Morgunblaðið - 12.11.1992, Side 52

Morgunblaðið - 12.11.1992, Side 52
 PltrgiitsiMwlli EIMSKIP TVÖFALDUR J. vinningur k VIÐ GREIÐUM ÞÉRLEIÐ MORGUNBLADIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVlK SÍMI 691100, StMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 15SS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir. Úrskurðað í forræðis- málinuí dag í Tyrklandi Réttað verður í forræðismálinu í Tyrklandi kl. 9.30 að íslenskum tíma í dag og er búist við að mannfjöldi safnist saman við dómhúsið í Istanbúl þar sem rétt- arhöldin fara fram. Þar á dóm- ari að úrskurða hvort Sophia Hansen eða Halim A1 fá forræði yfir dætrum þeirra tveimur. Stúlkurnar tvær, Dagbjört og Rúna, sem málið snýst um, komu í gærkvöldi fram á blaðamanna- fundi sem faðir þeirra hélt í Ist- anbúl. A myndinni sést Rúna tala í síma meðan á blaða- mannnafundinum stóð. Sjá nánar bls. 23. Landsbankinn hefur yfirtekið stærsta hluta eigna Sambandsins Kaupverðið tæpum millj- arði undir bókfærðu verði 4.200 manns án atvinnu í lok október UM 3.800 manns voru að meðal- tali skráð atvinnulaus í október og síðasta virka dag mánaðarins voru 4.200 skráð atvinnulaus á landinu öllu sem gefur til kynna að atvinnuleysi hafi aukist þeg- ar leið á mánuðinn. Þá hafði atvinnuleysisdögum í október fjölgað verulega frá mánuðinum á undan og var aukningin meiri hjá körlum en konum. I október á síðasta ári voru um 2.150 manns skráð atvinnulaus. Atvinnuleysið í október jafngild- ir því að 2,9% af áætluðum mann- afla hafi verið atvinnulaus, sem er aukning um 0,2% frá september- mánuði. Til samanburðar var at- vinnuleysið 1,2% í október á síð- asta ári samkvæmt upplýsingum frá vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins. Atvinnuleysisdögum á höfuð- borgarsvæðinu fjölgaði um sjö þús- und milli september og október á sama tíma og atvinnuleysisdögum fækkaði um tvö þúsund á lands- byggðinni. Er hlutdeild höfuðborg- arsvæðisins í skráðu atvinnuleysi nú komin upp í 58% af heildinni. Nokkuð fleiri konur en karlar voru atvinnulausar í október, eða um 2.100 konur að meðaltali á móti 1.700 körlum. Á Suðumesjum voru um 9,9% kvenna á vinnu- markaði atvinnulausar en um 2,7% kvenna á Austurlandi. Atvinnu- leysi karla á Suðumesjum nam um 2,8% en minnst var atvinnuleysj karla á Austfjörðum, eða 1%. í heild var mest atvinnuleysi á Suð- umesjum, eða 5,5%, en minnst á Vestfjörðum, eða 0,7%. SAMNINGUR sá sem forsvars- menn Landsbankans og Sam- bandsins undirrituðu í gær felur í sér að Landsbankinn yfirtekur ákveðnar eignir Sambandsins, og skuldajafnar skuldir Sambands- ins við Landsbankann og erlenda lánardrottna fyrir sem nemur 2.513 milljónum króna, en þessar eignir voru í ársreikningi Sam- bandsins fyrir árið 1991 bók- færðar fyrir nálega 3.400 millj- ónir króna. Sigurður Markússon, sljórnarformaður Sambandsins, áætlar að Sambandið eigi um næstu áramót eignir fyrir um einn milljarð króna, en skuldi þá ekki nema rúmar 500 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins kaupir Landsbankinn Regin hf. fyrir örfáar þúsundir króna, en bókfært verð þessarar eignar Sambandsins var í síðasta ársreikningi Sambandsins tæpar 716 milljónir króna. Ástæður þess að Landsbankinn yfirtekur þessa eign án þess að greiða nokkuð fyr- ir hana eru þær að Sambandið hafði skuldsett Regin svo í Landsbankan- um að allt eigið fé fýrirtækisins var uppurið. