Morgunblaðið - 23.01.1993, Side 1

Morgunblaðið - 23.01.1993, Side 1
72 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 18.tbl. 81. árg. LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993 Prentsraiðja Morgunblaðsins Bandarískar orrustuþotur skjóta á ný flugskeytum á eldflaugaskotpalla í norðurhluta íraks Clinton viður- kennir mistök Washinglon. Rcuter. BILL Clinton, forseti Banda- ríkjanna, viðurkenndi í gær að rannsókn á ferli Zoe Baird hefði ekki verið nógu ítarleg af hálfu þeirra sem völdu hana í embætti dómsmálaráð- herra Bandarikjanna. Baird dró sig í hlé í gær vegna þess að upp hefur komist að hún braut lög um innflytjendur. Clinton sagðist taka á sig fulla ábyrgð á þessu vandræða- máli. Það mildaði nokkuð áfallið fyrir Clinton að öldunga- deild Banda- ríkjaþings lagði í gær blessun sína yfir val forset- ans á átján öðrum hátt- settum emb- ættismönnum, þ. á m. ráðherr- um. Dee Dee Myers blaðafulltrúi Bandaríkjaforseta sagði í gær að Baird hefði sagt af sér af eigin frumkvæði. Dregið úr skaðanum Litið var á samþykki Clintons við ákvörðun Baird sem tilraun til að draga sem mest úr skaðan- um sem þetta mál getur valdið. Menn minnast þess að George Bush lét sverfa til stáls árið 1989 eftir að andstaða kom upp í þinginu við tilnefningu Johns Towers í embætti varnarmála- ráðherra og varð að lokum að láta í minni pokann. Paul Sim- on, öldungadeildarþingmaður úr flokki demókrata, sagði í gær að það væri skynsamlegt af for- setanum að spara kraftana í stað þess að berjast af hörku fyrir staðfestingu Baird. Sjá „MótmæU kjósenda urðu Baird . . .“ á bls. 25. Zoe Baird Stjórnvöld í írak fordæmdu í gær loftárás á norðurhluta landsins, sem Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, fyrirskipaði á fimmtudag, en forð- uðust þó að gagnrýna forsetann sjálfan. Al-Thawra, málgagn Ba’ath- flokks Saddams Husseins íraksfor- seta, birti yfírlýsingu frá utanríkis- ráðuneytinu þar sem árásin er for- dæmd. Tekið er fram að írakar standi enn við vopnahlésyfirlýsingu sína frá því á miðvikudag, er Clinton var settur í forsetaembættið, og vilji viðræður við Bandaríkjamenn. I yfír- lýsingunni er ekki minnst á nýja forsetann. Almenningur styður vopnahlésyfirlýsinguna í blaðinu var ennfremur birt skoð- anakönnun sem gefur til kynna að 82 af hundraði Iraka séu hlynntir vopnahlésyfírlýsingu ráðamann- anna. „Hin 18 prósentin höfnuðu henni, sögðu hana eftirgjöf af hálfu íraka og efuðust um að nýja stjóm- in í Bandaríkjunum myndi svara þessu gagnlega frumkvæði á já- kvæðan hátt,“ sagði blaðið. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði í gær að Clinton hygðist ekki gefa neitt eftir gagnvart Irak, ögr- unum af þeirra hálfu á flugbanns- svæðunumn yrði mætt af hörku. Reuter Dekkið skrúbbað í gær var gert hreint um borð í bandaríska flugmóðurskipinu Kitty Hawk sem nú er á Persaflóa vegna hernaðaraðgerða bandamanna gegn írökum. Á myndinni er hópur sjóliða að skrúbba olíu og önnur óhreinindi af þilfari skipsins sem er mikið verk þar sem það er heimaflugvöllur 75 herflugvéla. Málefnasamningnr nýrrar sljómar í Danmörku tilbúinn Nauniari verður meirihluti ekki Gengið verður frá ráðherraskipan um helgina Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKOMULAG náðist í gærkvöldi