Morgunblaðið - 23.01.1993, Side 14
eeei hauhai .es huoaqhaoua.1 GiQAjaHuoaoM
51_____
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993
20 AR FRA UPPHAFI HEIMAEYJARGOSSINS
ENGAN MANN SAKAÐI
EN400HÚS EYÐILÖGÐUST
AÐFARANÓTT 23. janúar 1973,
laust fyrir klukkan tvö, hófst
eldgos á Heimaey. 1.600 metra
gossprunga opnaðist á austan-
verðri eyjunni. Flestir íbúar
voru í fasta svefni er gosið byij-
aði en fljótlega voru allir komn-
ir á stjá. Fólk flykktist til hafn-
arinnar um borð í bátana sem
síðan sigldu hver í kjölfar ann-
ars áleiðis til Þorlákshafnar og
flugvélar fluttu einnig fjölda
manna til lands. Þegar leið á
morgun þess 23. höfðu flestir
íbúar yfirgefið Heimaey og ein-
ungis þeir sem unnu að björg-
unarstörfum og sinntu öðrum
skyldustörfum voru eftir í Eyj-
unni.
íbúarnir sýndu mikla stillingu og
ró en margir trúðu því ekki að gos
væri hafið. Bogi í Eyjabúð var einn
þeirra sem ræstur var um gosnótt-
ina og honum sagt að komið væri
gos. „Settu það á tröppurnar," sagði
Bogi og lagði sig síðan aftur og
hélt að verið væri að koma með
gosdrykki sem hann hefði pantað.
Eldgosið stóð yfir í rúma fímm
mánuði og á þeim tíma er talið að
250 milljónir rúmmetra hrauns hafí
komið upp og 2,5 milljónir rúm-
metra af vikri hafí fallið á Heima-
ey. Um 400 hús eyðilögðust í gos-
inu, urðu undir hrauni eða ösku og
miklar skemmdir urðu víða.
Enginn mannskaði varð í gosinu
og var sem vemdarhendi gætti
Eyjabúa þennan örlagaríka vetur.
Óhjákvæmilega hafði eldgosið
mikil áhrif. Margir Eyjamenn sneru
ekki heim aftur og settu sig niður
víðs vegar um landið en nýtt fólk
fluttist til Eyja og tók þátt í að
byggja staðinn upp á ný. Uppbygg-
ingin í kjölfar gossins var krafta-
verki líkust. Bærinn var hreinsaður
á ótrúlega skömmum tíma og smám
saman fluttist fólk til Eyja en enn
er íbúafjöldi þó ekki jafn mikill og
var fyrir gos.
Þótt 20 ár séu liðin frá gosinu
þá er það mál manna að Eyjamar
séu ekki þær sömu og þær voru.
Spila þar margir þættir inní en lík-
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
V estmannaeyjagosið í algleymingi
Gosmökkurinn stígur til himna eins og atómský. Myndin birtist víða um heim, m.a. á heilsíðu í National Geographic.
lega vegur þar þyngst að samfélag-
ið sem áður var frekar þröngt og
einangrað opnaðist og breyttist.
Mikið hefur verið byggt í Eyjum
síðan um gos og þó íbúar séu færri
í dag en voru þá hefur íbúðum í
Eyjum fjölgað. Árið 1972 voru
5.235 íbúar í Eyjum og þá voru
tæplega 1.400 íbúðir skráðar þar.
í dag eru íbúarnir 4.867 en fjöldi
íbúða er yfir 1.560.
Samkvæmt upplýsingum frá
bæjarskrifstofunum virðist sem
mun meira rót sé á fólki nú en
áður var. Það eru meiri hreyfingar,
fólk flytur til og frá Eyjum og á
milli íbúða í bænum. Á síðasta ári
fluttu 1.300 einstaklingar aðsetur
sitt í Eyjum, en inn í þeirri tölu eru
flutningar til og frá Eyjum og svo
flutningar innanbæjar. Sambæri-
legar tölur frá 1972 eru ekki til en
talið er að þær hafi verið mun, mun
lægri.
Aldurssamsetning Eyjabúa virð-
ist hafa breyst talsvert frá því árið
1972. Þá bjuggu í Eyjum 3.160
íbúar á aldrinum 0-30 ára en í dag
eru þeir 2.538. Heldur fleiri íbúar
á aldrinum 30 til 60 ára búa í Eyj-
um í dag en fyrir 20 árum eða 1.785
á móti 1.502 og á aldrinum 60 til
90 ára eru nánast jafn margir íbúar
og voru fyrir gos eða 544 í dag á
móti 532 árið 1972.
