Morgunblaðið - 23.01.1993, Side 7

Morgunblaðið - 23.01.1993, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993 ■,--- r t 1 y 1 ■} f)1/ AF INNLENDUM VETTVANGI RAGNHILDUR SVERRISDOTTIR Ef til auðnar horfir ÞRÁTT fyrir að heilbrigðisráðherra hafi framlengt uppsagnarfrest hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum um þrjá mánuði hafa þessar stéttir samþykkt að mæta ekki til vinnu hinn 1. febr- úar. Heilbrigðisráðherra vitnar í 15. grein laga um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna, en hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður segja hana ekki eiga við í þeirra tilfelli. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni, en Ríkisspítalar eru að fara að huga að neyðar- áætlun, gangi hjúkrunarfræðingar og ljósmæður út. Mikill vandi blasir við, hverfi þessir hópar frá störfum. Hjúkrunarfræðingar á Landspít- alanum riðu á vaðið í lok október og sögðu störfum sínum lausum vegna óánægju með launa- kjör og ljósmæðumar fylgdu svo í kjölfarið. Óánægjan beinist að því, að hærri laun séu í boði á öðrum sjúkrahúsum, auk þess sem mikill launamunur sé milli sambærilegra stétta innan sjúkrahússins. Mikill vandi blasir við 1. febrúar, þegar uppsagnir yfir 400 hjúkrun- arfræðinga og ljósmæðra koma til framkvæmda, en þær ná til Land- spítala, geðdeildar Landspítalans, öldrunardeildar í Hátúni, Kleppspít- ala, Vífilsstaða og Kópavogshælis. Ef til auðnar horfir Heilbrigðisráðherra tilkynnti nú í vikunni, að hann ætlaði að nýta heimild í 15. grein laga 38/1954, um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og framlengja upp- sagnarfrestinn til mánaðamóta maí-júní. í umræddri grein segir: „Skylt er að veita lausn, ef henn- ar er löglega beiðzt. Þó er óskylt að veita starfsmönnum lausn frá þeim tíma, sem beiðzt er, ef svo margir leita lausnar samtímis eða um líkt leyti í sömu starfsgrein, að til auðnar um starfrækslu þar mundi horfa, ef beiðni hvers um sig væri veitt. Getur stjórnvald þá áskilið lengri uppsagnarfrest, allt að sex mánuðum." Ákvæði þetta hefur verið notað áður, þegar starfsmenn ríkisins hafa gripið til fjöldauppsagna, en aldrei hefur ágreiningur um það komið til kasta dómstóla. Ragnhild- ur Helgadóttir, þáverandi mennta- málaráðherra, framlengdi upp- sagnarfrest kennara um þrjá mán- uði vorið 1985. Þá mótmæltu kenn- arar ekki að greinin næði til þeirra, en í álitsgerð Arnmundar Backman hri. kom fram, að ef heimild til framlengingar væri ekki beitt án ástæðulausrar tafar, t.d. innan Hjúkrunarfræð- ingar o g ljós- mæður á Land- spítala ákveða að mæta ekki til vinnu um mán- aðamót þótt upp- sagnarfrestur hafi verið fram- lengdur um þrjá mánuði mánaðar frá því að uppsagnir bár- ust og ljóst væri orðið um afleiðing- ar þeirra, yrði að telja að sá réttur væri ekki lengur fyrir hendi. Árin 1982 og 1987 var ákvæðinu beitt gegn hjúkrunarfræðingum, en þá í samkomulagi við þá, svo ekki reyndi á sömu mótmæli og hjúkr- unarfræðingar og ljósmæður á Landspítala hafa í frammi nú. Ráðning, ekki skipan Hjúkrunarfræðingar og ljós- mæður fallast ekki á heimild ráð- herra til framlengingar uppsagnar- frests og segja ákvæði laganna ekki eiga við um þessa hópa. Því til rökstuðnings er vísað til álits Viðars Más Matthíassonar hrl. en hann telur að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, með gagnkvæman þriggja mánaða uppsagnarfrest, þurfi ekki að sæta framlengingu á grundelli 