Morgunblaðið - 23.01.1993, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANUAR 1993
9
ÍJTSALA
40% AFSLÁTTIJR
Stœrðir frá 34
TESS
NEÐST VIÐ
DUNHAGA,
S. 622230.
v Affif
*L'
Opið virka daga 9-18,
laugardag 10-14.
GEFÐU DOS TIL HJALPAR!
Á laugardögum söfnum við einnota
umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli
kl. 11.00 og 14.00 og við sækjum.
ÞJÓÐÞRIF
MMMUO tSUNKM BUTA
ViL/ •r*
■“íœr LANDSBJÖRG
Dósakúlur um allan bæ.
0
SKIÐATILB
30% afsláttur
af eldri
('90-'91)
S?OTT
m0\. eiganI
ÚTIVISTARBÚÐIN
við Umferðarmiðstöðina,
símar 19800 og 13072.
Makedóníu-
herferðin
Brezki blaðamaðurinn
Noel Malcolm skrifaði
fyrir nokkru grein í tima-
ritið Spectator undir fyr-
irsögninni „Nýi ruddinn á
Balkanskaga". Þar segin
„Þegar menn lenda á
Aþenuflugvelli, sjá þeir
groddaleg véggspjöld
með áletruninni „Make-
dónía er grísk“ í tollskoð-
uninni. Ef menn koma
landveginn frá fyrrver-
andi Júgóslavíu er vega-
bréfsskoðunarkofinn
þakinn límmiðum með
svipuðum áietrunum. Ein
þeirra er á ensku og
fremur móðursýkisleg en
málfræðileg: „Makedónía
er Grikkland síðan um
eilífð“.“
Malcolm heldur áfram:
„A töivuprentuðum strset-
isvagnamiða, í reitnum
þar sem menn hefðu búizt
óskum um góða ferð,
stendur: „Makedónía var
og á að vera grísk“.
Hvergi nema í kommún-
istaríkjunum hef ég upp-
lifað alltumlykjandi og
samtaka herferð á borð
við þessa, þar sem öll svið
opinbers lífs eru virkjuð
til að ýta undir tilfinning-
ar almennings. Ef bætt
er við herferð á heims-
vísu, sem gríska Ferða-
málaráðið stendur fyrir,
hlýtur þetta að vera dýr-
asta auglýsingaherferð í
sögu Grikklands."
Landfræðilegt
hugtak
Malcolm segir síðar í
greininni: „Síðastliðnar
tvær aldir hefur „Make-
dónía“ verið landfræði-
legt hugtak, sem á við
samfellt landsvæði, sem
árið 1913 var skipt á milli
Grikklands, Búlgaríu og
Serbíu, sem síðar varð
hluti Júgóslaviu. Grikkir
nefndu sinn hluta „Make-
dóníu“. Svæði Júgóslavíu
var af þarlendum yfir-
völdum kallað „Lýðveldið
Makedónia" árið 1946.
Fólkið sem bjó þar hafði
Nafnastríðið á
Balkanskaga
Fjandskapur ríkir nú milli Dana og Grikkja
eftir að Uffe Ellemann-Jensen, fráfarandi
utanríkisráðherra Danmerkur, lét svo um
mælt að Grikkir héldu hinum Evrópu-
bandalagsríkjunum í gíslingu með því að
þverskallast við að viðurkenna sjálfstæði
Makedóníu. í Staksteinum er gripið niður
í tvær tímaritsgreinar, þar sem afstöðu
Grikkja er gerð skil.
lengi verið kallað
Makedó-Slavar og tungu-
mál þess makedóníska.
Þegar íbúar júgóslavn-
eska lýðveldisins greiddu
atkvæði um sjálfstæðisyf-
irlýsingu á síðasta ári
[1991] kom ekki á óvart
að þeir kysu sér nafnið
„Makedónía" — þeir áttu
ekkert annað nafn.
En á þessu stigi málsins
krafðist gríska stjórnin
eins konar höfundarrétt-
ar á nafninu, á þeim for-
sendum að Alexander
mikli, sá velþekkti fulltrúi
Grikklands nútímans,
hefði notað það fyrstur.
