Morgunblaðið - 23.01.1993, Síða 10

Morgunblaðið - 23.01.1993, Síða 10
10 rr~ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANUAR 1993 :! EIGMMIÐIXMN Sínii 67-90-90 - Síðunuila 21 Nýi miðbærinn Tvílyft 234 fm raðhús á mjög góðum stað ásamt inn- byggðum bílskúr. Húsið skiptist m.a. í 4 svefnherb., sjónvarpsherb., stofur o.fl. Verð 19,5 millj. 2889. Ásholt - Reykjavík Glæsileg eign á 2. hæð ca 114 fm. íb. er í nýrri, glæsi- legri sambyggingu við Túnin í Austurborginni. Stofur, eldhús, 3 herb., 2 snyrtingar. Vandaðar innr. Hlutdeild í góðri sameign. Húsvarðaríbúð. Bílskýli o.fl. Lyfta, garður, næg bílastæði. Byggjandi: Ármannsfell hf. Verð 11,5 millj. 3943. Upplýsingar hjá eiganda í síma 627088. Gpið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 11-14. ifS: 685009-685988 ÁRMÚLA21 DAN V. S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR, ÓLAFUR GUÐMUNDSS0N, SÖLUSTJ., DAVÍÐ SIGURÐSSON, SÖLUMAÐUR Keilufell - einbýli Mikið endurnýjað timburhús, um 150 fm, hæð og ris ásamt sérbyggðum bílskúr. Stofa og 4 svefnherb., 2 snyrtingar. Góð staðsetning. Fallega ræktuð lóð. Verð 13,8 millj. Ath. möguleg skipti á minni eign. 4020. Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 11-14. if S: 685009 -685988 ÁRMÚLA 21 riroinn l DAN vs- whum, lögfræðingur, Vyl C/lvJI 11 ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, SÖLUSTJÓRI, ‘ 1 DAVÍÐ SIGURÐSSON, SÖLUMAÐUR. 21150-21370 Góðar eígnir nýkomnar á söluskrá: Glæsileg eign við Selvogsgrunn Steinhús ein hæð rúmir 170 fm. Bílskúr tæpir 30 fm. Lóð 560 fm. Eignin er vel byggð og mikið endurnýjuð. Teikn. og uppl. á skrifst. Við Háaleitisbraut með útsýni Stór og góð 5 herb. íbúð á 2. hæð 112 fm. Stórar stofur. Svalir. Sér- hiti. 40 ára húsnæðislán kr. 2,4 millj. Eignaskipti æskileg. í fjórbýlishúsi við Hofsvallagötu Lítil 3ja herb. ibúð á 2. hæð rúmir 50 fm nettó. Nýtt parket. Gott fönd- urherb. auk geymslu í kjallara. Góð lán fylgja. Endaíbúð við Stóragerði Mjög góð 4ra herb. íbúð tæpir 100 fm á 1. hæð í vesturenda. Ágæt sameign. 40 ára húsnæðislán kr. 2,3 millj. í hinu vinsæla Stekkjahverfi Vel byggt og vel með farið steinhús, ein hæð, rúmir 130 fm. Bílskúr 30,2 fm. Stór ræktuð lóð. Úrvals staður í hverfinu. Gott verð. Hveragerði - einbýlishús - eignaskipti Gott timburhús við Borgarheiði, ein hæð, tæpir 120 fm. 4 góð svefn- herb. Bílskúr með geymslu um 30 fm. Eignaskipti möguleg. Sanngjarnt verð. Með frábærum greiðslukjörum Einstaklingsfbúð á 4. hæð i lyftuhúsi við Kríuhóla. Góð innrétting. Sólsvalir. Laus strax. Fjöldi fjársterkra kaupenda Sérstaklega óskast nýtt og rúmgott einbýlishús í Kópavogi. Ennfremur lítið sérbýli í borginni eða á Nesinu svo og miðsvæðis í borginni ósk- ast 3ja og 4ra herb. íbúðir og lítið einbýli. Eignirnar mega þarfnast endurbóta. • • • Opið ídag frá ki. 10-16. Teikn. á skrifst. Almenna fasteignasalan sf. var stof nuð 12. júlí 1944. LARUS Þ. VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. lóggiltur fasteignasali AIMENNA FASTEIGHASAl AW LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 tii,iA.tný»ufvrir.u Felix Eyjólfsson við nokkur verka sinna. Sýnir lakk- myndir FELIX Eyjólfsson sýnir 11 lakkmyndir í kaffistofu verslun- arinnar 17 við Lauga- veg. Þetta er 6. sýning hans og sölusýning sem opin er á verslun- artíma til 15. febrúar. Allra síðustu sýningar á Sögum úr sveitinni UM ÞESSA helgi stóð til að sýn- ingum á verkum Antons Tsjek- hovs, Platanov og Vanja frænda, sem undanfarna mánuði hafa verið sýnd á Litla sviði Borgar- leikhússins undir samheitinu Sögur úr sveitinni, yrði hætt. Uppselt hefur verið á þessar sýningar og hafa margir þurft frá að hverfa og biðlistar verið fyrir hverja sýningu. Vegna þessa mikla áhuga á Sögum úr sveitinni mun Leikfélag Úr Platanov Reykjavíkur bæta fjórum sýning- um við í næstu viku: Platanov verð- ur sýndur miðvikudagskvöld 26. og laugardagskvöld 30. janúar en Vanja frændi föstudagskvöld 29. og sunnudagskvöld 31. janúar. (Úr fréttatilkynningu.) ÍDaiEOsö ooáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Málfregnir, hið vandaða tíma- rit Islenskrar málstöðvar, er nýlega komið út í 12. sinn. Þetta síðasta hefti er í senn fróðlegt og skemmtilegt. Ritstjórinn, próf. Baldur Jónsson, hefur leyft um- sjónarmanni að birta úr því smá- greinar sem þar voru undir fyrir- sögninni