Fyrir gos var einn barnaskóli í
Eyjum og auk þess gagnfræða-
skóli. Þá voru 1.221 barn á aldrin-
um 5 til 14 ára. í dag eru í Eyjum
tveir grunnskólar, auk framhalds-
skóla. Nýr grunnskóli var byggður
eftir gos auk þess sem byggt var
við gamla Bamaskólann en í dag
eru 823 böm á aldrinum 5 til 14
ára í Eyjum.
í tilefni þess að 20 ár eru liðin
frá upphafi eldgossins spjallaði
Morgunblaðið við nokkra Eyja-
menn; fékk þá til að rifja upp minn-
isstæða atburði frá gostímanum og
bera Vestmannaeyjar í dag saman
við þær Eyjar sem þeir þekktu áður
en eldsumbrotin urðu.
Texti: Grímur Gíslason
Myndir: Sigurgeir Jónasson
Haraldur Gíslason
Gosið hafði víðtæk
þjóðfélagsleg áhrif
„Það er ekki nokkur vafí að gosið
hafði gífurleg áhrif á sjávarútvegsfyrir-
tækin hér þvi árið 1973 var gott ár í
sjávarútvegi,“ sagði Haraldur Gíslason,
fyrrverandi forstjóri Fiskimjölsverk-
smiðjunnar í Vestmannaeyjum, en hún
hóf bræðslu á loðnu þegar gosið stóð
sem hæst og bræddi rúm 20.000 tonn
veturinn 1973.
„Það ár sem við misstum úr
vegna eldgossins var mjög gott ár
í íslenskum sjávarútvegi. Það var
góður afli og við höfðum ekki í
mörg ár séð svona gott umhverfi í
mjöli og lýsi. Það voru þá til dæm-
is verð á mjöli sem við höfum ekki
séð síðan miðað við einingu á dollar
og svo var glymrandi fískirí á öllum
bátum þetta ár. Þetta fór að mestu
framhjá okkur því öll fískvinnsla lá
niðri hér nema bræðsla í Fiskimjöls-
verksmiðjunni sem bræddi tæplega
helming þess sem gert var á venju-
legri vertíð.
Haraldur Gíslason
Fiskimjölsverksmiðjan var fyrsta
fyrirtækið sem hóf starfsemi í Eyj-
um eftir að gosið hófst. Vinnsla þar
hófst í lok febrúar og er það mál
manna sem í Eyjum voru á þessum
tíma að gúanólyktin, sem enginn
hafði verið hrifin af, hafi verið
yndislega góð og virkað sem vít-
amínsprauta á alla sem í Eyjum
voru á þessum erfíða tíma.
Fjárhagsstaða fyrirtækjanna hér
fyrir gos var mjög góð, en gosið
hafði mikil áhrif. Við misstum
þama úr þetta góða ár og síðan
byijaði uppbyggingin. Fyrirtæki
eins og Hraðfrystistöðin og Fiskiðj-
an byija eiginlega fyrir neðan núll-
ið en Isfélagið hélt í við, þar sem
þeir fjárfestu uppi á landi í gosinu.
Vinnslustöðin fór svona þokkalega
út úr þessu eignalega því hún varð
fyrir litlu eignatjóni en hún missti
náttúrlega ár úr rekstrinum.
Ég er viss um að staða þessara
sjávarútvegsfyrirtækja hér væri
önnur og betri ef gosið hefði ekki
komið en hversu mikið betri hún
væri skal ég ekki segja um.
Haraldur segir að byijun vinnslu
í Fiskimjölsverksmiðjunni sé það
sem standi upp úr minningunum frá
gostímanum. „Það var ákaflega
minnisstætt að taka þátt í að starta
gúanóinu í miðjum hamfömnum.
Það er reynsla sem ég hefði ekki
viljað sleppa. Það Iyfti upp móraln-
um hér að geta starfrækt eitthvað
sem var jákvætt.
Reyndar er gosið manni dýrmæt
reynsla því það breytti talsvert við-
horfum til lífsins og opnaði augun
fyrir því hvað við erum lítil peð í
veröldinni," sagði Haraldur Gísla-
son.
Byggð þakin ösku
Geysimikið verk beið manna þegar gosinu lauk við að grafa ösku af húsum.