Morgunblaðið - 23.01.1993, Page 2

Morgunblaðið - 23.01.1993, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1993 Fjárlagahalli hins opinbera í nokkrum löndum, sem % af landsframleiðslu 1992 14 12 10 8 6 4 2 0 ISLAND írland Danmörk Frakkland Þýskaland Holland Spánn Portúgal Belgía Bretland Ítalía Gríkkland Svíþjóð Heimild: The Economist, Þjóðhagsstolnun * Islaiid með mínnsta hallann á síðasta ári AÆTLAÐUR rekstrarhalli hins opinbera, ríkissjóðs og sveitar- félaga, á árinu 1992 svarar til 2,2% af landsframleiðslu sam- kvæmt upplýsingum Þjóðhags- stofnunar. Þetta er minnsti halli sem hlutfall af landsframleiðslu ef borið er saman við fjárlaga- halla i tólf öðrum Evrópulönd- um. í síðasta tölublaði tímaritsins The Economist er birt tafla yfír fjárlagahalla hins opinbera í tólf Evrópulöndum sem hlutfall af landsframleiðslu á árinu 1992 og eru upplýsingarnar byggðar á tölum frá OECD. Þar kemur fram að halli ríkis og sveitarfélaga er mestur í Svíþjóð eða 13,8% af landsframleiðslu en þar lýkur fjár- lagaárinu 30. júní. Á Ítalíu er hallinn 10%, í Bretlandi 8%, Hol- landi 4%, Danmörku um 3% en hallinn er minnstur á írlandi eða um 2,5% af landsframleiðslu. ís- land er ekki með í samanburði blaðsins en samkvæmt útreikning- um Þjóðhagsstofnunar má áætla að samanlagður halli ríkis og sveit- arfélaga hér á landi svari til 2,2% af landsframleiðslu. Halli ríkissjóðs hér á landi á síðasta ári var 7,2 milljarðar eða sem nemur 1,9% af landsfram- leiðslu en nauðsynlegt er að bæta rekstrarhalla sveitarfélaga við ef gera á samanburð við önnur Evr- ópulönd þar sem sveitarfélög eru stærri en hér og fara með ýmis verkefni og útgjöld sem ríkið sér um hér á landi, samkvæmt upplýs- ingum Þórðar Friðjónssonar, for- stjóra Þjóðhagsstofnunar. í Sví- þjóð eru t.d. sveitarfélög með um helming opinberra útgjalda en hér á landi er hlutfallið á bilinu 15-20%. í dag 20 ár liðin frá gosi___________ / d'dg eru 20 ár liðin frá því að eldgos hófst í Heimaey 14-16 Dýr hiti a Hellu_______________ Hitaveita Rangæinga er dýrasta hitaveita landsins og er tvöfalt dýrara að hita 400 fermetra hús þar en i Reykjavík 22 Hagnaóur qf sparisjóðum Flestir sparisjóðimir högnuðust á síðasta ári og Sparisjóður vélstjóra skilaði 100 milljóna hagnaði 22 Leiðari Breyting til batnaðar 26 Sjávarútvegsfyrirtæki í V estmannaeyjum skrifa hagsmunaaðilum bréf Vilja að Útfhitningsráð Islands verði lagt niður ÍSFÉLAG Vestmannaeyja og Vinnslustöðin í Vestmannaeyj- um hafa ritað hagsmunaaðilum í sjávarútvegi bréf, þar sem þess er farið á leit, að skylduað- ild sjávarútvegsfyrirtækja að Útflutningsráði Islands verði afnumin. Sigurður Einarsson forstjóri ísfélagsins og Sighvat- ur Bjarnason forsljóri Vinnslu- stöðvarinnar sögðu við Morgun- blaðið að þessi tillaga væri sett fram I sparnaðarskyni. Fyrir- tækin teldu að greiðslur sem þau þurfa að inna af hendi til Útflutningsráðs skili sér ekki, enda fari sama sölu- og kynn- ingarstarf á íslenskum sjávaraf- urðum fram á vegum sölusam- taka sjávarútvegsins. Sighvatur Bjamason og Sigurð- ur Einarsson lýstu þessari afstöðu fyrirtækja sinna á þann veg í sam- tali við Morgunblaðið að þeir teldu þær greiðslur sem fyrirtækjum væri gert að greiða til Útflutnings- ráðs væru ákveðin sóun fjármuna. „Þessar greiðslur skila ekki þeim árangri að hann réttlæti kostnað- inn sem við höfum af þessari skylduþátttöku. Hluti af okkar sölusamtökum eru að gera sömu hluti og Útflutningsráð hvort sem er og við viljum ekki greiða tvö- faldan kostnað af sama starfinu,“ sagði Sigurður Einarsson. 3-4 milljónir á ári Hann sagði að fyrirtækin hefðu sent samhljóða bréf með sínum hugmyndum til Landssambands íslenskra útvegsmanna, Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, Sam- taka fiskvinnslunnar og Samtaka atvinnurekenda í sjávarútvegi. Sigurður sagði að þessi tvö fyrir- tæki greiddu um tvær milljónir króna á ári til Útflutningsráðs og áætla mætti að sjávarútvegsfyrir- tæki í Vestmannaeyjum borguðu 3-4 milljónir króna á ári til Út- flutningsráðsins. Sighvatur Bjarnason í Vinnslu- stöðinni tók í sama streng og Sig- urður og sagði: „Við höfum mikinn áhuga á því að láta leggja niður Útflutningsráð íslands. Ef við losnum við skylduaðild okkar að því, þá sparar Vinnslustöðin rúm- lega 1200 þúsund krónur á ári. Við stefnum að hagræðingu á öll- um sviðum og margt smátt gerir eitt stórt.