Spurningar og svör. Hér er fyrsta grein: „Spurning: Nýlega heyrðist sagt í sjónvarpsfréttum: „efna- hagsmálin báru á góma“ þar sem ég hefði sagt..... bar á góma“. Hvort er réttara? Svar: Hið rétta er: „efnahags- málin bar á góma“. Oft er rangt farið með sögnina bera á góma og þess þá ekki gætt að hún er ópersónuleg sem kallað er. Það merkir að gerand- inn, sá sem ber eitthvað á góma, er ótilgreindur eða óskilgreinan- legur, en sagnorðið haft í 3. per- sónu eintölu. Þá má ekki láta það villa sig að andlag sagnarinnar, það sem borið er, getur verið í fleirtölu eins og efnahagsmálin í þessu dæmi. Til skýringar mætti orða það svo að setningin „efna- hagsmálin bar á góina“ merki að einhver ótiltekinn (eða eitthvað ótiltekið) hafi borið efnahagsmál- in á góma, þ.e. fært þau í tal. Hér eru gómar nefndir fyrir munn líkt og hluti fyrir heild, en það er alþekkt bragð í skáldskap, svo sem kunnugt er, og einnig í mæltu máli. Um rætur þessarar sagnar, „bera á góma“, er mér ekki kunn- ugt. Hún gæti vel átt upptök sín í einhvetjum kveðskap sem nú er gleymdur, en svo þarf ekki að vera. Kann einhver lesandi að fræða okkur um þetta?“ ★ Miðmynd sagna táknar ekki aðeins það sem menn gera við sjálfa sig, heldur líka hvað menn gera hvor við annan. Það nefnist gagnvirk merking, og er þessa stundum áður getið í pistlum þess- um, svo og þolmyndarmerkingar- innar sem í miðmyndinni getur falist. Allt auðgar þetta málið, en miðmynd er reyndar í sýnilegri hættu. Mikið gladdi það mig, þegar Kristófer í sjónvarpsfréttunum fór rétt með orðtakið að berast á banaspjót, því að þetta er svo oft ranglega haft „berast á bana- spjótum". Þegar menn áttu í ófriði í gamla daga og börðust með spjótum, merkti þetta orðtak auð- vitað að bera banaspjót hvor á annan. Nærri má geta hvort bar- dagamenn hafi „borist á bana- spjótunum“ eitthvað út í buskann. Nú leyfi ég mér að vitna í Orð- takasafn Halldórs Halldórssonar rétt einu sinni. Hann rekur sögu þessa orðtaks vandlega og segir að lyktum: „Berast á banaspjót er þannig í rauninni „bera drápsspjót hvor á annan, beita vopni hvor gegn öðrum“. Síðan hafa menn skilið svo (eða misskilið), að á væri for- setning sem stýra ætti banaspjót og þá kemst þgf. banaspjótum eðlilega inn. Hér er þannig um alþýðuskýringu að ræða ...“ (fsl. orðtakasafn, bls. 41.) Enn er hægt að nota þetta lík- ingamál, þótt menn beijast með öðrum tólum en spjótum, en þá verða menn líka að fara rétt með orðtakið, eins og Kristófer gerði. ★ Ættstór og frændmargur á eftirmáls von, segir málsháttur. Þetta er svo að skilja, að dráp slíkra manna, sem í upphafi grein- ir, muni leiða til málareksturs eða hefndar. Merking orðsins eftir- mál hefur mildast og rýmkað með breyttum háttum. í Orðabók Menningarsjóðs er það skilgreint svo: „eftirköst, afleiðing, reki- stefna vegna e-s atferils; lögsókn, mál (einkum vegna mannvíga).“ 676. þáttur Eftirmáli er allt annað, eða með orðum OM: „niðurlagsorð, texti aftan við meginmál." Þetta er ekki rifjað upp að tilefnislausu. í blaði mátti lesa, er sagt var frá formannskjöri í Sjómannasam- bandi íslands: „Aðspurður [Kon- ráð Alfreðsson] hvort einhverjir eftirmálar (auðk. hér) yrðu sagði hann það verða að koma í ljós.“ ★ Skötulíki er talsvert tískuorð um þessar mundir. I eiginlegri merkingu er það lögun skötunnar, en mörgum hefur víst þótt hún ólöguleg, því að snemma fær orð- ið niðrand) merkingu. í Þjóðsög- um Jóns Árnasonar er talað um skrímsli í skötulíki sem sést hafi í Grímsey, og í bréfum sínum rit- ar Jón Sigurðsson forseti um það sem sé „í skömm og skötulíki", og er þá á slíku hin mesta ómynd. Þá er þess eins að gæta, að skötu- líki verði ekki ofnotað eins og stakkurinn sem menn eru ekki búnir í. Og svo rifja ég aðeins upp hér frá því í fyrra fjögur orð um áhald til að kæfa kertaljós. Þau voru skarklofí, skaraklofi, skar- hjálmur og Ijósabani. Ekki er að efa að fleiri séu til, því eins og Bólu-Hjálmar kvað, er íslensk- an „orða frjóust móðir“. ★ Inghildur austan kvað: Með björpm fram Brynjólfur leyndist, í baráttu tvístígur reyndist, vó oftastnær salt og vildi ekki allt- af það sem sannara reyndist. ★ P.s. Mikill höfuðsnillingur á óbundið íslenskt mál var Sverrir Kristjánsson. P.p.s. Vek athygli á góðri grein Önnu S. Smáradóttir hér í blaðinu sl. þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.