Morgunblaðið - 12.11.1992, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992
„Jicwn y/arctldrei swoncz. v/nsacU i
i/fanclCL Lt'fv. "
Hann notar ekki reyk. Þetta
hlýtur að vera leyniþjón-
ustumaður.
Ást er...
8-14
... að sýna henni aðdáun í
verki.
TM Reg. U.S Pat Off. — all rights reserved
® 1992 Los Angeles Times Syndicate
Varðstu fyrir áfalli fyrir
skömmu?
HOGNI HREKKVISI
Jjj
$ & ® •®' ^ ö
ö ■ é
h 4
'fc.
,0AP / WU3.VIP FÖKU/M i' L/AUF/N Á /VtORGUN.''
BREF HL BLAÐSINS
Aðalstrætí 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222
Þj óðernishreinsanir
taka sinn toll
Frá Friðriki Ásmundssyni Brekkan:
FYRIR fáeinum dögum barst
mér bréf frá umræðuhópi einstakl-
inga á Seyðisfirði en þeir hafa það
á dagskrá sinni að finna leiðir til
að leggja stríðshrjáðum börnum í
fyrrum lýðveldum Júgóslavíu lið. í
bréfi þeirra er bent á þijár hugsan-
legar leiðir til aðstoðar. í fyrsta
lagi fatasöfnun, í öðru lagi pen-
ingasöfnun til þess að kaupa mat
og hjálpargögn og í þriðja lagi að
stofnaðar yrðu stöðvar í öðrum
löndum, þangað sem flytja mætti
börn frá hættusvæðunum og þau
gætu þar dvalist þar til úr rættist
heima fyrir.
Umræðuhópurinn gerir sér
grein fyrir þeirri meginreglu al-
þjóðlegra hjálparstofnana að ekki
skuli flytja börn frá upprunaslóð-
um sínum nema ekki sé annars
kostur. En í þessu tilfelli, segir
áfram í bréfmu, virðist þó vera um
líf og dauða að tefla. Börnin væru
betur komin í öryggi erlendis um
stundarsakir fremur en að búa við
sífellda hættu og yfirvofandi dauða
á heimaslóðum.
Við íslendingar höfum alla að-
stöðu til að bjóða börnum af hættu-
svæðunum til slíkrar dvalar. Seyð-
firðingar eru reiðubúnir fyrir sitt
leyti að veita slíkum hópi viðtöku
og svo er víða úti um landið.
Finna þyrfti einhvem fjöldastuð-
ul, þannig að ef hingað til Reykja-
víkur kæmu tvö hundruð börn
ásamt tíu fóstrum sem tala tungu-
mál þeirra mætti síðan dreifa öðr-
um tvö hundruð börnum hlutfalls-
lega niður á smærri byggðarlög.
Samtals gæti þetta orðið um 500
manns, eða álíka margir og falla
á einum til tveimur dögum á svæð-
unum. Á meðan ég rita þessar lín-
ur em mörg heimili eyðilögð,
margir fallnir og særðir.
í slævingarmætti fjölmiðlaum-
ræðunnar er talað um fallna og
særða. Þegar við heyrum að ein-
hver hafi særst þá drögum við
andann léttar því hann er þó ekki
dáinn. En hugleiðum við nægilega
hvað hugtakið „særður“ getur
þýtt? Sært kornabarn getur þýtt
að það hafi misst báðar fætur eða
fengið í sig mörg þúsund glerbrot
í sprengjuárás. Særð á líkama eru
hundruð þúsunda á dag, en eilíf-
lega særðir á sál eru allir hinir sem
tengjast þessum atburðum með
einhverjum hætti.
Ég leyfi mér að leggja til að
innlendar hjálparstofnanir og
stjómvöld liðsinni þessu framtaki.
Þetta þarf ekki að vera svo flott
og fínt, heldur að gert sé af hlýhug
og skilningi. Víða er laust húsnæði
úti um landið og alltaf er hægt
að finna til mat.
Ég held að í hinni efnahagslegu
lægð sem nú gengur yfir er starf
að málum sem þessum þroskandi
fyrir þjóðina og gæti enn styrkt
þá ímynd okkar sem við viljum
halda á loft, að landið sé hreint,
fagurt og að hér búi friðelskandi
þjóð. Nú kann einhver að spyija:
Höfum við ekki nóg með að bjarga
sjálfum okkur í öllu atvinnuleys-
inu? Vissulega eru hér erfiðleikar
en þeir eru aðeins áskapaðir. Kaup-
æði og minnimáttarkennd hefur
verið í algleymingi hér allt frá því
að fyrstu nýsköpunartogararnir
lögðust að bryggju. Á hveiju ári
fleygir þessi þjóð á öskuhaugana
timbri, matvælum, algerlega heil-
um munum og bifreiðum, sem
greitt er fyrir með vaxandi rá-
nyrkju á fiski. Eitt árið var frétt
um að loðnumjöl hefði verið flutt
út fyrir 98 milljónir, en plastleik-
föng, bardagakallar alls kyns og
geimverur úr skransmiðju auglýs-
ingamennskunnar hafi verið flutt
inn fyrir rúmar 100 milljónir.
Á hveiju ári missum við marga
sjómenn í eilífðarstreði okkar við
að kaupa skran til þess að geta
fleygt því svo á haugana. Lítum
okkur nær, stöðvum ofureyðslu og
nýtum það sem við eigum.