“ Morgunblaðið/Þorkell Kvíðnir Blóð- bræður í Borg- arleikhúsi „JÚ, ÉG er vel stressaður. Það er einn af þessum fylgifiskum frumsýninga. Annars höfum við leikið fyrir áhorfendur á nokkrum forsýningum," sagði Magnús Jónsson, annar Blóð- bræðranna, í samnefndum söngleik Willy Russells, fyrir frumsýningu í Borgarleikhús- inu í gærkvöldi. Felix Bergs- son, tvíburabróðir Magnúsar í verkinu, tekur undir orð hans og segir að dregið hafi úr kviðanum á forsýningunum. Magnús og Felix þekktust aðeins lauslega áður en æfing- ar á Blóðbræðrum hófust en Magnús sagði að þegar sam- starf gengi jafn vel og það hefði gengið myndaðist sjálf- krafa náin vinátta. Annar taki upp takta hins og svo fram- vegis. „Svona samstarf er skóli fyrir alla í vinnubrögð- um,“ bætti Felix við. Þess má geta að Blóðbræður fjallar um tvíbura sem skildir eru að í æsku en dragast engu að síð- ur hvor að öðrum. Halldór E. Laxness leikstýrir verkinu. Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans um samning Royal Arctic og Eimskips Verður sótt fast að ekki verði valtað yfír bankann SVERRIR Hermannsson bankastjóri Landsbanka íslands segir að hann hafi verið upplýstur um það, að kominn væri á samningur á milli Sam- skips og Lauritzens, jafnframt því sem menn frá Lauritzen hafi verið í sambandi við hann frá því í haust. „Ég vil ekkert vera að dæma um þetta úr þetta mikilli fjarlægð, en þessir atburðir koma manni þó óneit- anlega spánskt fyrir sjónir. Eimskip er gamalgróinn viðskiptavinur Landsbankans," sagði Sverrir þegar Morgunblaðið náði sambandi við hann í gærkveldi, þar sem hann er nú staddur í Tælandi í leyfi. Sverrir var spurður hvort hann áhrif á áframhald viðskipta Eimskips teldi að það kæmi til með að hafa og Landsbankans, að Eimskip hefiir Lesbók ► Minningar Valtýs Stcfánsson- ar um Ólaf Davíðsson - Ráðhúsíð á forsíðu - The Architectural Review - Smásaga: Erfðaskrá bóndans - í Keldudal. Menning/Listir ► Ópera um Kalla og sælgætis- gerðina - Ibsen kemur viða við - Tvöfaldur skoti - Matisse í New York - Finnskur hönnuður í Nor- ræna húsinu - Robert Burns. nú samið við Royal Arctic Line og Samskip, sem er í eigu Hamla, eign- arhaldsfélags Landsbankans hefur misst samning sinn: „Ég vonast nú til að það verði ekki, en menn verða á hinn bóginn alveg að gera sér grein fyrir því að Landsbankinn ætlar ekkert að missa niður þessa eign sína sem er í Samskipum. Það verður sótt mjög fast að ekki verði valtað yfir Landsbankann á þeim vettvangi," sagði Sverrir. „Síðasta daginn sem ég var heima hélt ég fundi með fulltrúum innflytj- enda og fleirum sem hafa mjög mik- inn áhuga á þessu efni. Ég er sann- færður um að við náum góðri tá- festu. En það er ennfremur alveg ráðið mál að Landsbankinn mun eins fljótt og kostur er koma sér út úr rekstri skipafélagsins. Það er að koma á daginn það sem ég sagði frá upphafi, að það væri afar óþægilegt fyrir banka að komast í þá aðstöðu sem við komumst í þegar Lands- bankinn eignaðist Samskip, með til- liti til þess að Eimskip væri einn af stærri og eldri viðskiptavinum okk- ar. Þau óþægindi sem geta fylgt þessu, eru nú að koma á daginn, en Landsbankinn átti engra kosta völ gagnvart SÍS. En það verð ég að segja að ég öfunda ekki blessaða Danina af þætti þeirra í þessu rnáli," sagði Sverrir Hermannsson að lok- um. Morgnn- blaðið í 51.300 eintökum SALA Morgunblaðsins var að meðaltali 51.300 eintök á dag mánuðina septem- ber, október og nóvember 1992, samkvæmt tölum frá upplagseftirliti dagblaða. í frétt frá Verslunarráði Islands segir að í samræmi við reglur upplagseftirlits dag- blaða hafi trúnaðarmaður ráðsins sannreynt sölu Morg- unblaðsins áðurgreinda mán- uði. Þá segir einnig að meðal- talssala Morgunblaðsins á sex mánaða tímabilinu frá og með júní og til og með nóvember 1992 hafí verið 51.235 eintök á dag. I I. I I I I t t t i \ \ I I i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.