(Svona getur geggjunin
logið; pólitísk landafræði
nútimans er ekki og getur
ekki verið heimfærð á
sögu fornaldar. Það væri
eins hægt að kvarta und-
an því að landamæri
Þýzkalands nútímans
færu ekki saman við það
sem Tacitus átti við með
„Germaníu".) Upphaflega
höfðu grísk stjórnvöld að
hluta til nokkuð til síns
máls. Nokkrir öfgaþjóð-
emissinnar í júgóslav-
nesku Makedóníu höfðu
raunar haldið ræður um
að „frelsa" þann hluta
Makedóníu (í landfræði-
legum skilningi) sem er
nú á grísku yfirráða-
svæði, og í uppkasti að
stjómarskrá hins nýja
ríkis var ýmislegt gefið í
skyn með því að tala um
að „gæta hagsmuna"
Makedóníumanna, sem
búa utan landamæra rík-
isins. Nefnd háttsettra
lögfræðinga frá Evrópu-
bandalaginu bað um að
gerðar yrðu endurbætur
á uppkastinu og engar
landakröfur gerðar á
hendur nágrannarílgun-
um. Við þessu var orðið
og lögfræðingamir lögðu
til að Evrópubandalagið
viðurkenndi ríkið þegar í
stað. En Grikkir settu sig
enn upp á móti þvi. A
leiðtogafundi Evrópu-
bandalagsins í Lissabon í
júní samþykkti EB að við-
urkenna ekki hið nýja
makedóniska ríki nema
það breytti nafni sinu
þannig að orðið „Make-
dónia" kæmi þar hvergi
fyrir. Þetta var sigur fyr-
ir þrákelkni Grikkja og
uppgjöf fyrir ýtrustu
kröfum þeirra. Með þess-
ari ályktun vom allar
málamiðlanir, á borð við
„Slavneska Makedónía",
„Norður-Makedónía“ eða
jafnvel „Skopje-Make-
dónía", útilokaðar.
(Grikkir vitna ævinlega
til höfuðborgar ríkisins
og kalla það „Skopje-lýð-
veldið“.)“
Arfleifð kalda
stríðsins
í grein blaðamannsins
Theodore Stanger í
Newsweek er vikið að
annarri hlið málsins: „Að
vissu leyti er deilan um
Makedóníu arfleifð kalda
stríðsins. Einræðisherra
Júgóslavíu, Tító mar-
skálkur, valdi syðsta lýð-
veldi sambandsríkisins
nafnið Makedóníu. Vegna
þess að Tító hafði boðið
Sovétmönnum byrginn,
lögðu Vesturveldin hart
að Grikkjum að mótmæla
ekki nafngiftinni. „Það
vom söguleg mistök að
samþykkja nafnið á þess-
um tíma, jafnvel þótt við
værum neyddir til þess,“
segir Marios Ploritis, póli-
tískur dálkahöfundur á
einu af stórblöðum
Aþenu. Grískir embættis-
menn óttast að Makedón-
íska lýðveldið muni gera
kröfu til stórs hluta hinn-
ar sögulegu Makedóniu,
sem er innan grískra
landamæra. Þeir benda á
að stjómvöld í Skopje
hafi gefið áform sín i
skyn þegar þau notuðu á
fyrirhugaða mynt sína
mynd af Hvita tuminum,
miðaldavirki í griska hér-
| aðinu Saloniku."
HEFST J DAG
LYSIR PER LEHD...
ÁRMÚLA 15 - SÍMI 812660.
Slappaðn af
og láttu þreytuna líða úr þér í nýja hvíldarstólnum
frá Action. Stóllinn er með stillanlegu baki,
innbyggðum skemli og fæst ruggandi eða fastur.
Marco
Langholtsvegi 111 Sími 91-680690
Verð m/tauáklæði,
aðeins kr. 29.610.- stgr.
Verð m/leðuráklæði á slitílötum,
aðeins kr. 48.820.- stgr.
Húsgagnaverslun