Morgunblaðið - 23.01.1993, Síða 13

Morgunblaðið - 23.01.1993, Síða 13
MORqyNBLAÐIÐ LAUGARPAGUR 23. .IAa\ÚAK 1993 Fjölbreytt kynning á skoskri menningu SKOSK-íslenskir menningardagar standa nú yfir í Reykjavík. Á þessari menningarhátíð gefst gott tækifæri til þess að kynnast skoskri menningu. Á hátíðinni er myndlist, tónlist, kvikmyndum, bókmennt- um, og matargerðarlist gerð góð skil. Hátíðin stendur til 14. febrúar. Hátíðin nefnist Skottís og er að sögn Gunnars Kvarans, forstöðu- manns Kjarvalsstaða, svar Reykja- víkurborgar við íslenskri menning- arhátíð sem haldin var í Skotlandi á síðasta ári. Það voru íslensk tón- verkamiðstöð og Tónskáldafélag íslands sem áttu frunkvæðið að menningarsamskiptum Reykjavík- ur og Glasgow. Gunnar sagði að fjöldi stofnana tæki þátt í þessari hátíð. Þetta væri sérstök kynning- araðferð þar sem engin stofnun Sýning á verk- um Þórdísar Árnadóttur SÝNING á málverkum Þórdísar Árnadóttur stendur nú yfir í húsnæði verslunarinnar Vatns- rúm, Skeifunni 11, og stendur sýningin til næstu mánaðamóta. Myndir eftir Þórdísi eru einnig til sýnis í Líkamsræktinni í Kjör- garði. Þórdís Árnadóttir stundaði nám listmálun og höggmyndalist við Akademíuna á Fjóni og útskrifaðist hún þaðan vorið 1989. Helstu sýn- ingar á verkum hennar fram að þessu voru í Gunnarssal í apríl 1991 og í „Borði fyrir tvo“ í Borgar- kringlunni í september 1992. hefði bolmagn til þess að halda svona hátíð upp á eigin spýtur. Hver stofnun ynni engu að síður sjálfstætt að sínum þætti. Að sögn Gunnars fékk íslenska hátíðin mikla og jákvæða umfjöllun í skoskum fjölmiðlum á síðasta ári. Umfjöllunin heldur áfram nú því fréttamenn frá BBC, Skotlandi, eru væntanlegir til landsins um helgina til þess að fylgjast með Skottís. Myndlist Tvær myndlistarsýningar eru haldnar í tengslum við Skottís og voru þær opnaðar 9. janúar sl. Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýning á verkum Ians Hamiltons Finlay en hann er einn þekktasti núlifandi myndlistarmaður Skota. í Geysis- húsinu er sýning sem ber titilinn „Alter Ego“. Bókmenntir Rithöfundasamband Islands stendur fyrir kynningu á skoskum bókmenntum í samvinnu við Nor- ræna húsið. Tveir skoskir rithöf- undar, Edwin Morgan og Alasdair James Gray, munu halda fyrirlestra í Norræna húsinu. Þar er jafnframt skosk bókasýning í anddyrinu. Fyr- irlestramir verða 23. og 24. janúar. Edwin Morgan mun einnig halda fyrirlestur um myndlistarmanninn, rithöfundinn og ljóðskáldið, Ian Hamilton Finlay, að Kjarvalsstöð- um klukkan 14, sunnudaginn 24. janúar. Tónlist Myrkir músíkdagar eru í ár hluti af Skottís. Tónlistarhátíðin hefst 28. janúar og stendur til 14. febr- úar. Á hátíðinni verður flutt tónlist frá 6 löndum á 16 tónleikum. Flutt verða m.a. 22 íslensk sönglög sem félagar í Tónskáldafélagi íslands hafa samið sérstaklega fýrir Myrka músíkdaga. í ár verða nokkrar nýjungar á hátíðinni, t.d. verða börn beinir þátttakendur í fyrsta sinn. Ný verk nemenda í Tónskóla Sigursveins og Tónmennaskóla Reykjavíkur/Tón- stofu Valgerðar verða frumflutt 13. febrúar. Það er einnig nýmæli að eitt kvöldið er helgað jazzi. Kvikmyndir Hvíta tjaldið og Regnboginn sýna fiinm nýlegar skoskar myndir. Þess- ar myndir gefa íslensku kvik- myndaáhugafólki einstakt tækifæri til þess að kynna sér hvað er að gerast í skoskri kvikmyndagerð. Kvikmyndahátíðin hófst 16. janúar sl. og stendur til 23. janúar. Matargerðarlist Gestakokkurinn Jim Kerr býður upp á skoska matseld á veitingahús- inu Við tjörnina dagana 30. janúar til 7. febrúar. Jim Kerr sem er þekktur fyrir fiskrétti sína ætlar að hafa hefðbundna rétti úr eldhúsi sínu á boðstólnum. Einnig mun hann gera tilraunir með íslenskt hráefni ásamt Rúnari Marvinssjmi. Jean-Philippe Labadie og Eggert Þorleifsson í hlutverkum sínum. Kvikmyndin