um málefnasamning nýrr- ar fjögurra flokka ríkisstjórnar í Danmörku, fyrstu meiri- hlutastjórnarinnar frá 1971. Sá meirihluti er þó eins lítill og hugsast getur því flokkarnir sem að stjórninni standa hafa 90 þingmenn af 179 á danska þinginu. Paul Nyrup Rasmussen, leiðtogi Deng við góða, heilsu Reuter Kínveijar fögnuðu nýju ári í gær og af því tilefni flutti Deng Xiaoping, valdamesti maður Kína, sjónvarpsávarp. Skoraði hann á landsmenn að gera sitt til þess að efnahagsumbætur næðu fram að ganga. Eftir því var tekið að Deng var hress, kvikur í spori, styrkleiki málrómsins mikill, athyglin í góðu lagi en vinstri hendin skalf þó viðstöðulaust. Þegar hann kom fram opinberlega í október sl. var hann hins vegar fölur og fár. Myndin er tekin af sjónvarpsskjá þar sem sýnt er frá komu Dengs í hús sjónvarpsstöðvarinnar i Sjanghæ í gær. jafnaðarmanna, gekk í gærkvöldi á fund Margrétar Þórhildar Dana- drottningar sem fól honum formlegt umboð til stjómarmyndunar. „Þetta er upphaf nýrra tíma í Danmörku," sagði Nyrup Rasmussen, þegar sam- komulag um málefnasamning var í höfn. Helsta markmið stefnu nýju stjórnarinnar er að draga úr atvinnu- leysi, styrkja velferðarkerfið og draga úr sköttum. Höfuðáhersla er lögð á aðhaldssama íjármálastefnu, tryggja stöðugt gengi, halda verð- bólgu niðri og reka ríkissjóð með greiðsluafgangi. Paul Nyrup Rasmussen sagðist vonast til að skiptingu ráðuneyta milli flokkanna lyki um helgina svo hægt yrði að skýra frá skipan nýrr- ar ríkisstjórnar á mánudag. Að stjórninni standa Jafnaðar- mannaflokkurinn með 71 þingmann, Róttæki vinstriflokkurinn með sjö, Miðdemókratar með átta og Kristi- legj þjóðarflokkurinn með fjóra þing- menn. Um 20 ráðuneyti verða til skiptana. Búist er við að róttækir og miðdemókratar fái hvorir um sig þijá ráðherra, kristilegir tvo og jafn- aðarinenn um 12. Alls sitja 179 þing- menn á danska þinginu og hefur stjórnin því aðeins eins þingmanns meirihluta. Meirihlut- innvillað Karl verði konungur Reuter, The Daily Telegraph. MEIRIHLUTI Breta er þeirr- ar skoðunar að Karl Breta- prins geti enn orðið konung- ur þrátt fyrir meint ástar- samband hans og gamallar vinkonu, Camillu Parker- Bowles, ef marka má skoð- anakönnun sem breska blað- ið Daily Express birti í gær. Sjö af hveijum tíu aðspurð- um sögðust telja að fréttir af upptöku á símasamtali Karls og Parker-Bowles, giftrar tveggja bama móður, hefðu skaðað breska konungdæmið. 59 af hundraði voru þó hlynnt- ir því að Karl tæki við ríkiserfð- um af móður sinni og álíka margir sögðu að ekkert væri því til fýrirstöðu að hann kvæntist Parker-Bowles. Haft hefur verið eftir vinum Karls að hann hafi ákveðið að sætta sig við einlífi til að endur- heimta traust almennings. Irakar forð- ast að gagn- rýna Clinton Washington. Baghdad. Reuter. BANDARÍSKAR orrustuþotur skutu flugskeytum á eldflaugaskot- palla á flugbannssvæðinu í norðurhluta Iraks í gær, annan daginn í röð, að sögn talsmanna bandariska varnarmálaráðuneytisins. Irak- ar fullyrtu hins vegar að engir skotpallar væru á þeim slóðum sem Bandarikjamenn segðu árásina hafa átt sér stað á, hér hefði verið um grófa ögrun að ræða, eins og talsmaður utanríkisráðuneytisins í Bagdad komst að orði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.