15. greinar laga 38/1954. Viðar Már vísar í álitinu til þess, að sú breyting, sem verði á réttar- stöðu ríkisstarfsmanns, er hann undirgengst það að samþykkja gagnkvæman þriggja mánaða upp- sagnarfrest, felist einkum í því, að hann afsali sér hluta af þeirri vemd, sem kveðið er á um í lögunum, 4. grein. Ríkið ávinni sér með slíkum samningsákvæðum rétt til að slíta ráðningarsambandinu með upp- sögn og sá réttur sé án nokkurra sérstakra fyrirvara. Því virðist ríkið t.d. geta sagt upp 417 hjúkrunar- fræðingum og ljósmæðmm með þriggja mánaða uppsagnarfresti og ráðið 417 í staðinn. Viðar Már bendir á, að beiðist starfsmaður lausnar sé skylt að veita hana, en það þurfi þó að gera með sérstakri stjómarathöfn. Oðru máli gildi um uppsögn ráðningar- samnings, sem sé í eðli sínu ein- hliða yfírlýsing um slit á ráðningar- samningum og þui-fí ekkert sam- þykki gagnaðila eða annan atbeina af hans hálfu til þess að uppsögnin öðlist gildi að liðnum samnings- bundnum uppsagnarfresti. í eyðu- blöðum þeim, sem ríkisspítalar noti fyrir ráðningarsamninga og fyrir uppsagnir, sé þess vegna hvergi vikið að því, að þörf sé samþykkis ríkisspítala til þess að uppsögn verði virk. 15. grein eigi því, sam- kvæmt orðanna hljóðan, ekki við um tilvik þar sem samið sé um gagnkvæman uppsagnarrétt. Slíkt hafí heldur ekki verið tíðkað við setningu laganna og þau heimili það berum orðum í aðeins einu undantekningatilviki. Framleng- ingarheimildin sé undantekningar- regla, sem sæti þrengjandi lögskýr- ingu. Þetta eigi sérstaklega við um undantekningarákvæði, sem þrengi samningsfrelsi eða atvinnufrelsi. Laun eða launaleysi? Hjá starfsmannaskrifstofu fjár- málaráðuneytisins fengust þær upplýsingar, að ekki lægi ljóst fyrir hvort laun yrðu greidd út 1. febr- úar, til þeirra hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, sem fá laun greidd fyrirfram. Þar á bæ er því ekki trúað að óreyndu, að þessir hópar komi ekki til starfa eftir mánaða- mót og verði fjármálaráðuneytið sjálfu sér samkvæmt í því má bú- ast við að launin verði greidd út eins og um hver önnur mánaða- mót. Talsmenn hjúkrunarfræðinga segja hins vegar, að engin ástæða sé til að ætla að laun berist þeim 1. febrúar, enda eigi hjúkrunar- fræðingar að sjálfsögðu ekki rétt á launum eftir að þeir hætti störfum fyrir vinnuveitanda sinn. BÓKAMARKAÐUR VÖKU-HELGAFELLS ÓIRÚifGfeS VERDLÆKKUN Mörg hundruð bókatitlar á einstöku verði bjóðast nú á bókamarkaði Vöku-Helgafells í forlagsversluninni að Síðumúla 6 í Reykjavík. Hér gefst einstakt tækifæri ti! þess að bæta eigulegum verkum í bókasafn heimilisins - bókum af öllum tegundum við allra hæfi. Opið alla virka daga frá kl 9-18, laugardaga frá kl 10-16, sunnudaga frá kl 12-16. * VAKA-HELGAFELL Síðumúla 6, sími 688 300 * Islensk samtíð 1992 íslensk samtíð 1992 er handhæg upplýsingabók. Hérerviðamikið íslenskt alfræðisafn, líflegur frétta- annáll og upplýsingar um fólk í fréttum. Ritstjóri bókarinnar er Vilhelm G. Kristinsson. Tilboðsverð: 995,- Fullt verö: 3.960,“ Landið, sagan og sögurnar - eftir Magnús Magnússon Bókin Landið, sagan og sögurnar veitir nýja innsýn í fortíð þjóðarinnar. Rithöfundurinn og sjónvarpsmaðurinn víðkunni, Magnús Magnússon, fjallar hér um fyrstu aldir byggðar á landinu. Á annað hundrað lit- mynda, korta og skýringarmynda gefa bókinni glæstan svip. Tilboðsverð: 995,- Fullt verö: 3.904,“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.