“ eða heimsdama, klædd að hætti Vivian Leigh. Þannig var hún sjálfri sér samkvæm til hinstu stundar, jafn- vel á banabeðinu var hún aflögufær um uppörvun og huggun fyrir aðra. Blessuð sé minning minnar kæru vinkonu. Guð blessi eftirlifandi manninn hennar og aðra ástvini. Sigrún Björnsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, BERGS SÓLMUNDSSONAR. Kjartan, Bergur, Kristján og Sigurjón Bergssynir. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar og sonar, SÖLVA JÓNSSONAR. Erla Bragadóttir og börn, Ingibjörg Skúladóttir, Jón Jónsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ARNÓRS S. GÍSLASONAR skipstjóra, Hrafnistu, Hafnarfirði. Petra Ásmundsdóttir, Margrét Arnórsdóttir, Árni Gunnarsson, Emma Arnórsdóttir og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför STEFÁNS B. HLÍÐBERG, Garðaflöt 11, Garðabæ. Þóra Jónsdóttir, Bragi Hlíðberg, Dóra Hlíðberg og fjöiskyldur. Mikfll afslállur • Scrslök pakkatilboð 'slz’ Sphinx konungleg hreinlætistæki (§§> vönduð sænsk blöndunartæki vinsælustu vaskarnir Velkomin í verslun okkar K. AUÐUNSSON & NORMANN Suðurlandsbraut ZO Sími 813833 FRANKE IfÖ þekkt sænsk hreiniætistæki EINSTAKT TILBOÐ á gullfallegri gæðavöru fyrir bað og eldhús

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.