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins vænta Lands- bankamenn þess að þeim takist að gera sér mat úr duldum eignum Regins í Sameinuðum verktökum og íslenskum aðalverktökum. Fulltrúar Sambandsins í stjóm- um þeirra fyrirtækja sem Lands- bankinn eignast nú að miklu eða öllu leyti munu segja af sér í fram- haldi þessara samninga, að sögn Sverris Hermannssonar banka- stjóra, og Landsbankinn mun skipa sína eigin fulltrúa í þeirra stað. Sigurður Markússon sagði af sér stjórnarformennsku í Olíufélaginu í gær. „Eftir að þessum samningum hefur verið náð er það mat Lands- bankans að hann hafi náð andvirði þess sem hann þarf að standa skil á í uppgjöri við bankann og erlendu bankana," sagði Sverrir. Hann kvað ekkert liggja fyrir um hvemig Landsbankanum myndi ganga að selja þær eignir sem hann nú hefur yfírtekið, en stefnt væri að því að selja eins fljótt og unnt væri. Ekki væri farið að ræða við hugsanlega kaupendur, enda yrði samningurinn sem slíkur ekki staðfestur fyrr en í dag. Hann sagði þó að núverandi eigendur að íslenskum sjávarafurð- um hf. hefðu lýst áhuga á að kaupa þann hlut sem Landsbankinn hefur eignast í félaginu. Forstjóri Sam- vinnuferða sagði í gær að aðrir hlut- Tveir af helstu forsvarsmönnum Pirelli á sviði sæstrengja, Alberto Tessari og Gianfranco Acquaotta, sögðu í viðtali við Morgunblaðið að ekkert fyrirsjáanlegt virtist koma í veg fyrir hagkvæmni verkefnisins og því væri hægt að fullyrða um niðurstöðuna með nokkurri vissu. „Það er ætlun okkar að koma til íslands og kynna niðurstöður skýrslunnar og ræða hana við þá aðila sem málið snertir. Þá ætlum við jafnframt að gera tillögur um hvernig eðlilegt sé að okkar mati að haga framhaldsvinnunni. I hag- kvæmniathuguninni er samantekt hafar í ferðaskrifstofunni myndu örugglega nýta sér forkaupsrétt sinn. Verðbréfasalar sem Morgunblað- ið ræddi við í gær telja að vegna ástandsins á verðbréfamarkaðnum geti verið erfitt fyrir Landsbankann að selja hlutabréf sín í Sambands- fyrirtækjunum á almennum mark- aði á næstu mánuðum. Sjá ennfremur miðopnu, bls. 26-27, og bls. 33. yfir framkvæmdir og mikilvægasti hluti hennar eru tillögur Pirelli um næstu skref í verkefninu, sem fyrir- tækið gæti unnið í samvinnu við Landsvirkjun ef þess yrði óskað." Tessari og Acquaotta telja að við frekari athuganir gæti lausnin orðið sú að myndaður yrði samstarfshóp- ur með aðilum frá Pirelli og t.d. verkfræðingum á íslandi. „Við eig- um að íhuga þennan möguleika og ég veit að það eru mjög reyndar verkfræðistofur á íslandi sem gætu unnið með Pirelli." Sjá viðskiptablað bls. 4-5 Morgunblaðið/Kristinn Fyrstu jólatrén felld Skógarverðir eru famir að huga að jólum og hjá Skógrækt ríkisins í Skorradal er byijað að fella stór grenitré, svokölluð torgtré, fyrir sveitarfélög og stærri fyrirtæki. Þegar líður á mánuðinn snúa þeir sér að minni tijám á almennan markað. „Ég ætla að senda um 4.000 grenitré á markaðinn í ár, sem ég vonast til að geta selt en við erum í harðri samkeppni við innflutt tré,“ sagði Ágúst Árnason skógarvörð- ur, en myndin var tekin í Skorradal í gær. Hagkvæmnikönnun á sæstreng frá Islandi Jákvæðar niður- stöður frá Pirelli NIÐURSTÖÐUR hagkvæmniathugunar á rafstrengslögn milli íslands og Evrópu, sem ítalska fyrirtækið Pirelli hefur verið að vinna fyrir Landsvirkjun, eru að hagkvæmt er að flytja orku frá íslandi til Evrópu í gegnum sæstreng. Enn eigi þó eftir að gera miklar rann- sóknir áður en framleiðsla sæstrengjanna geti hafist. Athugun Pi- relli mun endanlega verða lokið seinni hluta þessa mánaðar og þá mun fullgerðri skýrslu verða skilað til Landsvirkjunar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.