Stuttur frakki Samningur um dreifingu erlendis ART Film, framleiðandi kvikmyndarinnar Stuttur frakki, hefur gert samning við Sigurjón Sighvatsson, einn eigenda Propaganda film í Hollywood, um dreifingu myndarinnar erlendis. Gengið var frá sam- komulaginu fyrir skömmu en myndin verður frumsýnd hérlendis um miðjan mars. Þeir Bjarni Þór Þórhallsson og Kristinn Þórðarson, eig- endur Art film, segja að samkvæmt samkomulaginu sem gert var muni Sighvatur Sigurjónsson kom Þrátt fyrir nafnið er Stuttur frakki kvikmynd í fullri lengd en unnið var að gerð hennar í fyrra. Þeir Bjami Þór og Kristinn segja að þeir hafi sent Siguijóni vinnueintak af mynd- inni í lok síðasta árs og honum hafi litist svo vel á verkið að af þessu samkomulagi varð. „Við erum að sjálfsögðu ánægðir með þessa þróun mála þvi það er okkur mikils virði að maður sem viðlíka þekkingu og sambönd og Siguijón hefur, hjálpi okkur við að koma myndinni á fram- færi,“ segja þeir félagar. í máli þeirra kemur einnig fram að Siguijón muni aðstoða þá við kynningu á myndinni hér heima en sú kynning hefst í næsta mánuði. Að sögn Kristins og Bjama áttu þeir félagar fmmhugmynd að Stutt- um frakka en leituðu síðan til Gísla Snæs Erlingssonar, leikstjóra, og Friðriks Erlingssonar handritshöf- inn í fyrirtækið sem einn hluthafa. undar, eftir frekari úrvinnslu og telja þeir að þetta sé í fyrsta skipti sem þessi háttur er hafður á hérlendis en slíkt vinnuform er þekkt eriendis við kvikmyndagerð. „Siguijón tók það fram að honum hafi litist vel á þessi vinnubrögð," segja þeir. Stuttur frakki fjallur um Frakka sem kemur hingað til lands í leit að hljómsveit sem hann vill koma á framfæri í heimalandi sínu. Lendir hann í ýmsum óvæntum ævintýmm hérlendis í þessari leit sinni. Myndin er að hluta til á ensku og verða þau brot sýnd textuð hérlendis. Aðalhlut- verkin em í höndum Jeans Philippe Labadie, Hiálmars Hjálmarssonar og Elvu Ósk Olafsdóttur. Aðstandendur vilja taka fram að myndin er í fullri lengd en þeir segj- ast hafa orðið varir við misskilning um að svo sé ekki vegna nafnsins. NOTAÐIR BILAR ÓTRÚLEGT VERD OO AVINTÝRALEO ÓBYGOOAFIRÐ Vib bjó&um nota&a bíla i eigu Globus ó ótrúlega lógu ver&i i Bilahöllinni ó timabilinu 23.-31. janúar. Dregib verður úr nöfnum allra þeirra sem nýta sér þetta tækifæri og fimm heppnir kaupendur fó tveggja daga ævintýralega ferb fyrir tvo upp ó Hveravelli með Hafþóri „Hveravallaskrepp" ó Ford snjótrölli. Ford Orion 1.6 CL., órg. '87, hvítur, ekinn 96 þús. km. MarkaðsverS 470.000 TilboSsverS 390.000 Ford Sierra 1.6 CL., árg. '88, hvítur, ekinn 27 þús. km. MarkaSsverð 670.000 TilboðsverS 590.000 Peugeout 205 GR, árg. '88, ekinn 70 þús. km. MarkaSsverð 450.000 TilboSsverð 380.000 Toyota Tertel 4x4, markaðsverð 500.000 tilboðsverð 390.000 Ford Orion 1,6 cl., BSIlí'iJe markaðsverð 470.000 tilboðsverð 390.000 Chrysler Le Bar on turbo, árg. ‘87, raoður ekinn 90 þús, km. markaðsverð 750.000 tiiboðsverð 650.000 6, brúnn, ekinn 120 þús. km. g. ‘87, hvítur, ekinn 96 þús: km. Honda Civic Shuttle 4x4, markaðsverð 580.000 tilboðsverð 430.000 6ra '87, blar Cilroðn AX 10, urg. '88, hvítur, markaðsverð 340.000 tilboðsverð 290.000 Saab 900, markaðsverð 580.000 tilboðsverð 420.000 Toyota Camry station, árg. '87, hvítur, ekinn 96 þús. km. Markaðsverð 720.000 Tilboðsverð 640.000 Citroen AX 1,1 TRl, markaðsverð 390.000 tilboðsverð 340.000 6rg. '85, blár, árg, ’88, gibr. okinn 99þús. km. okinn 40 þús. km. ekinn 89 þús. km. ekinn 43 þús. km. SIMI: 674949 ÞAÐ ER OPK> HJÁ OKKUR: mánudaga til föstudaga kl. 9.00 - 18.30 latigardaga kl. 10.30 - 17.00 sunnudaga kl. 13.00 - 16.00 KOMDU I BILAHOLLINA, BILDSHOFÐA 5 OG SKOÐAÐU OTULEGT URVAL AF NOTUÐUM EN GOÐUM BILUM I EIGU GLOBUS NOTAÐIR BILAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.