Víða standa ónotaðar byggingar
og þeim mætti auðveldlega breyta
t.d. bráðabirgðaleikskóla.
Átak af þeim toga sem Seyðfirð-
ingar standa fyrir er rödd sem ber
að hlusta á, auk þess sem framtak
af þessu tagi getur skapað tíma-
bundna vinnu fyrir nokkra tugi ef
ekki hundruð manna og kvenna
um allt land.
FRIÐRIK ÁSMUNDSSON
BREKKAN
Mímisvegi 6, Reykjavík
Víkveiji skrifar
Helsta röksemd þeirra sem vildu
þjóðaratkvæði um aðild ís-
lands að Evrópska efnahagssvæð-
inu var sú að það væri lýðræðisleg-
asta aðferðin, auk þess væri ljóst
af skoðanakönnunum að Alþingi
endurspeglaði varla vilja þjóðarinn-
ar í þessu máli.
Það er ljóst að þjóðaratkvæði
hlýtur að eiga við í öðrum mikil-
vægum málum, sé sömu röksemd-
um beitt. Þar má nefna jöfnun at-
kvæðisréttar' sem allir hljóta að
viðurkenna að er geysilega mikil-
vægt mál og alls ekki víst að Al-
þingi endurspegli þar meirihluta
þjóðarinnar. Einnig má benda á
deiluna um kvótakerfí eða veiði-
leyfagjald, aðstoð við þá sem vilja
flytjast frá litlum byggðum en hafa
ekki efni á því, hugmynd sem
kennd var við hreppaflutninga, og
spyija mætti hvort ekki mætti
leggja ýmis grundvallarágreinings-
mál í hagstjórn undir dóm þjóðar-
innar. Sumir vilja ákveða vaxtastig
með handafli, er ekki rétt að þjóðin
fái að velja t.d. milli 5% eða 7%?
Það er athyglisvert að Samstaða
um óháð ísland, sem berst gegn
EES, hefur ekki lagt til að þessi
mikilvægu mál verði lögð undir
þjóðaratkvæði, að því er Víkveija
er bezt kunnugt. Líklega vefst það
fyrir mörgum áköfustu talsmönn-
um Samstöðu að þá yrði vægi at-
kvæðisins að sjálfsögðu hið sama
hvar á landinu sem fólk býr. En
sé þessu fólki alvara um þá lýðræð-
isást sem það ber í bijósti hljóta
slíkar efasemdir að hverfa og verða
léttvægar, hér er nefnilega um slíkt
réttlætismál að ræða.
xxx
Um síðustu helgi hlustaði Vík-
veiji á endurtekin viðtöl úr
dægurmálaútvarpi Rásar 2, þar
sem Sigurður G. Tómasson ræddi
við Ossur Skarphéðinsson, alþingis-
mann og formann þingflokks Al-
þýðuflokksins. Sigurður þýfgaði
Ossur um fjarvist hans í EES-
atkvæðagreiðslunni á Alþingi og
spurði hann jafnframt um þá breyt-
ingu sem orðið hefði á afstöðu
hans frá því er Össur var einn af
forystumönnum í stúdentahreyf-
ingunni.
Sigurður varð greinilega mjög
æstur og hluti viðtalsins fór þannig
fram að starfsmaður Rásar 2 varð
svo óðamála að þeir félagar töluðu
hvor upp í annan og hlustandinn
skildi ekki aukatekið orð. Nú á Rás
2 að vera hlutlaus stofnun og sýna
viðmælendum þá kurteisi að þeir
geti sagt skoðun sína. Eða til hvers
er verið að kalla menn í viðtöl, fái
þeir ekki að tjá skoðun sína? Við-
mælandinn hefur ótakmarkaðan
tíma, eða því sem næst, en gestur-
inn aðeins þá stuttu stund sem
ætluð er til viðtalsins. Framkoma
Sigurðar í þessu viðtali var í hæsta
máta undarleg, svo að ekki sé
meira sagt. Það hlýtur að vera til-
gangur slíkra viðtala að gesturinn
í útvarpssal megi tjá sig án þess
að óðamála viðmælendur trufli þá
endalaust.
xxx
Kunningi Víkveija kom nýlega
frá Flórída með Flugleiðum
og kvartaði sáran undan þeirri
þjónustu sem hann fékk á þessari
annars löngu leið yfir Atlantshafið,
en flugið tekur á sjöundu klukku-
stund. Þegar hann kom í flugstöð-
ina til þess að skrá sig var mjög
lítið af sætum fyrir reykingafólk.
Á leiðinni heim kom síðan í ljós
að talsverður fjöldi reykingafólks
var meðal farþega og urðu hin
mestu vandræði um borð, sem flug-
freyjur réyndu að leysa með því
að biðja fólk að flytja sig fram á
Saga Class og láta síðan reykinga-
mennina skiptast á um að sitja í
reykingasætunum sem losnuðu.
Flugfreyjurnar gerðu sitt bezta til
þess að leysa vandamálin sem sköp-
uðust, en út úr þessu varð hið
mesta ráp um vélina alla leiðina til
Keflavíkur.
Víkveija er því spurn: Hvers
vegna eru menn ekki spurðir að
því við bókun hvort þeir vilja reykja
í vélinni? Ef slíkar upplýsingar
lægju fyrir væri unnt að skipu-
leggja sætaskipan í vélinni sam-
kvæmt því og koma til móts við
allar óskir fólks. Þar með myndu
Flugleiðir sýna öllum jafngóða
þjónustu og allir verða ánægðir.